Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1995, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1995, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 Neytendur Verðsamanburður Samkeppnisstofnunar: Landbúnaðarvörur mun dýrari hér en í Danmörku - nýlenduvörur oftar ódýrari 1 Reykjavík en Ósló Smásöluverð á flestum landbúnað- arvörum er mun lægra í stórverslun- um í Kaupmannahöfn en í Reykja- vík. Fuglakjöt er 64 prósentum ódýr- ara, egg 52 prósentum ódýrari og unnar kjötvörur 46 prósentum ódýr- ari. Þetta kemur fram í verðsaman- burði sem Samkeppnisstofnun og Neytendasamtökin stóðu nýverið fyrir í Kaupmannahöfn, Ósló og Reykjavík. Smásöluverð var kannaö í nokkr- um matvöruverslunum í hverri borg. Valdar voru svokallaðar afsláttar- verslanir, sambærilegar við Bónus, og stórmarkað. Annars vegar var kannað verð á hefðbundnum land- búnaðarvörum, 83 vörutegundum í Kaupmannahöfn og 39 í Ósló og hins vegar útvöldum nýlenduvörum, snyrtivörum og hreinlætisvörum, alls 356 vörumerkjum í Kaupmannahöfn og 370 í Ósló. I kjölfarið var hæsta og lægsta verð borið saman í annai-s vegar Reykjavík og Ósló og hins vegar Reykjavík og Kaupmannahöfn. Hvað landbúnaðarvörur varðar leiðir verðsamanburðurinn í ljós að af þeim 83 vörutegundum sem voru kannaðar í Kaupmannahöfn reynd- ust 58 vera dýrari í Reykjavík. Af þeim 39 vörutegundum sem voru kannaðar í Ósló reyndust 17 vera ódýrari í Reykjvík. Fram kemur í könnun Samkeppnisstofnunar að mun minni verðmunur er á landbún- aðarvörum í Ósló og íslandi heldur en Kaupmannahöfn og Reykjavík. Hvað varðar nýlenduvörur, hrein- lætisvörur og snyrtivörur leiðir verðsamanburðurinn í ljós að lítill munur er á smásöluverði í Reykja- vík, Ósló og Kaupmannahöfn. Af þeim 356 vörutegundum sem voru kannaðar í Kaupmannahöfn reyndust 185 vera ódýrastar í Reykjavík. Ef htið er á einstaka vöru- flokka þá reyndist sykur og mjöl í 9 tilvikum af 10 vera ódýrast í Reykja- vík, grjón í 5 tilvikum af 6, pastavör- ur í 11 tilvikum af 12, súpur og sósur í 9 tilfellum af 11, barnamatur í 6 til- fellumaf 7 og rakstursvörur í 15 til- fellum af 17. Af þeim 370 vörutegundum sem voru kannaðar í Ósló reyndust 243 ódýrastar í Reykjavík. Lægsta verð á sykri, mjöh, gijónum, sósum, sinn- epi og barnamat reyndist alltaf í Reykjavík. í 23 tilfellum af 26 reynd- ist lægsta verðið á pastavörum í Reykjavík og í 73 tilfellum af 90 átti það sama við um pakkasúpur og sós- ur. -kaa rffiKEh- Veiðsamanbuiður á milli landa S ±7 p - könnun Samkeppnisstofnunar í Kaupmannahöfn, Ósló og Reykjavík - Kaupmannahöfn - Reykjavík - Reykjavík = 100 - Ýmsar vörur Grænmeti, frosið Kartöflur o. fl. Salöt Smjör, smjörlíki Ostar Mjólk, jógúrt Fiskur, fiskv. Unnar kjötvörur Fuglakjöt Lambakjöt Nautakjöt Svínakjöt Ódýrustu vörunum í Reykjavík er gefið gildið 100 og verðsamanburður gerður eftir vöruflokkum í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Miöaö er við lægsta verð á viðkomandi vöru í hvorri borg. Kaupmannahöfn - Reykjavík - samtals 356 vörutegundir ■ Kaupmannahöfn gg Reykjavík Ódýrast Dýrast Hlutfall af vörum sem eru Hlutfall af vörum sem eru ódýrastar í verösamanburði dýrastar í verösamanburði Ósló - Reykjavík - Reykjavík = ÍOO - Ymsar vörur Salöt Smjör, smjörlíki Egg Ostar Mjólk, jógúrt Fiskur, fiskv. Unnar kjötvörur Fuglakjöt I' « Lambakjöt Nautakjöt Svínakjöt Ódýrustu vörunum í Reykjavík er gefið gildiö 100 og verösamanburöur geröur eftir vöruflokkum I Reykjavík og Ósló. Miðaö er við lægsta verð á viðkomandi vöru í hvorri