Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1994, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1994, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994 Neytendur Sérstakt átak nokkurra verslana: Aukid hillupláss fyrir íslenskar vörur Notadrjúg ryksuga í sömu bók er sagt frá því hvernig nota má ryksuguna á fleiri en einn máta. Nefnilega til þess að þurrka gúmmístígvél. Sjálfsagt hafa margir prófað aö troða dagblöðum ofan í stígvél, sem hafa blotnað, en í þessu til- felli er ryksugan stillt á útblástur og slöngunni stungiö niður í stíg- véhö. Stígvélið, sem er þurrkað, á að snúa tánni upp. Sjúss deyfir sársaukann í Læknabókinni (Heilsugæsla heimilanna) segir frá nokkrum ráðum sem má grípa til þegar fólk kvelst af völdum tannpínu. Eitt þeirra er að viðkomandi íai sér sjúss til aö deyfa sársaukann. Þá er viskí látið leika um aumu tönnina en gómarnir drekka i sig hluta af áfenginu og það deyflr sársaukann. Síðan er ætlast til að afganginum sé spýtt. Annað ráð við þessar aðstæður er að reyna nudd með höndun- um. Þaö er tahð geta dregið úr verkjunura um helming. Nudd- aðu ísmola við húöina þar sem bein þumal- og vishlngurs mæt- ast. Nuddaðu ísmolanum svo var- lega yfir svæðíð í 5-7 mínútur. Þing Neytendasamtakanna: Reynum að gera félagsmenn virkari - segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna - segir Heiðar Vilhjálmsson, kaupmaður í Straumnesi Passaðu síma- reikninginn „Breytingar á lögum samtakanna bar hæst vegna þess að þar vorum við að gera mjög viðamiklar breyt- ingar. Breytingin er kannski númer eitt fólgin í því að við reynum að gera félagsmenn virkari í starfl, t.d. með því að hver einasti félagsmaður sem tilkynnir um það mánuði fyrir þing á rétt til setu á þingi samtak- anna í framtíðinni. í öðru lagi ger- breytum við því hvernig staöið er að stjórnarkjöri til þess að tryggja að í stjórn sitji fólk úr öhum landshlut- um,“ sagði Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, þegar DV sló á þráðinn til hans og forvitnaðist um nýafstaðið þing sam- takanna. urinn í Straumnesi, Grímsbæ og Grafarvogi. 10-10 verslanirnar í Suð- urveri, Hraunbæ og Norðurbrún. Matvöruverslunin Austurveri, Sunnukjöri, Garðakaupi, Garðabæ, og Horninu á Selfossi. Þriggja mánaða mæiing „Tilgangurinn er aö auka hillu- pláss fyrir íslenskar vörur eins og fyrr segir og fá tilboð frá íslenskum aðilum til að taka þátt í þessu verk- efni og lækka vöruverð. Þetta er þriggja mánaða mæling en þaö er ekki þar með sagt að þá veröi þetta búið. Ég er viss um að vel tekst fll og um framhald verður að ræða. 70-75% af því sem við erum að selja á hverjum degi er íslenskt og nú á að gera búðirnar enn meira íslensk- ar,“ segir kaupmaðurinn í Straum- nesi en sérstök tilboð verða í gangi allan tímann. Heiðar segir að frekara samstarf þessara aðila komi vel th greina og að því sé unnið en um það vill hann ekkeft ségja ffékar. Þegar leikfangasíminn nægir börnunum ekki lengur fara þau að eiga við „alvöru" símann á heimilinu og þaö getur haft ófyr- irséðan kostnað í för með sér. Þetta vandamál má einfaldlega leysa með stífri og breiöri teygju sem börnin geta ekki smokrað upp af tökkunum. Þetta einfalda ráð, sem sagt er frá í bókinni 500 hohráð, handbók heimilisins, getur sparað stórfé ef síminn lendir í litlum höndum. Formaður kosinn sérstaklega Eftir þessar breytingar verður 21 í stjórn og nú verða formaður og vara- formaður kosnir sérstaklega. Hinum 19 verður skipt upp eftir landshlut- um og Reykjavík á t.d. sjö fulltrúa. Ennfremur var stefnan mörkuð um það hvert væri markmiðið í starfinu og hvernig ætti að ná því. Þingfull- trúar nú voru u.