Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1994, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1994 3 Fjárlagafrumvarpiö: Ekki reiknað með hátekju* skattinum í fjármálaráöuneytinu er nú verið aö leggja síöustu hönd á fjárlaga- frumvarpiö og er prentun hafln á hluta þess. Allar tölur varðandi tekj- ur og gjöld liggja fyrir en eftir er að ganga frá greinargerðinni. Frum- varpiö verður kynnt þingmönnum þegar Alþingi kemur saman í byrjun næsta mánaöar. Samkvæmt heimildum DV er ekki gert ráö fyrir því í frumvarpinu aö hátekjuskatturinn verði framlengd- ur. Þá á eftir aö ganga frá ýmsum lausum endum útgjaldamegin, meðal annars í heilbrigöis- og trygginga- ráöuneytinu. Meðal stjórnarliöa er talið fullvíst aö tekist verði á um þessi mál eftir aö frumvarpið hefur verið lagt fram. Enn liggur því ekki fyrir endanleg ákvöröun um afdrif hátekjuskattsins. Frumvarpið gerir ráö fyrir aö út- gjöld ríkissjóðs á næsta ári veröi um 116 milljarðar en tekjurnar tæpar 109 milljónir. Halhnn yröi samkvæmt því eitthvað á áttunda milljarð króna. Líkur eru á að hallinn aukist enn veröi af átaki í vegagerð. mazoa mazoa massoa mazoa massoa massoa massoa s % 3 C 'O K n FÓLKS- DILALAND HF. Bíldshöfða 18 - Sími 67 39 90 INNIFALIÐ! VÖKVASTÝRI, RAFDRIFNAR RÚÐUVINDUR, FJARSTÝRÐAR SAMLÆSINGAR, ÚTVARP MEÐ FJARSTÝRINGU, STYRKTARBITAR I HURÐUM, RYÐVÖRN OO SKRÁNING. RENAULT 19 POLIR ALLAN SAMAN- BURÐ Á STAÐALBÚNAÐI OG VERÐI. Verðið á Renault 19 RN, árgerð 1995, er kr. 1.195.000,- Innanrými er ótrúlegt og farangursrými meira en þú heldur. Hvar gerast kaupin betri? Fallegur fjölskyldubíll á fínu veröi. Fréttir mYndbandstæki VC-A36SM ..31.900 • Frábœr tœki á frábœru verði! VERSLUNIN HVERFISGÖTU 103 - SÍMI: 625999 RENAULT19 ferá kostum! Komdu og finndu kraftinn! Bílaumboðið hf. Krókhálsl 1, sími 87-66-33 > Norðmenn valda uppnámi 1 Byggðastofnun: Hóta að hætta við Miklalax - fái fyrirtækið ekki að kaupa Silfurstjörmma Forráðamenn norska laxeldisfyrir- tækisins NFO Gruppen í Lofoten áttu fund fyrir viku með stjómendum Byggðastofnunar vegna áhuga á kaupum á eignum Miklalax í Fljót- um. Þar kom það Byggðastofnunar- mönnum í opna skjöldu að Norð- mennirnir vilja líka kaupa Silfur- stjörnuna í Öxarfirði sem sennilega stendur best íslenskra fiskeldisfyrir- tækja. Forráðamenn NFO Gruppen hafa sett fram þá hótun að fái þeir ekki Silfurstjörnuna hætti þeir við kaup á eignum Miklalax, slátri öllum matfiski sem þeir voru búnir að kaupa af þrotabúinu og hverfi frá rekstrinum við svo búið. Guðmundur Malmquist, fram- kvæmdastjóri Byggðastofnunar, staðfesti í samtali við DV að Norð- menn hefðu sett fram þetta tilboð en vildi ekki orða hlutina þannig að um hótun Norðmanna væri að ræöa. Hann sagðist ætla aö leggja þetta mál fyrir næsta fund stjórnar Byggða- stofnunar sem haldinn verður í byrj- un október. Hins vegar sagði Guðmundur að tilboö Norðmanna væri varla svara- vert. „Það er ekki hægt að skrifa Byggðastofnun bréf og segjast vilja kaupa eitthvert félag þótt Byggða- stofnun eigi þar 25 til 30 prósenta hlut,“ sagði Guðmundur. Guðmundur sagði að starfsmaður Byggðastofnunar og skiptastjóri í þrotabúi Miklalax myndu setjast nið- ur og ræða hvort Byggðastofnun leysti til sín eignir Miklalax eða leigði þær. Ljóst væri að Norðmenn, eig- endur fisksins í Miklalaxi, vildu ekki kaupa eignirnar nema þeir fengju Silfurstjörnuna líka. „Þá væri næsti kostur að bjóða þeim eignimar á leigu nema Norðmennirnir ætli að slátra öllum fiskinum.'1 Benedikt Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Silfurstjörnunnar í Öxarfirði, hafði ekki heyrt af þessum áhuga Norðmanna á fyrirtækinu þegar DV hafði samband við hann. Hann vildi ekki segja til um hvernig brugðist yrði við shku tilboði ef það bærist með formlegum hætti. Per- sónulega sagðist hann vera andvígur aðild erlendra aðila að rekstri Silfur- stjömunnar. Hann sagði reksturinn ganga vel, bæði seiðaeldið og sölu- málin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.