Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1994, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994
Fréttir
Tíkin Halla fannst eftir að hafa verið týnd í óbyggðum 1 þrjár vikur:
Birtist grindhoruð
og með slitna þóf a
- miklir fagnaðarfundir þegar hún kom heim aftur
„Viö vorum búin aö fara margar
ferðir og leita aö tíkinni og gá í öllum
skálum án þess að finna hana. Til
aö friða samviskuna og vera viss um
að hafa gert allt sem hægt var til að
finna hana fórum við með hesta í
kerru fram eftir fyrir skömmu.
Bóndinn reið síðan allar göngurnar
út aftur. Hann kallaöi og lét hund
sem hann hafði með sér gelta. Það
var mjög hljóðbært en snjór var og
frost. Hann reið út í Áfangaskála,
þaðan sem tíkin hvarf, og við erum
ekki frá því að tíkin hafi heyrt í hon-
um þegar hann var þar, fundið slóð-
ina hans og komið að vegageröar-
mönnunum tveimur dögum síðar,“
sagði Margrét Jónsdóttir, húsfreyja
að Stóradal í Svínavatnshreppi í
Húnavatnssýslu, viö DV.
Þegar tíkin Halla, 8 ára gamall
skotablendingur, kom í leitimar við
Áfangaskála á Auðkúluheiði á dög-
unum hafði hún verið týnd þar í
óbyggðum í þijár vikur. Hafði tíkin
farið í göngur á Auðkúluheiði í sept-
ember með bóndanum á bænum,
Kristjáni Jónssyni. Eftir tvo daga í
göngum var áð í Áfangaskála. Þegar
menn vöknuðu um morguninn var
tíkin horfin. Þá voru tveir dagar eftir
í göngum og ekki hægt að hætta við.
Var hringt heim að Stóradal til að
kanna hvort tíkin hefði birst þar en
svo var ekki.
„Ég fór þarna fram eftir og kallaði
en fékk ekkert svar. Þegar ekkert
bólaði á henni ákváðum við að aug-
lýsa eftir tíkinni í héraösfréttablöð-
unum og spyijast fyrir um hana. En
við urðum einskis vísari. Við höfðum
nokkrar áhyggjur af því að tíkin
væri að veslast upp þarna í óbyggð-
um og vorum háífpartinn búin að
gefa upp alla von um.að flnna hana.
En við gátum ekki ákveðið að hún
væri dauð. Við eygðum aUtaf von þar
sem við vissum að hún er hörð að
Margrét Jónsdóttir, húsfreyja að Stóradal í Svinavatnshreppi, með tikina Höllu sem hvarf i göngum í september
og kom ekki í leitirnar fyrr en þremur vikum seinna. Hafði tíkin þá villst ein um í óbyggðum allan tímann og var
orðin mjög horuð og slitin á þófum. DV-mynd Magnús Ólafsson
bjarga sér. Hún er mikil búkona hér
heima og grefur oft mat ef hún fær
meira en hún þarf.“
Horuð og með slitna þófa
Þegar tíkin Halla kom að Áfanga-
skála voru vegagerðarmenn að taka
sig saman til brottferðar. Þeir sáu að
tíkin var illa haldin, horuö og með
slitna þófa. Þeir mundu þá eftir tík
sem auglýst hafði verið eftir og höfðu
samband heim á bæinn. Þar var
fregnum af tíkinni tekið fagnandi.
„Ég varð afskaplega glöð þegar
síminn hringdi og það urðu miklir
fagnaðarfundir þegar hún kom heim
aö bænum. Hún sperrtist strax upp
og heilsaði hinum hundunum.
Drengurinn sem var með hana í
göngunum var sár yfir að hún skyldi
týnast og htil tveggja ára dóttir okkar
var hálfmiður sín yfir hvarfmu. Því
var gleði barnanna mikil. Við sáum
líka mikið eftir tíkinni þar sem hún
er mjög góð smalatík. Hún er mjög
þæg og gerir aldrei skammir af sér.
Það má segja að Halla sé uppáhalds-
hundurinn á bænum."
- Hafið þið einhveija hugmynd um
hvemig hún gat bjargað sér þama í
óbyggðum?
