Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 HUS & GflRÐAR ’fÆÆÆÆÆfjrsfSÆfSffsssfSjrjrrjrfÆfjrfr Aukablað HÚS OG GARÐAR Miðvikudaginn 26. apríl nk. mun aukablað um hús og garða fylgja DV. Meðal efnis: • Klippingar • Gróðursetning • Áburðargjöf • Geitungar • Matjurtagarðurinn • Umhirða og skipting fjölærra plantna Þeir auglýsendur sem hafa hug á að auglýsa í þessu aukablaði vinsamlega hafi samband við Fríðu Sjöfn Lúðvíksdóttur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 632721. Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur aug- lýsinga er föstudagurinn 21. apríl. ATH.I Bréfasími okkar er 632727. Utlönd i>v Skelííng vegna dularfulls fnyks á lestarstöðvum 1 Yokohama: Áttatíu á spítala vegna eitrunar Attatíu manns voru fluttir á spítala með eitranareinkenni eftir að dular- fullur fnykur fannst á þremur neð- anjaröarlestarstöðvum í hafnarborg- inni Yokohama í Japan í nótt. Ástæða fnyksins, sem vitni sögðust líkjast brennisteinsfnyk, er ókunn en lögregla segir fólki hafa vöknað um augu, það hafi orðiö aumt í hálsi og fundið fyrir flökurleika. Enginn missti meðvitund. Ekkert benti til að fnykurinn tengdist gasárásinni í neðanjarðar- lestum Tokyoborgar í síðasta mán- uði þar sem 12 létust og yfir 5.000 urðu fyrir eitrun. Lögreglan útilok- aði að eiturefnið sarin hefði orsakað vanlíðan lestarfarþeganna í Yoko- hama. Sérþjálfaðir hermenn lokuðu lest- arstöðvunum um leið og fréttist af fnyknum. í kjölfar rannsókna voru uppi getgátur um að bilað loftræsti- kerfi lestar, sem farið hafði um lest- arstöðvarnar, hefði orsakað fnykinn. Var jafnframt talið að viðbrögð far- þeganna á lestarpöllunum hefði að verulegu leyti ráðist af þeim mikla í'DKD IVI ÓDELSl-KEIPPMN 1995 Ford Models-keppnin 1995 verður haldin sumardaginn fyrsta, þann 20. aprfl nk., á Hótel Borg. Alls komust 12 glæsilegar stelpur í úrslit og munu þær sýna vor- og sumartískuna frá verslununum 17 og NECESSITY. Tískusýningin hefúr verið vandlega undirbúin með aðstoð Módel 79. Þátttakendur verða farðaðir með Make Up Forever snyrtivörum og um hár- greiðsluna sér hárgrciðslustofan Kompaní. Glæsileg verðlaun eru í boði fyrir sigurvegara keppninnar. Sú stúlka sem hreppir fyrsta sætið hlýtur að launum Cavalette ferðatösku frá Tösku- óg hanskabúðinni, skóúttekt frá Skæði, Kringlunni, Nike íþróttaskó, glæsilegan kvöldverð fyrir tvo frá Café Operu, ljósakort frá Toppsól, þriggja mánaða æfingakort frá World Class, Russell Athletic bómullargalla frá Hreysti, handsnyrtingu frá Snyrtistofunni Mandy og TYucco snyrtivörur frá Ilalldóri Jónssyni. Allar stúlkurnar fá að auki Sebastian gjafakassa frá Halldóri Jónssyni og Hudson sokkabuxur. Tríó Ólafs Stephensens leikur létta tónlist. Unglingahljómsveítin Kósý kemur fram en hún er að slá i gegn þessa dagana. matijeðiil tdnnep&mawivtud kjúklinqafoánga med hunanQA&oja&á&u og fmakoÁna gucenmeU MÍMladimÚA með uaniííuAÓau og fenóAum jcwíaúvijutn kaffi Verð með kvöldverðinum er kr. 1.950 á mann. Verð eftir mat er kr. 500. Hljómsveitin EKIN verður með óvænta uppákomu. Kynnir kvöldsins er Steini í Módel 79 og hefst dagskrá Fordkeppninnar kl. 