Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1994, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1994 13 Umhverfismat á Hólasandi „AHar framkvæmdir sem kunna aö hafa umtalsverð áhrif á umhverfi, nátt- úruauölindir og samfélag verða lögum samkvæmt aö fara í mat á umhverfis- áhrifum.“ Ráðherra tekur fram að ekki þurfi öll verkefni á sviði uppgræðslu ævin- lega að undirgangast mat. Sigurjón Benediktsson, tannlæknir á Húsavík, sendir mér kveöju guös og sína í DV þann 14. september sl. Tilefnið er ákvörðun um aö fram skuli fara mat á umhverfisáhrifum þess aö græða upp Hólasand. í grein Sigurjóns kemur fram nokk- ur misskilningur sem vert er að leiðrétta. Ákvörðunin var fráleitt tekin til að hindra uppgræðslu enda fór hún fram samkvæmt áætl- un nú í sumar. Ákvörðunin byggöist heldur ekki á því, eins og Sigurjón gefur í skyn, að landgræðsla og skógrækt séu slæm eða hættuleg umhverfmu. Ástæðan er fyrst og fremst sú að meta eins og frekast er unnt afleið- ingarnar af þeim aðferðum sem notaðar eru við uppgræösluna og fá niðurstöðu í þeim deúum sem sprottið hafa um málið. Mat á umhverfisáhrifum Á síðasta vori tóku gildi lög um mat á umhverfisáhrifum. Hugsunin að baki slíku mati er einfóld; betra er að reyna að meta afleiðingar gerða okkar á umhverfið áður en við hefjumst handa en bæta skað- ann eftir á. Allar framkvæmdir sem kunna að hafa umtalsverð áhrif á umhverfi, náttúruauðhndir og sam- félag verða lögum samkvæmt að fara í mat á umhverflsáhrifum. í lögunum er upptalning á nokkrum framkvæmdum, t.d. vegagerð, þar sem skylt er að meta umhverfis- áhrif. Auk þess er ráðherra heimilt að ákveða að tilteknar framkvæmd- KjaUarinn Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra ir undirgangist slikt mat. Við umflöllun málsins í umhverf- isnefnd Álþingis var það skoðun allra nefndarmanna að ástæða geti verið til að fram fari mat á umhverf- isáhrifum eða hliðstæður undir- búningur áður en ráðist er í meiri- háttar verkefni af toga skógræktar og landgræðslu. Það var jafn ein- róma niðurstaða hennar að lögin feh í sér skýra heimild til þess. Það er óumdeilaniegt að upp- greeðsla Hólasands (14.000 ha) er meiri háttar verkefni á sviði land- græðslu, sem óneitanlega hefur umtalsverð áhrif á umhverfið. Það er því ekki óeðlilegt að fram fari mat á umhverfisáhrifum, enda í fuhu samræmi við áht umhverfis- nefndar Alþingis. Það þýðir þó ahs ekki að öll verkefni á sviði upp- græðslu þurfi ævinlega að undir- gangast slíkt mat. Skógrækt ríkisins réðst th dæmis í tilraunverkefni í Þjórsárdal (2000 ha), og Náttúru- verndarráð óskaði eftir því, að met- in yrðu umhverfisáhrif verkefnis- ins. Því hafnaði ég - við litlar vin- sældir ýmissa. Ný vinnubrögð Þegar tekin eru upp ný vinnu- brögð, líkt og mat á umhverfis- áhrifum, er ofurskiljanlegt að í upphafi gusti svolítið um jafn rót- tæka breytingu. Krafan um mat á umhverfisáhrifum kom því miður flatt upp á hina kraftmiklu sjálf- boðaliða i Húsgulli. í framtíðinni munu Landgræðslan og sjálfboða- liðasamtök haga sínu starfi í sam- ræmi við þessi nýju vinnubrögð og ekki hvarfla að neinum að slíkt mat sé til höfuðs landgræðslu og skógrækt í landinu. Össur Skarphéðinsson ESB-aðild er ekki á dagskrá Nýlega var thkynnt að til stæði að stofna þverpólitískt félag þeirra sem hefðu áhuga á að stuðla að ESB-aðild íslands. Ég legg til að þetta félag verði kallað „ESB-vina- félagið". Rökleysur Þegar ESB-vinir rökstyðja nauð- synina á ESB-aðild, grípa þeir oft- ast th fuhyrðinga eða útúrsnún- inga því þeim hefur ekki enn tekist að koma fram með raunhæfan rökstuðning fyrir nauðsyn aöildar- innar. Slæmt dæmi um þetta er grein Birgis Hermannssonar stjórnmálafræðings er birtist í DV 14._ september síöastliðinn. Ég veit af reynslu að hann er ágætur kennari og kann, er hann tekur sig th, að rökstyðja mál sitt. Þeim mun undarlegra er að í grein hans finnast ekki haldbær rök fyrir því sem hann heldur fram sem sýn- ir og sannar rökfærslugjaldþrot ESB-vina. í stað venjulegra raka, þar sem þau finnast ekki, snýr hann máhnu á haus og tekur þá línu að nauðsyn- legt sé að ganga í ESB th að koma í veg fyrir „það fuhveldisafsal er fæhst í því að standa utan ESB“. Slíkur málflutningur kemur fólki vitanlega spánskt fyrir sjónir enda felur ESB-aðhd í sér endalok full- veldis íslands. KjaUariim Einar Björn Bjarnason stjórnmálafræðingur