þ.b. eitt hundrað en fyrsta þing Neytendasamtakanna var í raun haldið 1984 samkvæmt nýjum lögum en þar áður höfðu bara verið aðalfundir. 22 þúsund félagsmenn Fyrir áratug voru félagsmenn í Neytendasamtökunum 5 þúsund en í dag eru þeir 22 þúsund og Jóhannes segir margt hafa breyst samfara þessu. „Megintekjur okkar eru fé- lagsgjöld. Ríkisvaldið eða sveitarfé- lög hafa aldrei sýnt neytendamálum þá virðingu sem ég tel að þau eigi að hafa hjá þessum aðilum. Þetta gerbreytir að sjálfsögðu okkar tekjur sem eru fyrst og fremst félagsgjöld. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri flutti ávarp á þingi Neytendasamtakanna. Við hlið hennar sitja Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, og Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra. DV-mynd Brynjar Gauti Þá hefur þetta gert okkur kleift að vera með miklu öflugra starf heldur en var nokkru sinni mögulegt hér áður fyrr.“ Neytendablaö 4-5 á ári Og formaðurinn nefnir fleiri dæmi um hvernig starfsemin hefur tekið breytingum. „Við höfðum einn starfsmann sem starfaði fyrst og fremst við kvörtunar- og leiðbeining- arþjónustuna og í raun gátum við ekki sinnt henni sem skyldi. í dag er 2'/2 starfsmaður við þessa þjón- ustu. Við gátum t.d. ekki verið með hagfræðing sem sinnti námskeiðum um fjármál heimilanna og ráðgjöf fyrir okkar félagsmenn um sama mál. Og svona má áfram taka hluti sem við gátum ekki sinnt hér áður. Þá má líka nefna að félagsmenn fengu áður eitt Neytendablað á ári en nú eru þau 4-5.“ Hafa áhrif á lagasetningu „Breytingarnar eru að sjálfsögðu gríðarlegar og gera það að verkum, að mínu mati að við beitum okkur t.d. fyrir því að hafa áhrif - hafa áhrif á að lög séu sett. Við reyndum það í einhverjum mæh hér áður fyrr en að sjálfsögðu erum við miklu bet- ur í stakk búnir til þess í dag heldur en við vorum þá þegar þetta var kannski að stórum hluta í sjálíboða- vinnu heima hjá stjórnarmönnum á kvöldin," sagði Jóhannes. „Þetta er Félag íslenskra iðnrek- enda sem er með mæhngu á því hvort. við getum aukið hillupláss fyrir ís- lenskar vörur og hvort það sé ekki atvinnuskapandi fyrir íslenska markaðinn. Hvað varðar þessar verslanir má segja að þetta sé gam- aU kaupmannahópur sem hefur áður starfað saman, þó í litlum mæU sé,“ segir Heiðar Vilhjálmsson, kaup- maður í Straumnesi, um sérstak átak sem nú stendur yfir þar sem áhersla er lögð á íslenskar vörur. Hugmynd Félags íslenskra iðnrekenda „Hugmyndin kom frá Félagi ís- lenskra iðnrekanda en þaö ætlaði að kippa út einni verslun en sá aö þaö var ógjörningur að mæla bara eina verslun og þá var leitað fil Kaup- mannasamtaka íslands og hvort ein- hveijir gætu ekki tekið þetta að sér. Þessi hópur var fyrir hendi og þann- ig er þetta til komið.“ Verslanir sem taka þátt í átakínú érú Plúsmárkáð- Af því sem við seljum daglega eru 70-75% ísienskar vörur, segir Heiðar. DV-mynd Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.