20:30. Borðpantanir fyrir matargesti eru í síma 551-1247 og 551-1440. Húsið opnar kl. 18:30 og kvöldverður borinn fram kl. 19:00. moclel /Q Hudson W NECESSITY \0UPAJV//^ liárpfeiðslus t o f SÍMI 88 99 11 SNYRTISTOFAN MANDÝ TRUCCO SKÆÐI v.o Í0R EVER-BÚÐW ótta sem gripið hefur um sig í kjölfar gasárásarinnar í Tokyo. í Rússlandi hafa dómstólar bannað starfsemi japanska sértrúarhópsins Æðsta sannleiks en hópurinn er grunaður um að hafa staðið á bak við gasárásirnar í neðánjarðarlest- um Tokyo. Leiðtogar rétttrúnaðar- kirkjunnar hafa auk þess kraflst þess að umfjöllun ijölmiðla um sértrúar- hópinn og skylda hópa verði bönnuð. Tahð er að 30 þúsund manns séu meðlimir í Æðsta sannleik í Rúss- landi. Reuter Lance Ito, dómari í máli ruðningshetjunnar O.J. Simpson, á ekki sjö dag- ana sæla. Málið dregst mjög á ianginn og kviðdómurinn er nær óstarfhæf- ur vegna kynþáttatogstreitu. Símamynd Reuter Réttarhöld í Simpson-málinu stöðvuð: Kviðdómurínn nær óstarf hæf ur Lance Ito, dómari í máli ruðnings- hetjunnar O.J. Simpson, sem sakað- ur er um tvö morð, stöðvaði óvænt réttarhöld í máhnu í gær. Ætlaði dómarinn að yfirheyra kviðdómend- ur vegna ásakana um vanrækslu og kynþáttatogstreitu sem fyrrum með- hmur kviðdómsins hefur sett fram. Ákvörðun dómarans kom strax í kjölfar níu daga vitnaleiðslu yfir rannsóknarlögreglumanni en sá gekk brosandi aö borði Simpsons og verjenda hans að vitnaleiðslunni lok- inni og tók í hönd þeirra. Fyrram meðlimur kviðdómsins, blökkukona sem var rekin úr kvið- dómnum þar sem hún hafði ekki sagt frá heimihsofbeldismálum sér tengd- um, sagði í sjónvarpsviðtali að kviö- dómurinn væri nær óstarfhæfur vegna kynþáttatogstreitu. í kvið- dómnum eru átta blökkumenn, þrír hvítir og einn af spænskum uppruna. Hún tjáði Ito dómara að hvítur kvið- dómandi hefði sparkað í sig í réttar- salnum og troðið á fótum annars blökkumanns í kviðdómnum. Seinna hefði sami blökkumaður orðið fyrir óþægindum af hendi þess hvíta sem heföi slegið aftan á höfuð hans með- an hann horfði á sjónvarp. Þá sagði hún kviðdómandann af spænskum uppruna ekki þola að vera í návist blökkumannanna. Loks sakaði hún starfsmenn réttarins um að mis- muna kviðdómendunum þar sem þeir hvítu fengju lengri tíma til að skreppa frá og kaupa inn eða tala í sima. Reuter Uppboð Framhald uppboðs verður haldið á skrifstofu Sýslumannsins í Kópavogi að Auðbrekku 10 á eft- irtalinni eign sem hér segir: Vatnsendablettur 69a, þingl. eig. Margrét G. Hjaltested, gerðarbeið- andi Lýður Á. Friðjónsson, 25. apríl 1995 kl. 15.00. Sýslumaðurmn í Kópavogi Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum veður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Digranesvegur 14, 2. hæð, þingl. eig. Friðrikka Baldvinsdóttir, gerðarbeið- endur Bæjarsjóður Kópavogs, Lána- sjóður ísl. námsmanna og Islands- banki hf., 24. apríl 1995 kl. 14.00. Kársnesbraut 21-c, þingl. eig. Helga Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Búnaðar- banki Islands, Bæjarsjóður Kópavogs og Vátryggingafélag íslands hf., 24. apríl 1995 kl. 15.30. Sýslumaðuriim í Kópavogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.