„Það er ómögulegt að segja til um
það. Hún hefur getaö borðað ber eða
fjallagrös eöa komist í hræ. Annars
veit maður ekkert um ferðir hennar,
hún hefur getað fariö langan veg eða
verið í nágrenninu. Þaö er ómögulegt
að segja. Annars sýnir þetta hve lengi
hundar geta lifað. Og því ætti fólk
ekki að telja týnda hunda af þó þeir
finnist ekki strax," sagði Margrét.
Margrét segir Höllu vera búna að
ná sér.en hafi legiö mikið fyrstu dag-
ana eftir heimkomuna. Hún hélt
fyrst að tíkin væri orðið rugluð en
eftir að hafa prófað hana fór ekki
milli mála að hún kunni allt sem hún
hafði áður kunnað.
Samkeppnisstoöiun:
Rannsaka
meinta mark-
aðshindrun
Fyrirtækið Eddafótó hefur sent
bréf til Samkeppnisstofhunar þar
sem þess er farið á leit aö stofnun-
in kamii lögmæti samninga sem
aðalsamkeppnisaðili fyrirtækis-
ins, Sólarfllma, hefur gert við rit-
fangaverslunina Pennann.
Samkvæmt upplýsingum DV
telja forsvarsmenn Eddafótó aö
samningurinn útiloki fyrirtækið
frá viðskiptum við fjölmörg fyrir-
tæki, þar á meðal kaupfélög á
landsbyggðinni og Hagkaup,
nema með milligöngu Pennans
og þóknunar til þess fyrirtækis.
1 raun sé Eddafótó gert að borga
Pennanum fyrir aðgang að mark-
aði og þessar meintu markaös-
hömlur hafi slæma áhrif á stöðu
fyrirtækisins.
Heimildir DV herma að málið
hafi verið til meðferðar hjá Sam-
keppnisstofnun undanfarið.
Smábátaeigendur:
Samtök ekki
opnuð fyrir
stærri skipum
Þing Landssambands smábáta-
eigenda tók ekki afstöðu til þeirr-
ar tillögu Vestfirðinga að samtök-
in yrðu opnuð fyrir bátum allt
aö 30 rúmlestir. Umræðum um
tillöguna var frestað til næsta
þings sem verður að ári.
Áreksturogslys
Ökúmaður fólksbfis, sem lenti
utan vegar á Þingvailavegi í
fyrrakvöld, var fluttur á slysa-
deild meö minniháttar meiðsl.
Bfilinn skemmdist hins vegar
talsvert og var fluttur af vett-
vangi með kranabíl.
Um klukkustundu síöar skullu
tveir bílar saman á gatnamótum
Langholtsvegar og Holtavegar.
Engin slys urðu á fólki en báðir
bilarnir voru fluttir af vettvangi
með krana. Ökumaður annars
bflsins er grunaður um ölvun við
akstur.
í dag mælir Dagfari
Fólksfjölgunarvandi
Lengst af þessari öld hefur Islend-
ingum fjölgað hægt og sígandi. En
þó hvergi nærri nóg miðað við
landrými og eðlileg tímgun. Mikið
af íslendingum flytur tfi annarra
landa meðan útlenskt fólk sest ekki
hér að nema tilneytt eða þá af
ókunnugleika á landi og þjóð. Flest-
ir nýbyggjar eru ekki fyrr komnir
en þeir flytja aftur.
Sumir hafa haft af þessu áhyggj-
ur og telja að fólksfæö standi okkur
fyrir þrifum, meöal annars í félags-
legum efnum, samnýtingu og sam-
neyslu, enda er dýrt að halda uppi
dýrri almenningsþjónustu fyrir fá-
ar hræður hér og þar.
Nú hefur hins vegar verið sett
fram ný kenning. Hún er þess efnis
að íslendingum fjölgi of mikið.
Fæðingar eru fleiri en æskfiegt er.
Sérfræðingur í kvensjúkdómum,
Reynir Tómas Geirsson lætur hafa
eftir sér í viðtali að fólksfjölgunar-
vandamál sé við að etja á tímum
atvinnuleysis og minni þorsk-
gengdar. Hann spyr: á hverju eiga
öll þessi börn að lifa sem fæðast inn
í hinn harða heim?
