Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1994, Síða 12
—
12
Spumingin
Ertu búin/n að að sjá
Skýjahöllina?
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir: Nei, en
ég ætla að sjá hana.
Fjóla Dögg Sverrisdóttir: Nei, ég ef-
ast um að ég sjái hana.
Viðar Karlsson: Nei, en ég gæti vel
hugsað mér að sjá hana.
Karl Pétursson: Nei, en ég hef áhuga
á að sjá hana.
Davíð Ragnarsson: Nei, ég ætla að
sjá hana.
Baldur RóbertssomNei, hvað er það?
ÞRIÐJUDAGÚR 18. OKTÓBER 1994
Lesendur
Kjarasamning-
arnir fram undan
Rétt viðbrögð stjórnvalda á næstu vikum geta hæglega slegið vopnin ur
höndum óánægjukórsins, segir m.a. í bréfi Konráðs.
Konráð Friðfinnsson skrifar:
Kjarasamningar eru lausir um
næstu áramót. Vænta má átaka á
vinnumarkaðinum nema rétt verði
að málum staðið. Kaupið hefur að
sönnu lítið hækkað hin síðari ár. Ég
er þó enn þeirrar skoðunar að rétt
hafi verið að gera þessa svokölluðu
þjóðarsáttarsamninga. Þeir hafi í
ráun fært mönnum jafn mikið, eða
meira, en gamla kerfið bauð upp á.
Menn muna þá tíð þegar kaupauk-
ar komu á þriggja mánaða fresti.
Þessum „aukum“ var iðulega dembt
út í verðlagið aftur skömmu síðar og
á þann hátt teknir af launþegum.
Verðbólgan, er geisaði í þjóðfélaginu
árum saman, sá til þess að fólk gat
ekki nýtt sér þessar launahækkanir
og stóð jafnvel eftir blankara en áð-
ur. - Sannleikurinn er að á þessum
árum minnkaði kaupmátturinn sí-
fellt.
Núna horfa þessi mál öðruvísi viö.
Ekki síst vegna þess aö tekist hefur
að koma böndum á verðbólguna. Sú
framkvæmd hefur haft margt já-
kvætt í för með sér. Nú geta menn
loks hugsað heila hugsun í fjármál-
um og það leiðir svo aftur margt
annað í betri og heilbrigðari farveg.
Verðlag hefur t.d. haldist nokkuð
stöðugt til þessa þótt mér sýnist sem
það sé nú skyndilega heldur að stíga
Ég tel að í komandi kjarasamning-
um muni menn beina spjótum sínum
að yfirvöldum. Þangað muni verka-
lýðsfélög og vinnuveitendur reyna
að sækja leiðréttingu fyrir sitt fólk.
Ég bendi t.d. á að persónuafsláttur
hefur ekki hækkað síðan 1988. Hann
var reyndar lækkaður 1993. Sú ráð-
stöfun ráðamanna var með öllu
óskiljanleg og skapaði ófremdar-
ástand fyrir þorra launafólks.
Ráðamenn geta gert ýmislegt til að
auka ráðstöfunartekjur manna. Ég
fullyrði að eigi friöur að haldast á
vinnumarkaðinum eftir áramót ber
ráöamönnum að sýna ht í þessum
málum vegna þess að launamenn eru
margir hverjir orðnir svekktir hvað
persónuafsláttinn varðar. - Forsæt-
isráðherra hefur sjálfur sagt að
kreppan sé á enda runnin og upp-
sveifla fram undan. í skjóli þeirra
gleðilegu tíðinda hljóta menn að sýna
hækkun skattaafsláttar sérstakan
áhuga. Viðbrögð stjórnvalda í þá átt-
ina geta hæglega slegið vopnin úr
höndum óánægjukórs er mun fara
af stað á næstu vikum.
