Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1994, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1994, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 18. ÓKTÓBER 1994 11 Loftmynd af Reykjavík frá 1920. Þar sést glöggt hvernig Melavöllurinn gamli lá samsíða núverandi Hringbraut á þeim slóðum þar sem nú er Björnsbakari. Gamli Melavöllurinn var fyrsti íþróttaleikvangurinn í Reykjavík og sá eini á árunum 1911-26 er nýi Melavöllurinn var vígður. íþróttir í Reykjavík - veglegt afmælisrit íþróttabandalags Reykjavíkur Iþróttabandalag Reykjavíkur er jafnaldri íslenska lýðveldisins, stofnað 31. ágúst 1944. í tilefni af- mælisins hefur bandalagið nú gefið út viðamikið rit um sögu íþrótta í Reykjavik. EYrsti kaflinn fjallar einkum um fyrstu íþróttafélögin í Reykjavík, eldmóð þeirra sem til stofnuðu og aðstöðuleysi. Þessi félög sáu dags- ins ljós á síðari helmingi síðustu aldar og fyrsta áratug þessarar. Þáttaskil urðu með stofnun ÍSÍ árið 1912 en annar kaflinn fjallar um þá atburði og það markverðasta í þróun íþróttanna í Reykjavík fram tn 1940. Þá verða enn þáttaskil með setningu iþróttalaganna en þriðji kaflinn fjallar um tilurð þeirra og framkvæmd. Loks er í fjórða kaflan- um fjallað um afmælisbamið sjálft, íþróttabandalag Reykjavíkur, stofnun þess og aðdraganda. Meginefni ritsins lýsir síðan í fimm köflum því markverðasta sem um getur í þróun íþrótta í höf- uðborginni sl. hálfa öld og nær þar hver kafli yfir einn áratug. Það er ekki heiglum hent að tína til og setja á bók allt það helsta sem driflð hefur á dagana í íþróttum í Reykjavík sl. hundrað og þrjátíu ár. Þar verður sjaldnast kvartað undan heimildaskorti. Þvert á móti verður vandinn sá að velja og hafna úr öllum þeim aragrúa umfjöllunar sem hinar fjölmörgu íþróttagreinar hafa notið á síðustu áratugum. Jafnframt þarf að huga að öllum öðrum þáttum íþróttasögunnar, s.s. eins og félagsstarfi, fjármálum og framkvæmdum við margvísleg íþróttamannvirki á hverjum tíma. Ur allri þessari óendanlegu marg- breytni þarf svo stöðugt að velja aðalatriði frá aukaatriðum og vefa úr því þann rauða þráð sem við getum með réttu kallað sögu íþrótta í Reykjavík. Um allt þetta sýnist mér vel hafa tekist hjá ritstjóra verksins, Sig- urði Á. Friðþjófssyni. Bókin er skrifuð á látlausu og lipru máh og textinn oft brotinn upp með bein- um tilvitnunum í gamlar blaðaum- sagnir, fundargerðir, lög og ýmsa einstaklinga. Auk þess lýkur hverj- um og einum af sex köflum bókar- innar á viðtah við einstakhng sem er vel að sér og hefur sjálfur lagt mikið af mörkum til íþróttamála viðkomandi tímabils. Bókin er á sjötta hundrað blað- síðna í breiðu broti. Hana prýða fimm hundruð ljósmyndir sem teknar hafa verið frá því fyrir alda- mót og fram á þennan dag. Mikil vinna hefur verið lögð í mynda- söfnun enda hafa margar eldri myndirnar skemmtilegt heimildar- gildi og eiga eflaust eftir að vekja hjá mörgum tregablandnar endur- minningar. Sá gahi er hins vegar á mörgum myndatextunum að ekki eru nafn- greindir þeir einstakhngar sem þar gefur að hta þó um sé að ræða Bókmenntir Kjartan Gunnar Kjartansson myndir af nefndum og ráðum eða þekktum íþróttamönnum. í bókarlok er m.a. að finna hsta yfir íþróttafélög í Reykjavík, stofn- uð fyrir daga IBR og eftir að IBR var stofnað. Þá er þar heimildaskrá og nafnaskrá yfir einstaklinga. Það gefur augaleið að vöxtur skipulegrar og félagsbundinnar íþróttaiðkunar helst í hendur við þéttbýhsmyndun og bætt lífskjör landsmanna. Með þessari sögu íþrótta í Reykjavík hefur því ÍBR lagt til veigamikið safn til íslenskr- ar íþróttasögu almennt. Þar hefur í flestu vel til tekist og því er óhætt að óska íþróttabandalagi Reykjá- víkur til hamingju með hvort tveggja, hálfrar aldar afmælið og þetta veglega rit um iþróttir í höf- uðborginni. Gerö Nettó Itr. HæöxBreiddxDýpt Staögr. HFL120DELUX 125 86x 55x64 34.950,- HFL 230 210 86x 84x64 42.400,- HFL290 266 86x100x64 43.650,- HFL390 365 86x130x64 47.470,- EL53 500 86x150x73 56.970,- EL61 576 86x170x73 64.950,- B R Æ Ð U R N I R ORMSSONHF Lágmúla 8, Sími 38820 Umboðsmenn um land allt " mg mg &m &m i m MG MS: m &m mg mg mg &m &m LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐfl A VALDA ÞÉR SKflÐA! Island Sækjum þaö heim! Þuattenn möguleika á glæsilegum feröavinningi! Ferðaáskriftargetraun DV lýkur 30. nóvember. Ferðaáskriftargetraun DV hefur þegar veitt mörgum áskrifendum nýja og skemmtilega reynslu af þeim ferðamöguleikum sem landið hefur upp á að bjóða. Áfram munum við draga út ferðavinning í viku hverri, íslandsferð fyrir 2 að verðmæti 60.000 kr. 30. nóvember kemur síðan rúsínan í pylsuendanum: Óskablanda af ævintýraferð um ísland fyrir 2, að verðmæti 150.000 kr.! Vinningshafinn (e.t.v. einmitt þú) raðar einfaldlega saman því sem honum líst best á af þeim ferða- vinningum sem í boði hafa verið frá því í vor! Þannig má sameina jökla- ferðir, siglingar, afslöppun, golf, veiði og gönguferðir - eða eitthvað allt annað eftir því sem hugurinn girnist. Áskriftarsíminn er 63 27 00 • Grænt númer er 99-6270 Merming >m &m &m &m &m mg mg mg &m &m &m &m mg mg mg &m &m,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.