borg. Ósló - Reykjavík - samtals 370 vörutegundir gg Ósló Ódýrast 1 Reykjavík Dýrast Hlutfall af vörum sem eru Hlutfall af vörum sem eru ódýrastar í verösamanburði dýrastar í verösamanburði íslenskar gúrkur lækka og framboð eykst „Gúrkur lækkuðu um 35% í heild- sölu í morgun svo það er líklegt að þaö skili sér fljótlega til neytenda," sagði Kolbeinn Ágústsson hjá Sölufé- lagi garðyrkjumanna í samtah við DV í gær. Lítið hefur verið til af ís- lensku gúrkunum undanfarið og hef- ur verðið verið í kringum 600 kr. á kílóið. Nú fer framboðið að sögn Kolbeins að aukast og verðið að lækka og verða þá eingöngu íslensk- ar gúrkur á markaðinum. I lauslegri verðkönnun okkar í gærmorgun kostaði kílóið af íslensku gúrkunum 299 kr. í Hagkaupi, 329 krónur í Fjaröarkaupum og 259 kr. í Bónusi. Umbúðimar eru sagðar varð- velta gæðin fullkomlega. Katla hefur nú sett á markað 29 tegundir af kryddi í loftþéttum umbúðum sem ætluð eru til áfyll- ingar á kryddstauka. Af þeim eru 22 almenn krydd til daglegra nota en 7 ný sem ekki hafa fengist í matvöruverslunum áður, t.d. popp-, kartöflu- og reykkrydd. í fréttatilkynningu frá fyrir- tækinu segir að spamaður fehst í þvi að henda ekki tómu stauk- unum og fullyrt er að Kötlu- kryddið sé selt á iægra verði en áður hafi sést hér á landi. Staðgreiösluverð nýrra upp- þvottavéla er á bilinu 37.900- 99.700 krónur ef marka má mark- aðskönnun sem birt er í Neyt- endablaðinu. Ódýrust var Morris PLS604, 6 manna grisk upp- þvottavél frá Kili, en dýrust var Miele G 579 SCI sem er 12 manna þýsk vél frá Eirvík. Könnuð voru 48 vörumerki hjá 18 seljendum þar sem m.a. er tek- iö tillit til stærðar, afkastagetu, fjolda þvottakerfa, hitastigs, ör- yggis, þvottatíma ogorkunotkun- ar í kWh. Þvottatimiim reyndist vera á bihnu 22 mín. til 105 mín. og orkunotkunin frá 0,7 kWh til 2,3 kWh. í Neytendablaðinu er einnig minnst á þau atriði sem hafa ber í huga við kaup á uppþvottavéi- um. Þar ber fyrst að nefna hvem- ig uppþvottavél þú þarft, þ.e. hvar þú vilt hafa hana og hversu mikið pláss þú hefur. Einnig ber að athuga afköst vélarinnar, hvaða kerfi hún býð- ur upp á, hvort vatniö sem hún tekur inn á sig sé hart, hvernig raðast I véhna (þ.e. hvort hún hentar leirtauinu þínu), hvað hún kostar og loks hvemig ábyrgðar- og viðhaldsþjónstu er háttað og hverjir skilmálar trygg- ingafélaganna eru. O M (D 0. Œ < > < h X U1 h Lambasmásteik. Handa fjórum 800 g beinlaust lambakjöt, t.d. af framparti eða skanka 2 laukar, saxaðir gróft 2 gulrætur, skornar í sneiðar 2-3 msk olía salt og pipar úr kvörn 1 soðteningur, gjarnan grænmetis 1- 2 lárviðarlauf 1 msk tómatþykkni 2- 3 msk hveiti 1 dl kalt vatn 1/2 tsk timjan 1 msk sojasósa Laukurinn er steiktur létt í olíu ásamt gulrótunum ef þær eru notaðar. Grænmetið er síðan geymt. Kjötið er snyrt, skorið ( bita og steikt í olíu þar til það er allt vel brúnað. Vatni er þá hellt á svo að næstum fljóti yfir, og síðan bætt við salti og þipar, soðteningi, lárviðariaufi og tómatþykkni. Kjötið er látið sjóða í um 30 mínútur. Þá er grænmetið sett út í og soðið áfram í um 20 mínútur. Kjötið á að verða vel meyrt. Soðið má þykkja örlítið með hveitijafn- ingi sem hristur er saman úr hveiti og köldu vatni. Hræra þarf vel í á meðan. Þá er bætt við timjani og sojasósu og sósan látin sjóða í 5 mínútur. Ef til vill þarf þá að bæta við salti eða pipar og þeir sem vilja geta dekkt sósuna meira með ögn af sósulit. Meö réttinum er gott að hafa kartöflustöppu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.