Kvensjúkdómalæknirinn vill
skera upp herör fyrir notkun ófijó-
semisaðgerða og bendir á -ýmsar
hagnýtar nýjungar í því sambandi.
Hann segir frá nýrri fóstureyðin-
garpillu og segir að hún komi að
gagni á fyrstu sex vikum meðgöngu
og stuðh að fósturláti allt upp í átta
vikur. Þá hvetur læknirinn til þess
að fella niður virðisaukaskatt af
getnaðarvörnum svo sem pillum,
smokkum og lykkjum en sú verð-
lækkun ein og sér mun draga úr
tíðni ótímabærra fæðinga.
Ailt eru þetta athyglisverðar
kenningar. Reynir Tómas er þá
ekki aðeins að hugsa um fagið held-
ur líka hagsmuni sína og annarra
miðaldra Islendinga sem bera nú
minna úr býtum og vita sem er að
gæði heimsins eru ekki lengur til
skiptanna. Reynir hefur áhyggjur
af því að hér verði allt of margt
fólk og ekki verði til nóg handa sér
og öðrum uppkomnum íslending-
um þegar sífellt fleiri böm fæðast
sem heimta sitt.
Þannig nýtir læknirinn sérþekk-
ingu sína til að benda þjófélaginu
og unga fólkinu á þá staðreynd að
hér vanti lebensraum fyrir börnin
og viö séum ekkert betur sett en
vanþróuðu ríkin sem hrúgi niður
börnum án þess að vitá hvað hægt
er að gera við þau.
Nasistamir í Þýskalandi vom
líka þeirrar skoöunar að þar vant-
aði lebensraum og gripu til sérs-
takra ráðstafana gagnvart þeim
sem óvelkomnastir vom. Kven-
sjúkdómalæknirinn sér þessa
hættu og vill stemma á að ósi með
því að útrýma börnunum áður en
þau fæöast.
Athyglisverðust er kenning hans
varðandi þorskgengdina. Það er
auðvitað alveg laukrétt hjá læknin-
um að meðan árgangamir í þorsk-
stofninum minnka, er eðlilegt að
árgöngunum í fæðingum manna-
barna fækki að sama skapi. Það
veröur að vera fylgni þar á milli
og spuming er hvort ekki megi
koma upp skipulagi á samræmdum
aðgeröum í þeim efnum. Til að
mynda aö Rannsóknarstofnun
fiskiðnaðarins gefi reglulegar upp-
lýsingar upp á fæðingardeild
Landspítalans um stöðu þorskára-
ganganna svo stilla megi fæðingun-
um inn á sama kvóta.
Tölvutæknin hlýtur að geta gert
þetta kleift með sameiginlegu for-
riti og þegar þorskinum fækkar í
sjónum geta kvensjúkdóma- og
fæðingarlæknar gefið merki um
stöðvun getnaöa og fæöinga. Þaö
má til dæmis gera með skipulagðri
markaðsssetningu á fóstureyðin-
garpillunum og með rauðum að-
vörunarljósum í svefnherbergjum
eða öðrum þeim vistarverum þar
sem getnaðir eru líklegastir til að
eiga sér stað.
Boðskapur læknisins er sem sagt
sá að íslensk þjóð hafi ekki lengur
efni á því að eiga of mörg böm.
Síðan kemur auðvitað spurningin
hvers konar börn? Höfum við efni
á því að eiga böm nema vera vissir
um að þau spjari sig? Verður ekki
líka að hafa skipulag á því hveijir
eigi börnin? Það sjá allir í hendi sér
að ef þaö er mat sérfræðinga að
börnum fjölgi of hratt þá skiptir
máli hvers konar foreldrar það eru
sem eiga börnin vegna þeirra kyn-
bóta sem eru nauðsynlegar á þess-
um síðustu og verstu tímum þegar
þorskárgöngunum fækkar.
Vonandi getur sérfræðingurinn í
kvensjúkdómunum gefið okkur
einhver ráð í þeim efnum.
Dagfari