Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1994, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1994
11
Menning
Ur djúpinu
Sannar sögur af sálarlífi systra er leikgerð unnin
upp úr þeim skáldsögum Guðbergs Bergssonar sem
stundum hafa verið settar undir eirrn hatt og kallaðar
Tangasögur.
Viðar Eggertsson ræðst í það sem fyrir fram virðist
vera óvinnandi verk, að koma veröld bókanna í sýni-
legt form, veröld, sem er í senn jarðbundin og upphaf-
in, einfóld og um leið ótrúlega flókin og ólíkindaleg.
Hann velur þá leið, að bregða upp svipmyndum,
hráum og hröðum, sem endurspegla andrúmsloft bók-
anna, en gefa þó fyrst og fremst innsýn í hugarheim
persónanna.
Þær öðlast líf á sviðinu og tilveran í sjávarþorpinu
er í senn beisk og grátbrosleg. Flæði í sýningunni er
stöðugt og persónusköpun leikara oft makalaus. Ytri
umbúnaður rímar prýðilega við innihaldiö, þannig að
sennilega geta aðdáendur Guðbergs verið vel sáttir
við „myndskreytinguna".
Persónurnar rísa upp af síðum bókanna svoldið hissa
á veröldinni, eins og leikarar, sem hafa villst inn í
vitlausa leiksýningu. Fiskar dregnir úr djúpinu og
strandaðir í ókunnugu þorpi. Persónuflóran hyggist á
týpum og við vitum mest lítið um þetta fólk annað en
brot af hugsunum þess.
Leikmynd og búningar taka upp tóninn úr textanum
og undirstrika hann. Það er ekki hægt að segja, að hð-
ið sé mikið fyrir augað, konumar í kjólgopum, eða
hreinlega á undirkjólum og karlarnir á nærbrókinni.
En einmitt þessi lausn smehpassar fyrir andrúmsloft
sagnanna.
I leikarahópnum mæðir mikið á Ingrid Jónsdóttur,
sem leikur Önnu og seinna Gunnu. í hlutverki Önnu
leikur hún á dýptina og gefi textinn þessari persónu
hálft líf, hyggir Ingrid hinn helminginn upp með túlk-
un sinni. Svo var reyndar um fleiri hlutverk í sýning-
unni. Þóra Friðriksdóttir sýnir stjömuleik í maka-
laust vel unnu hlutverki ókunnu konunnar. Hvert
smáatriði var hstilega útfært og hrein unun að fylgj-
ast með leik hennar.
Kristbjörg Kjeld brást ekki í hlutverki Tobbu, en var
þó enn þá betri sem Sína frænka. Herdís Þorvaldsdótt-
ir setti svip á fjölskyldulífiö í hlutverki Sveinu gömlu
og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir vann vel og sann-
færandi úr vandasömu hlutverki Dídíar, sem er ekki
alveg eins og fólk er flest. Steinunn var líka bráðgóð
í sögunni af Gunnu og Tótu, þar sem Ingrid Jónsdótt-
ir fór alveg á kostum í hlutverki Gunnu.
Það má heldur ekki gleyma því að kímni og kaldhæð-
inn húmor eru undirliggjandi þættir í gegnum aha
sýninguna og þarna í sögunni af Gunnu og Tótu fer
allt á fuht í kostulegri lýsingu á sveitapíum sem bregða
sér á ball í höfuðstaðnum.
Guðrún S. Gísladóttir leikur Katrínu sem er nærri
því eins og af öðrum heimi í þessu samfélagi. Guðrún
er firnagóð í hlutverkinu, túlkun hennar byggist á
innsæi og persónan er í þungavigt í sýningunni. Jón
St. Kristjánsson, Valdemar Flygenring og Björn Karls-
son fara allir vel með heldur stöðluð hlutverk karlpen-
ingsins í verkinu og Höskuldur Eiríksson túlkaði
drenginn Hermann á lifandi og eðlilegan máta.
