Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1994, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994
15
Draumar og bókhald
Fleyg eru orö Martins Luthers
King þegar hann sagði „Ég á mér
draum“. - Þessi draumur hefur
meðal annars leitt til þess að svörtu
fólki er ekki lengur úthýst úr skól-
um í Bandaríkjunum. Og þótt
ýtrustu vonir hafi ekki ræst hefur
margt áunnist. Draumurinn er
hægt og bítandi að verða að veru-
leika. Bæði félagslegum og efna-
hagslegum. Draumar manna og
framtíðarsýnir, sem bornar eru
uppi af sannfæringu, seiglu og út-
haldi, eru þannig máttug tækni til
þess að skapa efnahagslegar framf-
arir.
Dæmin úr íslandssögunni
Ekki þarf lengi að leita í íslands-
sögunni til að finna hliðstæður.
Hvert einasta skólabarn þekkir
áratugalanga baráttu Fjölnis-
manna, Jóns Sigurðssonar, Jónas-
ar frá Hriflu, Jóns Þorlákssonar,
Alexanders Jóhannessonar og
fjölda annarra sem hófu framfara-
sókn sína með lítið annað en góða
greind og drauma. Drauma sem oft
voru áhtnir jarðsambandslaust
sveim skýjaglópa ofar öllu raun-
sæi.
Afrek þessara manna eru einn
helsti grundvöllurinn undir þeirri
velmegun sem við búum við í dag.
Draumar íslensku „skýjaglóp-
anna“ eru orðnir að beinhörðum
peningum.
Þannig er þetta enn þann dag í
dag. Hugmyndasnautt fólk sem
hreykir sér af „góðu jarðsam-
bandi“ keppist sýknt og heilagt við
það að troða skóna af þeim sem sjá
lengra og ala með sér metnaðar-
fulla drauma. Jarösamband þessa
fólks er oft meira í ætt við tjóðrið
sem heldur nautinu fóstu á þröng-
um básnum en það raunsæi sem
reynt er að eigna því.
Draumar og nútímastjórnun
Nútímastjórnun hefur fyrir
löngu áttað sig á gildi framtiðar-
sýnar og drauma. Enginn stjóm-
andi þykir lengur gjaldgengur
nema að hann hafi kröftuga fram-
tíðarsýn (e. Vision). Metnaðarfullir
draumar eru því ekki lengur af-
brigðileg hegðunarmynstur ör-
fárra utangarðshugsuða heldur
Kjállariiin
Jón Erlendsson
yfirverkfræðingur Upplýsinga-
þjónustu Háskólans
snar þáttur í nútímaviðbrögðum
þeirra stjórnenda sem kunna sitt
verk.
Stjórnunarfræðin hefur sem sé
náð áttum á síðustu áratugum og
vitkast að þessuleyti. Náð að skilja
það að draumar eru kröftugur afl-
vaki efnahagslegra framfara. Um
leið hefur vegur „baunateljar-
anna“, þ.e. þess fólks sem ekkert
skoðar eða skilur nema sögulegar
niðurstöður úr bókhaldi, minnkað.
Áratugum saman hafa menn búið
við þau andlegu athafnahöft sem
sagnfræði sú sem kölluð er bókhald
hefur lagt á vinnu að mótun hvers-
kyns framtíðarsýnar.
Hin nýja sýn, sem hér er kynnt,
hefur ekki enn náð að hasla sér
völl á afgerandi hátt. Enn þann dag
í dag tröllríður óhófleg bókhaldsá-
hersla fólki sem hefur öðlast völd
umfram getu. Mönnum, sem sumir
virðast eiga svo fullt í fangi með
það að átta sig á debet og kredit,
þeir líta á mótun framtíðarstefnu
sem óþarft stúss.
Eitt þeirra efnahags- og nýsköp-
unarverkefna sem blasir við Is-
lendingum á komandi árum er að
koma þeim sem eru helteknir af
einlituðum bókhaldsviðhorfum á
sinn rétta stall. í hæfilega íjarlægð
frá valdastólum og yfir í hið óum-
flýjanlega talnagrúsk sem þrátt
fyrir alla gagnrýni veröur að viður-
kennast sem bráðnauðsynlegt
verkefni.
