Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1995, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1995, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995 39 Jólahald erlendra námsmanna á Islandi: Ein þau bestu jól - sem við höfum upplifað, segja bandarísk hjón Siðir og venjur jólahaldsins eru mi- sjöfn eftir löndum. Við tókum tali nokkra útlendinga sem héldu upp á hátíðirnar hér á landi og inntum þá eftir hvernig jólahald og nýársfagn- aður fer fram í heimalandi þeirra. Aurehjus Vijúnas, 19 ára Lithái sem stundar nám í íslensku viö Há- skóla íslands, segir jólahald í Litháen fara fram sámkvæmt kaþólskum sið enda flestir Litháar kaþólskir. Undirbúningur jólanna byrjar mjög snemma þar og flestir búnir að kaupa allar jólagjafir strax í byrjun desember. Ástæðuna segir Aurelijus vera að oft er skortur á vörum í Lit- háen og því vill fólk kaupa það sem þarf að kaupa áður en allt verður uppselt. A aðfangadagskvöld er venjan aö boðið sé upp á tólf matarrétti fyrir hvem mánuð ársins. Ekkert kjöt er haft í þessum réttum. Á jóladag hefst svo hátíðin. Góður matur er borðað- ur og eldra fólkið tekur upp pakkana sína. Börnin opna svo gjafir sínar á morgni annars dags jóla. „Á gamlársdag skjótum við upp flugeldum en ekkert í líkingu við ykkur íslendinga," segir Aurelijus. Hann segist hafa haft örlitla heimþrá um jólin, annars hafi honum liðið vel hér á íslandi. „Á aöfangadags- kvöld söng ég með Háskólakórnum í næturmessu í Langholtskirkju. Það var virkilega gaman. Og á jóladags- kvöld fór ég í göngutúr í bæinn og sá ekki sálu á ferli,“ segir Aurelijus. Á gamlárskvöld fór hann ásamt nokkrum vinum sínum að skemmta sér í miðborginni. „Alhr voru svo kátir og allir heilsuöu mér og óskuðu mér gleðilegs nýs árs. Það var alveg frábært." Nýársgjafír Aleksei Chadski, 21 árs gamall Rússi, íslenskunemi við Háskóla ís- lands, segir að jóhn séu ekki haldin hátíöleg í Rússlandi 24. desember heldur 6. janúar. Rússneska rétt- trúnaðarkirkjan viðurkennir ekki gregoríanska tímatalið heldur hiö svokallaða júlíanska tímatal. Það tímatal er 13 dögum á eftir gregor- íanska tímatalinu. „Nýársdagur er þó þann 1. janúar en einnig höfum við gamla nýársdag- inn sem er 13. janúar. Það má því segja að viö Rússar getum fagnað nýárinu tvisvar sinnum. Og margir nýta sér það,“ segir Aleksei. „Einnig er það venjan í Rússlandi að gefa nýársgjafir en ekki jólagjaílr. Er það trúlega vegna þess að nýárinu er fagnað á undan jólúnum heima.“ Aleksei heldur áfram. „Þegar kommúnistar réðu ríkjum var ekki tahð æskhegt að halda jól. Ekkert var gert til hátíðabrigöa á þeim tímum. Nú er öldin önnur. Jólin eru orðin ríkishátíð og stjórnmálaleiðtogar eins og Borís Jeltsín, forseti Rúss- lands, fara í kirkju á jólunum." Aleksei segist hafa haft það mjög gott hér um hátíðirnar. Sendiherra Rússlands hafi boðið sér í mat á að- fangadagskvöld. Svo hafi hann verið í góðu yfirlæti með sendiherraíjöl- skyldunni á Hótel Örk á jóladag og annan í jólum. „Á gamlársdag var öllum Rússum boðið til sendiráðsins. Þar var horft á rússneska sjónvarpið í gegnum gervihnött. Við skáluðum fyrir nýár- inu klukkan níu að íslenskum tima. Þá var klukkan tólf aö miðnætti í Moskvu. Svo skáluðum við aftur klukkan tólf