Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1994, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1994, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Guðsþakkafé Fyrir fimm árum varð til sérstakt ráðstöfunarfé ráð- herra vegna tiífallandi útgjalda, sem ekki var hægt að sjá fyrir á fjárlögum. Ráðherrar hafa ekki notað pening- ana þannig, heldur hneigzt að því að nota þá sem eins konar guðsþakkafé handa aðgangshörðu ölmusufólki. Listar menntaráðherra fyrir árin 1992-1994 sýna vel þessa ölmusustefnu. Þar er löng röð smágreiðslna, sem hver fyrir sig er guðsþakkaverk. Samanlagt sýna þær, að heppilegra væri að taka samræmt á ölmusum, svo að beiningafólk hafi tiltölulega jafna aðstöðu til þeirra. Kirkjukórinn í hreppi ráðherrans er áreiðanlega vel að hálfri milljón króna kominn. En hvað með alla hina kirkjukórana í landinu? Af hverju beinist guðsþakkaféð aðeins að einum kirkjukór? Er það af því að hann hefur betri aðstöðu en hinir til að afla ölmusunnar? Við sjáum fyrir okkur ráðherra, sem nýtur þess að dreifa aurum til smælingja, er rekur á fjörur hans, en hefur í tvö ár ekki tíma til að ræða við málsaðila um vanefndir á framkvæmd samnings í ráðuneytinu. Mál- efnafólk kemst ekki að á biðstofu fyrir ölmusufólki. Þetta minnir á aldraða miðaldahöfðingja, sem dreifðu smáaurum fyrir sálu sinni, en er í mótsögn við nútím- ann, sem byggist á jafnrétti og réttiæti, er á að koma í veg fyrir, að fólk fari á stafkarls stíg. í stað tilviljana- kenndrar ölmusu kemur skipulagt velferðarkerfi. Tvö kerfi eru samhhða í landinu. Annars vegar er almennt kerfi, sem alhr hafa aðgang að. Hins vegar eru svo skúffupeningar ráðherra, sem sitja lon og don við að gera mönnum greiða. í>að fé, sem fer til slíkra guðs- þakka, er ekki til ráðstöfunar í almenna kerfmu. Raunar eru kerfm fleiri, því að víða eru milhstig. Th dæmis eru húsbréf með reglum, sem ghda fyrir aha. Síð- an eru félagslegar íbúðir, þar sem sumir hafa betri að- gang en aðrir. Loks er svo persónuleg greiðasemi hafn- firzkra bæjarstjóra við flokksbræður, ættingja og vini. Ráðherrar og bæjarstjórar, sem einbeita sér að guðs- þakkaverkum, eru áreiðanlega góðmenni. Sumir hafa gert einstaklingsbundin góðverk að sérgrein sinni og eru stoltir af því að kahast fyrirgreiðslumenn. En þetta eru úrelt vinnubrögð úr fortíðinni fyrir daga jafnréttis. Það, sem einn fær, fá hinir ekki. Þess vegna hefur nútíminn byggt upp aðferðir th að dreifa peningum á þann hátt, að sem flestir hafi sem jafnasta aðstöðu th að njóta þeirra. Eru í því skyni settar upp reglugerðir, þar sem talin eru upp ýmis skilyrði og forgangsatriði. Samtök íþróttafréttamanna hafa notið ölmusu menntaráðherra th styrktar starfsemi sinni. Án efa er þar um að ræða þurfandi stafkarla. En hvernig veit ráð- herrann, að einmitt þau samtök séu aumust ahra slíka af öllum hinum fjölmörgu stéttarfélögum í landinu? Þar á ofan telur ráðherrann nauðsynlegt að skera nið- ur flestar fjárveitingar th ýmissa sjóða, sem reyna með mismunandi árangri að dreifa peningum í samræmi við lög og reglugerðir, en ver sjálfur miklu af tíma sínum th að dreifa sams konar peningum í formi guðsþakkaíjár. Þetta stafar af, að menntaráðherra hefur, eins og fleiri slíkir, misst sjónar á hlutverki ráðherra og á eðh jafnrétt- ishugtaksins að baki stjómskipulags landsins. Úr saman- lögðum guðsþökkum af þessu tagi verður th spilhng, sem við sjáum alls staðar í stjómkerfinu um þessar mundir. Hvorki úármálaráðherra né aðrir ráðherrar vhja taka á þessu, af því að þeir telja, að kjósendur muni hér eftir sem hingað th leyfa þeim að komast upp með það. Jónas Kristjánsson „Undir nýrri forystu hefur því Framsókn tapað sama hlutfalli og Alþýðuflokkurinn - eða þriðjungi fylgisins," segir í grein Össurar. Verður rollan aðrollu? Á sælum kaupfélagsstjóradögum Halldórs E. Sigurðssonar var mér komið barnungum í fóstur hjá góðu framsóknarfólki á Mýrum. Viggó bóndi í Rauðanesi gerði það ekki endasleppt við lítinn strák af möl- inni og gaf mér rollu. Eitt haustið kom rollan Síra ekki af fjalli. Enn man ég þann dag þegar sá góði klerkur, séra Leójá Borg, fann Síru afvelta inni á fjöllum og um það bil að ganga sínum guði á vald. Það tók hana langan, langan tíma að verða aftur að almennilegri rollu. í haust hef ég setið í þinginu og fylgst með Framsóknarflokknum