Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1995, Síða 12
FIMMTUDAGUR 16. MARS 1995
12
Spumingin
Ætlarðu að nýta þér
kosningarétt þinn
8. apríl næstkomandi?
ívar Ólafsson nemi: Já, ég er ákveö-
inn í aö gera þaö.
Guðjón Oddur Bjarnason atvinnu-
rekandi: Já, ég er ákveðinn í því.
Elsa Hermannsdóttir i verkfalli: Viö
höfum engan kosningarétt á íslandi
og höfum því ekkert um þetta aö
segja. Það er stillt upp á lista flokk-
anna að okkur forspurðum.
Danía Árnadóttir húsmóðir: Já, að
sjálfsögðu ætla ég að nýta kosninga-
réttinn.
Hjördís Ingadóttir kennari: Já, en ég
er ekki búin að ákveða hvað ég ætla
að kjósa.
Erla Sigurðardóttir kennari: Já, ég
ætla að gera það.
Lesendur
Sæbjörnog
Stórsveitin
G.R.A. skrifar:
Laugardaginn 11. mars sl. bauðst
aðdáendum stórsveitartóna enn einu
sinni að hlýða á þessa tónlist í Ráð-
húsi Reykjavíkur. - Þama var aftur
á ferð Stórsveit Reykjavíkur og nú
ásamt Léttsveit Tónmenntaskóla
Reykjavíkur. - Kynnir á tónleikun-
um var Ólafur Þórðarson.
Báðar voru hljómsveitirnar undir
stjóm Sæbjörns Jónssonar sem hef-
ur haft veg og vanda af því að koma
þessari tónlist á framfæri opinber-
lega síðustu árin. Reyndar átti Stór-
sveitin þriggja ára afmæh nýlega og
ætti því að geta haft nokkuð fast land
undir fótum. Borgin hefur þar gefið
gott fordæmi og mætti enn bæta við.
Meö hljómsveitinni að þessu sinni
mættu þau Ellý Vilhjálms og Ragnar
Bjarnason sem eru óumdeilanlega
bestu söngvarar sem við eigum þegar
stórsveitarlög em annars vegar. Auk
þess að vera frábærir söngvarar ein-
ir og sér fyrr og síðar. Það var hreint
stórkostlegt aö hafa þessa söngvara
meö hljómsveitinni. Tæknin veldur
þeim ekki erfiðleikum og þau skiluðu
sínum hlutverkum eins og best gerð-
ist hjá hinum þekktari söngvurum í
þessum tónhstargeira fyrr á ámm.
Lögin „Here’s that rainy day“, sem
Ragnar Bjarnason söng, og „The
more I see you“, síöara lag Ellýar
Vilhjálms, áttu sérstaklega hug
áhorfenda og fengu þau innilegar
þakkir með löngu lófataki.
Lögin sem leikin voru em öh sígild
stórsveitarlög og það var mikiö um
„brazz-sound" eins og vera ber og
kemur oftast best fram í endingum
þessara verka. Það er ekki hávaðinn
sem ræöur í þeim tilvikum heldur
„sándið" sjálft, þessi þýði samhljóm-
ur sem einkennir alltaf bestu djass-
og stórsveitirnar. Útsetningarnar
vom frábærar og gerðar af öörum
snilhngunum til í faginu (t.d. John
Fedchock, Sammy Nestico - einnig
höfundi lagsins Pair of Aces og Frank
Mantooth).
Já, Sæbjörn var með tvær hljóm-
sveitir í takinu; Stórsveitina og Létt-
sveit Tónmenntaskólans sem hann á
heiður af að æfa og halda utan um.
Verulega skemmtilegt var að heyra
og sjá taktana hjá hinum ungu hljóð-
færaleikumm; stórsveitartakta
gömlu „big-bandanna“ með réttum
„sveiflum" trompetanna og básúna.
Stórsveitin er vel mönnuð eða
ábyggilega eins vel og hægt er nú á
tímum. Það eru bara ekki margir
sem leggja orðið fyrir sig eða vilja
gefa sál sína í svona áhugamanna-
starf. Það er mikh eftirsjá. Þarna eru
þó enn kempurnar Ámi Elfar og
Björn R. Einarsson og svo Stefán S.
