Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1995, Síða 29
LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995
33
Mikil umræða um lögleiðingu sterkra eiturlyfja í Hollandi:
Tillaga um sölu eitur-
lvfja í ríkisverslunum
Eyþór Eðvarðsson, DV, Hollandi:
Þaö er ekki veriö að ýkja þegar
sagt er að eiturlyf séu stærsta þjóö-
félagsvandamál Hollendinga. Al-
þjóðlegir glæpahringir hafa valið
Holland, 'hliðið að Evrópu, sem
miðstöð fyrir dreifingu og sölu eit-
urlyfja til og frá meginlandinu.
Aðgerðir yflrvalda til að reyna að
stemma stigu viö eiturlyfjavanda-
málinu hafa lítinn árangur borið.
Rúmur helmingur allra fanga í
hollenskum fangelsum situr inni
fyrir brot tengd fíkniefnum. Dóm-
skerfið er stíflað af fíkniefnamálum
og þótt fjöldi lögreglumanna hafi
tvöfaldast á undanförnum árum
vinnur helmingur þeirra eingöngu
að málefnum eiturlyfja. Fjöldi
dæmdra afbrotamanna gengur
laus því þrátt fyrir að stöðugt fleiri
fangelsi séu byggð þá er skortur á
fangaklefum. Arlegur kostnaður
hollenska ríkisins vegna eiturlyfja-
vandamálsins er 230 milljarðar ís-
lenskra króna og 10 prósent af efna-
hag iandsins eru á einhvern hátt
„smituð“ af viðskiptum með eitur-
lyf. Vandamálið er risavaxið og
umræður um aðrar aðferðir til að
glíma við þaö eru stöðugt í gangi
meðal Hollendinga.
Fíkniefni gegn
framvísun frá lækni
Heilbrigðisráðherra Hollands gaf
í október á síðasta ári leyfí til að
hefja tilraunir með að veita fíklum,
sem eru háðir sterkum eiturlyfjum,
sitt efni í gegnum heilbrigðiskerfið.
Mótmæli við þessari stefnubreyt-
ingu bárust víða að og til dæmis
stóö franski kommúnistaflokkur-
inn fyrir mótmælum í Rotterdam.
En í rauninni er hér ekkert nýtt
á feröinni sem hefði átt að koma á
óvart. í sýslunum Halton og Warr-
ington, skammt frá Liverpool í
Norður-Englandi, hefur í tæp 20 ár
eða síðan 1975 verið í gangi sams
konar tilraun þar sem hið opinbera
hefur veitt fíklum, sem vilja ekki
eða geta ekki hætt neyslunni, sterk
eiturlyf eins og heróín, amfetamin
og kókaín ókeypis gegn framvísun
frá lækni.
Með öðrum orðum hafa fíklar
fengið þá þjónustu sem þeir hafa
„nauðsynlega" þurft að fá til að
halda þeim frá aíbrotum og óheil-
brigðu líferni sem getur til dæmis
leitt til útbreiðslu sjúkdóma eins
og alnæmis. Þeir sem vilja hætta
fá að sjálfsögðu aðstoð.
Árangur tilraunarinnar er góður.
Til dæmis hefur afbrotum, sem
áður voru framkvæmd af þessum
hópi, stórlega fækkað og líkur á
smiti sjúkdóma eins og alnæmis
meðal þessa hóps eru ekki meiri
en gengur og gerist. „Sjúklingarn-
ir“ lifa eins eðlilegu lífi og hægt er
með sín „lyf“.
Sams konar tilraun hófst í upp-
hafi síðasta árs í Bem, Bazel og
Zurich í Sviss og nýleg skýrsla um
árangur þeirrar tilraunar hefur
orðiö til þess að ríkisstjórnin vill
stækka verkefnið verulega. Sviss-
neska ríkisstjórnin veitti í fyrra 50
fíklum 35 kíló af heróíni í tilrauna-
skyni. Þrátt fyrir hörð mótmæli frá
Frakklandi eru það engu að síður
þeir sem framleiða heróínið.
