Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1994, Blaðsíða 4
Fréttir Engin kennsla í sjávarútvegsdeildinni á Dalvík í dag: Hættum námi eða förum til Eyja - segir fuUtrúi nemenda við deildina „Fyrst kennarar ætla ekki að kenna okkur á morgun þá mæta nemendur heldur ekki í skólann og það er varla nema um tvennt að ræða fyrir okkur, annaðhvort að hætta námi eða fá að stunda nám við Stýrimannaskólann í Vestmannaeyj- um,“ segir Páll Steingrímsson, full- trúi nemenda við sjávarútvegsdeild Stýrimannaskólans á Dalvík. Hermina Gunnþórsdóttir, kennari við sjávarútvegsdeildina, staðfesti það við DV1 gær að kennarar ætluðu ekki að kenna við deildina í dag, frek- ar en þeir gerðu fyrir helgi. Ástæðan er eins og fram hefur komið ágrein- ingur við menntamála- og fjármála- ráðuneytin um fjárveitingar til skól- ans, þar á að skerða tímafjölda þótt ekki eigi að minnka námsefni og einnig snýst deilan um launamál kennara. Sl. fostudag var haldinn í sjálf heldu á syllu Mikill viðbúnaður var hafður í inni í dölum en voru sambands- gær þegar gangnamanns var sakn- lausir. að og aðstoöar var þörf vegna ann- Björgunarsveitin Dagrenning frá ars sem hafði runnið til og fallið Hólmavik var ræst út. Þegar líða fram af kletti og endað á syllu í tók að kvöldi kom maðurinn sem gilinuÓfæruíHvannadalsemligg- hafði verið í sjálfheldunni fram. ur ínn af Selárdal í Strandasýslu, Honum hafði tekist að komast upp Maöurinn, sem var saknað, var af eigin rammleik og reyndist hann talinn vera kominn langleiðina upp óslasaður. Menn sem vissu af hon- á Steingrímsfjarðarheiöí. Menn um höfðu kallað til hans en ekki komust á slóð hans í snjó en élja- fengið svör og voru þvi farnir að gangur og skafrenningur var á óttast um hann. heiðinni. Leitarmenn fundu spor Um svipað leyti kom maðurinn en týndu siðan slóðinni vegna að- sem var saknaö fram á á bænum stæðnanna. Nauteyri, alla leið inni í ísaijarðar- Gangnamenn fóru eftir hjálp og djúpi. Hann hafði þá viUst og geng- þurftuaðgangaíumþrjárklukku- ið yfir heiðina, á þriðja tug kíló- stundir að bfium en þaðan var metra. Stuttu áður en mennirnír klukkustundar akstur að Geir- komu fram var TF-SIF, þyrla Land- mundarstöðum þar sem menn helgisgæslunnar, komín í Selárdal gerðu vart við sig og óskuöu eftir og haföi tekið heimamann um borð hjálp við leit og aðstoð vegna til að aðstoða við leit. Kanna átti mannsins sem var í sjálfheldunní. hvort hægt yrði að hífa sjálfheldu- Nokkrir gangnamenn urðu eftir manninn úr gljúfrinu. fundur ráðuneytismanna og fulltrúa kennara þar sem ráðuneytin báðu um vikufrest og eru kennarar mjög óánægðir með þau svör sem þeir fengu í ráðuneytunum. „Eg veit til þess að einn nemandi við deildina hefur þegar pakkað nið- ur sínu dóti og hyggst fara til Vest- mannaeyja í skólann þar. Ég hyggst gera það sama leysist deilan ekki strax og það munu fleiri fylgja á eft- ir,“ segir Páll Steingrímsson. Hann nefnir sem dæmi um fjárveitingar til deildarinnar á Dalvík að þar sé kostnaður við hvern nemenda á yfir- standandi skólaári um 190 þúsund krónur, en við deildirnar í Eyjum og Reykjavík nemi sá kostnaður um 400 þúsund krónum. Fikniefnadeild lögreglunnar um helgina: Hálft kíló af hassi og þrír settir inn - einnig lagt hald á 64 lítra af