Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1994, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1994, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994 Allhvöss austanátt Jóhannes Jónsson.. Afhjúpa ekki endilega góð kaup „Þó ég geri góö kaup á einni vöru þá aíhjúpa ég mig ekki endi- lega meö verðinu á því sviöi held- ur einhvers staöar annars staðar. Ég kæri mig ekki um að sam- keppnisaöilar mínir séu aö fikta á þeim stöðum þar sem ég geri góö kaup,“ segir Jóhannes Jóns- son í Bónus í DV. Uminæli Konum ekki treyst „Enn á ný er konum hafnað. Enn á ný er konum ekki treyst ofar en þetta. Ég er í sjálfu sér ánægð meö mína útkomu svo langt sem hún nær en þaö dugar ekki,“ seg- ir Hildugunnur Lóa Högnadóttir í DV, en hún hafnaði í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Vestíjöröum. Tapað, en líðurvel „Ég tapaði, en mér liður ágæt- lega. Aður en þú tekur þátt í svona prófkjöri skrifarðu undir yfirlýsingu um að þú skulir una niðurstöðunni fáirðu bindandi kosningu," segir Einar Oddur Kristjánsson í DV, en hann lenti í 2. sæti í prófkjörinu. Við tökum þá, þeir játa og þeim ersleppt „Það er beinlínis verið að segja við unglingana að þeir séu ekki búnir að gera nóg af sér, það sé langt þangað til þeir séu búnir með kvótann sinn. Við tökum þessa unglinga, þeir játa og þeim er sleppt," segir Jón Geir Þórðar- son, aðalvarðstjóri í lögreglunni, ÍDV. Sjálfvirkni ífiskvinnslu í dag kl. 17.15 flytur Sigurður Guömundsson fyrirlestur um rit- gerð sína til meistarprófs í verk- fræði við Háskóla íslands í stofu 158, VR n, Hjarðarhaga 2-6. Rit- gerðin fjallar , um sjálfvirkni í fiskvinnslu og endurhönnun á þeim hluta af vinnsluferli bol- fisks sem felst í hausun og flök- un. Meginmarkmið þeirrar end- urhönnunar er að einfalda feriið og gera það skilvirkara með það í huga að nota róbóta við innmöt- un. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Fundir Ellefu hundraöasti fundurinn Kiwanisklúbburinn Hekla heldur fund í kvöld og er þaö fundur númer 1100 og kemur hann á þrí- tugasta afmælisárinu. Sérstakur gestur fundarins er Geir H. Ha- arde, alþingismaður. Fundurinn verður í nýju húsi Kiwanishreyf- ingarinnar að Engjateigi 11 og hefst hann kl. 19.30. Sésthefur Þar var fórnað lífum óbreyttra borgara. Gætum tunguimar Rétt væri: Þar var fórnað lífí óbreyttra borgara. (Hið fyrra mætti skijja á þann veg að hver óbreyttur borgari hafi mörg lif eins og kötturinn.) Allhvöss eða hvöss austanátt og sums staðar stormur. Rigning víða um land. Fljótlega lægir mikið á Suður- og Suðvesturlandi og dregur þá jafn- framt úr rigningunni. Á Norður- og Austurlandi lægir ekki og styttir upp Veðriðídag fyrr en síödegis eða í kvöld. Aftur má búast við samfeOdri rigningu um landið sunnanvert í nótt. Hiti verður 4-9 stig. Á höfuðborgarsvæðinu snýst áttin í suðaustan kalda með skúrum. Austan kaldi eða stinningskaldi og rigning í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 17.59 Sólarupprás á morgun: 8.29 Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.52 Árdegisflóð á morgun: 06.06 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri súldásíð. kls. 4 Akurnes rigning 6 Bergsstaöir alskýjað 0 Kefla víkurflugvöllur rigning 7 Kirkjubæjarklaustur alskýjað 8 Raufarhöfn rigning 3 Reykjavík rigning 7 Stórhöföi rigning 7 Bergen léttskýjað -1 Helsinki léttskýjað -3 Kaupmannahöfn léttskýjaö -3 Berlin léttskýjað -2 Feneyjar þokumóða 10 Frankfurt léttskýjað 0 Glasgow hálfskýjað 6 Hamborg léttskýjað -1 London léttskýjað 4 Róm þokumóða 12 Vín léttskýjaö -1 Wirmipeg þokumóða 13 Þrándheimur skýjað 1 „Sagan er söguleg skáldsaga í grundvallaratriðum og reyndar með frekar léttu yfirbragöi og hugsuð sem skemmtisaga. Min menntun og mitt starf hafði ekki bein áhrif á að ég fór að skrifa um þetta tímabil. Að vísu getur verið aö ég komi auga á meiri möguleika í sögunni út á starf mitt sem sögu- kennari," segir Helgi Ingólfsson, sagnfræðingur og kennari við Maóur dagsins Menntaskólann í Reykjavík, sem hlaut í sfðustu viku bókmennta- verðlaun Tómasar Guðmundsson- ar fyrir skáldsögu sina Letrað í leikandi vindinn. Verölaun þessi voru nú veitt í fyrsta sinn. Skáld- sagan gerist í Róm til forna eða árið 63 fyrir Krist Helgi sagði að áður heföi aðeins komið út eftir hann ein smásaga Helgi Ingólfsson. sem birtist i tímariti Máls og menn- ingar fyrir þremur árum. „Ég hef skrifaö í mörg ár, efni sem yfirleitt hefur farið beint í skúffuna og er þar. Ég byrjaði á Letrað í vindinn fyrir þremur og hálfu ári og hef gert fimm handrit að sögunni. Það sem ég sendi inn var það síðasta en ég hef haldið áfram aö snurfusa hana síðan.