Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1994, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1994, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Siðferðið í pólitíkinni Fjölmiðlar hafa legið undir gagnrýni fyrir ofsóknir á hendur tilteknum stjórnmálamönnum. Einkum frá stjómmálamönnunum sjálfum og aðstandendum þeirra. Þannig hefur Guðmundur Ámi brugðist við vegna meintra ávirðinga sem á hann eru bornar og þannig brást sömuleiðis Jón Baldvin við þegar DV birti fyrir síðustu helgi hsta yfir mannaráðningar á hans vegum. Aðrir eru ekki betri, segja þeir báðir og saka fjölmiðla um ósanngirni. Hér er ekki ætlunin að standa í rifrildi við þessa tvo ráðherra. Báðir hafa þeir gert margt og mikið gagn í sinni stjómmálatíð. Guðmundur Ámi hefur reynst duglegur bæjarstjóri (þótt það hafi kostað sitt) og komið ýmsu til leiðar í ráðherraembætti. Jón Baldvin hefur verið einn ötulasti ráðherra samtímans og það er fyrir hans til- verknað sem Norðmenn hafa nú ákveðið að setjast að samningaborði í viðkvæmri deilu íslendinga og Norð- manna um fjöregg okkar, fiskveiðarnar. Þetta verður ekki frá þeim félögunum tekið né heldur þau miklu og jákvæðu áhrif sem Alþýðuflokkurinn hefur haft á íslenska stjómmálaþróun undanfarna áratugi. Alþýðuílokkurinn réð úrshtum þegar tekist var á um stöðu íslands í Atlantshafsbandalaginu, Alþýðuflokkur- inn tók höndum saman við Sjálfstæðisflokk um viðreisn- arstjórnina og Alþýðuflokkurinn hefur hvað eftir annað tekið slaginn á vinstri væng stjómmálanna og dregið þannig úr óeðlilegum og óæskilegum áhrifum sósíahsta. Einkum var það þýðingarmikið á árum áður þegar öfg- amar vom hvað verstar í átökum vinstri og hægri. Með öðrum orðum: Alþýðuflokkurinn og forystumenn hans mega eiga það sem vel hefur verið gert og það er misskilningur hjá þeim að DV taki þátt í einhverjum ofsóknum gegn þeim. Hitt verða þeir að skhja að það er sama hvað ráðherra eða flokkur hans er góður, það get- ur aldrei verið trygging fyrir því að sömu menn eða flokk- ar verði yfir gagnrýni hafnir. Þegar íjölmiðlar beina athyghnni að einstökum verk- um, ráðningum eða embættisfærslu stjómmálamanna er það gert af þeirri lýðræðislegu nauðsyn og skyldu að upplýsa almenning og veita ráðamönnum aðhald. Það er engin afsökun að aðrir ráðamenn og aðrir flokkar séu ekki barnanna bestir. Það kemur líka röðin að þeim, ein- faldlega vegna þess að siðferðiskröfur em að breytast og eflast í þjóðfélaginu og póhtískar veitingar og fram- ferði stjómmálamanna almennt er æ meira undir smásjá. Alþýðuflokkurinn hefur átt undir högg að sækja að undanfomu, bæði vegna umdeildra embættisverka vara- formannsins og svo vegna brotthvarfs Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Það er miður, vegna þess að Alþýðuflokkurinn hefur vissulega hlutverki að gegna í íslenskum stjórnmál- um og er kannske sá flokkur sem helst gæti staðið af sér hræringar í stjómmálum á okkar tímum vegna sígildrar stefnu sinnar um jafnrétti og mannúðlegt velferðarkerfi. En forystumenn hans mega ekki falla í þá gryiju að kenna einhverjum samsærismönnum um ófarir sínar. Þeir hafa sjálfir gefið höggstað á sér og sundurlyndis- handinn hefur riðið þar húsum. Forystumenn Alþýðu- flokksins geta ekki búist við skilningi frá almenningi meðan þeir hafa ekki sjálfir skilning á gagnrýninni. í stað þess að fara í fýlu út í ímyndaða andstæðinga á Alþýðuflokkurinn að bæta ímynd sína í siðferðilegum efnum og skilja það í eitt skipti fyrir öh að bithngapóh- tík er ekki til þess fallin að draga kjósendur að, nema þá eina sem bitlinganna njóta. E1]ert B Schram Ekki ætla ég að fullyrða neitt um það hvort aðgerðir okkar atorkusama samgönguráðherra stangist á við lög. Samkeppnisaðilum mismunað Þeir atburðir hafa gerst á síðustu vikum aö mótmælt hefur verið frá fyrirtækjum að ríkisvaldið sé með opinberum styrkjum aö skapa samkeppnisaðilum óeðlilega stöðu. Er þar skemmst að minnast ásak- ana forsvarsmanna Norma hf. í Garðabæ í garð samgönguráöherra þar sem hann er sagður hafa með heimild í hafnarlögum styrkt kaup á upptökumannvirki í eigu Hafnar- innar á Akureyri. Þeir hjá Norma segjast hafa und- anfarið verið að skapa sér aðstöðu með eigin fé og án ríkisstyrkja til að sinna viðhaldi stórra skipa en þessi óafturkræíi styrkur til sam- keppnisaðila á Akureyri kippi grundvellinum undan starfsem- inni í Garðabæ. Það ér oft vandasamt að rata hinn gullna meðalveg