Þrúgandi andrúmsloft í Leifsstöð
Hulda Guðmundsdóttir hringdi:
Ég las ágætan pistil í Víkverja-
þætti í Mbl. nýlega þar sem fjallað
var á skýran og raunsæjan hátt um
það andrúmsloft sem ríkir í komusal
Leifsstöðvar. En Vikveiji segir and-
rúmsloft þar þrúgandi og allt annað
I en víðast hvar annars staðar, t.d. í
Evrópulöndum þar sem tollgæsla og
vegabréfsskoðun sé á undanhaldi. -
Ég er þessum skrifum Víkveija inni-
lega sammála.
Ég hef lengi haft á orði við kunn-
ingja mína að við komu til Keflavíkur
erlendis frá er eins og þyrmi yfir
mann vegna sérstaks og afar þrúg-
andi andrúmslofts sem ríkir í þessari
flugstöð okkar. Það er raunar alltaf
jafn mikil ánægja að yfirgefa þessa
byggingu, hvort sem maður er á leið
úr landi eða á leið heim til sín úr flug-
stöðinni.
Það er almannarómur að ísland sé
á margan hátt lögregluríki, ekki síst
fyrir fáránleg lög og reglur sem hér
gilda. - En andrúmsloft og viðmót,
sem mætir ferðalöngum sem koma
frá útlöndum, hefur ætíð verið
gruggugt, það er viss öfund í móttöku
ferðamanna erlendis frá. Þetta var
svona líka í gamla daga þegar farþeg-
ar komu sjóleiðis til landsins og stigu
frá borði við hafnarbakkann. Ég
þekki ekki aðstæður á Seyðisfirði við
komu feijunnar. Vonandi er þar allt-
af sól og sumar, líka í sinni þeirra
sem taka á móti ferðlöngunum.
Loftvog próf kjörs fer lækkandi
Gísli Magnússon skrifar:
Það er af sem áður var þegar próf-
kjör, t.d. hér á höfuðborgarsvæðinu
fengu menn til að safnast í fylkingar
til stuðnings frambjóðendum sem
gáfu kost á sér í prófkjörsslaginn.
Gefnir voru út litskrúðugir bækling-
ar sem sendir voru í hvert hús, per-
sónuleg bréf skrifuö og boðað var til
almennra funda úti um borg og bý
og farið á vinnustaöi og þrumað yfir
glaðbeittum og áhugasömum starfs-
mönnum í hádegishléi.
Þetta er hðin tíð. Ég held að póhtísk
barátta og áhugi almennings fyrir
stjómmálum almennt sé að færast í
það horf sem lengst hefur þekkst í
Bandaríkjunum. Þegar Bandaríkja-
menn eru spurðir út í stjómmál
svara þeir gjaman: „Pohtics and
poker"! - Þeir hta ekki á stjómmál
sem almenningseign, segja að al-
Hringió í síma
milli kl. 14 og 16
-eðaskrifið
Nafn o« siinanr. vorður ad fylgja lm'fum
menningur sé hvort eð er ekki spurð-
ur neins þegar til kastanna komi.
Þingið taki ákvarðanimar og þeir
sem þar sitja, eða bara forsetinn.
Þetta má til sanns vegar færa og er
bandarískur almenningur líklega
miklu raunsærri en við vorum hér
lengst af. Hvað vitum við, hveiju
ráðum við? Að sjálfsögðu engu þegar
allt kemur th ahs.
Prófkjörin sem nú fara í hönd hér
á höfuðborgarsvæðinu bera þess
glöggt vitni að fólk hefur ekki mikinn
áhuga og reyndar sýnast þeir sem
gefa kost á sér til prófkjörs ekki hafa
miklu meiri áhuga. Það er htið um
fundahöld, ef nokkuð, engir bækling-
ar, engin bréf, og ekki mikið skrifað,
utan hvað þeir sem lengst hafa staðið
í eldhnunni halda sig við steðjann
og minna á sig með reglulegum
greinaskrifum og taka þá fyrir mála-
flokka sem era á döfinni. - „Frí-
merkjabirtingar" - andhtsmynd af
frambjóðendum - er helsta hfsmark-
ið sem maður verður var við þessa
dagana. Þetta er góðs viti og eflaust
em stjórnmál hér að færast í það
horf sem telja verður heilbrigt og
eðlilegt, líkt og í Bandaríkjunum.
