Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1995, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1995, Side 8
8 S— Vísnaþáttur Þorsteinn Erlingsson Þorsteinn skáld Erlingsson fæddist þann 27. september árið 1858 að Stóru-Mörk undir Eyjafjöll- um. Var sveinn mánaðargamall reiddur út yfir Markarfljót til ömmu sinnar, Helgu Erlingsdóttur, og seinni manns hennar, Þorsteins Einarssonar. Dafnaði piltur vel hjá þeim hjónum og naut ástríkis ömmu sinnar og nafna. Fór hann strax á unga aldri að kasta fram kviðlingum. Til heimilis að Hlíðarendakoti var Jón nokkur Jónsson söðla- smiður og mun hann hafa séð hvað í Þorsteini bjó og hvatt hann til að yrkja og hleypa heimdraganum. Sumarið 1876 bar mikla höfðingja að garði í Hlíðarendakoti. Voru á ferð í Fljótshlíðinni þjóðskáldin Matthías Jochumsson og Stein- grímur Thorsteinsson og æxlaðist það svo til að þeir studdu hann tíl mennta. Kenndi Steingrímur hon- um latínu og útvegaði honum styrk góðra manna. Hélt Þorsteinn síðar til Hafnar til náms og mennta. Árið 1897 leit dagsins ljós kvæðakver Þorsteins og bar nafnið Þyrnar og komu þeir nokkrum sinnum út á næstu áratugum og jók hann þá síöar. í þyrnum skiptust á hin hug- ljúfustu ljóð og snörp ádeila og ollu sum kvæði hans nokkrum úlfaþyt. Árið fyrir andlát Þorsteins 1913 kom út ljóðaflokkurinn Eiðurinn. Flokkur þessi Ijallar um forboðnar ástir Ragnheiðar Brynjólfsdóttur biskups Sveinssonar og Daða vinnumanns á Skálholtsstað. Vísu þessa ritaði Þorsteinn á eintak Jóh. Jóhannessonar af Eiðnum: Lestu hvað ég við og við um vífin látnu skrifa, þegar þú hefur flóafrið fyrir þeim sem lifa. Héma fannst mér áður allt ylna af brosi þínu; nú er aftur orðið kalt inni í homi mínu. Á eintak Guðrúnar af Þyrnum ritaði Þorsteinn þessa visu. Ég veit Þýrna mína af mér þú mörgu fremur kjósir, er ólíkt, Guðrún, gef ég þér, sem gafst mér tómar rósir. Svo kveður Þorsteinn um höfund Alþingisrímna er út komu 1902. Em þeim Guðmundi skólaskáldi Guðmundssyni og Valdimar Ás- mundssyni, sem jafnframt var út- gefandi þeirra, jafnan eignaðar þær. Vísan hljóðar svo: Margir leggja á leiði sín legstein þyngri og meiri; en ef að týnist þúfan þín, þá verður hljótt um fleiri. Vísnaþáttur Valdimar Tómasson í vísnabók Einars Sæmundsson- ar skógfræðings ritaði Þorsteinn þessa vísu: Þó ég geti glaðst við fátt, sem guð og lögin banna, þá hef ég frá æsku átt ást til skógarmanna. Mikilll dýraviniu- var Þorsteinn og kvað margt til þeirra og öll þekkjum yið kviðlinga hans um Snata og Óla. Þessa vísu kveður hann til kisu: Margra hunda og manna dyggð má sér aftur veita, en þegar ég glata þinni tryggð, þýöir ei neitt að leita. Næsta vísa er ort út af bæjar- stjórnarkosningum 1899 og hljóðar svo: Héma famast flestum inn fremur öllum vonum, en Skapti féll í fjórða sinn; fjandi er sleipt hjá honum. Þessa vísu kvaö Þorsteinn þá seinni kona hans Guðrún var að heiman: Öll gluggablóm höfðu verið borin út til vökvunar nema lítil planta sem stóð í glugganum við skrif- borðið en hana kallaði skáldið „Illgresið“: Þið hafiiö illa inni gleymt Illgresinu mínu. Það hefur allan daginn dreymt dögg í homi sínu. Jafna er það að fornsögur vorar enda með mannvígum og ósköpum. Svo kveður Þorsteinn: