Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1995, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1995, Page 10
ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 Ilittuirist á skiifstofunni í dag, á morgun og á fimmtudag verða frambjóðendur sjálfstæðismanna með viðtalstíma á hverfaskrifstofunum milli kl. 18-19 sem hér segir. Við hl’kjartorg(Ilafiiarstrxti 20, 2. hæðj Sími: 27138 27112 27132 GeirH. Iíaarde & Hanna Bima Kristjánsdóttir Valhöll Sími: 588-7052 588-7046 588-7047 Lára Margrét Ragnarsdóttir & Ari Edwald Suðurlcindsbrcmt 12 Sími: 588-6619 588-6618 Sólveig Pétursdóttir & Kristján Guðmundsson Hraunbær 102b Sími: 587-4240 Magnús L. Sveinsson & Ásta Möller Álfabakki 14a, Mjódd Sími: 587-5562 587-5563 587-5564 Bjöm Bjamason & PéturBlöndal GuðmundurHallvarðsson & Katrín Fjeldsted Hverfaskrifstofurnar eru opnar virka daga frá kl. 16:00 tilkl. 21:00 og um helgar frá kl. 13:00 tilkl. 17:00. áf) BETRA tSLAND Fréttir Samið um skuldir Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar: Ríkið greiðir 180 milljónir Samkomulag hefur tekist milli eig- enda Hitaveitu Akraness og Borgar- fjaröar, HAB, og fjármálaráðherra um stofnun nýs fyrirtækis um að- veituæðina frá Deildartunguhver að dreifiveitunum á Hvanneyri, Akra- nesi og í Borgarnesi. Rafmagnsveitur ríkisins, Rarik, verða eignaraðili að nýja fyrirtækinu og leggur til 180 milljónir í púkkið meö yfirtöku lána og eignast 20 prósenta eignarhlut á móti 450 milljóna króna eignarhlut Akraness, Borgarness og Andakíls- hrepps í Andakílsárvirkjun og 230 milljóna króna framlagi frá Akra- nesi. Rarik eignast þannig um 15 pró- senta hlut í virkjuninni. Samkvæmt nýja samkomulaginu verða hitaveitan og rafveitan á Akra- nesi sameinaðar og í Borgarnesi verður opnað fyrir þann kost að Ra- rik kaupi Rafveitu Borgarness. Búist er við að nýja fyrirtækið taki til starfa um áramót. Heita vatnið lækki þá um 10 prósent og um 5 prósent að tveimur árum liðnum. „Ég tel að þetta sé mjög vel ásætt- anleg niðurstaða því að með þessu tekst að lækka orkuverðið og koma á skipulagsbreytingum í orkugeiran- um sem er til mikilla hagsbóta," seg- ir Sturla Böðvarsson alþingismaður. „Þó að þetta sé ekki algott er þetta allavega skref í rétta átt. Ég hlýt að gleðjast yfir því að orkuverð til neyt- enda lækkar,“ segir Ingibjörg Pálma- dóttir alþingismaður. -GHS Skipverjar á Baldri voru í óða önn að gera klárt og eru hér við „saumaskap" á dekkinu. DV-mynd gk Ólafsflörður: Baldur í f yrstu veiðif erðina Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Togannn Baldur, sem bæst hefur í flota Ólafsfirðinga, er farinn í sína fyrstu veiðiferð fyrir nýja eigendur sem er fyrirtækið Dalberg. og þeirra nýju. Það heitir Dalberg Baldur hefur verið gerður út frá hf. og hefur aðsetur á Dalvík en félag- Dalvík en til að geta ílutt kvótann ið er nær alfariö í eigu Sæbergs hf. með skipinu til Ólafsfjarðar var á Ólafsfirði sem gerir skipið út. stofnað nýtt hlutafélag fyrri eigenda Sjávarútvegssýning 1 Skotlandi: Glæsilegur árangur hjá Sæplastsmönnum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Árangur okkar á þessari sýningu fór fram úr björtustu vonum okkar og það er ljóst að sala Sæplasts á þetta markaössvæði fer langt fram úr þeim söluáætlunum sem gerðar voru fyrir þetta ár,“ segir Kristján Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Sæplasts hf. á Dalvík, en fyrirtækið náði geysigóðum árangri á sölusýn- ingu sem haldin var í Skotlandi. Sýningin var haldin í Aberdeen og sóttu hana m.a. sjómenn og fisk- vinnslufólk frá Skotlandi, Irlandi, Englandi, Hjaltlandi og Orkneyjum. Fyrirtækin Sæplast hf., J. Hinriks- son og Marel voru með sýningarbása á sýningunni og Hampiðjan var þar meö fidltrúa sinn. Á sýningunni var gengið frá sölu- samningum milli Sæplasts og fimm aðila í fiskvinnslu og útgerð um sölu á tæplega eitt þúsund fiskikörum á þessu ári. Þá voru á sýningunni lögð drög að sölusamningum við fleiri aðila um sölu á vel á annað þúsund körum. „Það er ekki oft sem slíkur árangur næst á sýningu því að í flestum tilfell- um eru sýningar notaðar til að treysta viðskiptasambönd og koma á nýjum,“ segir Kristján Aðalsteinsson framkvæmdastjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.