Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1994, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóra'r: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SÍMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Vanhugsuð breyting Undarlega hljótt hefur verið um þau áform heilbrigðis- ráðherra að leggja niður embætti héraðslæknanna í Reykjavík og á Norðurlandi eystra og færa verkefnin til landlæknis og að hluta til heilsugæslustöðva og sjúkra- húsa. Þessi áform koma fram í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1995 sem nú er til afgreiðslu á Alþingi. Þar er aftur á móti ekki að finna sérstakan rökstuðning fyrir ákvörð- uninni. Ekki er sjáanlegt að breytingin hafi í fór með sér spamað í rekstri eða hagræði fyrir almenning og stofnan- ir sem héraðslæknar veita margvíslega þjónustu. Embætti héraðslæknis, áður borgarlæknis, í Reykja- vík stendur á gömlum merg. Til þess var upphaflega stofnað af borgarstjórn Reykjavíkur og var þá hugsað sem liður í metnaðaifulM heilbrigðisþjónustu fyrir borg- arbúa. Með lagabreytingu fyrir nokkrum árum var nafni embættisins breytt og það fært til ríkisins. Verkefnin voru eftir sem áður hin sömu í meginatriðum. Hlutverk héraðslæknis hefur verið að hafa afskipti af málefnum geðsjúkra, drykkjusjúkra og fíkniefnaneyt- enda, sinna sóttvömum og dauðsföllum utan sjúkrahúsa auk ýmiss konar skýrslugerðar um heilbrigðismál. Hafa mörg þessara verkefna verið vandmeðfarin og aðrar stofnanir vísað þeim frá sér. Þá hefur héraðslæknirinn í Reykjavík á síðustu árum tekið þátt í stjómsýslu heilsugæslustöðvanna í höfuð- borginni og verið stjómvöldum til ráðgjafar um heilbrigð- ismál í borginni. Engin opinber stofnun er í sjálfu sér heilög. Ef unnt er að spara og ná fram betri rekstri og jafn góðri þjón- ustu við almenning með tilflutningi verkefna er það að jafnaði réttlætanlegt. Ekki er sjáanlegt að slík rök eigi við hér. í greinargerð fj árlagafrumvarpsins er ekki að finna neinur tölur um spamað eða hagræðingu við til- flutninginn. Aftur á móti blasa við augljósir vankantar á þeim áformum að fela landlækni störif héraðslækna. Embætti landlæknis hefur eftirlit með heilbrigðisþjónustu í land- inu og starfsmönnum hennar. Embættið verður því dóm- ari í eigin sök, ef svo má segja, á tilteknum sviðum. Af því geta orðið hagsmunaárekstrar. Slík skipan er ekki í anda nýrrar löggjafar um stjóm- sýslu ríkisins eins og yfirlæknar heilsugæslustöðvanna í Reykjavík benda á í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér um mál þetta í byrjun vikunnar. Ástæða er til að veita því athygli að læknamir telja að ákvörðunin um að leggja niður héraðslæknisembættið í Reykjavík leiði af sér kostnað, óhagræði og ýmiss konar óþægindi fyrir fólk og stofnanir í borginni. í byrjun þessa árs var starf aðstoðarhéraðslæknis í Reykjavík lagt niður. Var ákvörðun þáverandi heilbrigð- isráðherra um það harðlega gagnrýnd af læknum og þótti flausturslega að henni staðið. Nú er ljóst að hún var aðeins forleikur að því að leggja héraðslæknisemb- ættið niður þótt það væri ekki viðurkennt þá. Ekki er að sjá að þingmenn Reykjavíkur hafi áttað sig á því hvað hér að gerast. Að minnsta kosti hefur ekki frést af því að þeir hafi lagst gegn áformum heilbrigðis- ráðherra eða tekið málið til sérstakrar umræðu. Ekki er heldur að sjá að borgarstjóri og borgarfulltrú- ar Reykvíkinga hafi áhyggjur af málinu. Þetta tómlæti stj ómmálamannanna um mikilvægt efni vekur sannar- lega undrun. Guðmundur Magnússon „Þjóðverjar hertóku alla Tékkóslóvakiu og bjuggu til leppriki i Slóvakíu... “ segir m.a. í grein Gunnars. - Þjóðverjar marséra inn í Prag i upphafi seinni heimsstyrjaldar. Súdeta-Serbar Margt er sameiginlegt með út- þenslu Serba á Balkanskaga núna og útþenslustefnu Þjóöveija á íjórða áratugnum. Munurinn er að vísu sá að Serbía er ekki og verður aldrei jafnöflugt stórveldi og Þýskaland. Samt er ástæða til að minna á um hvaö Munchenarsam- komulagið snerist. Þegar Tékkósló- vakía og Pólland voru búin til úr leifum Austurríkis-Ungverjalands eftir fyrri heimsstyrjöldina lentu stór þýskumælandi svæði, hið svo- nefnda Súdetaland, innan landa- mæra Tékkóslóvakíu. Austur-Prússland var afkróað inni í Póllandi ásamt fleiri þýskum héruðum. Þessi þýskumælandi minnihluti undi illa hag sínum og Þjóðverjar, sem höfðu verið beittir miklu harðræði í Versalasamning- unum, gerðu kröfur uin að þýski minnihlutinnn í Súdetalandi fengi að sameinast