Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1995, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1995, Síða 32
Frjálst,óháð dagblað MTT# alltaf á Miövikudögxun Hef ur keypt kvóta lyrir tugi milljóna Félag eggjaframleiöenda hefur keypt kvóta af eggjaframleiöendum fyrir tugi milljóna til að halda framleiðslunni niðri og verðlaginu uppi. Kvótakerfinu var komiö á fót 1988 að ósk ífamleiðenda. Einungis þeir framleiðendur sem hafa kvóta fá hluta kjarnfóðursgjalds. Endur- greiðslan er um 11 krónur á kdóið. Frá því kvótakerfiö var innleitt hefur eggjaframleiðendum fækkað úr 70 í 30. Um 97 prósent framleiðsl- umiar í dag er í höndum um 20 eggjabænda, þar af um helmingur- inn hjá einungis 2 framleiðendum. Alls voru framleidd og seld um 2.250 tonn af eggjum á síöasta ári. Að sögn Bjarna Stefáns Konráðs- sonar, framkvæmdastjóra Félags eggjaframleiðenda, er það trúnað- armál milli félagsins og viðkom- andi bænda á hvað framleiðsluk- vótinn hefur veriö keyptur. Að- spurður staðfesti Bjarni hins vegar að á síðasta ári hefði félagið keypt 100 tonna kvóta af Finnhoga Vik- ari, Hjalla í Ölvusi, og 43 tonna kvóta af Sigurgeir Jóhannssyni, Minni-Hlíðarbúð við Bolungarvík. Samkvæmt heimildum DV fékk Finnbogi vel á annan tug milljóna fyrir sinn kvóta og Sigurgeir hlut- fallslega jafnmíkið. Á árunum 1992 og 1993 keypti félagið að auki 60 tonna kvóta af öðrum aðilum. Sam- kvæmt þessu má gera ráð fyrir að Félag eggjaframleiðenda hafi variö á flóröa tug mílljóna til uppkaupa á ffamleiðslurétti eggjabænda á einungis þremur árum. Aö sögn Bjarna Stefáns eru ekki fyrirhuguð nein kvótakaup á þessu ári. Aðspuröur um fjármögmmina segir hann framleiðendur hafa samþykkt og fengið fyrir því heim- ild hjá landbúnaðarráðherra að láta endurgreiðslur á kjarnfóður- gjaldinu renna til félagsins í þetta verkefni. Heildsöluverð á eggjum hér á landí er nú um 291 króna kilóið. í nýrri verðlagskönnun Samkeppn- isstofhunar, sem gerð var í lok síð- asta árs, kemur fram að smásölu- verð á eggjum er 52 prósent hærra hér á landi en i Danmörku og 25 prósent hærra en í Noregi. Meðan lægsta smásöluverð á eggjum var 345 krónur kílóið á íslandi var verðið 165 krónur í Danmörku og 259 krónur í Noregi. -kaa Umhverfisráöuneytið: Hrossin bönnuð Nemendur Verslunarskóla Islands voru ánægöir að mæta til starfa í skólanum i gær eftir verkfall kennara sem leystist meö samningum um helgina. Hér eru ívar Sigurjónsson, Arnar Ásmundsson, Guómundur Guðmundsson og Jóhann Wathne að kynna sér námsbækurriar á nýjan leik. DV-mynd ÞÖK - í Fremri-Langey Umhverfisráðuneytið hefur stað- fest úrskurð dýraverndarráðs um að banna útigöngu hrossa að vetrarlagi í Fremri-Langey á Breiöafirði í kjöl- far kæru sýslumanns Dalabyggðar á hendur eigendum hrossanna. Eggert Eggertsson eigandi sagði í samtali við DV í morgun að hann hygðist hætta hestabúskap í eynni - hrossin verði þó sennilega ekki flutt upp á land fyrr en fyrir næsta vetur enda séu fylfullar hryssur í eynni. Marteinn Valdimarsson, sýslu- maður í Dalabyggö, sagði við DV að hægt væri að hafa skilning á slæm- um aðstæðum á næstu vikum en sagði ljóst að eigendur yrðu að fóðra hrossin. „Það segir ekkert um slíkt í úr- skurði umhverfisráðuneytisins,“ sagði Eggert í morgun, aðspurður