landa Þrír menn um fertugt hafa verið úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald vegna taisvert umfangsmikils fíkni- efnamáls. Um hálft kíló af hassi fannst hjá mönnunum en máhð snýst að miklu leyti um rannsókn á dreif- ingu efnanna. Samkvæmt upplýsing- um frá Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík hafa tveir af þremenning- unum komið við sögu hennar áður. Menn frá fíkniefnadeildinni lögðu einnig hald á 64 lítra af landa í gær- kvöldi þar sem heimabruggun hafði átt sér stað. Kannabisplöntur og amfetamín fundust einnig á því heimili þar sem bruggstarfsemin fór fram. Um helgina var auk þess lagt hald á 2 grömm af hassi og 7 grömm af amfetamíni í þriðju húsleitinni. Slys vegna ölvunar Ölvaðir ökumenn ollu slysum sem höfðu meiösl í för með sér með stuttu millibili aðfaranótt sunnudagsins. Klukkan rétt fyrir fiögur um nótt- ina þurfti aö flytja fimm manns á slysadeild eftir bílslys sem varð á mótum Snorrabrautar og Miklu- brautar. Ökumaður var ölvaður en ekki var talið að um alvarleg meiðsl væri að ræða. Fjórtán mínútum síðar varð slys í Grófinni þar sem annar ölvaður öku- maður var á ferð. Þar þurfti einnig að flytja fólk á slysadeild. MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1994 Þrír menn urðu uppvísir að því að stela verðmætum úr þremur bátum í Reykjavíkurhöfn um helgina. Þegar lögreglan fór um borð í einn af bátunum á laugar- dagsmorguninn, eftir að tilkynn- ing barst, fannst áfengi og annað sem hafði verið tekið til í bátnum - styggð virtist hafa komið að þjófunum. Nokkru síðar voru mennirnir handteknir. í bil þeirra fannst þýfi, sjónvarp, haglabyssa, skot- færi, áfengi, tóbak og fleira. Mennimir viðurkenndu innbrot- in. Samkvæmt upplýsingum RLR er málið talið upplýst. Kona sem kom á miðborgarstöð lögreglunnar kærði nauðgun um klukkan fiögur aðfaranótt sunnudagsins. Hún var talin hafa þekkt manninn sem hún kærði og fór málið í rannsókn. Atburð- urinn mun hafa átt sér stað á heimili mannsins í vesturbæn- um. Talsmaður Rannsóknarlög- reglu ríkisins^ vildi ekki tjá sig um málið í gær." Fjórir voru fluttir á siúkrahúsið á ísafiröi eftir að bíll fór út af veginum við Amarnes, á leiðinni á milli ísafiarðar og Súðavikur, um helgina. Bíllinn fór út af og var talinn hafa rekið toppinn í stóran stein í fiörunni en hann lenti engu að síður á hjólunum. Tveir af þeim sem slösuðust fengu að fara heím að lokinni skoðun en tveimur var haldið eftir á sjúkrahúsinu yfir nótt. í dag mælir Dagfari Enn eru menn að ræða um Guð- mund Áma Stefánsson og öll hans miklu afköst í tíð sinni sem bæjar- stjóri og ráöherra. Guðmundur er ungur maður en hefur fylgst lengi með stjómmálum og var í sjálfu sér heimavanur og öllum vinnubrögð- um kunnugur þegar hann náði völdum í pólitíkinni. Má segja að Guðmundi megi finna það eitt til foráttu aö hann hefur verið dug- legri við embættisfærslu sína en margur fyrirrennarinn, enda hefur Guðmundur ekkert gert sem aðrir hafa ekki gert, nema kannski að hann hefur gert meir. Svo lengi sem elstu menn muna hafa ráðherrar ráðiö venslamenn sína og pólitíska samheija til trún- aðarstarfa. Það hefur Guðmundur Árni líka gert. Frá fyrstu tíð hafa stjómmálamenn og ráðherrar haft lag á því að eyða umfram efni. Guðmundur