Heilbrigðisráðherra Hollands gaf i október 1994 leyfi til að hefja tilraunir með að veita fiklum, sem eru háð-
ir sterkum eiturlyfjum, sitt efni í gegnum heilbrigðiskerfið.
Fíklarflokkaðir
undir heilbrigðismál
Hollendingar hafa tekið öðruvísi
á eiturlyfjavandamálinu en flestir
aðrir. Fyrir utan að hafa óbeint
gefiö neyslu og sölu á veikari efn-
unum frjálsa þá hafa fíklar verið
flokkaðir undir heilbrigðismál en
ekki dómsmál eins og víðast annars
staðar. Síðan 1979 hafa þeir getað
fengið fríar sprautur og methadon
til að hætta neyslu heróíns. Þeir
sem ekki hefur verið hægt að
hjálpa hafa getað fengið morfín.
Eiturlyfjasjúklingum hefur einnig
verið veitt sálfræöileg og félagsleg
aðstoð við að leysa úr sínum
vandamálum.
Það sem hollensk yfirvöld eru
núna að byrja með, það er að veita
fíklum ókeypis eiturlyf, er að
margra mati aöeins rökrétt fram-
hald af þeirri stefnu sem fylgt hefur
verið.
Ástand eiturlyfjamálanna er
slæmt í Hollandi en því fer fjarri
að vandamálið sé þar verst. í Sviss
er ástandið til dæmis enn verra.
Fjöldi fíkla þar er áætlaður 40-50
þúsund en 25 þúsund í Hollandi og
þó búa helmingi færri í Sviss.
Fíkniefnasalarnir
á móti lögleiðingu
Sérfræðingur í málefnum eitur-
lyfja í Hollandi, sem greinarhöf-
undur ræddi við vegna þessarar
greinar, spáði því að miklar breyt-
ingar væru á döfinni í eiturlyfja-
málunum í Sviss því búið er að
safna nægjanlegum fjölda undir-
skrifta til að láta fara fram þjóðar-
atkvæöagreiðslu um lögleiðingu
eiturlyfjanna. Skoðanakannanir
þar í landi sýna að um helmingur
Svisslendinga vill reyna aðrar
„frjálslyndari" aðferðir til að glíma
við vandamálið en hingað til hefur
verið beitt. Skoöanakannanir sýna
einnig að þeir sem hagnast á eitur-
lyfjaviðskiptunum eru í flokki með
þeim sem hvað harðast eru á móti
lögleiðingu.
Þó að það sé ekki á dagskrá hjá
yfirvöldum í Hollandi að lögleiða
sterkari eiturlyfin þá er stuðnings-
menn lögleiðingar víöa aö finna og
af þekktum einstaklingum .má
nefna lögreglustjórana í Amsterd-
am og Utrecht, þá Nordholt og
Wiarda. En þeir sem hvað mest
hafa haft sig í frammi er félags-
skapur áhugafólks um lögleiðingu
eiturlyfjanna sem nefnir sig Denk
Tenk. í hópnum eru aðilar frá ýms-
um sviöum þjóðfélagsins, eins og
frá hollenska hæstaréttinum, laga-
prófessorar, sérfræöingar innan
heilbrigðisþjónustunnar, borgar-
stjórar og viðskiptamenn. Denk
Tenk setti nýlega fram tfílögur sem
enn á ný hafa vakið upp mikla
umræðu í Hollandi um lögleiðingu
sterkari eiturlyfjanna.
Sala fíkniefna
í ríkisverslunum
Tillögurnar eru í stórum dráttum
þær að stofnaðar verði um 150 rík-
isverslanir þar sem eingöngu Hol-
lendingar eldri en 18 ára geti gegn
framvísun sérstakra „eiturlyfja-
skiiríkja" keypt sterk eiturlyf á
kostnaðarverði sem framleidd
yrðu í apótekum. Sala efnanna ut-
an þessara sérstöku verslana, sem
verða að uppfylla ströng skilyrði,
yrði áfram bönnuð svo og inn- og
útflutningur.
