Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1994, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1994, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994 Fréttir Leikhús Lax númer 125 kominn á land i gærkvöldi úr Andakílsá og hann tók rauð- an Frances. 98 laxar veiddust á ýmsar flugur í ánni i sumar en aðeins 27 á maðk. DV-mynd G. Bender Andakílsá í Borgarfiröi: Tveir15 punda og 125 laxar á land - 98 laxar á ýmsar flugur „Þeir eru tregir upp við stöðina þó það séu þama 8-9 laxar og þeir stærstu kringum 15 pund. Það er sama hvað maður bíður, þeir líta ekki við neinu,“ sagði veiðifélaginn er veiðitúmum í Andakílsá í Borgar- firði lauk í gærkveldi en þá um leið lauk veiðinni þetta sumarið. Lokatölurnar úr ánni eru 125 laxar og er það miklu betri veiði en í fyrra. Stærstu laxarnir em tveir 15 punda. Annan veiddi Guðni Eyjólfsson á flugu í Fossabakkahyl, hinn veiddi Bergljót Ingvarsdóttir við efri brú á maðk. Fossabakkahylur var langb- esti veiðistaðurinn í ánni eins og mörg undanfarin ár, gaf núna 63 af 125 löxum. Fluguveiðin jarðaði al- gjörlega maðkinn í Andakílsá eins og reyndar oft áöur, 98 laxar veidd- ust á ýmsar flugur en 27 á maðk. Eitthvað er af laxi núna í ánni þeg- ar veiðitíminn er úti, líklega lang- mest í Fossabakkahyl þó ekki léti hann mikið á sér bera í gær, blessað- ur. Einn lax veiddist í gær og hann tók Frances fluguna, þá rauðu, sem gefið hefur vel undir það síðasta í ánni eins og reyndar í mörgum ám þegar hausta tekur. Leirvogsá: 484 laxar veiddust „Við vorum að loka fyrir laxveið- ina í kvöld og lokatölur em 484 laxar en í fyrra veiddust 428. Það er 56 löx- um betri veiði en í fyrra,“ sagði Guð- mundur Magnússon í Leirvogstungu í gærkvöldi, þegar Leirvogsánni var lokað. Reyndar verður leyfð sjóbirt- ingsveiði eitthvað áfram í ánni. „Þetta þýðir 2,8 laxar á stöng hjá okkur í sumar sem er í góðu lagi það em ennþá laxar að ganga og það er töluvert af flski víða um ána,“ sagði Guðmundur ennfremur. Veiðin í Rangánum er ennþá i gangi og hann Björn K. Rúnarsson veiddi þessa 19 punda hrygnu á fluguna Willie Gunn númer 6 fyrir fáum dög- um. Laxinn veiddi Björn neðan við Breiðabakka í Ytri-Rangá. DV-mynd ÞE Viðskiptalífið í hnotskurn LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Liflasviðkl. 20.00 ÓSKIN (GALDRA-LOFTUR) eftir Johann Sigurjónsson Þriðjud. 20. sept., uppselt. Miðvikud. 21. sept., uppselt. Föstud. 23. sept., uppseit. Laugard. 24. sept., uppselt. Sunnud. 25. sept., uppselt. Miðvikud. 28. sept. Fimmtud. 29. sept. Föstud. 30. sept., örfá sæti laus. Laugard. 1. okt, örfá sæti laus. Sunnud. 2. okt., örfá sæti laus. Stóra svið kl. 20. LEYNIMELUR13 eftir Harald Á. Sigurðsson, Emil Thoroddsen og Indriða Waage. Leikmynd: Jón Þórisson, búningar: Þórunn Elisabet Sveinsdóttir, lýsing: Ögmundur Þór Jóhannesson, leik- stjóri Ásdis Skúladóttir. Leikarar: Guðlaug E. Ólafsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Guðrún Ás- mundsdóttir, Hanna Maria Karlsdótt- ir, Jakob Þór Einarsson, Jón Hjartar- son, Karl Guðmundsson, Katrín Þor- kelsdóttir, Magnús Jónsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Sigurður Karls- son, Þórey Sigþórsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Börn: Eyjólfur Kári Friðþjófsson, Kar- en Þórhallsdóttlr, Kári Ragnarsson, Tinna Marina Jónsdóttir. Frumsýning fimmtud. 22. sept., uppselt, 2. sýn. föstud. 23. sepL, örfá sæti laus. Grá kortgilda 3. sýn. laud. 24. sept., örfá sæti laus. Rauð kort gilda. 4. sýn. sunnud. 25. sept., uppselt. Blá kort gilda. ATH. Sölu aðgangskorta lýkur um helginal 6 sýningar aðeins kr. 6.400. Miðasala er opin alla daga kl. 13.00- 20.00 á meðan kortasalan stendur yfir. Pantanir i sima 680680 alla virka dagafrákl. 