Stefánsson sem löngu er orðinn einn
burðarásanna í þessum sérstaka tón-
menntahópi.
En manni verður hugsað til fram-
haldsins. Hvað endast menn lengi til
að gefa hæfileika sína og krafta af
áhuganum einum saman? Er ekki
hægt að koma málum svo fyrir að
stórsveitartónleikar verði fastur hð-
ur í hstalífi borgarinnar? Við þurfum
á þess konar tónhst að halda, líka
við ýmis tækifæri utan sérstaks tón-
leikahalds svo sem við opinber tæki-
færi á ýmsum tímum.
Ég trúi því að hægt sé að bjóöa upp
á svona tónleika með föstu sniði, t.d.
í Borgarleikhúsinu, svo sem einu
sinni í mánuði, a.m.k. að vetrinum.
Þeir gætu verið í einum salnum á
laugardegi og jafnvel sunnudagseft-
irmiðdegi. Þessu mætti koma inn í
dagskrá leikhússins ásamt leiksýn-
ingum. Er ekki hægt að bjóða svona
tónhst í pakkaferðum til borgarinn-
ar, líkt og leikhúsferðir? Ekki ókeyp-
is, heldur sem hluti skemmtanapró-
gramms fyrir áhugasama. Það þarf
bara að festa Stórsveitina í sessi með
skynsamlegum ráöagerðum.
Til hvers er að kjósa?
Árni Einarsson skrifar:
Eftir því sem mér skilst er mikil
og almenn óánægja m'eð hvemig ís-
lenskir stjórnmálamenn hafa farið
að ráði sínu í flestum greinum þjóðfé-
lagsins. - Þeir eru með fingurna í
flestum málum og ráða því sem þeir
vilja ráða, þótt valið eigi að vera al-
mennings, og þeir skipta þjóðarkök-
unni með góðu samþykki innbyrðis
á milli sín og venslamanna sinna,
ráða í stöður og úthluta opinberum
styrkjum, rétt eins og þeir hafi með
þá að gera einir og sér. Þetta er auð-
vitað óþolandi og fólk almennt er
búið að fá nóg af þessu hátterni.
Og svo á að fara að kjósa, eina ferð-
ina enn. - Allir vita þó að engu máh
skiptir hvaða flokkur fær mest eða
minnst. Sá sem minnst fær getur
veriö kominn í ríkisstjórn eftir kosn-
ingar og ráðið til jafns við þann flokk
sem flest atkvæðin fær. Atkvæða-
vægið er út í hött þar sem því er
skipað eftir búsetu en ekki eftir lög-
málum ftjálsra kosninga eins og þær
gerast vítt og breitt um heiminn. Til
hvers er þá að kjósa? Hefur það
nokkuð upp á sig? - Er ekki besti
kosturinn að sitja bara heima á kjör-
dag. Ástandið getur ekki versnað við
það og það batnar heldur ekki þótt
við kjósum.
Eru kennarar ekkí uppalendur?
Soffia skrifar:
Mér þykir nú orðið þröngt fyrir
dyrum í uppeldis- og skólamálum
okkar þegar kennarar neita að gegna
sínu hlutverki; nefnilega kennslu- og
^^ftíélns^9,90.jpín(itan jJPJ!
- eða hringið í síma
56#2700
kl. 14 og 16
uppeldisskyldu sinni. Ég veit ekki
betur en að kennarar séu uppeldis-
menntaðir og að því leytinu standi
þeir framar mörgum uppalendum,
mæðrurn og feðrum, sem sjá um upp-
eldi barna sinna.
Kennarar virðast gleyma hlutverki
sínu að fullu sem uppalendur auk
þess sem þeir virða skyldu sina sem
uppfræðarar að vettugi. í raun ætti
að setja slík lög í landinu að kennar-
ar gætu ekki og mættu ekki fara í
verkfah. Svo rík er þeirra skylda og
þeirra starf við þjóðfélagið. Geta for-
eldrar farið í verkfah, sett bömin á
götuna og sagt; hið opinbera verður
að taka við þeim, við höfum hvorki
tíma, fjármagn né löngun til að ala
upp börnin við þessar aðstæður?