undir nýrri forystu. Og aftur og aftur hefur það borið við að í huga minn hafa skotist gömul leiftur af minningunum um rolluna Síru sem lá afvelta fyrir veðri og vind- um og gat sig hvergi hrært fyrr en presturinn á Borg kom henni til bjargar. Samúðarkveðjur í nýlegri umræðu á þinginu, sem átti víst að fjalla um stöðu ríkis- stjórnarinnar, var það markverð- ast að nýr formaður Framsóknar taldi klókast að hefja ræðu sína með því að votta Alþýðuflokknum samúð. Það sem hrærði hjarta Halldórs Ásgrímssonar var það sem hann taldi herfilega útreið í skoðanakönnunum í kjölfar burt- reiðar Jóhönnu og árása á félags- málaráðherrann. Nú má vera að Halldór Ásgríms- son láti taugar sínar og tilfmningar stjórnast af skoðanakönnunum. Það er þó ekki vel fallið til að öðl- ast þá yfirvegan sem sérhverjum leiðtoga er nauðsyn til að geta með góðu móti leitt flokk. Það er sér í lagi óheppilegt fyrir formann Framsóknar ef hann gæfi sér tóm KjaUarinn Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra til að bera saman hvemig fylgi Al- þýðuflokksins og Framsóknar - undir hans stjórn - hefur þróast upp á síðkastið. Miðað við tvær síðustu kannanir hefur Alþýðuflokkurinn tapað um þriðjungi fylgis síns frá kosningum en 'hefur þó meira fylgi en í lang- flestum könnunum síðustu sjö árin og heldur aukið við sig eftir burt- reið Jóhönnu. En hvernig farnast Framsókn undir nýrri forystu? Steingrímur Hermannsson skildi við flokkinn í 27 prósentum. Örfáum mánuðum síðan er hann fallinn í 18 prósent. Undir nýrri forystu hefur því Framsókn tapað sama hlutfalli og Alþýðuflokkurinn - eða þriðjungi fylgisins. Kannski hin nýja forysta Framsóknar ætti nú að íhuga að senda sjálfri sér samúðarskeyti. Tæpast bætir það samanburðinn að Framsókn tapar gjarnan í loka- hrinu kosninga, meðan Alþýðu- flokkurinn er annálaður fyrir að rífa sig upp á endasprettinum. Fingurbrjótur Ný forysta Framsóknar getur líka lesið úr niðurstöðum kannana að sá flokkur, sem minnstu tapar til Jóhönnu, er óvart Alþýðuflokk- urinn. Framsókn tapar hins vegar mestu. Ekki bætti úr skák sá fing- urbrjótur að sparka vinstrimann- inum Páli Péturssyni úr forystu þingflokksins og bókstaflega ýta með því vinstra fylginu í átt að Jóhönnu. Síra gamla náði sér á strik. Hún dó ekki afvelta og varð aftur að almennilegri rollu. En ný forysta Framsóknar á enn eftir að sýna hvort hún passar í fótin Stein- gríms. Þangað til er spurt: Veröur rollan að rollu? Össur Skarphéðinsson „Ný forysta Framsóknar getur líka les- ið úr niðurstöðum kannana að sá flokk- ur, sem minnstu tapar til Jóhönnu, er óvart Alþýðflokkurinn. Framsókn tap- ar hins vegar mestu.“ Skoðanir annarra Burtséð ffrá verkalýðsrekendum... „FÍA virðist ekki hafa léð máls á að gera kjara- samninga, sem hentuðu leigufluginu sem Atlanta hefur með höndum, og gera þannig slíkum flug- rekstri vært hér á landi. Slíkur ósveigjanleiki stéttar- félaga hlýtur að standa framþróun í hvaða rekstri sem er fyrir þrifum. ... Flugmönnum Atlanta, rétt eins og öðrum, hlýtur að vera frjálst að stunda sína kjarabaráttu eins og þeim þykir bezt, burtséð frá því hvað verkalýðsrekendum þykir henta.“ Úrforystugrein Mbl. 15. okt. Þjóðaríþróttin neikvæðni „Neikvæðnin er orðin þjóðaríþrótt okkar. Þessu þarf aö breyta. ... Þetta er erfitt fyrir stjórnmála- menn, en það er eina leiðin til að verða öflug og stolt þjóð. Sá sem ekki vill axla ábyrgð og hleypur enda- laust í lausnir ásakana á aðra, er óhæfur til að gegna lykilhlutverki.... Við skulum búa okkur undir tíma- bundna ósigra, en vænta sigurs og berjast til sigurs." Árni Sigfússon, fyrrv. borgarstjóri, í Morgunpóstinum 17. okt. Uppgjör í þinginu „Nú berast fréttir af bollaleggingum stjómarhða að nota þingtæknilegar aðferðir til þess að komast hjá atkvæðagreiðslunni um hvern ráðherra. Tilgang- urinn með þessum áformum er augljós. Hann er sá að forða einstökum þingmönnum stjórnarliðsins frá því að standa beint við stóru orðin um einstaka ráð- herra.... Hins vegar skipta þingtæknilegar brellur ekki meginmáli. Ef stjórnarmeirihlutinn sameinast um þær, þá er hver einasti þingmaður þeirra að lýsa trausti á alla ráðherra ríkisstjórnarinnar og þá Ugg- ur það ljóst fyrir. Slíkt uppgjör er nauðsyn eins og nústanda sakir.“ Úr forystugrein Tímans 15. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.