Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1995, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 13 Um málefni eggjabænda Kristján Ari Arason blm. skrifar í DV 4. og 6. apríl sl. um málefni eggjaframleiöenda. Hér fara á eftir athugasemdir við þessi skrif. Kristján segir aö eggjabændur kaupi kvóta til aö halda uppi verði. Ekki hafa þeir haft erindi sem erf- iöi vegna þess aö frá 1989 er raun- verðslækkun á eggjum 29,6%, m.v. nóv. hvert ár (sjá töflu 1). Blm. gef- ur eflaust lítið fyrir það en þetta er árangur sem neytendur njóta. í töflunni sést og aö ef eggjaverð hefði hækkað til jafns við vísitölu neyslUvöru kostaði kílóið 112,17 kr. meira en það gerir nú, eða kr. 519,17 kr. Þetta er mjög mikilvægt en þrátt fyrir að blm. spyrði mikils um málið var þetta ekki þar á með- al. Selja milliliðalaust Eggjabændur selja afurð sína millihðalaust þannig að heildsölu- verð eggja er það verð sem bóndinn fær að frádregnum afslætti. Tafla 2 sýnir að raunverðslækkun á því frá 1989 er 16,7% eða 58,68 kr. Þá er afsláttur ekki talinn með. Krist- ján birti þetta ekki þótt því hefði verið komið á framfæri við hann. Munurinn á verðlækkun til neyt- enda og bænda á skýringu í lækkun virðisaukaskatts á matvælum um áramótin 1992/1993 úr 24,5% í 14%. Fram að því höfðu bændur fengið hluta af virðisaukaskatti endur- greiddan og neytendur nutu þess í lægra vöruverði. Var það liður í þeirri ákvörðun stjórnvalda að milda áhrif matarskattsins svo- nefnda þegar honum var komiö á árið 1988. Þetta sýnir óvefengjanlega að þrátt fyrir núverandi fyrirkomulag í eggjaframleiðslu hefur hagur neytenda vænkast jafnt og þétt og mun vonandi halda áfram að gera það. Þá gerir blm. endurgreiðslu á kjarnfóðurgjaldi að umtalsefni. Þar hafa tölur eitthvað skolast til í koll- inum á honum. Þessi endurgreiðsla nemur ekki 11 kr. á kílóið heldur 3,58 kr. og munar um minna. Til að sanna málflutning sinn klykkir blaðamaðurinn út með því að vitna á nýútkomna skýrslu Samkeppnis- stofnunar um verðsamanburð á matvörum hérlendis og í Kaup- mannahöfn og Ósló. Hann ber sam- an verð á eggjum á þessum stöðum. Eftir lestur greinarinnar þarf eng- um að koma á óvart að hann skuli eingöngu bera saman mun á lægsta Kjallariiin Bjarni Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri Félags eggjaframleiðenda 6 manna nefnd ákveður og það heildsöluverð sem Samkeppnis- stofnun ákveður er því bæði há- marks- og lágmarksverð sem ekki má víkja frá. Ýmsar búgreinar hafa lengi bar- ist fyrir því að dregið yrði úr álög- um á þær. Það er í verkahring lög- gjafans aö skapa landbúnaði hag- kvæmt rekstrarumhverfi og nauð- synleg skilyrði til þess að geta þrif- ist. Niðurstaðan er þessi: Fullyrðing Kristjáns stenst ekki. Eggjaverð hefur lækkað um tæp 30% á 6 árum. Það er í samræmi við lækk- un annarra búvara sem hafa lækk- að meira en önnur matvara und- anfarið. Bjarni Stefán Konráðsson Hérlendis er opinber verðlagning á eggjum. Það grundvallarverð sem 6 manna nefnd ákveður og það heildsölu- verð sem Samkeppnisstofnun ákveður er því bæði hámarks- og lágmarksverð sem ekki má víkja frá. verði á þessum stöðum en ekki því hæsta. Munur á hæsta verði skv. könnun Samkeppnisstofnunar er 25% hér og í Kaupmannahöfn og 9% hér og í Ósló. Skv. tölum sem ég hef undir höndum kostuðu egg í „Irmu“ í Kaupmannahöfn 