Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1995, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1995, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 7 Fréttir Magnús Gunnarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði: Nær útilokað að við tök- um aftur við Jóhanni „Við höfðum að leiðarljósi að hreinsa til í bæjarkerfinu og leysa aðsteðjandi vanda," segir Magnús Gunnars- son, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, um fráfarandi meirihluta sjálfstæðismanna og alþýðubandalags- manna. DV-mynd BG Ágreiningur hefur verið milli sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og Jóhanns G. Bergþórssonar. Er þetta persónulegur ágreiningur milli þín og Jóhanns, sem rekja má til úrslitanna í prófkjöri flokksins í fyrra, eða er um málefnalegan ágreining að ræða? - Það hefur ekki verið málefna- legur ágreiningur milli okkar. Þeg- ar Jóhanni var tilkynnt að það færi ekki saman að vera bæjarverk- fræðingur og bæjarfulltrúi tók hann þá afstöðu aö mæta ekki á meirihlutafundi fyrr en þau mál væru leyst. Það er augljóst að allt frá prófkjörinu hefur hann í ýms- um málum gengið þvert á skoðanir allra hinna sem skipuðu framboðs- listann. Túlkarðu þetta þannig að hann kunni ekki að tapa? - Ég get ekki túlkaö þetta öðru- vísi en aö þetta séu særindi af hans hálfu. Þegar viö fórum í viðræður við Alþýðubandalagið dróst það mjög á langinn því að Jóhann vildi semja við Alþýðuflokkinn og ráöa ópólitískan bæjarstjóra. Stundum hefur verið sagt að Jó- hann G. Bergþórsson hafi vitandi vits haldið Þorgils Óttari Mathie- sen niðri í bæjarmálum og ekki hleypt honum að sem varamanni í bæjarráði. Er þetta rétt að þínu mati? - Ég ætla ekki að leggja mat á þessar deilur en það er ljóst að grunnt hefur verið á því góða milli Jóhanns og Óttars. Vísa þessu á bug Þú komst nýr inn í bæjarstjórnina í vor og fórst strax í það að leiða Sjálfstæðisflokkinn. Hefur þér mis- tekist að halda Sjálfstæðisflokkn- um saman vegna reynsluleysis? - Ég vísa þessu á bug. í kosning- unum árið 1990 var sóst stíft eftir því að ég færi fram fyrir Sjálfstæð- isflokkinn. Ég lenti strax í fimmta sæti listans þó að 28 væru í fram- boði. Ég var gerður að formanni fjárhagsnefndar flokksins og hef gegnt stöðu formanns fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í þrjú ár. í fyrra fékk ég góöa kosningu í fyrsta sæti á listanum. Niðurstaðan í prófkjörinu var mjög skýr. Ég hef allan flokkinn að baki mér. Hefur Jóhann stuðning einhvers úr Sjálfstæðisflokknum? - Ég get ekki ímyndað mér að nokkur muni styðja Jóhann Gunn- ar Bergþórsson eftir það sem á undan er gengið. Nú hafa sjálfstæðismenn og alþýðu- bandalagsmenn átt í meirihluta- samstarfi í sjö mánuði. Hefurðu átt í stöðugri baráttu við að halda Jó- hanni góðum? - Við Jóhann höfum átt ágæta samvinnu um marga hluti og höf- um ekki deilt hart þó að þessar væringar hafi komið upp. Ég nýt fyllsta trausts innan bæjarmála- flokksins og samstarfið við Alþýðu- bandalagið hefur verið með mjög gott. Samkvæmt lögfræðiáliti getur Jó- hann G. Bergþórsson ekki gegnt samtimis stöðu bæjarverkfræðings og bæjarfulltrúa. Hvaða rök eru fyrir þessu? - Bæjarverkfræðingur er fagleg- ur ráðgjafi bæjarstjórnar. Pólitísk- ur bæjarstjóri er kjörinn til fjög- urra ára. Verkfræðingur er emb- ættismaður bæjarstjórnar en ekki pólitískur leiðtogi. Þar skírskota ég til sveitarstjómarlaga. Sem nýr oddviti tel ég þetta ekki fara saman við hagsmuni Sjálfstæðisflokksins. í Reykjavík, þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn var við völd, var gert að skilyrði að menn störfuðu ekki sem borgarfulltrúar ætluðu þeir í embætti á vegum borgarinnar. Útiloka aldrei neitt Heldurðu að Jóhann G. Bergþórs- son eigi afturkvæmt til sinna gömlu félaga ef hann kærir sig um? - Ég lít svo á að Jóhann Gunnar sé búinn að yfirgefa Sjálfstæðis- flokkinn. Eruð þið tilbúin að taka á móti honum ef hann sýnir merki um að vilja sættir? - Þaö tel ég nær útilokað. Yfirheyrsla En þú vilt ekki útiloka það? - Maður útilokar aldrei neitt í lifinu. 