að íslenskum tíma. Eftir miðnætti fórum við nokkur út á Ægisíðu til að skoða brennuna en það er stærsta brenna sem ég hef nokkurn tíma séð,“ segir Aleksei. Ein bestujólin Hér á landi eru stödd ung, banda- rísk hjón, Kristen Osgood og Philip Wihiam Calvert. Philip er að skrifa doktorsritgerð í stjórnmálafræöi um íslensk stjórnmál. „Við eyddum jólahelginni á bóndabæ nálægt Selfossi og upplifð- um nokkuð hefðbundin íslensk jól. Það má segja að þetta hafi verið ein bestu jól sem við höfum upplifað hingað th,“ segja þau. „Það var svo rólegt yfir öllu í sveit- inni og ekkert stress. Heima í Banda- ríkjunum er allt svo yfirþyrmandi stórt og meiri efnishyggja sem ræður ríkjum. Um áramótin skoðuðum við brennu og stærstu flugeldasýningu sem við höfum séð. Viö eigum eftir aö hvetja fólk heima til að vera á íslandi yfir þessar hátíðir." Pitsaájóladag Arnold Mulder er 22 ára gamah Hollendingur sem einnig er í ís- lenskunámi við Háskóla íslands. Arnold segir jólahátíðina í Hollandi venjulega byrja rétt fyrir miðnætti á aöfangadagskvöld. Þá fara margir í kirkju. Jóladagur hefst með jóla- morgunverði og eru margar sæta- brauðstegundir á boðstólum. Á jóla- dagskvöld, eftir mat, eru gjafirnar teknar upp. Að því er Arnold greinir frá er það venjan í Hollandi að vera með fjöl- skyldunni á gamlárskvöld fram til klukkan tólf. „Eftir það fer fólk í heimsóknir th vina og kunningja. Það er ekki mikiö um flugelda um áramót í Hollandi. Alls ekkert í lík- ingu við þaö sem ég sá hér. Það er talið hættulegt, sérstaklega í þorpum með gömlum húsum. Á hveiju ári kviknar í gömlum húsum vegna flug- elda.“ Foreldrar Arnolds komu í heim- sókn til íslands yfir jólin. „Það lífg- aði upp á hátíðina því það er erfitt Bandarísku hjónin Kristen Osgood og Philip William Calvert eyddu jóla- helginni á bóndabæ nálægt Selfossi. að vera einn um jól. Viö boröuðum á Hótel Loftleiðum á jóladag en það var eini staðurinn sem var opinn. Við vorum heppin að hafa pantað borð með löngum fyrirvara því allt var fullt og margir urðu frá að hverfa. Ég þekki útlendinga sem pöntuðu sér pitsu á jóladag vegna þess að ekkert annaö stóð til boða.“ Texti: Guðbjartur Finnbjörnsson. Litháinn Aurelijus Vijúnas Rússinn Aleksei Chadski Hollendingurinn Arnold fór í göngutúr í bæinn á jóla- hélt upp á jólin meó rúss- Mulder snæddi með foreldr- dagskvöld og sá ekki sálu. nesku sendiherrahjónunum. um sinum á Hótel Loftlelóum á jóladag. DV-myndir Guóbjartur Finn- ^ björnsson ; Þjálfari: I Michael Jorgensen 4.DAN ANDLEG OG LIKAMLE6 UPPBYGGING OG PJÁLFUN ERSÖGU RÍKARI! ÆFINGAR HEFJAST MÁNUDAGINN 9. JANÚAR í NÝJA ÍR-HÚSINU VIÐ SKÓGARSEL Byrjendanámskeið: þriðjudaga og fimmtudaga kl. 19:50 Barnanámskeið: jariSjudaga og fimmtudaga kl. 18:50 UnglinganámskeiS: mánudaga og miðvikudaga kl. 19:00 Verð fyrir 3 mán. 5#S00/> kr. og 0#500/> kr. f. börn ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR I SÍMA: 5 8 8 9 845 og 588 3638 Gó 25 \nepp' -50 % Gólfdúkar : 25-35% Utsalan er hafin Filtteppi 30% Dreglar Listmálaravörur f 20% Flísar f 35% Opið alla daga vikunnar frá 9-21. Innimálning, 5% glans, Kr. 1 .850 5 lítrar Einnig opið laugardaga og sunnudaga. Skeifan 8, sími 813500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.