331 kr. í lok mars. Sú verslun er sambæri- leg við stórmarkaði í Reykjavík þar sem verðið er hæst 369 kr. Verð- munurinn er í þessu tilfelli tæp 11%. Þetta eru allt aörar tölur en koma fram hjá Samkeppnisstofn- Kaupa kvóta Þ. 6. apríl sl. bætir Kristján um betur og fullyrðir að eggjaverð sé mun hærra hér en í nágrannalönd- unum vegna þess að eggjabændur kaupi kvóta. Ég trúi því ekki að hann viti ekki að þessi munur á sér allt aðrar skýringar. Ég skora á hann að kanna verðmyndun eggja og smásöluálagningu því ekki skortir hann áhuga á efninu og er það vel. Hann veröur hins vegar að aðgæta allar hliðar málsins. Engir hafa meiri áhuga á því að lækka eggjaverð en bændur. En það verður ekki gert með gífuryrð- um í fjölmiðlum heldur með mál- efnalegri athugun á rekstrarkostn- aði og hvemig megi lækka hann. Þar er Kristján eflaust góður liðs- maður. Hérlendis er opinber verðlagning á eggjum. Það grundvallarverð sem Tafla 1 Þróun smásöluverðs eggja miðað við neysluvöruvisitölu i nóvember hvert ár 1989 = 100. Heimild: Hagstofa íslands. Smásöluverð eggja í Rvík og nágrenni. Framreiknað smásöluverð eggja 1989 = 100 Raunverðs- lækkun % 1989 407,00 kr. 407,00 kr. 100,00 _ 1990 388,36 kr. 447,17 kr. 86,85 13,15 1991 365,83 kr. 479,28 kr. 76,33 23,67 1992 344,87 kr. 487,63 kr. 70,72 29,28 1993 342,69 kr. 520,06 kr. 65,89 34,11 1994 365,40 kr. 519,17 kr. 70,38 29,62 Tafla 2 Þróun heildsöluverðs eggja 1989-1994 I nóvember, miðað við þróun neysluvísitölu 1989 = 100, heimild: Árbók landbúnaðarins. Heildsöluverð Framreiknað 1989 = 100 Raun- á verðlagi heildsöluverð verðs- hvers árs lækkun % 1989 275,70 kr. 275,70 kr. 100,00 0,00 1990 267,00 kr. 302,91 kr. 88,14 11,86 1991 271,00 kr. 324,66 kr. 83,47 16,53 1992 271,00 kr. 330,32 kr. 82,04 17,96 1993 283,00 kr. 352,29 kr. 80,33 19,67 1994 293,00 kr. 351,68kr. 83,31 16,69 Eigi skal hjóla Fólk fær borgað fyrir ýmislegt nú til dags. Eitt af því er að hafa vit fyrir öðrum. Sumir rembast við að réyna að fá fólk ofan af því að drekka og reykja og er það harla gott. Ekki síst ef það bæri einhvern árangur. Einnig hefur fólk eytt miklum tíma í að kenna mönnum ráð til að forðast að fá eyðni. í mínu ungdæmi var hættulegast að gleypa tyggigúmmí. Það límdi sam- an í manni garnirnar. Svo var óhollt aö velta sér niður brekku. Lífsháski Einn morgun var mér sagt á einni útvarpsstöðinni að í slæmri færð ætti ég að skilja hjólið mitt eftir heima. Hvemig á ég þá að komast í vinnuna? hugsaði ég, og hefði þótt gott að fá ráð við því. En það fylgdi ekki söguni. Ég get ekki tekið strætisvagn af því að þeir ganga bara þangað sem þeim sýnist. Það skiptir þá engu máli hvert ég þarf að fara. Ekki gat ég tekið lest. Þær eru ekki til á íslandi. Ekki heldur spor- vagnar. Og ég hafði ekki bíl til umráða. KjaHariim Benedikt Axelsson kennari Reiðhjólið er mitt farartæki og ég hjóla á því um allar trissur í hvernig færð sem er og lendi oft í bráðum lífsháska. En það er ekki vegna færðarinnar því að ég fer afar varlega. En það virðast furðu margir vera þeirrar skoðunar að þeir eigi heiminn eftir að hafa bundið við sig tveggja milljóna króna bíl, ekki síst vegna þess að á slíku tryllitæki er hægt að flýta sér alveg ógurlega hratt. Réttur Oft er talað um rétt fólks í um- ferðinni. Fólk heldur að það eigi réttinn og megi hegða sér eins og svín