Ásgeir Sigurðsson skrifer:
í minnisblaði frá heilbrigðis- og
tryggingaráðuneyti um náms-
leyfi og kynnisferðir starfsmanna
þess keraur fram að ótrúlegar
dagpenfngafúlgur hafa verið
greiddar til einstakra starfs-
manna þess. Og á fullum launum
auk þess, þótt dvölin erlendis
standi mánuðum saman! Sem
dæmi um þetta fær einn maður
tæpar 800 þúsund krónur í dag-
peninga fyrir 3 mánuði, auk
fuhra launa. Annar fær tæpar 200
þúsund I dagpeninga fyrir 12 daga
og aftur og margoft þetta frá
190-439 þúsunda kr. - Og svo síð-
ast læpa nhlljón kr. i dagpeninga
fyrir 8 vikna ferð á þessu ári. Eru
ráðamenn snarvitlausir? Þetta er
spurning sem margir spyrja upp-
hátt þessa dagana.
Húsbréfinalttaf
Snorri hringdi:
Margir eru þeir sem kvarta yflr
því að fá ekki húsbréfm sín, helst
um leið og kaupsamningur er
gerðm*, jafnvel að geta gengið í
þau þegar íbúð er fundin. Þetta
er bara einn anginn af íslenskri
frekju. Hvað með þaö þótt maður
þurfi að bíða nokkrar vUíur?
Þetta eru nú einu sinni peningar
okkar skattborgaranna, munið
það. Og nú benda einhverjir á að
þetta eigi bara aht að flytjast tU
bankanna. í einhvers konar hús-
bréfabanka! En hvað er hann
annað en ríkið þólt hann verði
skráður undir nafni lánastofn-
ana?
Hvaðmá heyrast
ÍRÚV?
Bryrýar hringdi:
Það er leitt hve Ríkisútvarpið
hefur dregist aftur úr nútíma-
fjölimðlun. Þetta sést ekki bara
af uppsögnum þeirra IUuga og
Hannesar Hólmsteins, sem er
náttúrlega eitt klúður hjá stjóm-
endum RÚV. RÚV mismunar líka
og gætir ekki þess hlutleysis sem
það stærir sig svo af i tíma og
ótíma, en einkum fyrir kosning-
ar. Einu sinni máttu engir mæla
eða sjást hjá RÚV ef þeir voru
orðnir frambjóðendur áeinhverj-
um pólitíska hstanum. Ég sá sl.
flmmtudag kjmningarmynd
Vatnsveitu Reykjavikur í Sjón-
varpinu þar sem fyrrv. borgar-
stjóri var kynnir. Var þetta ekki
Uka hlutleysisbrot? Eða er Sjón-
varpiö undanþegið sjálfsskoðun?
Fagna nýjum
EgiU Gislason skrifar:
Ég fagna þvi að nú skuh nýr
veitingastaður, sem selur kjúkl-
inga og rétti úr þeim, bætast viö
hér í borginni. Ekki var vanþörf
á. Kjúklingar hafa verið bæði
dýrir og einfaldir í sniðum hjá
veitingaliúsunum. Vonandi
lækkar verðið og gæðin batna.
„Ásveitinni(<
ífélagslega
kerfinu?
I lesendabréfi í DV 12. okt. sl.
fjallar Jónína um nýjasta lottó-
vinningshafann og sneiöir að
honum varöandi þau ummæh
hans í frétt nokkru áður að hann
hafi sótt um íbúö í félagslega kerf-
inu. - Kæra Jónína, mig langar
til aö spyrja hvað þú meinar þeg-
ar þú talar um að íbúðareigendur
Eelagslega kerfinu segi sig á
sveitina.
Lesendasíða DV gefur Jónínu
tækifæri til að svara þessari um-
beðnu ósk bréfritara eins og hún
kemur fram hér að ofan.