Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1995, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1995, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 Fréttir Prófkjör framsóknarmanna á Norðurlandi vestra: Fer Páll af listanum lendi hann í 2. sæti? Keppinautarnir í Norðurlandskjördæmi vestra: Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson, þingmenn Framsóknar- flokksins. DV-mynd MÓ Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Framsóknarmenn á Norðurlandi vestra gangast fyrir prófkjöri um næstu helgi þar sem raða á í efstu sæti á lista flokksins fyrir kosning- arnar til Alþingis í vor. Niðurstaða prófkjörsins verður bindandi hvað varðar fjögur efstu sæti hstans. Ekki hefur verið mikil togstreita í kjör- dæminu undanfarin ár um forustu- hlutverkið í flokknum. Þar hefur Páll Pétursson verið hinn óumdeildi foringi og enginn hefur ógnað veldi Höllustaðabóndans. Nú hefur hins vegar orðið breyting á. Stefán Guðmundsson alþingis- maður, sem hefur verið í 2. sæti á lista flokksins í kjördæminu, sækir hart að Páh og 1. sætinu og fullyrðir að listinn verði sterkari ef hann leiði listann en ef Páll skipi áfram forustu- sætið. Báðir hafa þeir Stefán og Páll sagt að á milli þeirra sé ekki mál- efnaágreiningur og baráttan snýst því einungis um hvor verði oddviti listans. Sjálfstæðismenn á kjörstað? Talsverð eftirvænting er í kjör- dæminu vegna prófkjörsins, ekki síst eftjr að ónafngreindir aðilar birtu auglýsingu um „draumalista" sinn í sjónvarpsauglýsingariti sem gefið er út í Húnavatnssýslum en þar var raðað á listann þannig að Stefán var í 1. sæti en Páh var alls ekki á þeim hsta. Þá er það ekki til að lægja öldurnar að heyrst hefur um „samkomulag" stuðningsmanna Stefáns og sjálf- stæðismanna í kjördæminu sem á að ganga út á það að sjálfstæöismenn úr stuðningsmannahópi Hjálmars Jónssonar hyggist mæta á kjörstað og kjósa Stefán í 1. sætið. Með þessu séu þeir að endurgjalda stuðnings- mönnum Stefáns greiðann en þeir eru sagðir hafa verið drjúgir við að taka þátt í nýlegu prófkjöri sjálfstæð- ismanna og stutt Hjálmar dyggilega. Hef heyrt þetta „Ég hef ekki orðið var við þetta en hef heyrt lauslega af þessu. Hins veg- ar held ég að þetta verði ekki í stórum stíl, ég vona a.m.k. að svo verði ekki. Annars eru alltaf einhverjar sam- særisenningar í gangi, sumar réttar og aðrar ekki,“ segir Páll Pétursson. Vitað er að óánægja með Pál stafar aðahega af tvennu. Margir segja að hann sé hreinlega að faha á tíma sem þingmaður eftir um tveggja áratuga þingmennsku. Þá hefur viðvera hans í kjördæminu ekki þótt nægjanlega mikil. Fylgismenn Páls gefa lítið fyr- ir þessi rök og hamra á því að Páll sé ótvírætt meiri foringi en Stefán og betur fallinn til að leiöa listann í kosningabaráttu. Breyting er ósigur Stefán Guömundsson hefur lýst því yfir afdráttarlaust að hann muni una niðurstöðum prófkjörsins og taka það sæti á hstanum sem útkoma hans segi til um. Yfirlýsingar Páls hvað þetta varðar eru hins vegar ekki jafn afdráttarlausar. „Ég vil gera það sem Framsóknar- flokknum er fyrir bestu. Ef það kem- ur í ljós að einhver verulegur hluti Fréttaljós Gylfi Kristjánsson framsóknarmanna vill losna við mig af listanum þá finnst mér það hljóta að vera álitamál hvort skynsamlegt sé að ég veröi í