Þetta gera kennarar.
ÖWSUl-l
Gleyma kennarar uppeldishlutverk-
inu?
Meiri verkef ni
viðHelguvík
Skarphéðinn H. Einarsson skrif-
ar:
Olíuflutningar um Reykjanes-
braut eru daglegt brauð. Esso
skipar upp olíu í Hafnarfirði og
Sheh og Olís x Reykjavík. Dráttar-
bílar með eldsneytisvögnum aka
Reykjanesbrautina daga og næt-
ur með eldsneytí til Keflavíkur-
flugvallar. Þarna mætti bæta um
betur. Skipa mætti upp ohu í
Helguvík og fá aögang að höfn-
inni hjá NATO. Ég er viss um að
leyfi fengist fyrir þeirri fram-
kvæmd. - Síðan mætti leggja
leiðslu þá 3-4_ km sem eru til
Leifsstöðvar. Ég sá nýlega að-
stöðu þá sem menn á Suðurnesj-
um hafa komið upp í Helguvik
og trúlega eiga mörg mannvirki
eftir að rísa þarna.
Byggðakvófiog
banndagakerfi
Sigurður G. Haraldsson skrifar:
Sjávarútvegsmálin eru sífellt í
brennidepli. - Ég vil eindregið
fordæma einkaeign útgerðar-
manna á kvóta og hana á að af-
nema að fullu. Það er mál til kom-
íð aö blaka við sægreifunum. Þaö
segir sig sjálft að óhæfa er að eig-
andi kvóta í htlu sjávarplássi geti
selt lífsbjörgina úr byggðarlag-
inu, tekið hana frá fólkinu. Það
verður að koma á byggðakvóta
og banndagakerfi þannig að
ákveðna daga sé bannaö að veiða.
Annað eins kerfi hefur nú verið
sett á laggimar og engum þótt
mikið.
Verðbólgan
-óráðingáta
Sigurbörn skrifar:
Hvað vita menn um verðbólgu
á þessum tíma? Það er ekkert lík-
legra en að hún xjúki upp að
kosningum loknum. Verði samið
við kennara á þeim nótum sem
þeir liafa farið fram á og svo
BSRB-fólkið er ekkert annaö til-
tækt en að leita eftir erlendum
lánum enn einu sinni. Og þá fer
líka aht á skrið; verðhækkanir,
gengisfelhng, vaxtahækkun og
svo áframhaldandi kaupkækkan-
ir. Það er þvi aht óráðið um verð-
bólgu á þessarí stundu.
Lögákennara
einsogsjómenn
K.Á. hringdi:
Ég minnist þess sem sjómanns-
kona að í ársbyrjun sl. árs efhdu
sjómenn th verkfahs. Ekki liðu
neraa tvær vikur þar th bráða-
birgðalög höfðu veriö sett á þá.
Hvers vegna skyldi það nú vera?
Kannski vegna mikhvægis sjó-
mannastéttarinnar? Líklegast.
En eru kennarar þá lítils sem
einskis virði? Auðvitað á aö setja
lög á kennara jafnt og sjómenn.
Eða fyrir hvaö voru þá sjómenn
að gjalda?
Aldurstakmark
-lögeðaólög?
14.07.77 skrifar:
Á flestum ef ekki öllum
skemmtistöðum (svo sem á diskó-
eða bahstöðum) landsins er ald-
urstakmark 18 ár. Unglingur sem
fæddur er 25.08.77 kemst ekki inn
á skemmtistað fyrr en þarrn
25.08.95. Jafnaldri hans, fæddur
16.01.77, kemsthins vegar inn eft-
ir 16.01.95. Samt eru þessir tveir
einstakhngar búnir aö vera sam-
an í bekk, fermast saman, spila
saman fótbolta í sama flokki og
fleira í þessum dúr aha sína tíð!
Með þessum fáránlegu lögum,
sem eru í raun „ólög“, er verið
að stia i sundur vinum og félög-
um. Þessum ólögum þarf að
breyta og láta „árið“ gilda hér
eins og í flestum öðrum greinum,
t.d. varöandi fermingu, skóla
o.s.frv.