um fóðrunina og sagði slíkt ekki þurfa. Hross hafi þrifist í eynni í ára- tugi og séu ættbókarfærð aftur til ársins 1895 í Eremri-Langey. Eggert kvaðst jafnframt eiga eftir að fá svör við kvörtun sinni varðandi það álitamál hvort hreppsnefnd hefði brotiöstjómsýslulög. -Ótt ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995. LOKI Það hlýtur að vera þægilegt fyrir lögguna á Ólafsfirði að hafa skúrkinn alltaf á hreinu! ,Stjómarsáttmállnn“: seméghef ekki kynnst - segir Haíldór „Ég hef sagt að ríkisstjórn verður ekki mynduð fyrir kosningar og alls ekki í fjölmiðlum. Þá eru það vinnu- brögð sem ég hef ekki kynnst fyrr að fá sent skjal sem trúnaðarmál en þurfa svo að sjá það í sjónvarpi um kvöldiö. En ég mun kynna mér þetta plagg nákvæmlega," sagöi Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknar- flokksins, um drög Alþýðubanda- lagsins að stefnuskrá vinstristjórnar. „Ég tel viðbrögð þeirra flokksfor- ingja sem fengju drögin vera mjög —iákvæð. Skjalið er samnefnari fyrir * þær áherslur sem flokkamir hafa verið að setja fram. Þá sé ég á harka- legum og ójafnvægislegum viðbrögð- um Davíðs Oddssonar að hann skynjar það líka að vel hefur til tek- ist,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins. Að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur virðast tillögurnar fljótt á litið geta fallið saman við þær tillögur sem Þjóðvaki lagði fram fyrir mánuði um stjómarmyndun félagshyggjuafl- anna. Trúverðugleikann skorti hins mægar þar sem Alþýðubandalagiö hafi ekki lýst því afdráttarlaust yfir að þaö útiloki Sjálfstæðisflokkinn. Þá valdi það vonbrigðum að Fram- sóknarflokkurinn virðist vera opinn í báða enda hvað þetta varðar. Kristín Ástgeirsdóttir, þingmaður Kvennalistans, segir plaggið frá Ólafi Ragnari vera athyghsvert. í þvi sé tekið undir meginbaráttumál Kvennalistans; að leiðrétta kjör kvenna. „Þó þetta séu sérkennileg vinnubrögð þá munum við skoða þetta mjög alvarlega," segir Kristín. Ólafsíjörður: öil innbrotin Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: Tæplega tvítugur maður á Ólafs- firði hefur fjórum sinnum verið handtekinn vegna jafnmargra inn- brota í bænum það sem af er árinu en það eru öll innbrotin sem þar hafa verið framin. Maðurinn hefur tvívegis brotist inn á hótelið, einu sinni í aðstöðu skíðamanna við lyftuna ofan bæjar- ins og einu sinni fór hann inn í fyrir- tæki í bænum. Yfirvöld á Ólafsfirði, sem DV ræddi við, sögðu að sannar- Jega væri kominn timi til þess að 'maðurinn væri tekinn úr umferð og fengi að afplána sína refsingu. Nýbýlavegi 28 brather tölvu límmiða prentari - sítni 554-4443 Veðrið á morgun: Hiti Mstig Norðvestan til á landinu verður austan stinningskaldi eða all- hvasst og slydda eða rigning. í öðrum landshlutum verður suö- austlæg átt, víða kaldi. Norðaust- anlands veröur skýjað að mestu en skúrir sunnan tíl á landinu. Hití verður á bilinu 1-5 stíg. Veðrið 1 dag er á bls. 36 F R É T T A S K 0 T I Ð 562*2525 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið i hverri viku greið- ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA OG ÁSKRIFT ER OPIN; Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL. 6-8 LAUGARDAGS*OG MANUDAGSMDRGNA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.