framboði. Þaö veikir minn málflutning verulega ef ég verð fluttur niður á listanum og held ekki þvi sæti sem ég hafði. Óbreytt ástand er sigur fyrir mig en breyting ósigur. Hitt er þó rétt aö taka fram að 2. sætið er öruggt þingsæti ef listinn er sæmilega skipaður," segir Páll. Elín í 3. sæti? Aðrir sem gefa kost á sér í prófkjör- inu eru: Gunnar B. Sveinsson Sauö- árkróki, Magnús B. Jónsson Skaga- strönd, Sveinn Sveinsson Siglufirði, Valur Gunnarsson Hvammstanga, Herdís Sæmundsdóttir Sauðárkróki og Elín Líndal V-Húnavatnssýslu. Engin leið er að spá fyrir um hvort Páll eða Stefán hreppir 1. sætið en þingmennirnir verða án efa í tveim- ur efstu sætunum. Um næstu sæti er tahð að baráttan verði einnig hörð. Flestir veðja þó á Ehnu Líndal í 3. sætið en margir telja að lítill munur verði á henni og Herdísi, Sveini og Magnúsi. Prófkjörið fer fram víða um kjör- dæmið á laugardag og sunnudag og lýkur kl. 20 á sunnudagskvöld. Taln- ing hefst skömmu síðar á Sauðár- króki og niðurstöðu er að vænta aðfaranótt mánudags. mannafélög- inverða í samfloti „Verslunarmannafélag Reykja- víkur verður í samfloti með Landssambandi verslunar- manna, sem aftur fer með umboð flestra annarra ef ekki allra verslunarmannafélaga í landinu. Þannig má segja að verslunar- mannafélögin verði i samfloti í þeim kjarasamningum sem eru fram undan," sagði Magnús L. Svemsson, formaður VR, í sam- tali viö DV í gær. Hann sagði að í dag yrðu kröfur vers'lunarmanna kynntar vinnu- veitendum. Miðað við þær lausa- fregnir sem heyrst hefðu af kröf- um annarra verkalýðsfélaga sýndist sér að kröfur verslunar- manna væru með eitthvað öðrum hætti. Meira gæti hann ekki sagt um kröfurnar á þessu stigi. Norðurland: Búiðaðopna skíðasvæðin Gylfi Kristjánason, DV, Akureyri: Búið er að opna öll skíðasvæðin á Noröurlandi og starfsemi þeirra að komast á fullt skrið eftir erfið- leika vegna snjóleysis í vetur. Mjög mikill snjór er nú bæði á Siglufirði og á Ólafsfiröi og allar lyftur opnar þar. Sömu sögu er að segja frá Dalvík, þar er nægur snjór, og í Hlíðarfjalh við Akur- eyri er starfsemín að komast í fullan gang. „Þetta er að verða eðhlegt, við erum búnir að opna þrjár lyftur og ef ekki hlánar verða allar lyftur opnar um næstu helgi," segir Ivar Sig- mundsson, forstöðumaður í Hlíð- arfialh. Á Húsavík er búið að opna neðri ljítuna á skiðasvæðinu. Ekki stendur tii að opna efri lyft- una í vetur vegna fjárhagserfið- leika og því verður keppnisfólk að fara til Akureyrar æth það að stunda æfingar við hentugar að- stæöur. í dag mælir Dagfari Hafnfirðingar eru vaknaðir af dvala. Nú er aftur gaman að vera til. Jafnvel Guðmundur Árni er kominn á kreik á nýjan leik og brosir út að eyrum. Er nema furða. Meirihlutinn er svo gott sem fall- inn og kratar að ná til sín bæjar- stjórninni sem þeir töpuðu í kosn- ingunum í vor! Það borgar sig stundum að tapa. Sérstaklega þegar þeir sem sigra eru ekki sáttir við sigurinn og vilja í rauninni vinna með þeim sem töpuðu. Þannig sýnist það vera í Hafnarfirði, þar sem kratamir töp- uðu meirihlutanum en era nú að komast í hann aftur og þar sem Jóhann Bergþórsson var einn þeirra sem sigruðu og komust í meirihluta en er hundóánægður með þaö. Hitt er annað aö Jóhann ætlar ekki að láta kratana komast í meirihluta með sér nema kaup