Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1995, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 5 Fréttir Þór Whitehead sagnfræðiprófessor um starfsemi íslendinga fyrir austantjaldsleyniþjónustumar: Við höfum einungis séð toppinn á ískjakanum - nær öll gögn um utanlandsstarfsemi Stasi og herleyniþjónustunnar 1 Moskvu „Staðreyndin er sú að eftir að Ber- linarmúrinn hrundi hlóðu starfs- menn Stasi heilu lestirnar af flutn- ingabílum af skjölum og óku mestu af þeim til Moskvu. KGB, rússneska leynilögreglan, tók við lang mestu af gögnum Stasi um njósnir erlendis og jafnframt tóku Sovétmenn við er- indrekum Stasi. Þetta hefur komið fram í réttarhöldum í Evrópu og mér fannst þetta vanta í þennan annars ágæta þátt, í nafni sósíalismanns. í honum leit svo út að öll njósnastarf- semi Stasi hefði liðið undir lok með stofnuninni og gögnin lægju á lausu í Berlín en svo er alls ekki. Þáttar- gerðarmenn höfðu einungis aðgang að gögnum frá innanlandsdeild Stasi pg því var einungis tekið á njósnum íslendinga í Þýskalandi. Hvað kann að hafa gerst á íslandi sjálfu í þessu sambandi vitum við ekki. Gögnin um það eru geymd í skjalasafni KGB í Moskvu. Við höfum einungis séð toppinn á ískjakanum og varla það,“ segir Þór Whitehead, prófessor í ' sagnfræði við Háskóla íslands. Þór bendir enn fremur á að njósna- deild austur-þýska hersins náði einn- ig mjög miklum árangri á Vestur- löndum. Öll gögn hennar eru einnig í Moskvu og erindrekarnir að störf- um fyrir KGB, segir hann Eyðing gagna ólíkleg I sjónvarpsþættinum var meðal annars rætt viö Svavar Gestsson al- þingismann, sem var viö nám í Aust- ur-Þýskalandi á sjöunda áratugnum, og greint frá því að skjölum um hann, sem var að fmna í skjalasafni Stasi, Guðmundur Agústsson. Svavar Getsson. „Það er merkilegt að sjá þessa menn, sem studdu þetta kerfi svo dyggilega á sínum tíma, lýsa sér sem ofsóttum andófsmönnum í þessu „dýrðarriki" þegar þeir voru i raun heiðursgestir stjórnvalda og samherja," segir Þór Whitehead. heíði verið eytt fyrir hrun Berlín- armúrsins. „Það eru í raun ýmsir möguleikar fyrir heridi. Einn er sá að gögnunum hafi í raun verið eytt en það er líka möguleiki á því að gögnin hafi verið tekin úr safninu til notkunar í ein- hverjum sérstökum tilgangi og aldrei farið inn í það aftur af einhverri ástæðu. Þriðji möguleikinn er sá að þau hafi verið lögð á rangan stað en það er afar ótrúlegt miðað við þá reglumenn sem þama áttu hlut að máli. Eitt aðaleinkennið á skjalasafni Stasi var að menn héldu öllu til haga. Skjölum var ekki eytt fyrir fall múrs- ins nema í sérstökum tilgangi," segir Þór. Heiðursgestir stjórnvalda Guðmundur Ágústsson, útibús- stjóri íslandsbanka, starfað fyrir Stasi árin 1963 og 1964 þegar hann var við nám í Austur-Berlín. í sam- tali við DV í gær lýsti hann því yfir að starf sitt hefði verið ósköp ómerki- legt og barnalegt. í raun hefði hann hitt útsendara Stasi þrisvar til fjór- um sinnum að máh og hann verið beðinn að biðja Áma Björnsson þjóð- háttafræðing að ræða við Stasi og svo hefði hann verið sendur í eina Stjórnarflokkarnir urðu undir í atkvæðagreiðslu á Alþingi: Lít á tillöguna sem vantraust á ráðhevra - segir Sigbjöm Gunnarsson, formaður þingflokks Alþýðuílokksins Stjórnarflokkarnir urðu undir í atkvæöagreiðslu á Alþingi í gær. Þeir ætluðu aö koma 1 veg fyrir að afgreidd yrði til nefndar tillaga Hjör- leifs Guttormssonar og fleiri um að skipuð verði rannsóknamefnd til að rannsaka allt málið varðandi ákvörðun Össurs Skarphéðinssonar umhverfisráðherra um að flytja embætti og starfsemi veiðimála- stjóra til Akureyrar. Atkvæði féllu þannig að 27 vildu að tillagan færi til nefndar og síðari umræöu en 26 vildu stöðva hana. Meðal þeirra sem vildú að tillagan færi til nefndar og síðari umræðu voru sjálfstæðismennirnir Matthías Bjarnason og Eggert Haukdal. „Það var aldrei við okkur Matthías rætt um þetta mál í þingflokknum," sagði Eggert Haukdal við DV. „Ég hef aldrei vitað til þess að stöðvað væri að tillaga færi til annar- ar umræðu og nefndar í þau 32 ár sem ég hef verið á þingi. Ég myndi aldrei taka þátt í slíku hversu mikið sem ég væri á móti málinu,“ sagði Matthías Bjamason. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í umræðum um málið að hér væri um illa dulbúið vantraust á Össur Skarphéðinsson að ræða og því vildi hann stöðva það að vísa málinu til síðari umræðu og nefndar. „Ég lít svo á að þessi tillaga sé van- traust á Össur Skarphéðinsson um- hverfisráðherra. Hjörleifur Gutt- ormsson, fyrsti flutningsmaður til- Ábyrgðaveitingar Kópavogs: Frumritið hef ur aldrei f undist „Eg hef aldrei sagt að þetta væri auvirðilegt plagg en ég hef sagt að það hafi litla praktiska þýðingu. Ég er ósammála úrskurði ráðuneytisins en það er allt annar handleggur og menn hafa leyfi til aö vera ósam- mála. Ég var í Bandaríkjunum þegar bréfið barst frá félagsmálaráðuneyt- inu. Frumrit af úrskurðinum hefur aldrei fundist hér innanhúss en eitt af því sem lá á borðinu mínu þegar ég kom til baka var ljósrit af hon- um,“ segir Þórður Þórðarson, bæjar- lögmaður í Kópavogi. DV greindi frá því nýlega að úr- skurður félagsmálaráöuneytisins „njósnaferð". Þá lýsti Svavar Gestsson því yfir í sjónvarpsþættinum að hann heíði aídrei starfað fyrir Stasi og í raun flúið land þar sem hann hefði alltaf haft það á tilfinningunni að verið væri að fylgjast með sér. „Það er ákaflega eftirtektarvert að sjá viðbrögð manna við þessari um- fjöllun og mér fmnast frásagnir þeirra af njósnamálunum ekki alls kostar trúverðugar. Það er ósköp hlálegt að halda að Stasi hafi stundað einhver strákapör. Þetta var einhver skilvirkasta leyniþjónusta í Evrópu. Það er merkilegt að sjá þessa menn, sem studdu þetta kerfi svo dyggilega á sínum tíma, lýsa sér sem ofsóttum andófsmönnum í þessu „dýrðarríki" þegar þeir voru í raun heiðursgestir stjómvalda og samherja. Annars sýna þessi mál ljóslega að hér var háð alþjóðleg barátta á dögum kalda stríðsins en stuðningsmenn alræðis- ríkjanna hafa hingað til viljað sveria af sér öll tengsl við þau. Á síðustu árum hefur komið vel í ljós að um margvísleg tengsl var að ræða á öllu kalda stríðs tímabilinu,“ segir Þór. -PP kfMi Dýna með einföldu gormakerfi. Frekar þétt og hentar léttu fólki, börnum og unglingum. Dýna sem er á góðu verði og yfirdýna fylgir. (margar stærðir) Verðdæmi: 90 x 200cm kr. 12.860,- llúsgagnahöllin -þegarþú vill so/a vel lögunnar, lýsti þvi yfir í sjónvarpi eftir að tillagan koma fram að hún jafngilti vantrausti. Málið er kannski ekki afgreitt, enda fer það nú til nefndar og síðari umræðu. Ég lít samt á tillöguna sem vantraust. Ég lit það einnig mjög alvarlegum aug- um að það skuli hafa verið samþykkt að vísa henni til nefndar og seinni umræðu gegn vilja stjórnarflokk- anna,“ sagði Sigbjörn Gunnarsson, formaður þingflokks Alþýðuflokks- ins. Hjörleifur Guttormsson sagði það fiarri lagi að það væri vantraust á Össur að málið færi eðlilega leið til nefndar og seinni umræðu. Að koma í veg fyrir það hefði verið fáheyrður atburður. varðandi veitingu sjálfskuldar- ábyrgða til verktaka í Kópavogi hefði ekki borist bæjaryfirvöldum í Kópa- vogi þó að bréf þess efnis hefði verið sent frá ráðuneytinu. Bæjarlögmað- ur segir að öll bréf sem stíluð eru á bæjarstjóm fari annað hvort til bæj- arstjóra eða bæjarritara. uíB Þetta er draumavélin. Hún sýður vatnið sjálf fyrir uppáhellingu IstífHgI WARENTEST mm A gut • Hlotiö fjölda viðurkenninga • Vapotronik suöukerfi • 8 stórir bollar, 12 litlir • 1400 vött og yfirhitavörn • Dropastoppari • Sér rofi fyrir hitaplötu • Innbyggö snúrugeymsla Glæsileg nútíma- hönnun - engri lík Fullt verð kr. 11286,- stgr. Kynnmgartilboð: 9.975,-stgr. Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 - Sími 622901 og 622900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.