Árni hefur ekki gert annað en að feta í fótspor þeirra. Guðmundur Ámi hefur gert ná- kvæmlega það sem aörir hafa gert og fyrir það er hann skammaður og áminntur og dreginn á saka- mannabekk eins og ótíndur glæpa- maður. Guðmundur Ámi veit ekki hvað- an á sig stendur veðrið, enda hefur Björns Önundarmálið hann neitað öllum sakargiftum og ef þeir ætla að fara að lýsa van- trausti á hann í þinginu eða reka hann úr flokknum liggur ekkert annað fyrir hjá Guðmundi Áma heldur en að ljóstra upp um alla hina sem hafa hagað sér nákvæm- lega eins og hann. Þar er af nógu að taka. Guðmundur hefur ekki gert nema ein mistök. Hann hefur fallist á og viðurkennt að með ráðningu hans á Birni Önundarsyni sem sér- stökum ráðgjafa hafi kannske verið fulllangt gengið. Guðmundur Árni tók einhvem veginn þánnig til orða í sjónvarpsþætti um daginn: „Ef það er endilega vilji fólksins, þá get ég sosum viðurkennt aö ég hafi gert mistök með því að ráða Bjöm.“ Þetta átti Guðmundur Árni aldrei að segja. Bjöm Önundarson hefur starfað um árabil fyrir Trygginga- stofnun ríkisins og var á sínum tíma sakaður um að hafa vantalið til skatts, það sem hann fékk borg- að hjá Tryggingastofnun vegna greiðasemi við þá stofnun. Björn var tekinn í rannsókn og hefur nú verið dæmdur til að greiða veruleg- ar upphæðir til skattsins. Fyrir vikið var honum sagt upp störfum hjá Tryggingastofnun, sem er óm- aklegt, vegna þess aö Björn hafði ekkert gert af sér gagnvart Trygg- ingastofnun. Nema hvaö, Guðmundur Ámi þekkir vel til Björns Önundarsonar og veit hver afbragðsmaður hann er og fékk hann því til að taka að sér athugun á því hvernig megi spara gagnvart læknum og draga úr greiðslum til þeirra. Enginn er betur að sér um kjör lækna og sporslurnar sem þeir hafa heldur en Björn Önundarson og Guð- mundur Árni gat ekki valið sér betri mann. Þetta er það besta sem Guðmundur Árni hefur gert. Einmmitt það að fá lækninn, sem hefur orðið uppvís að því aö kunna á kerfið og leika á kerfið og ná út úr því peningum, er aðferðin sem best dugar til að komast að því hvernig megi spara. Ef dómsmálayfirvöld vilja kom- ast að því hvernig draga megi úr ofbeldi í þjóðfélaginu þurfa þau að leita austur á Litla-Hraun og spyrja fangana sem sitja þar í einangrun vegna ofbeldisverka sem þeir hafa drýgt. Engir vita betur um ofbeldið heldur en ofbeldismennirnir sjálf- ir. Það gefur augaleið. Ef menn vilja upplýsa skattsvik þá er einfaldasta og öruggasta leið- in að fá skattsvikarana í lið með sér til að láta þá segja frá því hvern- ig menn svíkja undan skatti. Svona ráðgjafa á að launa vel og það margborgar sig. Enda samdi Guðmundur Árni við Bjöm Ön- undarson um að Björn fengi sjálf- dæmi um að ákveða sín laun fyrir viðvikið sem hann gerði Guðr'iundi Áma. Það er ekki gagrýn.svert. Það er sjálfsagt mál að sérfræðing- ar á borð við Björn Önundarson fái að ráða því sjálfir hvað þeir fá borg- aö fyrir að þjóna ráðherrum. Nei, það voru mistök hjá Guð- mundi Árna að játa á sig mistök í sambandi við ráðningu Björns. Það eru einu mistökin sem Guðmundur Ami hefur gert. Að öðru leyti hefur hann hagaö sér nákvæmlega eins og aðrir áhrifamenn í stjómmál- um. Bara verið ofurlítið duglegri við það! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.