kaups. Jóhann er bisnessmaður og segist vera einn besti sjálfstæðis- maður sem uppi er í Hafnarfirði og er satt að segja svo mikill og góður sjálfstæðismaður að hann getur ekki átt samleið lengur með hinum sjálfstæðismönnunum sem era ekki eins góðir sjálfstæðismenn og Jóhann. Meirihluti til kaups Bestu sjálfstæðismennimir era bestu einkaframtaksmennirnir og þegar maður lætur einstakhngs- framtakið ráða ferðinni samkvæmt hugsjón og lífsstefnu sjálfstæðis- manna, hugnast manni ekki hóp- vinna. Maður starfar einn og fer sínar eigin leiðir og það er það sem Jóhann er að gera og ekkert annað. Hann er ekki að svíkja Sjálfstæð- isflokkinn heldur er það Sjálfstæð- isflokkurinn sem er að svíkja hann, koma aftan að honum með hótun- um og neita að standa við loforð um stöðu bæjarverkfræðingsins. Jóhann vill að vísu ekki vera bæj- arverkfræðingur en flokksmenn hans í Sjálfstæðisflokknunm höfðu lofað honum stöðunni og þótt hann vilji ekki stöðuna, hkar honum ekki að menn æth að svíkja lof- orðið með því að láta hann ekki hafa stöðuna. Það er auðvitað bisness hjá Jó- hanni að vilja bæjarverkfræðings- stöðuna þótt hann vilji ekki stöð- una. Og það er fleira bisness hjá Jóhanni svo sem móðurtölvan sem Hagvirki átti og húseign í Skúta- hrauni sem Hagvirki átti og til þess að þessi kaup geti átt sér stað vih Jóhann að ýmsar fasteignir bæjar- ins séu seldar. Hann vill sem sagt spara eins og sönnum bisness- manni sæmir og til að geta sparað vill hann að lausamunir og fast- eignir sem hann hafði sjálfur að- gang að áður, meðan hann var for- stjóri Hagvirkis, séu keypt tU að spara meö því að selja aðrar eignir. Jóhann er að semja um þetta við kratana enda verður að semja þeg- ar menn gera bisness og heht bæj- arfélag er tíl kaups og meirUilutinn er tíl sölu og gömlu flokksmennim- ir svíkja samninga og eru ekki sam- starfshæfir í þeirri sölumennsku sem Jóhann telur að Sjálfstæðis- flokkurinn og Hafnarfjörður eigi að beita sér í. Þetta er nýstárleg staða í bæjarfé- lagi sem hefur haldið hstahátíðir og kraftaverkasamkomur og ahð af sér margan frægan handbolta- manninn. Raunar má segja að Guð- mundur Árni Stefánsson hafi að nokkra leyti gerst brautryðjandi í viðskiptum með bæjarmál þegar hann var bæjarstjóri, enda er Guð- mundur kominn aftur í leitirnar, brosandi gleiður og glaöur þegar bisnessmál þeirra Hafnfirðinga eru í öndvegi. Guðmundur verslaði óspart með bæinn og nú síðast er upplýst að hann hafi gengiö í sérstaka ábyrgð fyrir hönd bæjarsjóðs til að bjarga Jóhanni Bergþórssyni þegar Hag- virki var upp á sitt besta. Guð- mundur geröi bisness við Jóhann og Jóhann gerði bisness viö Guð- mund og það var þá sem Jóhann lærði að kratarnir eru almennt til í bisness þegar bæjarmáhn eru annars vegar og það er meðal ann- ars ástæðan fyrir þvi að Jóhann er kominn aftur í bisness við þá. Það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu. Selur Jóhann meirihlutann fyrir tölvu eða kaupa kratarnir Jóhann fyrir stöðu? Kaupa bæjarfulltrúarnir bæjarsjóð eða geta þeir látið bæjarsjóð kaupa einhverja bæjarfuhtrúa? Hvað kostar meirihlutinn mikið? Aha vega er ljóst aö sjálfstæðismenn eiga ekki nokkurn sjens. Þeir eru ekki nógu mikhr einkaframtaks- menn. Þeir kunna ekki bisness. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.