Meinleg örlög margan hrjá mann og ræna af dögum. Sá er löngum endir á íslendingasögum. Síðasta stakan í þessum þætti er oddhend hringhenda og hljóðar svo: Sofnar lóa, er löng og mjó ljós á flóa deyja; verður ró um víðan sjó, vötn og skógar þegja. Til sölu - VOLVO F 10 - árg. 1982 Nýskoðaður, á góðum dekkjum, ekinn 380.000 km Verð kr. 1.850.000,- án vsk. Bílaumboðið Krókhálsi, sími 91-876633/676833 T LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995 Matgæðingur vikunnar Indverskir grænmetisréttir: Karrísúpa Marcíu - og augnbaunir með sveppum „Kynni mín af indverskri matar- gerð spanna yfir 20 ár og enda þótt hún virðist stundum vera dálítið margbrotin er hún svo sannarlega erfiðisins virði ef maður gefur sér góðan tíma og hefur gaman af und- irbúningnum," segir Kristinn J. Albertsson jarðfræðingur. Hann ætlar að bjóða upp á indverska grænmetisrétti þar sem komið sé meira en nóg af alls kyns steikum og öðrum hátíðarmat svona rétt eftir jólin. Karrísúpa Marcíu 60 g smjör 2 stórir laukar 600 ml kjötkraftur 1 sléttfull msk. karrí (Rajah) 1 sléttfull msk. kartöflumjöl vatn 2 eggjarauður 150 ml ijómi 1 epli afhýtt og niðurbrytjað salt og pipar safi úr hálfri sítrónu steinselja eða karsi þeyttur ijómi Smjör brætt á pönnu, niöurbrytj- uðum lauknuin bætt út í og hann látinn malla þar til hann er orðinn mjúkur en ekki brúnn. Kjötkraftin- um og karríinu bætt út í og hrært vel í. Þá er kartöflumjölinu, sem hrist hefur verið saman við lítils háttar vatn, bætt út í, suðan látin koma upp og látið krauma í um 8 mínútur. Eggjarauðurnar ásamt ijómanum eru nú þeyttar og þeim svo bætt smám saman út í blönd- una á pönnunni. Hrært vel á með- an. Þar næst er öllu hellt í blandara og ephnu bætt við. Súpan er hituð aftur gætilega og látin krauma við vægan hita. Bragöbætt með salti, pipar og sítrónusafa. Að endingu Kristinn J. Albertsson. er súpan skreytt með karsa eða steinselju og þeyttum rjóma. Augnbaunir með sveppum 230 g augnbaunir 1,2 1 vatn 230 g ferskir sveppir 30 ml matarolía 1 kúfuð tsk. „cumin“-fræ (Jeera) 3 cm af kanilstöng 150 g grófsaxaður laukur 4 fínsaxaðir hvítlauksgeirar 400 g niðursoðnir tómatar 2 tsk. flnmöluð kóríanderfræ (Dhaniya) 1 tsk. fínmöluð „cumin“-fræ (Jeera) 1/2 tsk. turmeric-krydd (Haldi) 1/4 tsk. cayenne-pipar eða chili 2 tsk. salt nýmalaður svartur pipar eftir smekk 3 msk. söxuð steinselja Augnbaunirnar eru skolaðar vel í vatni og laust hýði og gallaðar baunir hreinsað frá. Baunirnar ásamt vatninu settar í pott, vel við stærð, og suðan látin koma upp. Þá er lok sett á pottinn, hitinn lækkaður og baunirnar látnar krauma í um 2 mínútur. Potturinn tekinn af hitanum og látinn standa óhreyfður í um klst. Meðan baun- irnar kólna eru sveppirnir skomir í sneiðar. Ohan er hituð á pönnu og þegar hún er orðin snarpheit eru „cum- in“-fræin og kanilstöngin sett út í og steikt í um 15 sek. Þá er lauknum og hvítlauknum bætt út í og hrært vel í þar th laukurinn fer að brún- ast á jöðrunum. Sveppunum bætt út í og hrært í þar th þeir eru orðn- ir mjúkir. Tómötunum og malaða kryddinu bætt út í. Hrært vel í. Lok sett á pönnuna og hitinn lækkaður. Látið krauma í um 10 mín. Pannan tekin af hellunni. Suðan er látin koma upp aftur á baununum