10. Munið gjafakortin, vinsæl tækifærisgjöf. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavikur- Borgarleikhús ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 11200 SALA ÁSKRIFTARKORTA STENDUR YFIR TIL 25. SEPT. Stóra sviölð kl. 20.00 Óperan VALD ÖRLAGANNA eftir Giuseppe Verdi 3. sýn. sud. 25/9, uppselt, 4. sýn. þrd. 27/9, uppselt, 5. sýn. föd. 30/9, uppselt, 6. sýn, Id. 8/10, uppselt, 7. sýn., mán. 10/10, uppselt, 8. sýn. mvd. 12/10, uppselt. Ósóttar pantanir seldar daglega. NÆSTA SÝNINGARTÍMABIL. Föd. 25/11, fáeln sæti laus, sud. 27/11. GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Símonarson Föd. 23/9, Id. 24/9, fid. 29/9, sud. 2/10. GAUKSHREIÐRIÐ eftir Dale Wasserman Ld. 1/10, föd. 7/10. Smiðaverkstæðið kl. 20.30 SANNAR SÖGUR AF SÁLARLÍFISYSTRA eftlr Guðberg Bergsson I lelkgerð Viöars Eggertssonar. Frumsýning fíd. 22/9 kl. 20.00, örlá sæti laus, sud. 25/9, uppselt, föd. 30/9, upp- selt, ld.1/10. Miöasala Þjóðlelkhússins er opln alla daga frá kl. 13-20 meðan á kortasölu stendur. Tekið á móti símapöntunum alla virka daga frá kl. 10.00. Græna linan 99 61 60. Bréfsimi 6112 00. Sfml 112 00 - Greiöslukortaþjónusta. Tjarnarbíó DANSHÖFUNDAKVÖLD Höf.: Hany Hadaya, Lára Stefánsdóttir, David Greenall 3. sýn. 23. sept. kl. 20,4. sýn. 24. sept. kl. 20,5. sýn. 25. sept., sunnud., kl. 15. Mlðasala opnuð kl. 16.00 alla daga nema sunnudaga kl. 13.00, i sima 610280 eða 889188 ÍSLENSKIDANSFLOKKURINN Tilkyrirdngar Félag eldri borgara í Rvík og nágrenni Kl. 17 í dag er æfing hjá Söngfélagi eldri borgara í Risinu, Hverfisgötu 105,4. hæð. Nýir félagar hjartanlega velkomnir. Lög- fræðingur félagsins er til viðtals fyrir félagsmenn á fimmtudag, panta þarf við- tal í síma 28812. Atlasklúbburinn dregur út bónusferðir vetrarins 12. september sl. voru dregnar út Vetrar- bónusferðir Atlasklúbbsins. Að þessu sinni leggja Flugleiðir til alla vinninga sem voru dregnir út. Þetta er í sjöunda sinn sem Bónusvinningar Atlasklúbbs- ins eru dregnir út. Sumarbónusferðir, samtals 7 ferðavinningar, verða dregnar út í apríl nk. Bónusferðir eru aðeins hluti þeirra fríðinda sem fylgja aöild að Atlas- kortum og Giúlkortum Eurocard. Amnesty International í tilefni 20 ára starfsafmælis Amnesty á íslandi stendur íslandsdeildin fyrir fjöl- breyttri afmæhsdagskrá sem hófst fimmtudaginn 15. september með opnun á veggspjaldasýningu í myndUstarsal Hafnarhússms við Tryggvagötu. Á sýn- ingunni eru veggspjöld sem gefin hafa verið út af Amnesty-deUdum. Þriðjudag- inn 20. september kl. 20.30 verður efnt til upplestrarkvölds í myndUstarsal Hafnar- hússins undir fyrirsögninni „Úr riki samviskunnar". Fjöldi þekktra rithöf- unda kemur fram við það tækifæri. Amn- estymiðstöð veröur í myndlistarsal Hafn- arhússins 15.-25. september, en þar verð- ur upplýsingamiðlun um starfsemi Am- nesty International meðan veggspjalda- sýningin stendur yfir. Húsið er opið kl. 14-22 daglega. ITC-deildin Björkin heldur fyrsta fund vetrarins í kvöld kl. 20.30 að Sigtúni 9. Allir velkomnir. Gömul alfaraleið r nýr göngustígur í kvöldgöngu sinni frá Hafnarhúsinu miðvikudaginn 21. september kl. 20 byrj- ar Hafnargönguhópurinn þriðja starfsár sitt með gönguferð eftir stæði gömlu al- faraleiðarinnar frá Lækjarósum upp undir ÖskjuhUð. Þaöan verður farin alf- araleið sem sjaldnar var farin miUi OskjuhUöar og Seljamýrar að Lyngbergi. Frá Lyngbergi verður gengin nýr göngu- stígur út með Skeijafirði að Vesturvör við SkUdinganes og áfram gegnum Há- skólahverfið og með Tjöminni. Göngunni lýkur viö Hafnarhúsið. Hægt er að stytta gönguna með þvi að taka SVR við Loft- leiðahótelið og birgðastöð Skeljungs. AU- ir eru velkomnir í ferð með