“ Helgi sagði aðspurður að allar helstu persónur sögunnar væru sögulegar persónur: „Þaö eru til- tölulega fáar persónur sem eru skáldaðar. Hins vegar leik ég mér með persónurnar því aö í sumum tilvikum eru aðeins til nöfnin. Upp- haflega var ég með svo mikið efiú að ég ákvað að skipta því niður í tvær sjálfstæðar skáldsögur og er nú að vinna að seinni sögunni." Helgi sagði að það hefði verið ánægjulegt að fá verðlaunin. „Það er mikill heiöur fyrír mig að fá þessi verðlaun og sérstaklega ánægjulegt að þau skuli vera tengd Tómasi Guömundssyni.“ Helgi sagði að lokum að þaö væri næst- um fullvist að bókin kæmi út fyrir jól. Helgi Ingólfsson er giftur Krist- ínu V. Gísladóttur og eiga þau eina dóttur. Helgi sagðist eiga sér mörg áhugamál fyrir utan skriftirnar og nefndi tónlist og bridge. Veðrið kl. 6 í morgun Unglinga- landsleikur við Lúxemborg Unglingalandsliðum olckar hef- ur ekki gengið alltof vel í Evrópu- keppnum þeim sem þau taka þátt í og hafa valdið nokkrum von- brigðum. í dag leikur unglinga- landslið íslands 18 ára og yngri við Lúxemborgara á heimavelli þeirra og eiga okkar strákai' góða íþróttir möguleika á sigri í þeim leik, þótt heimavöllurinn sá ávaUt heima- liðinu í vil. í handboltanum er einn leikur í 2. deild karla í dag. Á Akureyri taka heimamenn í Þór á móti Gróttu frá Selijarnamesi, en þessi leikur er aðeins lognið á undan storminum því að á morg- un fer fram heil umferð í 1. deild- inni og eru þá margir spennandi leikir á dagskrá. Skák Sveit Taflfélags Reykjavíkur komst í úrslit í Evrópukeppni taflfélaga í Eupen í Belgíu um helgina, eftir jafntefli 3-3 gegn stórliði Bayem Nunchen. Sveit TR komst áfram á stigum. Benedikt Jónas- son og Hannes Hlifar Stefánsson unnu sínar skákir, gegn stórmeisturunum Klaus Bischoff og Artur Júsupov. Hannes vann Jusupov laglega. Lok skákarinnar voru þannig, Hannes með hvítt og á leik: 8 7 6 5 4 3 2 1 35. g7! H8Í7 36. Hd8+ Kxg7 37. Hg2 + Kh7Eða 37. - Kh6 38. Hh8+ Hh7 39. Hxh7+ Kxh7 40. Rg5 + , sem leiðir til sömu niðurstöðu. 38. Rg5 + og Jusupov gafst upp. Hrókur fallinn. Jón L. Árnason 1 # Á Á I % Á Á A A g D> & I & S ABCDEFGH Bridge Bandarikjamaðurinn Joe Silver var hetja dagsins í þessu spili. Útspil hans gegn fjórum þjörtum var vel ígrundað og gaf ríkulegan ávöxt. Sagnir vora upplýsandi, því suður var að gera sér vonir um að slemma leyndist í spilinu. Suður gjafari og enginn á hættu: ♦ 1094 V K62 ♦ KG93 ♦ G73 ♦ 872 V 8 ♦ Á862 + K10654 ♦ ÁD3 V G95 ♦ D1074 + 982 ♦ KG65 V ÁD10743 ♦ 5 + ÁD Suður Vestur Norður Austur IV Pass 2V Pass 24 Pass 3V Pass 4+ Pass 4V p/h Undir eðlilegum kringumstæðum, ef suð- ur hefði stokkið beint í 4 hjörtu eftir tveggja hjarta sögn norðurs, hefði vestur sennilega spilað út öðrum hvorum svörtu litanna og hjálpað sagnhafa. En Joe Sil- ver hafði fengið aðvörun í sögnum um að útspil í svörtu litunum myndi senni- lega ekki reynast vel. Hann valdi þess vegna að spila út lágum tígli frá ásnum. Sagnhafi valdi gosann, austur drap á drottningu og spilaöi laufi. Sagnhafi svín- aði drottningunni, Silver drap á kóng og spilaði aftur laufi. Sagnhafi tók nú tromp- in og átti aðeins eina innkomu í blindan þegar trompin lágu 3-1. Síðan kom spaöa- tian úr blindum, austur rauk upp með ás og spilaði tígh. Sagnhafi varð að gefa slag til viðbótar á spaða og spihð fór einn niður. SpiUð kom fyrir í sveitakeppni og á hinu borðinu spilaði vestur út laufi. Sagnhafi spUaði síðan að tigU í blindum, vestur setti Utið og sagnhafi fékk slaginn á kónginn. Síöan var spaðatíu spUað úr blindum og sagnhafi fékk 12 slagi þvi hann átti aðra innkomu tíl að svina spaða aftur! ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.