Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1995, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995
29
Bergljót Arnalds og Sigurþór
Aibert Heimisson í hlutverkum
sinum.
Ásvörtum
fjöðrum
Leikfélag Akureyrar sýnir í
kvöld Á svörtum fjöðrum, sýn-
ingu sem unnin er upp úr ljóðum
Davíðs Stefánssonar, en efnt var
til hennar í tilefni aldarafmælis
skáldsins 21. janúar en þá var
verkið frumsýnt.
Höfundur verksins er Erlingur
Sigurðarson og skrifaði hann
verkiö aö beiðni Leikfélagsins.
Leikhús
Leikstjóri ogleikmyndahöfundur
er Þráinn Karlsson. í verkinu tjá-
ir skáldið Davíð Stefánsson hug
sinn á ýmsum tímum og leitar á
vit minninganna þar sem persón-
ur stíga fram úr hugskoti hans
og fjölbreytilegar myndir lifna. Á
sviðinu eru þessar táknmyndir
og talsmenn ólíkra viðhorfa gædd
lífi þar sem ástin er í aðalhlut-
verki.
Með hlutverk í sýningunni fara
Aðalsteinn Bergdal, Bergljót
Arnalds, Dofri Hermannsson,
Rósa Guðný Þórsdóttir, Sigurþór
Albert Heimisson og Þórey Aðal-
steinsdóttir. Fjöldi laga er í sýn-
ingunni og sá Atli Guðlaugsson
um að velja tónhst og útsetja.
Mörg dagblöð eru prentuð í stóru
upplagi.
Dagblöð
Elsta almenna dagblað sem enn
kemur út er Haarlems Dag-
blað/Oprechte Haarlemsche Cou-
rant, sem er hollenskt. Þaö kom
fyrst út 8. janúar undir nafninu
Weeckelycke Courante van
Europa og enn er varðveitt eintak
af 1. tölublaði þess. í dag geta
dagblöð verið mjög efnismikil.
Stærsta einstaka dagblaðið er
sunnudagsútgáfa af The New
Blessuö veröldin
York Times en hún getur verið
um átta kíló að þyngd.
Flest dagblöö í
Bandaríkjunum
í Bandaríkjunum eru gefin út um
það bil sautján hundruð dagblöð
sem er það mesta í heiminum.
Þetta er þó ekki hámarkið þar í
landi. Árið 1910 voru gefin út 2202
dagblöð. Stærsta upplag blaðs í
veröldinni er upplag japanska
blaðsins Yomiuri Shimbun sem
stofnað var 1874. Er það gefið út
í fimmtán milljónum eintaka.
Víðlesnasti
dálkahöfundurinn
Greinar eftir Ann Landers voru
birtar í meira en 1200 dagblöðum
og lesnar af 90 miUjónum manna
að því er talið er. Hún starfaöi
lengst af hjá Chicago Times en
1987 skipti hún um aðsetur og
flutti á Chicago Tribune.
Góða heimferð
Það hefur oft verið vandamál hjá
fólki sem er á ferli í miðbænum um
helgar að komast heim til sín. Erfitt
er að fá leigubíla og hefur það því
tekið marga langan tíma að komast
til síns heima. Strætisvagnar Reykja-
víkur hafa á undanfomum misserum
verið með næturferðir um helgar og
Umhverfi
nú er komiö fast fyrirkomulag á
þessar ferðir sem eru á föstudags- og
laugardagskvöldum. Ferðunum er
skipt niöur í tvær leiðir. Önnur leið-
in er númer 125 og fer hún frá Kalk-
ofnsvegi kl. 2 og 3 eftir miðnætti og
heldur í Bústaða- og Breiðholtshverfi
eins og sjá má hér á kortinu til hlið-
ar. Fargjaldiö er kr. 200 í reiðufé.
Farmiðar og græn kort gilda ekki á
þessum leiðum.
Múrinn er viðamikil sýnlng en alls taka þátt i henni um 150 manns.
eiturlyíja. Hann fer að rifja upp aði.
atriði úr lífi sínu og hugur hans Þýöandi verksíns yfir á Sslensku
leitar á æskuslóðir þar sem hann er Olafur Teitur Guönason, tónlist-
í kvöld verður almenn sýning á
Múrnum (The Wall) sem verslun-
arskólanemendur hafa verið aö
sýna i Háskólabíói. The Wall vakti
mikla athygh á sínum tíma þegar
Knk Floyd sendi verkið frá sér á
tveimur plötum. Gerði leikstjórinn
kunni Alan Parker kvikmynd eftir
Skemmtanir
því 1982 og Roger Waters, sem er
höfundur tónlistar og texta, setti
verkið upp ásamt fjölda stórstjarna
í Beriín i kjölfar þess að múrinn
féll þar. Var sú útgáfa sýnd í sjón-
varpinu á sínum tíma.
Verslunarskólanemendur hafa
ekki ráðist á garðinn þar sem hann
er lægstur, enda vanir aö takast á
við stór verk, í fyrra var það Jesus
Christ Superstar, nú The Wall sem
fjallar um ævi rokkstjörnunnar
Pink.
