Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1994, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1994, Side 12
i.i n 12 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994 Spumingin Hver er eftirlætisveitinga- staöurinn þinn? Ásta Magnea Óladóttir: Hard Rock Café. Bergur Rúnar Björnsson: Grillbar- inn á Ólafsfirði. Sindri Bjarnason: Grillbarinn á Ól- afsfiröi og Greifinn á Akureyri. Gunnlaugur Sigursveinsson: Hótel Ólafsfjörður og eldhúsið hjá Gerði, konunni minni. Steinn Gunnarsson: Hard Rock Café. Hulda Guðmunda Óskarsdóttir: ítal- ía er ny ög góður staður og Asía líka. Lesendur Peningar á hverju strái Óskar Jónsson skrifar: í þjóðfélagi þar sem allir eru að kvarta daginn inn og daginn út skýt- ur það skökku við, svo ekki sé fastara að orðiö kveðið, að nægir peningar virðast til hjá landsmönnum til þátt- töku í fjárhættuspilum. Einhvem kynni að undra þessa fullyrðingu en staðreyndimar liggja engu að síður fyrir. Lottó, bingó, getraunir, skaf- miðar, heimsendir happdrættismið- ar og guð má vita hvað hefur gert landsmenn bókstaflega hringavit- lausa. í brjóstum allra þátttakenda í þess- um fjárhættuspilum, sem þetta auð- vitaö er, leynist sú von eða sá draum- ur að stóri vinningurinn, -sein á að redda öllu, sé í þann mund að falla viðkomandi í skaut. Þannig er þjóðin orðin þræll þessarar fíknar sem er engu skárri en önnur fíkn og má þar nefna tóbak, áfengi eða eiturlyf. Inn á þetta spila félög og stofnanir, sem mörg hver hafa líknarmál á sinni könnu þótt ótrúlegt sé, og segja þetta nauðsynlegt til að ná fjármagni til að standa undir kostnaði af starfsem- inni. Þetta þykja mér vægast sagt undarleg vinnubrögð og með öllu óviðunandi. Það er vissulega göfugt að rétta hjálparhönd þeim sem minna mega sín og hafa orðið undir í lífsbaráttunni. Það er hins vegar ekki göfugt að stíla inn á veikleika almennings með gróðramaskínum í hverju homi. Svokallaðir spilakassar eru nánast í öllum sjoppum og freistingarnar eru miklar fyrir unglinga. Það er ein- mitt sá hópur sem helst dvelst á þess- um stöðum og það sér hver heilvita maður að óhörðnuð ungmenni eru Bréfritari likir spilakössum við vítisvélar. líkleg til að ánetjast þessum vitisvél- um sem ég vil svo kalla. FuUorðna fólkið er heldur ekkert skárra. Þaö spilar líka í þessum kössum og er stundum miklu verra. Sjónvarpið hefur apað upp ósiðinn og er með lottó-drátt tvisvar í viku og annan meira að segja erlendis frá. Nýjasta nýtt er svo bingóið á Stöð 2. Ekki veit ég hvað kemúr næst en það kem- ur. Um það er ég viss. En þeir sem standast þessar freist- ingar eru ekki alveg hólpnir. Inn um bréfalúguna á hveiju heimili streyma alls kyns gylhboð í formi happdrættismiða eða annarra miða og þá þarf líka sterkar taugar til að spila ekki með. Þvi miður eru fæstir sein standast freistingamar en þegar stóri vinningurinn lætur á sér standa segir fólk: „Ég er að styrkja gott málefni." Reikningarnir halda áfram að hlaðast upp, skuldasúpan eykst og síðan kemur hið óumflýjanlega, gjaldþrot. Þetta er nöturlegur sannleikur en sannleikur engu að síður. Pening- amir virðast vera á hverju strái þeg- ar fjárhættuspil em annars vegar en þess á milli er buddan tóm. Er ekki mál að linni? Hundleiðinlegur þjóðsöngur Bryndís Guðmundsdóttir skrifar: íslenski þjóðsöngurinn er algjör tímaskekkja. Hann var kannski ágætur á sínum tíma en í dag á hann ekkert erindi til nútímafólks. T.d. er vonlaust mál að syngja hann og ekki nema á færi þeirra sem em hámennt- aðir í sönglistinni. Þaö em hins vegar fæstir og þess vegna missir þjóðsöng- urinn marks. Þar fyrir utan er hann einfaldlega hundleiðinlegur. Breytinga er þörf því aö í dag bera ekki margir virðingu fyrir þjóð- söngnum. Ég er t.d. viss um að flest- ir standa upp og slökkva á Sjónvarp- inu þegar hann er leikinn þar í dag- skrárlok á sunnudagskvöldum. Það er helst að fólk horfi til að reyna að geta hvaðan myndin er á skjánum en ekki til aö hlusta á lagið. Ýmsu hefur verið breytt í þessu þjóðfélagi og þótt sjálfsagt mál. Þjóðsöngurinn er ekki heilagur og þess vegna má líka breyta honum eða fá nýjan. Eg veit að flest ungt fólk er ekki hrifið af þjóðsöngnum. Eldra fólkið vill sjálfsagt frekar hafa óbreytt ástand en það mætti t.d. greiða um þetta atkvæði á meðal þjóðarinnar. Þar myndi niðurstaðan verða á þá leið að þjóðin þyrfti að fá nýjan þjóð- söng. í framhaldinu mætti síðan efna til samkeppni á meðal tónlistar- manna í landinu um nýtt lag og ljóð. Firábær árangur Helga Áss Magnús Magnússon skrifar: Það vom gleöilegar fréttir sem bár- ust alla leið frá Suður-Ameríku í síð- ustu viku þar sem ungur, íslenskur keppnismaður fór á kostum og sigr- aði á heimsmeistaramótinu í skák, fyrir keppendur 20 ára og yngri. Mótið var haldið í Brasilíu og þar voru saman komnir allir fremstu skákmenn heims af yngri kynslóð- inni. Okkar maður, Helgi Áss Grét- arsson, er aðeins 17 ára gamall og það gerir sigur hans enn eftírminni- legri. Frammistaöa hins nýja heims- meistara er enn ein rósin í hnappa- gat skákíþróttarinnar hér á landi. Hringið í síma 63 27 00 millikl. 