Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1994, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 3 dv Fréttir Bláa lónið flutttil um 700 metra Ægir Már Káiason, DV, Suöumesjum; „Viö erum komnir með byggingar- reit fyrir nýtt blátt lón. Þaö svæði er alveg stórkostlegt í hrauninu. Við eigum eftir að fá leyfi frá nokkrum opinberum aðilum og verið er að vinna að því að fá þau leyfi,“ sagði Grímur Sæmundsen, læknir og framkvæmdastjóri Heilsufélagsins hf. við Bláa lónið, við DV. Tekin hefur verið ákvörðun um að flytja ekki Bláa lónið í átt að fjallinu Þorbirni vegna of mikils kostnaðar sem það hefði í fór með sér. En það verður gert nýtt lón tæplega 700 metra frá núverandi lóni í norðvest- ur frá orkuverinu og er það talinn miklu ódýrari kostur því lónsvökv- inn rennur sjálfkrafa í þessa átt frá Hitaveitunni. Þetta framtíðarsvæði þykir mjög fallegt í hrauninu. Hitaveita Suðurnesja fór fram á að lónið yrði flutt af landsvæði veitunn- ar. Forráðamenn hennar telja að at- vinnustarfsemi lónsins trufli báða aðila. Talið er að kostnaður við nýtt lón nemi 100 milljónum króna og að fyrsti áfanginn verði tilbúinn eftir tæp 3 ár. Mannvirki verða mun glæsilegri en þau sem nú eru. Heilsufélagiö var stofnað um mitt ár 1992 og síðan hafa stjórnendur unnið að því að finna lóninu framtíð- arstað. Þeim hefur tekist að fjölga gestum árlega stórlega. Bláa lónið: Aðsóknarmet- ið stórbætt í ár Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; Aðsóknarmetið að Bláa lóninu verður stórbætt í ár. Hefur reyndar þegar verið bætt þó eftir sé að telja desember meö. Um síðustu mánaöa- mót voru 109 þúsund gestir búnir að sækja lónið heim. Mest áður 108 þús- und í fyrra. Mikil breyting hefur verið gerð á aðstöðunni sem er nú að skila sér. Nú er verið að smíða 100 m2 skrif- stofuhúsnæði, færanlegt, sem verður komið fyrir við lónið í mars. Félagið hefur haft leiguhúsnæði í verslun- armiðstööinni í Grindavík sem skrif- stofu, mjög dýrt að sögn Kristins Benediktssonar, aðstoðarfram- kvæmdastjóra Heilsufélagsins. Hafnarflöröur: 10% hækkun leikskólagjalda? Búist er við að bæjarstjóm Hafnar- ijarðar leggi fram tillögu um að ein- falda vemlega og hækka gjaldskrá á leikskólum í Hafnarfirði um leið og fjárhagsáætlun bæjarsjóös verður lögð fram á næstunni. Reiknað er með að hækkunin geti numið allt að tíu prósentum aö meðaltali. Verið er aö kanna hvernig einfalda megi gjaldskrá leikskóla og hækka gjöldin til samræmis við önnur leik- skólagjöld á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars er rætt að miða við klukkustundataxta. Leikskólagjöld eru mjög mismunandi í sveitarfélög- unum á höfuðborgarsvæðinu. Tahð er að gjaldskráin sé hæst í Kópavogi eða um 20 prósentum hærri en gjald- skráin í Hafnarfirði nú. „Ég tel aö leikskólagjöld og fleiri slík gjöld eigi að vera í sem mestri samræmingu á höfuðborgarsvæð- inu. Ég held að mesti munurinn nemi 20 prósentum og það er allt of mikið stökk en það er ljóst að ýmsir gjald- stofnar í Hafnarfirði þurfa leiðrétt- ingu,“ segir Magnús Jón Árnason, bæjárstjóri í Hafnarfiröi. Búist er við að bæjarstjómarmeiri- hlutinn í Hafnarfirði leggi fram íjár- hagsáætlun á næstu dögum en stefht er að því að afgreiða fjárhagsáætlun fyrir áramót. RAÐGREIÐSLUR TELEFUNKEN ÞÝSK HÁGÆÐASJÓNVARPSTÆKI MEÐ SURROUND STEREO Telefunken F-531 C STEREO NIC er 28" sjónvarpstæki: Black Matrix-flatur glampalaus skjár • Surround-umhverfishljóm- ur • PSI (Picture Signal Improve- ment) • ICE (Intelligent Contrast Electronic) • Pal, Secam og NTSC- video • 59 stöðva minni • Sjálfvirk stöðvaleit og -innsetning • Mögu- leiki á 16:9 móttöku • íslenskt textavarp • Tímarofi • 40W magnari • A2-Stereo Nicam • 4 hátalarar • Tengi fyrir heyrnartól og sjónvarpsmyndavél • Aðskilinn styrkstillir fyrir heyrnartól • 2 Scart- tengi o.m. Verð 99.800,- kr. eða 89.900,-1 * Upphæðin er með vöxtum, lántökukostnaði og færslugjaldi. Surround-hljómmögnun : Þetta er sérstök hljóöblöndun, sem eykur hljóminn og gefur möauleika á hfjóöáhrifum líkt og í kvikmyndahúsum. Mono útsending faer blae af stereo- útsendingu og steneo-útsending gefur aukin áhrif, jbannig aö áhorfandinn faerist eins og inn í kvikmyndina. Aöeins þarf aö stinga bakhátölurum í sam- band viö sjónvarpiö til aö heyra muninn ! OG JAPANSKT MYNDBANDSTÆKI MEÐ LONG PLAY, FRA FUNAI FUNAI VCR-9004 er vandað japanskt myndbandstæki meb Long Play • Tvær hraðastillingar: Long Play oq Standard Play • Sjáltvirk endurspólun frá enda • Sjálfvirk skerpustiTling • 24 tíma kíukka • Hraðspólun meb mynd á tveimur hröbum • 40 stöbva minni • Scart-tengi • 7 liba upptökuminni 1 árfram í tímann • Skyndiupptaka • Þráblaus fjarstýring og margt fleira Verb abeins 35.900,- kr. eba KUNAI FROM JAPAN MUNALÁN TIL ALLT AÐ 30 MÁNAÐA SKIPHOLT119 SÍMI 29800 TIL ALLT AÐ 24 MÁIMAÐA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.