samkvæmt umferðarlögun- um. Þetta verðum við sem hjólum oft varir við. Það er nefnilega und- antekning ef fólk sýnir okkur til- litssemi. Menn bmna fram úr okkur á bílskijóðunum, svo nálægt okkur að ekki munar nema hársbreidd að þeir sendi okkur rakleiðis inn í eilifðina. Svo rífst fólk og skamm- ast og segir að við séum fyrir því. Það vill sem sagt losna við okkur af götunum svo að það geti spólað og djöflast á nætursöltuðu malbik- inu í friði á æðisgengnu kapphlaupi um að reyna að koma á réttum tíma í vinnuna hvað sem þaö kostar. Spóla má það mín vegna til eiflíð- arnóns. Ég hjóla. Benedikt Axelsson En það virðast furðu margir vera þeirr- ar skoðunar að þeir eigi heiminn eftir að hafa bundið við sig tveggja milljóna króna bíl, ekki síst vegna þess að á slíku tryllitæki er hægt að flýta sér alveg ógurlega hratt. meoog ámóti Áaðeinkavæða Landsbankann? Skynsamlegt til lengri tíma „Ég tel að einkavíeöing i þeim skiln- ingi að brevta oignarhald- : inu á Lands- bankanum gæti verið skynsamlegt til lengri tíma litið. En ég tel Áml M. Mathiesen þlng- einkavæð- ma4ur- ingu ekki færa þar sem kaupandi myndi ekki fást að bankanum í dag. Bankinn á við mjög erfiða íjárhagslega stöðu að etja sem myndi koma í veg fyrir einka- væðingu, jafnvel þótt menn vildu gjaman gera það. Ég tel skynsamlegra að breyta Landsbankanum í hlutafélag út frá þeim grundvelli að allir bank- ar staríi á sama lagagrundvelli. Þetta yrði eðlilegra og betra fyrir alla aðila þannig að ekki sé verið að ala á grunsemdum um aö •bönkunum sé mismunað. Það verða að gilda sömu reglur um fyrirtæki sem standa í sam- keppni. Ríkið má ekki meðvitað vera aö hygla sínu fyrirtæki á kostnað annarra í sömu grein. Hlutafélagsformið myndi hæta samkeppni á peningamarkaðn- um. Samkeppnin yrði virkari og raunverulegri. Þaö yrði öllum til hagsbóta, sér í lagi neytendum. Það yrði seinni tíma mál að breyta eignarhaldinu á Lands- bankanum og þegar menn sjá að einhver vill kaupa hann.“ Þjóðiná bankann „Það eru einkum þrjú röksemmæla gegn einka- væðingu Landsbank- ans. í fyrsta lagi eru ekki til nægjan- lega miklir peningar í landinu til að ma4ur- byggja upp atvinnulifið og til að eyða í fjárfestingu. Það er skyn- samlegra að nota peningana þannig heldur en að fara að teppa milljarða króna i því að skipta um eigendur á Landsbankanum. Þjóðin á Landsbankann. í öðru lagi óttast ég að færi svo aö bankinn yrði seldur þá fengi þjóðin aldrei nógu gott verð fyrir hann. Það eru ekki til kaupendur i landinu sem eru með nægjan- lega mikið af fjármunum til þess að um raunverulega sölu allra þessara eigna væri að ræða. Ég óttast að ef núverandi ríkisstjórn heldur áfram þá verður bankinn ekki seldur heldur gefinn. í þriðja lagi er þá spurning: Hverjir myndu kaupa bankann eöa þykjast kaupa eða fá hann gefins? Það eru auövitað stóru fyrirtækin sem hafa verið að hreiðra um sig í öllum rekstri hérlendis. Ég sé engin rök fyrir því að þessir aðilar eignuðust banka, ofan á allt annað. Loks tel ég að við þyrftum aö treysta okkar veika efnahagslíf betur áður en við tækjum svona ákvarðanir. Þá er ég ekki síst meö það í huga að ef við setjum bank- ann á markað þá verðum við að búa okkur undir það að útlend- ingar kaupi. Víö erum ekki tilbú- in til þess eins og sakir standa."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.