14 og 16 - eöa skrifíð Nafn og simanr. verftur aA fyig|a bréfuni Áður höfðu Jón L. Árnason, Hannes Hlífar Stefánsson og Héðinn Stein- grímsson hrósað sigri á heimsmeist- Sigur Helga Áss Grétarssonar hefur vakið mikla athygli. aramóti í mismunandi aldursflokk- um en afrek Helga Áss nú verður að teljast enn betra með fullri virðingu fyrir hinum heimsmeisturunum okkar. Hann er aðeins 17 ára, eins og fyrr sagði, og getur því keppt nokkrum sinnum til viðbótar í þess- um aldursflokki og þá varið titilinn um leið. Það yröi einstakur árangur. Alltof snemmt er samt að fullyrða um framtíðina en gleðilegt er að sjá hvemig Helgi Áss tekur sigrinum. Þar fer piltur sem tekur hlutunum með jafnaðargeði og miklast ekki af sigrinum. Með heimsmeistaratitlinum er hann líka kominn í hóp vaskra stór- meistara en það verður að teljast með ólíkindum að svona fámenn þjóö skuli eiga jafnmarga aíburða skák- menn og raun ber vitni. Skáksam- samband íslands á heiður skilinn fyrir uppbyggingarstarfið og einstök félög lika, eins og t.d. Taflfélag Reykjavíkur. Með sama áframhaldi verður þess vart langt aö bíða aö ís- lendingar eignist heimsmeistara í fullorðinsflokki. ___________________PV Launstór- söngvarans Guðjón Þorsteinsson hringdi: Auðvitað er Kristján Jóhanns- son frábær söngvari og allt það og mér dettur heldur ekki í hug að hann syngi fyrir ekki neitt. Hins vegar eru þau laun sem hann krefst fyrir söng sinn hér allt of há og það er ekkert nema héraháttur og fákænska á sviði fjármála að samþykkja þessi laun. - 800 þúsund krónur fyrir kvöldið! Það sjá allir að hér er um að ræða óráðsíu af verstu sort og sem hvergi myndi líöast nema af því að Þjóðleikhúsið þarf ekki, fremur en aðrar opinberar stofnanir, að sýna skynsemi og aðhald i rekstri. Sjálfstæðisflokkur: Hvergi minnst ákonur Gunnar Árnason skrifan Slagurinn í prófkjörsmálum sjálfstæðismanna nálgast og hart er barist um efstu sætin. Þar eru auðvitað nefndir til sögunnar þeir sem hafa verið framarlega ó listanum, hér í Reykjavík a.m.k. Það eru Davið Oddsson, Bjöm Bjamason, Friörik Sophusson, Geir H. Haarde, Markús Öm og Eyjólfur K. Jónsson. Allir ætla þessir menn að komast í efstu 4 sætin og einhver verður undan að láta. Hvergi er minnst á konur og em þó einhveijar sem stefna líka í efstu sætin. En er nokkur furða? Það hefur ekkert bitastætt komið frá konum í Sjálfstæðis- flokknum um langa hríð. Jú, fregnir af nefndastörfum. Ekkert raunhæft á þjóðmálasviðinu. Samúðin bjargar skúrkunum Margrét Sigurðardóttir hringdi: Enginn þarf að halda að Al- þýðuflokkurinn refsi félagsmóla- ráðherranum úr Hafnarflrði, Guðmundi Áma, á nokkum hátt fyrir stjómmálaleg siðgæðisbrot og stjórnlausa eyöslu af almanna- fé. í mesta lagi em settar reglur til málamynda sem eiga að stöðva leka eins og stundum er sagt. Og áfram heldur því Guðmundur að reyta fylgi af Alþýðuflokknum. Svona er þetta á öllum sviöum hér. Allt veröur íslenskum skúrkum aö vopni. Og það er samúðin sem er hér að verki. Almenningur á því sökina á því að aldrei er tekið almennilega í taumana. Pólitíkin er ekkert einsdæmi. Dómskerfiö er t.a.m. uppfullt af svona dæmum. Burtmeðfaldar vatnslagnir Einar Jónasson hringdi: Loks var þjóðin leidd í sannleik- ann um faldar vatnslagnir í hús- veggjum og gólfum. En finheitin og flottræflishátturinn hefur ver- iö skynseminni yfirsterkari hing- að tíl. Vonandi gerir komandi kynslóð sér betur grein fyrir al- vörunni en þeir sem innleiddu földu lagnirnar. Getaflugmenn sett skilyrði? Á.K.L. hringdi: Nú eru Flugleiðir að kanna möguleika á að losa síg við innan- landsflugið og er þá komið að því sem einhver sagði fyrir á árunum eftir sameiningu flugfélaganna tvéggja, Loftleiða og Flugfélags íslands, aö sá tími kæmi að Flug- leiðir yrðu ekki langlíft félag i heilu lagi. - Og nú koma flug- menn sem telja sig geta haldið í einhvem samning um starfsald- ursreglur og laúnakjör. Hafa þeir nokkra burði eða rök til þess ama? í deiglunni em miklar hræringar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.