Þaö er ómögulegt að gefa einhvem haldbæran leiðar-
Guðrún S. Gísladóttir, Ingrid Jónsdóttir og Steinunn
Ólína Þorsteinsdóttir í hlutverkum sínum.
Leiklist
Auður Eydal
vísi um þessar sögur.
Áhorfendur verða að finna sinn eigin veg að persón-
unum, lífinu, púlsinum í þeirri ólíkindaveröld sem
Guðbergur skapar í Tangasögunum. Þar er ekkert sem
sýnist, persónur eru einar, tvíeinar og jafnvel þríein-
ar, leysast upp eða renna saman, allt eftir því hvað
hentar tónsprota höfundarins.
Það gildir einu, hvort áhorfandinn er kunnugur bók-
unum eða ekki, hann verður að láta atburðarásina
skolast yfir sig, ganga athugasemdalaust inn í veröld
sjávarþorpsins og sjá þar fólk og fénað með gleraugum
Guðbergs. Þar gengur lífið sinn gang, stundum rólegt,
stundum með látum og hlítir sjaldnast lögmálum um
dramatíska uppbyggingu. Söguþræðirnir eru margir,
þeir vindast saman og rakna sundur, rísa og hníga
eins og öldumar í fjöruborðinu.
Og þessi veröld sleppir manni ekki svo glatt.
Þjóöleikhúsió sýnir á Smiðaverkstæðinu.
Sannar sögur af sálarlifi systra.
Leikgerð Viðars Eggertssonar unnin upp úr Tangasögum
Guðbergs Bergssonar.
Lýsing: Ásmundur Karlsson.
Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson.
Búningar: Ása Hauksdóttir.
Tónlistarumsjón: Jóhann G. Jóhannsson.
Aðstoðarleikstjóri: Ásdis Þórhallsdóttir.
Leikstjóri: Viðar Eggertsson.
Ljóðatónleikar í Haf narborg
Tónleikar voru í Hafnarborg í
Hafnarfirði í gærkvöldi. Erna Guð-
mundsdóttir, sópran, söngeinsöng.
Hólmfríður Sigurðardóttir lék á
píanó. Á efnisskránni voru verk
eftir Franz Schubert, Claude De-
bussy, Gabriel Fauré, Darius Mil-
haud, Wolfgang Amadeus Mozart,
Gaetano Donisetti, Léo Delibes og
Johann Strauss.
Tónleikarnir hófust á nokkrum
sígildum perlum eftir Schubert.
Þvínæst komu nokkur sjaldheyrð-
ari verk eftir franska meistara.
Lögin eftir Debussy og Fauré, sem
þama voru flutt, hljómuðu mjög
fallega. Þá var ekki síður forvitni-
legt að heyra lagaflokk eftir Mil-
haud, Chansons de Ronsard, þar
sem víða kom fram mikil færni í
gerð fjölbreyttrar og glæsilegrar
laglínu með einkar persónulegum
blæ.
Eftir hlé var komið að óperuar-
íum. Óperan Zaide eftir Mozart er
ekki meðal hans þekktustu. Hand-
bragð snillingsins fer þó ekki fram
hjá neinum í aríunni Ruhe sanft,
mein holdes Leben. Það er með
ólíkindum hve Mozart leyfir sér að
teygja sig langt í einfaldleika í
þessu verki og heldur þó alltaf full-
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
um áhrifum. Arían eftir Donisetti,
sem þarna var flutt, er heldur
þunnur þrettándi og hljómar frek-
ar eins og raddbandaæfing fyrir
söngvarann. Bjölluarían eftir
Dehbes hljómaði hins vegar vel.
Hún minnir nokkuð á aríu Nætur-
drottningarinnar með brotnum
hljómi sem eins konar vörumerki.
í lokin var fluttur einn af sígildum
smellum Jóhanns Strauss.
