Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1995, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 9 » I I > » > > i ) I 1 Útlönd $EM SPARA Tökum notaða bíla sem greiðslu upp í nýja og bjóðum ýmsa aðra greiðslumöguleika. Tekið hefur verið tillit til vaxta í útreikningi á mánaðargreiðslum. ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 568 12 00 • BEINN SÍMI: 553 12 36 John Major var miskunnarlaus í ástarmálum: Mamma hef ur aldrei jaf nað sig á þessu - segir dóttir fyrrum ástkonu forsætisráðherrans John Major, forsætisráðherra Bretlands, er kannski ekki harður í horn að taka í stjórnmálunum en hann var miskunnarlaus þegar ást- armáhn voru annars vegar. Svo seg- ir að minnsta kosti íjölskylda Jean Kieran, 65 ára gamallar konu sem Major hélt við fyrir rúmum þrjátíu árum, þá rétt tvítugur. Fjölskylda konunnar segir að Maj- or hafi kastað henni frá sér þegar hann steig fyrstu skref sín upp met- orðastiga stjórnmálanna. „ John Major særði hana illa,“ sagði Siobhan, dóttir Kieran, í viðtah við æsiblaðið Today. Sonur hennar sagöi í viðtali við Daily Express að það hefði ekki verið félagslega ásættan- legt að ungur upprennandi íhalds- maður héldi við konu sem væri svona miklu eldri og fráskilin að auki. Bresku æsifréttablöðin hafa farið hamfórum eftir að fullyrðingar um að hinn htlausi Major, sem þau lýsa svo, hefði eitt sinn verið ástarleik- fang konu sem var þrettán árum eldri. Fréttir af þessu birtust fyrst í tímaritinu Esquire á mánudag. Terry, eldri bróðir Majors, sagði fréttirnar fáránlegar og að hjúin hefðu aðeins verið góðir vinir. Jean Kierah, sem nú er orðin 65 ára eftirlaunaþegi, flutti inn í húsið við hliðina á foreldrum Johns Majors með börnunum sínum tveimur árið 1963 og hófst þá ástarsamband þeirra sem stóð í nokkur ár. „Hjónaband hennar hafði farið út um þúfur og hún hélt að hún hefði fundið hamingjuna með „John frænda" eins og við kölluðum hann. Svo fór hann líka frá henni. Mamma hefur aldrei jafnað sig á þessu,“ sagði Siobhan Kieran. Reuter Díana heilsar aðdáendum sínum í garði einum í miðborg Tokyo. Um eitt þúsund manns höfðu safnast saman til að sjá prinsessuna en hún hefur nú verið þrjá daga í heimsókn í Japan. Símamynd Reuter Díana prinsessa vinnur hug og hjörtu Japana: GæslaSmtig- unnarkostaði 230 milljónir Gíali Kristjánsson, DV, Ósló: Það kostaði norsku strandgæsl- una um 230 milljónir íslenskra króna að líta eftir veiöum íslend- inga í Smugunni og við Svalbai-ða á síðasta ári. Þetta er fimmtungur af öllum kostnaði við strand- gæslu í Noregi. Dagsúthaldið á einu stóru varð- skipi kostar ríflega 2 milljónir króna og þau skip voru löngum stundum í eftirliti og eltingarleik við meinta veiðiþjófa. Þá var umtalsverðum Sjármunum varið í eftirlit úr lofti. Norðmönnum þykir þetta hár reikningur, sérstaklega þegar haft er í huga að verðmæti aflans úr Smugunni nam á síðasta ári vel á ijórða milljarð íslenskra króna Jospin kominn í annaðsætið Lionel Jospin, frambjóðandi sósíalista í for- setakosningun- um í Frakk- landi í vor, nýt- ur nú næst- mests stuðn- ings frambjóð- enda, næst á eftir Balladur forsætisráð- herra. Jospin fengi um 20 prósent í fyrri umferðinni en Balladur 28-29 prósent. Reuter heimsókn að ræða og staða Díönu í konungsfjölskyldunni er óljós. Jap- anar hafa verið hálfvandræðalegir yfir því hvernig þeir eigi að taka á Hef ur breyst úr rós ' f ullþroskaða konu Díana prinsessa hefur nú verið í þrjá daga í Japan í heimsókn sem japönsk yfirvöld hafa ekki alveg kunnað að taka á því hér er ekki um opinbera móti þessari fráskildu konu. Hún hefur þó unnið hug og hjörtu fólks og var hún þó vinsæl fyrir. í gær var prinsessan í stríðskirkjugarði og hélt í hönd gamals og hrums hermanns á meðan á athöfninni stóð og fólkið réð sér ekki af hrifningu. Fatnaður prinsessunnar hefur hka vakið athygli, eins og reyndar alls staöar þar sem hún kemur. Díana þykir stórglæsileg og japanskur fata- hönnuður lýsti því yfir í gær aö Díana hefði breyst úr „fallegu blómi í fullþroska konu“. Öll framkoma Díönu hefur verið til fyrirmyndar í ferðinni. Hún þykir standa sig frábærlega í heimsóknum sem þessum. Máhð er allt að verða hið vandræðalegasta fyrir Kalla og krúnuna því prinsessan flengist nú um heim allan í heimsóknir og vekur miklu meiri athygli er ríkisarfinn sjálfur. Díana hefur meðal annars talað japönsku í ferðinni, talað mikið við börnin og gamla fólkið og sýnt mikla samúð vegna hörmunganna sem jarðskjálftinn í Kobe kallaði yfir þjóöina. Sjónvarpsstöðvarnar fylgja henni hvert fótmál. Reuter Rússarherða enn kverkatakið áGrosní Rússneskar hersveitir hafa hert tök sín á Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu, þar sem leiðtogar uppreisnarmanna velta fyrir sér hvort þeir eigi að gefa borgina upp á bátinn eftir sex vikna bar- daga. Rússar tilkynntu í gær að þeir hefðu náð fleiri hverfum borgar- iimar á sitt vald, þar á meðal hinu hernaðarlega mikilvæga Mín- útka-torgi. Einn hershöföingja Tsjetsjena sagði Itar-Tass frétta- stofunni í Moskvu að hann bygg- ist við að rússnesku hermennim- ir mundu reyna að króa af þá uppreisnarmenn sem enn væru í suöurhluta Grosní. Tsjetsjenar virtust vera að búa sig undir að hörfa frá Grosní, þar sem þeir hafa höggvið stór skörö í raðir innrásarliðs Rússa, og koma sér fyrir í hæðunum suður af borginni þaðan sem þeir gætu lagt í skæruhernað. Reuter <jP Gabriel höggdeyfaify%- Vegna hagstæöra samninga bjóðum viö 20% verðlækkun á öllum geröum Gabriel höggdeyfa. GSvarahlutir Hamarshöfða 1, sími 676744 Frá 624.000,- kr.\ 156.000,- kr. úl og 15.720,-kr. í 36 mánuði. I Ætlarðu að missa af þessum einstöku möguleikum? Við drögum 10. febrúar. “JH3Íínds

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.