og þær soðnar við væg- an hita þar til þær eru orðnar mjúkar (20 th 30 mín.). Þá er sveppablöndunni bætt saman við ásamt salti, ferskum pipar og stein- selju. Hrært í við og við og látið maha í um hálfa klst. Kanhstöngin er svo fjarlægð áður en rétturinn er borinn fram. Kristinn skorar á Paul Newton, eiganda verslunarinnar Pipar og salt, að vera næsti matgæðingur. „Hann er jafnvígur á indverska og austræna matargerð og að auki tekst honum það, sem ekki er öhum lagið, að gera enska matargerð spennandi. Hinhhðin Ingibjörg Sólrún uppá- haldsstjómmálamaðurinn - segir Þórey Sigþórsdóttir leikkona Þórey Sigþórsdóttir leikkona sýnir á sér hina hhðina að þessu sinni. Það var Þórey sem lék einstæðu móðurina Ölmu í myndinni Hvíti dauðinn er sýnd var í Sjónvarpinu um hátíðarnar. Ári eftir að Þórey lauk námi í menntaskóla tók hún inntökupróf í Leiklistarskólann. „Ég komst inn. Aðalókosturinn við það var að vera bundin á íslandi næstu fjögur árin því ég var eiginlega á leiðinni út. Mig langar að prófa að búa erlend- is í einhvern tíma,“ segir Þórey sem hefur verið lausráðin hjá Borgar- leikhúsinu og Þjóöleikhúsinu frá því að hún lauk námi. Fullt nafn: Þórey Sigþórsdóttir. Fæðingardagur og ár: 25. nóvember 1965. Maki: Enginn. Börn: Hera Hhmarsdóttir, 6 ára. Bifreið: Skódi, árgerð ’87. Starf: Leikkona. Laun: Mismunandi. Áhugamál: Leikhús, lestur góðra bóka, dans og útreiðar. Eitt af fram- tíðarplönunum er að eignast hest. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Nei. Hvað fmnst þér skemmtilegast að gera? Að vera með stelpunni minni. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Aö svara svona spumingum. Uppáhaldsmatur: Hreindýrakjöt og Þórey Sigþórsdóttir. fiskur. Uppáhaldsdrykkur: Malt. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur i dag? Sigrún Huld Hrafnsdóttir. Uppáhaldstímarit. Ekkert sérstakt. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð? Ég vh ekki segja það. Ertu hlynnt eða andvíg rikisstjórn- inni? Mér finnst hún ekki hafa stað- ið sig nógu vel. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Ingrid Bergmann og Tsjek- hov. Uppáhaldsleikari: Daniel Day Lew- is og Ingvar Sigurðsson. Uppáhaldsleikkona: Ingrid Berg- mann, Halldóra Bjömsdóttir og Kristbjörg Kjeld. Uppáhaldssöngvari: Diddú. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ingi- björg Sólrún Gísladóttir. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Simpsoníjölskyldan. Uppáhaldssjónvarpsefni: Góöar bíómyndir. Uppáhaldsmatsölustaður: Eldhús- iö heima er best. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Fávitann. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 1. Uppáhaldsútvarpsmaður: Enginn sérstakur. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Það kemur enginn upp í hugann. Uppáhaldsskemmtistaður/krá: Sólon eða Kaffibarinn. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Valur. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Að bæta mig í öhu sem ég tek mér fyrir hendur og halda áramótaheitið. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég fór til Finnlands með leiksýningu á kvennaþingiö. Ég fór einnig th Þýskalands í tengslum við starfið. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.