Áhrif okkar á ESB Rughð byggist á þeim ótrúlega bamaskap að innan ESB muni Is- lendingar ná meiriháttar áhrifum, sérstaklega á sjávarútvegsmál. Án ESB-aðildar fæmm við á mis við öll þessi völd innan ESB og skert- um þar með fuhveldi okkar sem því næmi. Ég held að ég tæpi ekki meir á þessu rugh ESB-vina enda getur hver sem er séð hvaða áhrif við myndum hafa með 2 atkvæðum okkar gegn 90 atkvæðum hinna í málefnum Evrópu sem og okkar eigin málum. Kenning ESB-vina er að hlutdehd okkar í sameiginlegu fuhveldi ESB-þjóða auki fuhveldi íslensku þjóðarinnar. Á þessum forsendum minnkaði fullveldi okkar þegar við hættum að deha því með Dönum! Samt töldu áar okkar, sem börðust fyrir okkar eigin fuhveldi, sig vera fulla metnaðar fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Goðsögnin um sveigjanleika ESB Hræösluáróður ESB-vina um ein- angrun íslendinga fyrir utan ESB er fáránlegur eins og yfirleitt allur þeirra málflutningur. Engar líkur eru á viðunandi samningum við ESB um sjávarútveg. Meintur sveigjanleiki ESB gagnvart Norð- mönnum hefur mjög verið ofmærð- ur. Sannleikurinn er sá að sá sveigj- anleiki er ekkert annað en ímynd- un eða draumsýn. Norðmönnum hafa aðeins verið gefnar tíma- bundnar undanþágur hvað varðar landbúnað og sjávarútveg eins og allir vissu að myndi verða raunin. Við vitum alveg að ESB er ekki tilbúið að ganga lengra, engar var- anlegar undanþágur hvað varðar sjávarútveg munu nokkru sinni verða gefnar. Að halda annað er ekkert annað en óskhyggja. Bara þetta eitt úthokar fyrirfram ESB- aðild íslendinga, nema menn sann- færist allt í einu um að sjávarút- vegurinn sé ekki mikilvægari en svo að honum sé fórnandi og að fullveldið hafi ekkert ghdi lengur. En augljóst fullveldisafsal er ekki síður óviðunandi. - Engin ástæða er því auðsjáanlega til aö taka ESB-aðhd á dagskrá. Einar Björn Bjarnason „Hræösluáróður ESB-vina um ein- angrun Islendinga fyrir utan ESB er fáránlegur eins og yfirleitt allur þeirra málflutningur. Engar líkur eru á við- unandi samningum við ESB um sjávar- útveg.“ Meðog Skipun iandsbókavarðar Tel þetta eðli- legustu ráð- stöfunina „Þaö felst engin þver- sögn í þessari stöðuveitingu minni. Ég legg áherslu á menntun í nútímaþjóð- félagi en bendi hins vegar á að í lögum um Ólafur G. Einarsson menntamála- ráöherra. Landsbókasafn Islands-Háskóla- bókasafn eru þau einu skhyrði sett menntamálarráðherra vegna veitingar stöðu landsbókavarðar, að hann setjí þann einan sem stjórn safnsins metur liæfan. Sflórn Landsbóksafhs mat flesta umsækjendur hæfa en Einar þeirra hæíastan. Og ég gerði síð- an það sem ég hef ekki ahtaf gert, fór aö tillögum umsagnaraðha. Viö þessa ákvörðun mína vó þyngst áht stjórnar safnsins og hin mikla reynsla sem Einar hef- ur. Hann hefur verið Háskóla- bókavörður í 20 ár og unnið 30 ár á Háskólabókasafni. Undan- farin tvö og hálft ár hefur hann ekki gert annað en að undirbúa sameiningu safnanna, Lands- bókasafns og Háskólabókasafns. Þegar ég legg þetta saman tel ég skipun Einars eðlhegustu ráð- stöfunina. í því felst ekkert van- mat á öðrum umsækjendum, síst þeim sem ótvírætt hefur mestu menntunina sem er Sigrún Klara Hannesdóttir." löggilding sniðgengin „Að und- anförnu hef- ur mennta- málaráöherra marglýst því yfir í flölmiðl- um aö mennt- un umsækj- . enda eigi að Asgeröur Kjartans- ráða viö dóttir, formaöur stöðuveiting- Félags bókasafns- ar. í opinberri fr®ðinga. yfirlýsingu hans frá 31. ágúst sl. segir: „Það skyti skökku við ef yfirvöld nmenntamála gæfu menntun ekki það vægi sem henni ber í nútimaþjóðfélagi." Oröin virðast bara eiga við þegar ráðherra hentar. Viö veitingu embættis lands- bókavarðar hefur hann sniögeng- ið flóra umsækjendur sem hafa lokið prófi i bókasafhsfræði og fengið löggildingu menntamála- ráðuneytisins th að starfa sem slíkir. Afþessum flórum umsækj- endum hefur einn lokið doktors- prófi í faginu. Eru það skilaboö menntamálaráðherra th þeirra sem nú stunda nám í bókasafns- fræði, bæði hér á landi og erlend- is, að það sé th lítils þar sem þeir geti ekki átt von á að fá stöður við sitt hæfi? Frá Landsbókasafni íslands verður að koma stefna í bóka- safnamálum þjóðarinnar og hver er betur th þess fallinn að vinna slíka stefnu en sá sem lagt hefur stund á þessa fræöigrein i há- skóla og getur sýnt faglegt frum- kvæði?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.