Ein af aðalröksemdum Denk
Tenk fyrir lögleiðingunni er aö
þannig sé hægt að kippa grundvell-
inum undan svartamarkaönum og
draga þannig úr afbrotum sem
honum fylgja. Neytendur vilji frek-
ar kaupa efnin ódýr og löglega og
vera vissir um gæðin. En léleg efni
kosta fleiri lifið en neyslan sjálf.
Sem dæmi þá létu á fyrstu 10 mán-
uðum síðasta árs 7 unglingar lífið
af því að taka inn efni sem selt var
sem XTC en var það ekki. En sjálft
efnið XTC eða 3,4-methyleendioxy-
N-metamfetamine eða mdma er al-
mennt ekki talið lífshættulegt.
Með því að selja eiturlyfin ein-
göngu gegn framvísun sérstaks eit-
urlyfjapassa væri hægt að stöðva
straum hinna svokölluðu „dóp-
ferðamanna" og fylgjast nákvæm-
lega með umfangi og eðli neyslunn-
ar. Hver einstaklingur mætti að-
eins kaupa takmarkað magn í eirru
sem þýðir að ólögleg sala geti ein-
göngu þrifist í mjög litlu magni.
Svarti markaðurinn ætti þannig
sjálfkrafa aö hverfa líkt og gerðist
með veikari efnin þegar þau voru
gerð „lögleg".
Ein aðaltekjulind
glæpasamtaka
Samkvæmt Denk Tenk þá er aö-
alvandamálið með ólöglega eitur-
lyfjamarkaðinn það að hann viö-
heldur hinum svokölluðu skipu-
lögðu glæpum. En fíkniefni er ein
aðaltekjuöflunarleið stórra glæpa-
samtaka. Með því að leyfa söluna
þá væri hægt að ná til þeirra 180
þúsund neytenda sem áætlað er að
haldi uppi hollenska „harddrug"
eiturlyfjamarkaðnum en ekki bara
þeirra 22 þúsund vandræðatilfella
sem tillögur heilbrigðisráðherrans
miðast við.
Fjöldi þeirra sem á í vandræðum
með neysluna er aðeins lítið brot
af heildarfjölda neytendanna.
Langstærsti hluti neytendanna
vinnur löglega vinnu og lifir eðli-
legu lífi en í gegnum neysluna á
þessum ólöglegu efnum viðhalda
þeir svarta markaðnum og afbrot-
unum sem honum fylgja.
Hiö lága verð efnanna þarf sam-
kvæmt Denk Tenk ekki að þýða
aukningu í neyslu eða fjölgun neyt-
enda þvi reynslan af miklum verð-
lækkunum á markaðnum er sú að
það hefur ekki mikil áhrif á neyslu
eða fjölda neytenda.
En Beat Kraushaar, sem er leið-
andi i baráttunni fyrir lögleiðingu
sterkari efnanna í Sviss, sagði í
viðtali við hollenska dagblaðið
Volkskrant 15. nóvember síðastlið-
inn að í kjölfar lögleiðingar í Sviss
megi gera ráð fyrir að fjöldi neyt-
enda aukist um meira en einn á dag
því núna deyi árlega um 400 sviss-
neskir eiturlyfjaneytendur af völd-
um neyslu lélegra efna.
Auðvitað hafa tillögurnar kallað
á viðbrögö í þjóðfélaginu og því fer
fjarri aö menn séu á eitt sáttir um
að lögleiða efnin. Helstu gagnrýnis-
rökin eru að tengsl eiturlyfjafiknar
og afbrota séu stórlega ofmetin.
Lögleiðing efnanna leysi kannski
vandann til skamms tíma en það
muni koma ný efni og hvað þá?
Hvaða tryggingu hafa menn fyrir
því að vandamálið leysist og hvaö
ef það stækkar og svo framvegis.
En þó að þróunin bendi í þá átt að
þessi efni verði á endanum gerð
lögleg þá hefur síðasta orðið ekki
enn veriö sagt um málið. Flestir eru
sammála um að eitthvað verði að
gera. Spumingin ér hvað og hvern-
ig?