Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1995, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1995, Síða 30
34 LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995 Elvis Presley hefði orðið sextugur á morgun: Rokkkóngsins minnst um allan heiminn Elvis Presley skrifar undir plötusamning við Hal Wallis árið 1957. Hinn dáði rokkkóngur Ejlvis Pres- ley hefði haldið upp á sextíu ára afmæh sitt á morgun, 8. janúar 1995, ef hann hefði lifað. Elvis lést 16. ágúst 1977, aðeins 42ja ára gam- all. Aðdáendur Presleys, sem skipta milljónum um heim cdlan, eiga ábyggilega erfitt með að trúa að hefði konungur rokksins lifað væri hann farinn að nálgast eftirlauna- aldurinn. En þannig er þetta nú. Það versta við þetta allt saman er líklegast að hin dáða stjarna var óhamingjusöm síðustu æviárin og Elvis Presley var einn þegar hann dó. Það má segja um Elvis Presley að hann sé hinn raunverulegi am- eríski draumur - hann vaknaði einn morguninn orðinn heims- frægur maður og áður en langt um leið vissi hann ekki aura sinn tal. Elvis Presley var orðinn 18 ára þegar hann steig sín fyrstu spor í FRÆÐANÐI, SPENNANDI06 SKEMMTHEGAR BÆKUR ICSANDINN VCRVUR ÞÁTTTARANDI t FCRÐUMINDIANA JONCS UM NRÍCANDI ÆVINmAHCIM IANDACRÆDINNAR 00 MANNK/NSSÖOUNNAR **iL+** .. mmmsmk fESKUM INDIANA JONES Afbragðs bækur fyrir börn og unglinga á öllum aldri. Verð aðeins kr. 595 FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF hljómplötuútgáfu. Það var árið 1953 en þá starfaði hann sem bílstjóri. Fyrsta upptakan fór fram í Memp- his í Tennessee og hafa sögusagnir gengið um að fyrsta platan hafi verið búin tíl sem afmæhsgjöf handa móður hans. Elvis var nefni- lega ákaflega háður móður sinni alla tíð. Aðrir segja að Elvis hafi aðeins ætlað að prófa sjálfan sig og greitt 4 dali fyrir. Elvis hafði hugsað sér að starfa áfram sem bílstjóri en eigandi út- gáfufyrirtækisins Sun Records, Sam Phillips, heyrði „afmæhsgjöf- ina“ og sá að þarna var mikill hæfi- leikamaður á ferðinni. Árið 1954 gerði Sam Phihips plötusamning við Elvis Presley og fékk góða hljómlistarmenn til að leika undir hjá honum. Meðal laga á plötunni var afmælisgjöfin „That’s All Right Mama“. Lagið gerði reyndar blúsarinn Arthur Crudup og er sagt að útgáfa hans hafi veriö miklu betri en hjá Presley. Rokk- kóngurinn hatöi þó þá yfirburði að vera hvítur. Hafði yfirburði Sem hvítur tónhstarmaður gat Elvis Presley sameinað svarta blúsinn og hvítu sveitatónlistina í það sem kallað var rock’n’roh. Áheyrendur hans voru á öllum aldri og af öllum kynþáttum. Elvis sló rækilega í gegn og perlur á borð við All Shook up, JaUhouse Rock, Blue Suede Shoes, Aré You Lone- some Tonight, Retum to Sender litu dagsins ljós. Ekki má heldur gleyma laginu Its now or never sem var nokkurs konar nýútgáfa af 0 Sole Mio þess tíma. Á eftir hljómplötunum komu kvikmyndirnar. EMs lék í ótal kvikmyndum. Þó að Elvis væri enginn Laurence Ohvier í leiklist- inni eða Shakespeare í handrits- gerð mEikaði hann vel krókinn því myndimar höluðu inn milljónir dala. Ein besta mynd rokkkóngsins var jafnframt síðasta kvikmynd hans áður en hann fór í herinn. Sú Árið 1973 fékk Elvis Presley skiln- aö frá eiginkonu sinni, Priscillu Presley, en þau áttu eina dóttur saman. heitír King Creole og er enn sýnd í sjónvarpi við ágæta hrifningu. Herþjónusta í Þýskalandi Árið 1958 var Elvis kallaður í herinn og - gegndi herskyldu í Þýskalandi. Elvis varð snögg- klipptur og snyrtilegur hermaður og þannig leit hann út þegar hann kom tíl heimalandsins aftur árið 1960. Aðeins ári síðar kom fram í dags- ljósið undarleg hljómsveit með síð- hærðum gaurum frá Englandi sem nefnist The Beatles. Þeir þóttu ekki sérlega snyrtílegir í þá daga og voru mikið áhyggjuefni hjá foreldr- um æskunnar. Ekki bættí úr skák þegar hljómsveitin Rolling Stones kom fram á sjónarsviðið. í Bandaríkjunum fór einnig að bera á fjórmenningshljómsveitum með beat-tónhst og varð The Beach Boys og The Byrds fljótt vinsælar. Þessar hljómsveitir höföu orðið fyrir áhrifum frá rokkkónginum Elvis Presley. Árið 1963 voru það hljómsveitírnar sem voru vinsælar en sólóistarnir hallærislegir. En Elvis Presley náði sér aftur á strik árið 1967 með laginu Guitar Man. Árið 1968 var hann stjarna í eigin sjónvarpsþættí og árið 1969 hélt hann hina frægu Las Vegas tónleika. Það er htið hægt að segja um Elvis eftir það enda átti hann í stöðugri baráttu við aukakílóin og ofnotaði lyf. Hann átti meira af peningum en hann gat nokkru sinni eytt þegar hann lést aðeins 42ja ára að aldri. Elvis kvæntist Priscillu Presley en þau skildu eftir sex ára hjóna- band. Þau áttu saman dótturina Lisu Marie sem nú er eiginkona poppkóngsins Michael Jackson. Búast má við að aðdáendur rokk- kóngsins Elvis Presley eigi eftír að flykkjast að heimili hans, Grace- land í Memphis um helgina og votta hinum látna minningu sína. Sumir segja: Kóngurinn er dáinn - goðsögnin lifir. Elvis með foreldrum sínum árið 1956. mBasaaH aHmamMm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.