Jón Erlendsson
„Enn þann dag í dag tröllríður óhófleg bókhaldsáhersla fólki sem hefur ölast völd umfram getu,“ segir Jón m.a.
í greininni.
„Áratugum saman hafa menn búiö viö
þau andlegu athafnahöft sem sagn-
fræði sú sem kölluð er bókhald hefur
lagt á vinnu við mótun hvers kyns
framtíðarsýnar. “
Ómagar
KjaUarinn
Ari Trausti Guðmundsson
jarðfræðingur
um peningaleysi launagreiðand-
ans.
Þegnar hafa skyldur
Flest, ef ekki öll verkfóll, bitna
bæði á þeim sem sitja viö samninga-
borðið og fjölmörgum öðrum. Það er
einfaldlega ein af skyldum manna í
þjóðfélaginu með borgaralegu lýð-
ræði að þola áreitni af verkföllum en
um leið skylda að þrýsta á um að
samið verði um kaup og kjör. -
margar milljónirnar á ári lausar í
ríkiskassanum.
Pólitík ræður forgangsröð þegar
þeim er ráðstafað. Hitt er svo löngu
ljóst að skera þarf upp bæði skatta-
og íjármálakerfið því fjársvelti er
að eyðileggja heilbrigðis- og
menntakerfið. Einnig það er póli-
tík.
Engin Jóhanna ...
Ef efnahagslegt óbermi á borð við
„Ómagar nútímans eru fæddir af
ómannlegu hagkerfi sem kaupir hag-
sæld sumra með vinnu annarra og
hagvöxt með atvinnuleysi.“
Þeir sem ekki geta séö sér og sín-
um fyrir lífsviðurværi án hjálpar
kölluðust ómagar hér fyrrum og
þótti það ekki góð lífsins staða.
Nútíma ómagar eru ekki niður-
setningar eða flökkufólk; þeir eru
flestir bærilega klæddir og fæddir
miðað við hina en berjast við marg-
an ókost samt: Til dæmis fátækt,
atvinnuleysi eða vinnuálag, skort á
sjálfsvirðingu, samviskubit gagn-
vart skyldmennum og vonleysi. Og
hverjir eru þeir?
Atvinnulausir og
láglaunafólk
Omagar nútímans eru fæddir af
ómannlegu hagkerfi sem kaupir
hagsæld sumra með vinnu annarra
og hagvöxt með atvinnuleysi. Þeir
eru ýmist alveg atvinnulausir
(5-10% þjóðarinnar) eða á grunn-
launum sem eru innan við 50%
framfærslukostnaöar meðalíjöl-
skyldu (á að giska 20-30% þjóðar-
innar).
Meöal þessa fólks er verkafólk í
framleiðslugreinum, verslunar-
fólk, ræstingafólk og íjölmargir
opinberir starfsmenn, einkum í
þjónustustörfum. Þeirra á meðal
sjúkraliðar sem annast nú orðiö
mörg þau störf er áður voru í hönd-
um hjúkrunarfólks og hafa auk
þess þriggja ára framhaldsnám að
baki.
Það er hart að vera ómagi í nú-
tíma skilningi og enn harðara aö
þurfa aö sækja bætta stöðu með
verkfalli; með litla sjóði að bak-
hjarli og fáa sem þora að opinbera
samstööu sína. Þótt eitthvað megi
gagnrýna í verkfallsbaráttu
sjúkraliöa er tvennt sem mestu
máli skiptir: Talið um að verkfallið
bitni á þeim sem síst skyldi og tahð
í margslungnu samfélagi bitna
allar vinnudeilur á neytendum eða
sjúklingum eða nemendum. Og við
gerum þá ekkert þarfara en að
ákveða hvem við styöjum og nota
svo heiðarlegar leiðir til þess að
þrýsta á lausn.
