Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 Fréttir___________________________________________________________ Norðmenn æfir vegna fyrirætlana íslendinga í síldarsmugunni: Virðast ætla að haf a forystu í rányrkju - segir Audun Marok, formaður félags útgerðarmanna í Álasundi Gísli Kristjánssan, DV, Ósló: „Það er ótrúleg skammsýni og bara heimska ef íslendingar ætla sér að senda flota í síldarsmuguna til að moka upp síld þar. ímynda menn sér að þeir muni sitja einir að þessum afla? Það munu hópast þangað skip frá Evrópusambandinu og henti- fánaskip úr öllum áttum og veiða stofninn upp á skömmum tíma. Hver verður þá gróðinn?" spyr Audun Marok, formaður útgerðarmanna í Álasundi, vegna fréttar DV í gær um aö íslenskar útgerðir undirbúi að senda fjölda skipa í Síldarsmuguna. Audun sagði við DV að sér virtist sem íslendingar ætluðu sér að ná forystu meðal þeirra sem stunda rá- nyrkju í höfunum. Þeir færu á undan flotum annarra ríkja þegar aflavon væri á alþjóðlegum svæðum. „Við höfum um árabil reynt að vernda síldarstofninn og byggja hann upp. Fiskifræðingar heimila okkur að taka aðeins um 5 prósent úr stofninum á ári og nú er svo kom- ið að síldin er tilbúin að leggja upp í sína hefðbundnu göngu út á hafið. Það er hægt að eyðileggja þennan stofn á skömmum tíma og við ótt- umst að það gerist nú,“ segir hann. í allan vetur hefur síld mokveiðst á miðunum viö Álasund og land- burður hefur verið þar og í höfnum í nágrenninu. Síldin er byijuð að hrygna og er reiknaö með aö hún haldi á hafið næstu daga. Norsk- íslenski síldarstofninn ef nú tahnn vera 2,5 milljónir tonna. „Þetta er uppátæki sem á eftir að koma íslendingum í koll. Ef þeir fengjust til að bíða þar til síldin geng- ur inn í íslenska lögsögu og hefðu stjórn á veiöunum gæfi sfldin marg- faldan arð um ókomin ár. Nú virðast þeir hugsa um það eitt að drepa alla sfldina sem allra fyrst,“ segir Audun. Síldarsmugan: Lykilatriði að búa til veiðireynslu - segir Lárus Grímsson „Það mikill áhugi á sfldarsmug- unni og það er um að gera aö moka þarna upp einhverjum tonnum áður en við fórum að semja við Norð- mennina. Nú er lykflatriði að búa þarna til veiðireynslu," segir Lárus Grímsson, skipstjóri á loðnuskipinu .Júpíter sem hyggst halda til veiða í sfldarsmugunni á næstu vikum. Lárus segir að menn bindi miklar vonir við þessar veiðar og að þetta geti orðið loðnuflotanum mikil lyfti- stöng. „Viö viljum ná höndum yfir þetta. Þessi stofn er auðvitað eign okkar að hálfu og þetta getur orðið þessum loðnuskipum mikil lyfti- stöng. Menn geta jafnvel farið að huga að löngu tímabærri endumýj- un á þessum flota. Þetta er hið besta mál,“ segir Lárus. Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri hjá sjávarútvegsráðuneytinu, segir ráðuneytið fagna því að skip beri sig eftir síld á þessum slóðum. Hann segir að það muni gera samninga við Norðmenn auðveldari. Hann segir fjögur ríki eiga tflkafl tfl þessa stofns, Island, Noreg, Færeyjar og Rússland. „Meðan ekki er samið er æskilegt að menn veiði þama. Það er þó alveg ljóst að það ber nauðsyn til þess að samið verði um þessar veiðar. Við emm eitt fjögurra ríkja sem eiga tfl- kall til norsk-íslenska síldarstofns- ins,“ segir Jón. -rt Sáttafundi slitið á ísafirði: 400 manns í verkf all? „Mér sýnist að það sé ekkert annað en vinnustöðvun sem tekur við á morgun. Það slitnaði upp úr samn- ingaviðræðum aðfaranótt sunnu- dags. Geir Gunnarsson aðstoðar- sáttasemjari sleit fundi þegar sýnt var að hvorki gekk né rak. Hann er farinn tfl Reykjavíkur og kvaddi okk- ur með þeim orðum að hann myndi ekki kalla saman fund fyrir en eftir 2 vikur lögum samkvæmt, nema annar hvor deiluaðflinn óskaði eftir fundi og hefði eitthvað nýtt fram að færa,“ sagði Pétur Sigurðsson, form- aður Verkalýðsfélagsins Baldurs á ísafirði og Alþýðusambands Vest- fjarða. Hann sagði að í fiskvinnslunni á ísafirði störfuöu fast að 400 manns sem myndu leggja niður vinnu á miðvikudagskvöld. Mjög mikiö væri að gera um þessar mundir í fisk- vinnslunni á Isafirði. „Það sem strandar á í samninga- viöræöunum er kauptryggingará- kvæöið. Það gengur út á það að í kjarasamningum ASÍ og VSÍ er gert ráð fyrir að fólk fái kauptryggingu í fiskvinnslunni eftir 9 mánaða starf. Við krefjumst þess að þetta verði stytt niður í 2 mánuði. Það mega vinnuveitendur hér á ísafirði ekki samþykkja. Vinnuveitendasam- bandið bannar