í upphafi er Pink fullorðinn mað-
ur, orðinn frægur en háður neyslu
upplifði það að missa fóöur sinn i
stríðinu, verða fyrir andlegu of-
beldi af hálfu kennara síns og vera
svikinn af konunni sem hann elsk-
arsfjóri er Þorvaldur Bjami Þor-
valdsson og leikstjóri er Þorsteinn
Bachmann.
Háskólabíó:
Jftk Æ"
Verið að
hreinsa snjó
afvegum
Góð vetrarfærð er á öllum helstu
vegum landsins, undanfarið hefur
verið nokkuð þungfært á flestum
vegum utan þéttbýhs en unnið hefur
verið sleitulaust að því að halda þjóð-
Færð á vegum
vegum opnum. í gær hófst mokstur
á Breiðadalsheiði og er vonast til að
hún opnist síðdegis í dag. Veriö er
aö hreinsa snjó af vegum austan
Húsavíkur og á Mývatns- og Möðru-
dalsöræfum.
O Hálka og snjór 0 Vegavinna-aögát @ Öxuiþungatakmarkanir
Q} Lokaö'rStOÖU ® Þungfært (g) Fært fjallabilum
Litla myndarlega stúlkan á
myndinni fæddist á fæðingardeild
Landspítalans 23. janúar kl. 13.20.
Hún reyndist vera 3805 grömm að
þyngd og 52,5 sentímetra löng. For-
eldrar hennar eru Linda Margrét
Arnardóttir og Arnar Unnarsson.
Hún á einn bróöur, Daníel Öm sem
er sex ára.
Kvikmyndun Nostradamus gerist
á þeim tímum sem galdrabrenn-
ur voru algengar.
Spámaðurinn
Nostradamus
Nostradamus sem Háskólabíó
sýnir er byggð á ævi spámanns-
ins sem margir kannast við. í
byrjun er fylgst með ungum
dreng sem er hræddur við
drauma sína og sýnir. Þegar öh
fjölskylda hans deyr í plágunni
miklu reynir Nostradamus að
snúa baki við krafti sínum og
byrja nýtt líf en getur ekki snið-
Kvikmyndir
gengið þaö sem honum hefur
vitrast. Nostradamus spáði ná-
kvæmlega fyrir um eigin dauð-
daga og margt hefur ræst af því
sem hann spáði um framtíðina.
Techeky Karyo leikur
Nostradamus. Hann fæddist í
Tyrklandi en hefur alla sína tíð
búið í Frakklandi og er meöal
vinsælustu leikara þar í landi.
Karyo vakti fyrst athygli utan
heimalands síns þegar hann lék
leyniþjónustumanninn sem þjálf-
ar upp Nikita í samnefndri kvik-
mynd Lucs Bessons. Aðrir þekkt-
ir leikarar eru Amanda Plum-
mer, Julia Ormond, F. Murray
Abraham og Rutger Hauer.
Nýjar myndir
Háskólabíó: Skuggalendur
Laugarásbíó: Timecop
Saga-bíó: Pabbi óskast
Bíóhöllin: Wyatt Earp
Stjörnubíó: Frankenstein
Bíóborgin: Leon
Regnboginn: Litbrigði næturinnar
Gengið
Almenn gengisskráning LÍ nr. 36.
08. febrúar 1995 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 67,280 67,480 67,440
Pund 104,770 105,080 107,140
Kan. dollar 48,130 48,330 47,750
Dönsk kr. 11,1350 11,1800 11,2820
Norsk kr. 10,0190 10,0600 10,1710
Sænsk kr. 8,9970 9,0330 9,0710
Fi. mark 14,1870 14,2440 14,2810
Fra. franki 12,6630 12,7130 12,8370
Belg. franki 2,1297 2,1383 2,1614
Sviss. franki 51,7600 51,9600 52,9100
Holl. gyllini 39,1100 39,2700 39,7700
Þýskt mark 43,8600 44,0000 44,5500
it. lira 0,04154 0,04174 0,04218
Aust. sch. 6,2270 6,2580 6,3370
Port. escudo 0,4248 0,4270 0,4311
Spá. peseti 0,5080 0,5106 0,5129
Jap. yen 0,67720 0,67930 0,68240
irskt pund 103,950 104,470 105,960
SDR 98,43000 98,93000 99,49000
ECU 82,7500 83,0800 84,1700
Slmsvari vegna gengisskráningar 623270.
Krossgátan
4 r 2 3 T~b r~ 7~
\ U
iö II nr
J ir
/5 Ib"* J
/4 I T/
22
Lárétt: 1 kvenmannsnafn, 8 fugl, 9 vond,
10 starf 11 hrósi, 13 þjófnað, 14 bardagi,
15 hnappur, 17 hvíldu, 19 keyr, 20 tryllt-
ir, 22 venju, 23 vanþrif.
Lóðrétt: 2 málshætti, 3 striki, 4 tæpast,
5 ekki, 6 angaðir, 7 Ijómi, 8 skrína, 12 ill-
menna, 16 fiskilína, 18 planta, 21 ullar-
hnoðrar.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 skyssan, 8 Loftur, 9 akir, 10 lim,
11 ger, 13 áta, 15 dilka, 16 rá, 18 giskar,
20 siðs, 21 efi.
Lóðrétt 1 slag, 2 kok, 3 yfirlið, 4 stráks,
5 sulta, 6 ari, 7 nema, 12 eigi, 14 traf, 15
dós, 17 ári, 19 Ke.