1 fjölmiðlum undanfarna daga hef- ur Jóhann Gunnar sagt að hann hafi ekki óskað eftir bæjarverk- fræðingsstarfinu heldur verið boðið það. Var bæjarverkfræðingsstaðan notuð seni gulrót á Jóhann? - Nei. Það var búið að auglýsa stöðuna. Jóhann var einn af um- sækjendunum og á þeim tíma tal- inn hæfasti maður til að gegna þessu starfi. Er ekki óeðlilegt og ósanngjarnt gagnvart öðrum umsækjendum að semja um stöðu bæjarverkfræðings á sama hátt og þið gerðuð? - Það kann að vera. Er ekki óeðlilegt að nota þessa stöðu sem bitling í svona samning- um? - Ég leit ekki á þetta sem bitling heldur fyrst og fremst staðfestingu þess að við gengjum að því aö ráða í stöðu bæjarverkfræðings eftir kosningar. Jóhann gæti fengið stöðuna ef hann óskaði eftir því. Sjálfstæðismenn og Alþýðuflokks- menn hafa yfirleitt ekki getað starfað saman í bæjarmálunum í Hafnarfirði. Heldurðu að möguleiki á slíku samstarfi geti opnast núna? - Það hvílir sú skylda á bæjar- fulltrúum að mynda meirihluta. Fyrir kosningar lýsti ég yfir að samstarf við Alþýðuflokkinn kæmi ekki til greina. Mér finnst það ekki góöur kostur í stöðunni en ég hlýt að skoða alla möguleika. Meirihlutinn í Hafnarfirði hefur verið iðinn við að kynna skýrslur um íjármál bæjarins, stjórnsýslu og nú síðast viðskipti bæjarins við Hagvirki-Klett. Voru þessi skýrslu- skrif ekki pólitísk mistök? - Ég er alfarið á móti því að þetta sé nokkur skýring. Við höfðum aö leiðarljósi að hreinsa til í bæjar- kerfinu og leysa aðsteðjandi vanda. Fjárhagsáætlun fór 911 milljónir fram úr áætlun á liðnu ári og við neyddumst til að taka stór lán til að forða bæjarsjóöi frá greiðslu- þroti. Voru þetta pólitísk mistök? - Nej. Alls ekki. Meginstefna Alþýðuflokksins hefur verið að halda uppi atvinnu með framkvæmdum i bænum. Er ekki eðlilegt að verktakafyrirtæki á borð við Hagvirki-Klett fái fyrir- framgreiðslur og jafnvel ábyrgðir hjá bænum til að halda atvinnustig- inu uppi? - Ég tel mjög óeðlilegt að verk- takafvrirtæki fái fyrirframgreiösl- ur úr bæjarsjóði og fari þannig með almannafé á sama tíma og við erum meö fyrirtæki sem þurfa að standa á eigin fótum og ætlumst til að fyr- irtæki og einstaklingar standi sig. Þessi meirihluti hefur ekki veitt ábyrgðir í bæjarsjóð enda á ekki að mismuna fyrirtækjum. Hagvirki-Klettur hefur fengið 7,5 milljónir króna endurgreiddar vegna lóðarinnar að Helluhrauni 18 í Hafnarfirði þó að lóðin hafi verið slegin í slandsbanka á uppboði ári áður. Var þarna um eðlilega við- skiptahætti að ræða? - Það finnst mér í hæsta máta óeðlilegt. \ Verðum að klára málið Keypti Alþýðuflokkurinn bæjar- fulltrúann Jóhann G. Bergþórsson? - Ég ætla ekki að leggja mat á það. Það er þó mín skoðun að um óeðlilega fyrirgreiðslu til fyrirtæk- is í beinum hagsmunatengslum við bæjarfulltrúa hafi verið að ræða. Koma sjálfstæðismenn til með að kæra lögbrot í ábyrgðaveitingum bæjarsjóðs til Hagvirkis-Kletts? - Ef lögfræðingar telja að þarna sé um lögbrot að ræða verður að vísa málinu til réttra aðila og þá munum við gera það. Hefurðu trú á því að samstarf Al- þýðuflokksins og Jóhanns G. Berg- þórssonar geti gengið upp? -Ég get ekki séö hvernig Jóhann Gunnar getur byggt það upp. Ég hef ekki séð merki þess að einhver af lista sjálfstæðismanna sé tilbú- inn að vera varamaður Jóhanns. Hann getur myndað meirihluta varamannslaus en þá verður hann að mæta á alla fundi. Sérðu eftir samstarfinu við Alþýðu- bandalagsmenn? - Já, ég geri það. Við höfum átt gott samstarf við Alþýðubandalag- ið. Meðan ekki hefur verið mynd- aður nýr meirihluti erum við enn í því samstarfi. Ef nýr meirihluti reynist ekki lang- lífur kemur þá til greina að taka upp þráðinn? - Við höfum átt gott samstarf við Alþýðubandalagið. Ég sé enga fyr- irstöðu í því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.