Erna Guðmundsdóttir söng þessi
verk mjög fallega. Rödd hennar er
skýr og tær og flutningurinn ör-
uggur, þó án sérstakra tilþrifa í
túlkun. Henni lætur mjög vel color-
atura söngur á háu tónsviði, sem
er sjaldgæf gáfa, og margar tækni-
lega erfiðar þrautir í þá veru leysti
hún með mikilli prýði. Píanóleikur
Hólmfríðar Sigurðardóttur var yf-
irleitt góður. Schubert hljómaði
sérlega vel. Einna sístur hjá henni
var leikurinn í sumum óperuaríun-
um. Það er og efni sem lætur mörg-
um píanóleikurum heldur illa,
enda oftast samið fyrir hljómsveit
og fellur því ekki alltaf nógu vel
að píanóinu.
DROPLAUGARSTAÐIR
heimili aldraðra, Snorrabraut 58
Hjúkrunarfræðing vantar í 60%starf á Vístdeild. Einn-
ig vantar starfsmann í 85% í býtibúr og ræstingu á
Hjúkrunardeild.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 25811 milli
kl. 13 og 16 alla virka daga.
LÁTTll EKKI 0F MIKINN HRAÐA A
VALDA ÞÉR SKAÐA!
||^FERÐAB
FJARSTYRÐ
UPPHITUN
Norsk hönnun og
framleiðsla
Nemko-samþykkt
SUMARHÚSA-/HJÓLHÝSAEIGENDUR
Martröð allra bústaðaeigenda
Þú þekkir stöðuna. Veðurspáin er góð fyrir næstu helgi
og þú ákveöur að fara í bústaðinn en veigrar þér viö
því að koma í hann kaldan og þú veist að hann verður
ekki orðinn heitur fyrr en seinni part laugardags.
Uni-Styr - einfalt og öruggt
Lausnin er Uni-Styr! Þú hringir í símboða í bústaðnum
úr hægindastólnum heima og lætur Uni-Styr kveikja á
hitanum. Bústaðurinn er þá orðinn hlýr og góður við
komuna þangað.
Nýjung sem hlýjar
■ hagstætt verð
INGÞÓR HARALDSSON HF„
HAMRABORG 7 (NORÐANMEGIN)
KÓPAVOGI. SIMI 91-44844
„I léttum leik“ er þriðja hljómplata
harmoníkusnillingsins Braga Hlíóbergs og sú fyrsta
sem gefin er út á geislaplötu. Á plötunni fá unnend-
ur nikkunnar fjölmargt fyrir sinn snúð.
ÍSLENSK DÆGURLÖG, ERLEND LÖG OG VALS-
AR þar sem hlustandinn færist úr íslensku stofunni
mitt yfir í glaðvært götulíf Parísarborgar.
JAPISS
Brautarholti og Kringlunni, s. 625200
E-VÍTAMÍN er öflug vörn fyrir frumur líkamans
Skortur á E-VÍTAMÍNI veldur sjúkdómum og ófrjósemi hjá
dýrum. Vitneskja um þetta hefur gert E-VÍTAMÍN þekkt sem
kynorkuvítamínið.Yfirgripsmiklar rarinsóknir benda til að
E-VÍTAMÍN sé mikilvæg vöm gegn alvarlegum sjúkdómum.
E-VÍTAMÍN er öflugt andoxunarefni (þrávarnar- A -• .
efni) sem ver frumur líkamans með því að
hemja skaðleg sindurefni. E-VÍTAMÍN
vinnur þannig gegn hrörnun frumanna.
Rannsóknir hafa einkum beinst að E-VÍTAMÍNI
til viðhalds heilbrigðu hjarta og starfsemi þess.
GULi MIÐINN TRYGGIR GÆÐIN!
Éhi
leilsuhúsið
Kringlunni simi 689266 Skólavörðustíg sími 22966