Þýskalandi en hótuðu öllu illu ella. Þetta féllst Neville Chamberlain á ásamt Daladier, for- sætisráðherra Frakka, fyrir milli- göngu Mussohnis á Ítalíu. Allt var þetta á kostnað Tékka, rétt eins og samningar núna verða á kostnað Bosníu. A þessum tíma var þetta víða álitin sanngjöm lausn, „Munchen" varð ekki skammaryrði fyrr en seinna. En svo fór hálfu ári síðar að Þjóðverjar hertóku alla Tékkóslóvakíu og bjuggu til leppríki í Slóvakíu og fóru að gera kröfur um sameiningu við þýska minnihlutann í Póllandi og breytingar á landamærum Ver- salasamninganna. Allir vita hvað eftir fór. Fyrri tíð Staða serbnesku byggðanna í Króatíu og Bosníu er í raun hin sama og Súdetahéraðanna á sínum tíma. Sagan hggur til grundvallar, ekki aðeins fom saga, heldur ekki síst sú ógnaröld sem þama ríkti í heimsstyijöldinni síðari, þar sem KjaUarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður Króatar ásamt hluta Bosníumús- líma gengu í hð með Þjóðverjum og Serbar vom skipulega myrtir svo hundruðum þúsunda skipti. Umheimurinn er ábyrgur að hluta með því að viðurkenna sjálf- stæði hinna nýju ríkja. í byijun, 1991 og 92, tók her Serbíu (fyrrum Júgóslavíuher) virkan þátt í bar- dögunum og Serbar í Króatíu og Bosníu væru ekki í þeirri sterku stöðu sem þeir hafa nú án þess stuönings. Þeir halda til streitu kröfu sinni um sameiningu, bæði í Króatíu og Bosníu, og nú er svo komið að sig- urinn blasir við þeim. Þá vaknar sú spuming, hvað geta utanaðkom- andi ríki gert? Er fordæmið frá Munchen 1938 nægilega sterkt til að koma í veg fyrir að ótvíræður vhji serbneska minnihlutans nái fram að ganga? Orðinn hlutur Ríki heims standa í raun frammi fyrir orðnum hlut. Sú leið sem sumir valdamenn á Bandaríkja- þingi aðhyllast, að fjarlægja allt friðargæslujið og aflétta síðan vopnasölubanni, er ekki raunhæf. Hún mundi leiöa til þess að Rússar mundu vopna Serba gegn múslím- um og Króötum, sem væntanlega fengju vopn að vestan, og stríðinu yröi þá tæplega haldið innan marka fyrrum Júgóslavíu. Nýr klofningur austurs og vest- urs blasti þá viö. Serbía á óupp- gerðar sakir í Kosovohéraði, Al- baníu og Makedóníu. Frekara stríð gæti hæglega sprengt NATO og dregið inn Tyrki og önnur mús- hmsk ríki. Eina leiðin er að seipja um hin serbnesku Súdetahéruö, en jafnvel þaö kann nú að vera um seinan. Sáttavilji er enginn og múslímar neita að játa sig sigraða. Utanað- komandi ríki eru ekki í aðstöðu til annars en reyna aö þvo óorðið af „Munchen" og fylgjast vanmáttug með hvernig hin nýja Stór-Serbía verður til. Gunnar Eyþórsson „Utanaðkomandi ríki eru ekki í að- stöðu til annars en reyna að þvo óorðið af „Miinchen" ogfylgjast vanmáttug með hvernig hin nýja Stór-Serbía verð- ur til.“ Skoðanir aimarra Kattaþvottur í skattamálum „Hvaö er langt síðan forsætisráðherra sagði að hátekjuskatturinn væri óréttlátur og hann bæri að afnema? Hversu oft hefur ekki fjármálaráðherra tal- að um nauðsyn þess að draga úr ríkissjóðshallanum og hvað veldur því að hann er nú tilbúinn að skrifa undir aukna skuldasöfnun og auka fjárlagahallann? Forsætisráðherra veit betur og það vita alhr að hann veit betur. Þess vegna er óskiljanlegt aö hann skuh gera það sem hann gerir. Aðgerðir ríkisstjómarinnar í skattamálum eru þegar upp er staðið ekki annað en kattaþvottur fyrir komandi kosningar." Úr forystugrein Viðskiptablaðsins 14. des. Forsetaembættið „I einhveijum fyrri pistli mínum skrifaði ég um áhuga íslendinga á formi fremur en vitrænu inni- haldi, hvemig við erum hæstánægð með að hafa hin ytri tákn menningarsamfélags en fáumst síður um gagnsemi þeirra, landlægan og innantóman hátíð- leika sem íslendingar virðast halda að sé siðfágun en er máski ekki tíl marks um annað en heimóttar- skap smáþjóðar sem velkist mihi minnimáttar- kenndar og mikihætis. Satt að segja veit ég ekki annaö betra dæmi um þessa tilhneigingu en forseta- embættið." Egill Helgason í Alþbl. 15. des. Norðurlönd og ESB „Nauðsynlegt getur reynst að tengja Norðurlanda- samstarfið Evrópusamstarfmu með einhveijum hætti.... Innganga í ESB er óaðgengileg fyrir íslend- inga og þess vegna er þeim afar mikilvægt að skipa sér við hlið Norðmanna, þegar þeir taka sér nú stöðu utan ESB. ... Aðalatriðið er að flækja ekki máhn um of og átta sig á markmiðunum, sem eru að hafa tengingu gegnum norrænt samstarf og laga ESB að þeim veruleika sem nú er í Evrópu.“ Úr forystugrein Tímans 14. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.