Hvað fjármuni varðar þá snýst
sá þáttur um að taka fé af minna
nauðsynlegum liðum en kostnaöi
við heilbrigðisþjónustu og ganga
að kröfum sjúkraliða; auðvitað em
hagkerfi okkar og röng pólitík elur
af sér ómaga og viðheldur launum
sem miða má við stöðuna fyrir
30-40 árum hvað kaupmátt snertir
þá getur engin Jóhanna, þingflokk-
ur eða einmana stéttarfélag dugað
til bjargar. - Aðeins alþýðuhreyf-
ing.
Ari Trausti Guðmundsson
Nýtumokkur
rétta álags-
„Það cr allt
sem mælir
með að það sé
frjáls sam-
keppni eins
og á öðrum
sviöum í við-
skiptum. Það
er greinilegt
aö bóksalar
hafa verið JónÁsaelrJóhannes-
meö samráð *mhjáBónusi.
um verð, hæði bóksalar og stór-
markaöir. Siðustu þijú ár hafa
menn verið að selja bækur á
sama verði. Hagkaup vaknaði
upp af væram blundi þegar við í
Bónusi lækkuðum bókaverð og
þá hækkuðu þeir afsláttinn. Við
svöruöum því með enn hærri af-
slætti. Þegar Hagkaup hætti með
afsláttinn fórum viö aftur niður
í 15 prósent en erum með þrjár
bækur á dag með þrjátíu prósent
afslætti. Okkur fannst smuga fyr-
ir Bónus að koma inn og bjóða
virkilega gott verð á vöru þar sem
var mikil eftirspurn á ákveðnum
tíma. Eins og sést hefur þessu
verið mjög vel tekið. Neytendur
hafa fagnað þessu. Fólki hefur
fundist við vera að fleyta rjóm-
ann af bóksölu. En þetta er eins
og með aðrar vörutegundir - við
tökum inn sólstóla á sumrin og
nýtum okkur rétta álagstíma.
Annað dæmi var GSM símarnir.
Þegar Bónus byijaði að selja sím-
ana lækkaði verð á þeim um tugi
prósenta á markaðnum. Ég er
sannfærður um að bóksala mun
á næsta ári taka þátt í verðsam-
keppninni."
Glappaskot
kjötkaup-
manns
„Sam- keppnisstofn- ÍÉiMBKijfll
anir i öllum hinum vest- j -»>
ræna heimi i
horfa fram :
hjá bókum ;
þegar rætt er í um verðsam- j
ftfcjjjpui. >orstelnn Martelnsson,
alástæðan er *ersluna™«órlBóka-
þríþættur Ótti búóarKena»íkur.
manna ef samkeppni verður
óheft í bóksölu. Það er að bóka-
búðum fækkar og þær minnka.
Framboö á bókum fyrir almenn-
ing takmarkast og útgáfa á bók-
um dregst saman. Verð á bókum
hækkar þegar til lengri tíma er
litið þegar hinir fáu og stóru eru
farnir að ráða. Þetta kristallast í
Bónusi í dag. Þar eru einungis tíu
metsölubækumar sem komast
aö. Bækur era undirstaöa alls;
menntunar, siðmenningar og
þess sem við byggjum þjóðfélagið
á. Viö megum ekki láta augna-
bliks glappaskot kjötkaupmanns
í Reykjavík eyðileggja bókina.
Hún er íhættu. Við bókaiðnaðinn
vinnur íjöldi fólks, þýðendur,
höfundar, utgefendur, afgreiðslu-
fólk í verslunum, blaðamenn og
þósmyndarar sem fjalla um bæk-
ur, mikill fjöldi starfsmanna í
prentiðnaði. Það má ekki fóma
bókinni í leikaraskap sem snýst
uin auglýsingar. Ég hef rneiri
áhyggjur af bókinni en því hvort
ég fáe sjálfur 10-15 prósenta af-
slátt Hún er svo stór hluti af
manninum. Hana ber að vemda
meö ráðum og dáð. Þær era frá-
bragðnar öðrum vörum.