það,“ sagði Pétur. Bíl var bakkað á brunahana við Vesturgötu i gærdag, með þeim afleiðing- um að hann brotnaði og vatnið flæddi úr honum. Starfsmenn Vatnsveitunn- ar komu á staðinn og björguðu málunum. DV-mynd Sveinn Stuttarfréttir dv Ofhladnirbátar Sigiingamálastofiiun telur aö smábátar hafi sokkiö í aflahrot- unni að undanfömu vegna þess að þeir hafi veriö ofhlaðnir. Sjón- varpið greindi frá þessu. Veðurstofan gerir ráð fyrir hlýju veðri og sunnanátt á kosn- ingadaginn, 8. apríl. Framsóknisókn Framsóknarflokkurinn hefur bætt viö sig fylgi en Sjálfstæðis- flokkur tapað fylgi skv. nýrri skoðanakönnun sem Gallupgerði fyrir RÚV. Alþýðuflokkur fengi 10,8%, Framsóknarflokkur 23%, Sjálfstæðisflokkur 33%, Alþýðu- bandalag 13,2%, Þjóðvaki 12,1% og Kvennalistinn 5,5%. Aðalbækistöð þeirra Ara Trausta Guðmundssonar og Ragnars Th. Sigurðssonar í ieið- angri þeirra á noröurpólinn sprakkí lott upp á sunnudaginn. Engan sakaði en búnaður eyði- lagðist. Drífa Sigfúsdóttir, forseti bæj- arstjómar í nafnlausa sveitarfé- laginu á Suðumesjum, \áll ræða þaö innan bæjarstjórnar hvort fresta eigi nafnakosningunni sem fram á aö fara samhliða alþingis- ; kosningum. Stöð tvö greindi frá. fökiðfáiskuldimar Nefnd á vegum landbúnaðar- ráðherra vili að Stóðhestastöö ríkisíns i Gunnarsholti verði af- hent bændum til eignar eða aö bændasamtökin kaupihana áum 5 milljónir. Skv. RÚV vill nefndin að ríkið yfirtaki skuldirnar á stöðinni, alls 23 milijónir. Lóan er komin og hefur meðal annars sést víða á höfuðborgar- svæðinu. Skv. Mbl. er koma fugl- ana til landsins með fyrra failinu Horfur eru á að Gunnarstindi, sameignarfyrirtæki Stöðfirðinga og Breiðdælinga, verði skipt og Breiðdalshlutinn sameinaöur Búlandstindi á Djúpavogi. RÚV greindi frá þessu. Vifja rýnvi verkf allsrétt Samband íslenskra banka- manna vill að verkfallsréttinum verði bréýtt þannig að banka- menn geti farið í tímabundin verkföli og samúðarverkföll. Tíminn greindi frá þessu. SkóliáGufuskálum? Snæfellsbær hefur hug á að starfrækja björgunarskóla að Gufuskálum. Mbl. greindi frá. -kaa Réttarhöld 1 gær yfir manni sem oft hefur komið við sögu fíkniefnamála: Með kíló af hassi á sér en neitar samt - hefur ávallt neitað sakargiftum - líka þegar hann var tekinn með efni innvortis Karlmaður á fertugsaldri, sem meðal annars er ákærður fyrir að hafa haft 1 vörslum sínum eitt kfló af hassi í maí 1994 og fleiri fíkniefna- mál, neitaði öllum sakargiftum í rétt- arhaldi í gær þar sem fjöldi lögreglu- manna bar vitni gegn honum. Ákærði hefur komið við sögu mikfls fiölda fíkniefnamála en hefur nánast alltaf neitað öllum sakargiftum. Þegar maðurinn kom til landsins frá Amsterdam síðastliðið vor var honum m.a. skipað að berhátta sig þegar leitað var að fikniefnum á honum. Ekkert fannst en daginn eftir var hann stöðv- aður þar sem hann var á ferð um Reykjavík í bifreið. Þegar máhð var kannaö komu fíkniefni í ljós innan á honum, um eitt kfló af hassi, en þeim hafði verið komið fyrir í stoðbelti fyrir bakveika sem maðurinn var í. Við yfirheyrslur kvaöst maðurinn ekkert kannast við fíkniefnin. Hann hefði fengið beltið hjá fólki í Amst- erdam vegna bakvefld sinnar. Fyrir dómi í gær vildi maðurinn hins vegar ekki skýra frá því hvar hann hefði fengið beltið og neitaði sakargiftum. ídómsalnum Óttar Sveinsson Maðurinn hefur einnig verið ákæröur fyrir aö hafa ræktað 21 kannabisplöntu að Felh í Biskups- tungum. Auk þess er honum gefið að sök að hafa haft í vörslum sínum hass og amfetamín í einhveijum mæh í nokkur skipti. Þessu hefur maöurinn einnig neitað að hafa átt sök á eins og öðru. Neitanir sakbomingsins eru lög- reglu- og dómsyfirvöldum orðnar vel kunnar enda hefur hann nær ávallt neitað því sem á hann hefur verið borið. Eitt sinn fundust á annað hundrað grömm af amfetamíni inn- vortis á manninum. Þegar maðurinn var yfirheyrður á fyrri stigum þess máls neitaði hann aö hafa átt sök á því að efnin komust í hkama hans. Maðurinn sagði í samtali við blaða- mann DV við réttarhöldin í gær að lögregla hefði ofsótt hann á síðasta ári þegar í ijós kom að lögreglustjór- inn í Reykjavík var búsettur í næsta húsi við hann. Réttarhöldin stóðu yfir síödegis í gær og kom mikfll fiöldi lögreglumanna til að staðfesta skýrslur sínar og bera vitni fyrir dóminum. Gera má ráð fyrir að dóm- ur gangi á næstu vikum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.