Hafnargöngu- hópnum. Borgardætur á Hvammstanga Fjórða starfsár Tónlistarfélags Vestur- Húnvetninga hefst með tónleikum á Hót- el Vertshúsi, Hvammstanga, miðviku- daginn 21. september kl. 21 með Borgard- ætrum í broddi fylkingar en það eru þær Andrea Gylfadóttir, BergUnd Björk Jón- asdóttir og Ellen Kristjánsdóttir, ásamt þeim Björgvini Ploter trommuleikara, Pálma Sigurhjartarsyni á píanó og Þóröi Högnasyni á bassa. Tónleikamir hefjast kl. 21. stimdvíslega. Þessir tónleikar verða þeir fyrstu af níu sem TónUstarfé- lagiö hefur veg og vanda að þennan vetur. Hörður Torfa - Tónleika- ferð haustið ’94 Miðvikudaginn 21. september verður Hörður Torfa í ValhöU, Eskifirði. Fimmtudaginn 22. september í Egilsbúð, Neskaupstað. Föstudaginn 23. september í Herðubreið, Seyðisfirði. Allir tónleik- amir hefjast kl. 21. Mál og menning hefur sent frá sér Dansk-íslenska skóla- orðabók í ritstjóm HaUdóru Jónsdóttur. Bókin er stytt útgáfa af Dansk-íslenskri orðabók sem kom út árið 1992 hjá ísafold- arprentsmiðju hf. í ritstjóm Hrefnu Am- alds og Ingibjargar Johannesen. Bókin er einkum æúuð íslenskum nemendum í grunn- og framhaldsskólum, en orða- foröinn ætti einnig að hjálpa almenningi til skilnings á daglegu dönsku máU og hjálpa Dönum að tjá sig á íslensku. Dönsk-íslensk skólaorðabók verður seld á sérstöku tilboðsverði sem bók mánað- arins í september, 2990 kr., en hækkar í 4490 kr. frá og með 1. október. Leikfélag Akureyrar KARAMELLUKVÖRNIN Gamanleikur með söngvum fyrir alla fjölskylduna! Höfundar: Evert Lundström og Jan Moen íslensk þýðing: Árni Jónsson Lög: Blrglr Helgason og Michael Jón Clarke Söngtextar: Kristján frá Djúpalæk og Þórarinn Hjartarson Lýsing: Ingvar Björnsson Leikmynd og búnlngar: Hallmundur Kristinsson Leikstjórn: Þórunn Magnea Magnúsd. Leikendur: Dofri Hermannsson, Bergljót Arnalds, Aóalsteinn Bergdal, Sigurþór Albert Heimisson, Þórhallur Gunnars- son, Rósa Guðný Þórsdóttir o.fl. Frumsýning laugard. 24. sept. kl. 17. 2. sýning sunnud. 25. sept. kl. 14. Kortasala sfendur yfir! AÐGANGSKORT kosta nú aðeins kr. 3.900 og gilda á þrjár sýningar: ÓVÆNT HEIMSÓKN eftir J.B. Pri- estley Á SVÖRTUM FJÖÐRUM eftir Davíð Stefánsson og Erling Siguröarson ÞAR SEM DJÖFLAEYJAN RÍS eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnars- son Frumsýningarkort fyrir alla! Stórlækkað verð. Við bjóöum þau nú á kr. 5200. Kortagestir geta bætt við miða á KARMELLUKVÖRNINA fyrir aðeinskr. 1000. Miðasala i Samkomuhúsinu er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga fram að sýn- ingu. Sími 24073. Símsvari tekur við miðapöntunum utan afgreiðslutima. Greiðslukortaþjónusta. Bólstaðarhlíð 43 Félags- og þjónustumiðstöð aldraðra. Lance verður dansaður á fimmtudögum frá kl. 14-15. Allir velkomnir. íþróttasýning hjá ÍR í kvöld kl. 8.30 verður sýning á Taek- vóndó sem er kórensk sjálfsvamar- og bardagaíþrótt. Sýningin fer fram í nýja IR-húsinu, sem er við Skógarsel í Suð- urmjódd. Aö’gangur er ókeypis. Upplýs- ingar í síma 875619 (Hafsteinn). Félagsstarf aldr- aðra í Gerðubergi Kór félagsstarfs aldraðra er að hefja sitt 9. starfsár. Allir 67 ára og eldri velkomn- ir. Nýir félagar velkomnir, Stjórnandi er Kári Friðriksson. Nánari upplýsingar í síma 79020. Tímaritið Áhrif Komið er út fyrsta tölublaö timaritsins Áhrif sem er gefið út af foreldrasamtök- unum Vimulausri æsku, íslenskum ung- templurum og Bindindisfélagi öku- manna. Umsjón meö útgáfunni hefur fræðslumiðstöð í fíknivömum. Áhrif kemur út tvisvar á ári í tæplega tíu þús- und eintökum. Tímaritinu er ætlað að vera vettvangur umtjöllunar um áfengis- og fíkniefnamál í víðu samhengi og hvetja tíl umræðna um þau mál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.