þegar gera á upp á milli þess aö sinna óskum úr eig- in kjördæmi, sem sannanlega þarf á möguleikunum aö halda og svo hins hvað sé réttlætanlegt gagnvart samkeppnisvitund almennings og þeirra sem eru aö basla við að reka fyrirtæki á eigin ábyrgð. Samkeppni er forsenda framfara Ekki ætla ég að fullyrða neitt um það hvort aðgerðir okkar atorku- ama samgönguráðherra stangist á viö lög. Hitt er þó vitað að vanda- mál af þessu tagi eru mörg og í landi þar sem fyrirtækjarekstur er meira og minna háður því að vera undir pilsfaldi ríkisins hljóta álita- mál sem þessi að koma upp aftur og aftur. Ber þar að minnast á baráttu ein- staklinga og fyrirtækja í sam- keppninni við banka, opinbera sjóöi og hálfopinberar stofnanir. Má í því sambandi nefna mörg dæmi eins og samkeppni Edduhót- ela við einkarekin hótel, bókhalds- aðila og tölvuþjónustuaðila við SKÝRR, fiskvinnslufyrirtækja í einkaeign í samkeppni um aflann Kjallarinn Kristján Pálsson fyrrv. bæjarstjóri viö önnur í sömu grein í eigu ríkis- banka, rekstur steypustöðva í sam- keppni við rekstur stöðva í eigu opinberra sjóða. Margt fleira má telja upp sem ég geri ekki hér en vil þó benda á ágæta grein Haffdórs Jónssonar hjá Steypustöðinni hf. sem hann skrifaði í Morgunblaðið fyrir nokkru, „Að skulda billjón kall“. Samkeppnislög staðreynd: í samkeppnislögum nr. 8/1993, sem samþykkt hafa verið á Alþingi íslendinga, koma fram markmiö um hagkvæmni í nýtingu fram- leiðsluþátta í þjóðfélaginu og frelsi einstaklingsins til atvinnurekstrar. Þessu markmiði á að ná sbr. 1. gr. laganna m.a. með því: a) Að vinna gegn óréttmætum viðskiptaháttum, skaðlegri fá- keppni og samkeppnishömlum. b) Að vinna gegn óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri. Af hálfu okkar íslendinga hefur ríkt mikil hentistefna í þessum málum. Ég fagna því frumkvæði þeirra sem stóðu að stofnun „Samtaka gegn samkeppnismismunun", þar skapast vonandi vettvangur til op- inna skoðanaskipta um samkeppn- ishömlur. Að jafna vægi atkvæða Eins og alþjóð veit þá er vægi atkvæða til aþingiskosninga eftir búsetu mjög misjafnt og allt upp í þrefaldur munur á fámennustu kjördæmunum annars vegar og Reykjavíkur og Reykjaneskjör- dæmi hins vegar. Ég tel það skoð- unarvert hvað þessi mismunur hefur leitt til mikilla erfiðleika við stjórnun þessa lands. Ekki ein- göngu í að framfylgja samkeppnis- lögum heldur t.d. einnig í verndun flskistofnanna sem ráða lífsafkomu þjóðarinnar. Það er aö mínu mati óverjandi hvernig teflt hefur veriö á tæpasta vað í þeim efnum. Það er erfitt að sjá að langtíma- hagsmunir fjöldans hafi fengið að ráða heldur stundarhagsmunir fá- mennra hagsmunaaðila. Kristján Pálsson „Þar er erfitt að sjá að langtímahags- munir fjöldans hafi fengið að ráða held ur stundarhagsmunir fámennra hags- munaaðila.“ Skoðanir annarra Viðbrögð við Jóhönnuferli „Ég styð það ekki, hvorki í þágu Sjálfstæðis- flokksins né annarra að hér komi of mikið upp af smáflokkum. Það er ekki gott upp á stöðugt stjórnar- far, þannig að það hlakkar ekki í mér ef flokkar klofna og sundrung er á hinum stjórnmálalega vett- vangi.. .Ég á ekkert frekar von á því að Jóhanna veröi í stjórnarandstöðu. Þegar hún segir sig úr öðr- um stjómarflokknum þá hefur hún engar sérstakar skyldur formlega við ríkisstjómina." Davíð Oddsson forsætisráðherra í Tímanum 20. sept. Ekki ríkissinfóníu „Það getur vel verið að Sinfóníuhljómsveit ís- lands sé afskaplega góð hljómsveit og jafnvel miklu betri en hún ætti að vera miðað við höfðatölu eða eitthvað. Það sem ég get hins vegar ekki fellt mig viö, er að það hvih á þjóðinni einhver sérstök skylda til þess að reka sinfóníuhljómsveit.. .Klassísk tónhst er ekkert annað en áhugamál og hún er ekki verri fyrir það. En hún - líkt og öll önnur áhugamál - er ekki svo óskaplega merkileg að öh þjóðin þurfi að standa straum af henni.“ Andrés Magnússon í Eintaki 19. sept. Menningarlíf á túndrunni „Það hefur veriö gaman að fylgjast með því, hvernig Sinfónían hefur vaxið og dafnað á allra síð- ustu árum.. .Hlutverk ríkisins í menningarmálum er auðvitað að tryggja fjölbreytni og styrkja þá mann- bætandi menningarstarfsemi sem ekki stendur und- ir sér sjálf. Að öðrum kosti myndi fólk varla hafast við hér á túndrunni og leita til landa þar sem auð- veldara er að lifa og menningarlíf betra og fjölbreytt- ara.“ Ragnheiður Vigfúsdóttir í Eintaki 19. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.