Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1995, Blaðsíða 9
MIDVIKUDAGUK 19. AI'RÍL 1995 9 Utlönd Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna á sunnudag: Chirac og Jospin líklegast áfram Frambjóöendur í frönsku forseta- kosningunum, en fyrri umferöin fer fram næstkomandi sunnudag, þann 23. apríl, eru farnir að herða á barátt- unni enda ekki nema nokkrir dagar til stefnu. Kannanir sýna að um þriðjungur kjósenda er enn óákveð- inn og beina frambjóðendurnir helst spjótum sínum að þeim óákveðnu enda gætu þeir haft afgerandi áhrif á kjördag því mjótt er á munum milli efstu manna. Baráttan stendur milli þriggja manna, hægrimannanna Jacques Chiracs og Edouards Ballad- urs og sósíalistans Lionels Jospins. Hægrimaðurinn Jacques Chirac, borgarstjóri í París, er sem fyrr tal- inn sigurstranglegastur. Hann segist viss um aö verða annar tveggja sem tryggja sér þátttökurétt í seinni um- Stuttar fréttir ferð kosninganna sem fram fer þann 7. maí. Hann markaössetur sig i kosningabaráttunni sem manninn sem best er til þess fallinn að sam- eina frönsku þjóöina. Flestar skoðanakannanir sýna aö þaö verði Chirac og Lionel Jospin, frambjóðandi Sósíalista, sem berjist um forsetaembættiö í seinni hluta kosninganna. Nokkrar spá því hins vegar að Edouard Balladur forsætis- ráðherra nái aftur vindi í seglin og verði annar frambjóðendanna tveggja. Balladur hafði forskot í bar- áttunni þangaö til í febrúar sl. þegar ýmis spillingarmál tengd ríkisstjórn hans uröu til þess aö fylgi við hann hrundi. Nýjustu kannanir sýna Chirac með 26% fylgi, Jospin með um 20% og Balladur með 16% fylgi. Sumir kosn- ingasérfræöingar segja að slæm staöa vinstri manna almennt í land- inu um þessar mundir geri mönnum erfitt fyrir að spá um úrslitin. Ljóst sé að Jospin gæti fengiö mun meira fylgi, honum hafi bara ekki tekist að sannfæra vinstri menn í landinu um að hann sé raunverulegur vaikostur. Jospin berst nú um á hæi og hnakka og lofar öllu fögru, svo sem þvi að stytta vinnuvikuna úr 39 stundum í 37. Balladur bendir hins vegar á að efnahagslíflö hafi tekið kipp síðan hann varð forsætisráðherra. Hann segist hins vegar ekki vilja gefa þjóð- inni loforð sem allir viti að ekki verði hægt aö standa viö. Reuter DoHarfeUur Gengi doUars gagnvart jap- anska jeninu er i sögulegu lág- marki. Dollar hefur ekki veriö lægri frá stríðslokum og aðgerðir til að styrkja hann tókust ekki. Fagnar samkomulagi Sjávarútvegsráðherra Breta fagnar samkomulagi Kanada og ESB í grálúðudeilunni. Spánverj- ar eru lítt hrifnir af stuðningi Breta við málstað Kanadamanna. MúturíKína Kínversk stjórnvöld hafa hafið rannsókn á spillingu tveggja háttsettra embættismanna sem þegið hafa hundruð mUljóna doll- ara í mútur. Norska ríkið sleppur Norska rikið þarf ekki að greiða norskum hvalveiðimönnum krónu vegna þess að hvalveiöum var hætt 1986. Þeir höfðu farið í mál við rikið og kröfðust bóta. Miiyarðíbætur Ekkja manns sem lést þegar Pan-Am flugvéUn var sprengd yfir Lockerbie hefitr fengið jafn- virði um eins miUjarðs íslenskra króna í bætur. Reuter/NTB Besti vinur barnanna Þau voru sæl að sjá, hjónakornin Michael Jackson og Lisa Marie Presley i gær þegar þau tóku á móti stórum hópi barna sem komin voru á búgarð Michaels, Neverland, til að halda þriggja daga heimsráðstefnu barna. Ráð- stefnan er liður í Heimsfundi barna sem haldinn verður á vegum Sameinuðu þjóðanna. Það var einmitt á Neverland-búgarðinum sem Michaei var sakað- ur um að hafa misnotað ungan dreng kynferðislega. Simamynd Reuter 15. leikvika 15. APRIL 1995 Nr. Lelkur: Röðln 1. AIK- Örgryte -X- 2. Göteborg - Halmstad --2 3. Helsingbrg - Öster - -2 4. Malmö FF - Djurgárden -X- 5. Norrköping - Trelleborg -X- 6. Frölunda - Degerfors -X- 7. Örebro - Hammarby 1 -- 8. Leeds - Blackburn -X- 9. Leicester - Man. Utd. - -2 10. Norwich - Notth For. - -2 11. Coventry - Sheff. Wed 1 - - 12. Southamptn - QPR 1 - - 13. Chelsea - Aston V. 1 -- Heildarvinningsupphæð: 79 mllljónlr 13 réttir 12 réttir 11 réttir 10 réttir 4.250.180 kr. kr. kr. >;•:*! kr. 70.420 4.650 15. leikvika 15. APRIL 1995 Nr. Lelkur: Röðln 1. Torino - Sampdoria -X- 2. Foggia - Parma -X- 3. Genoa - Cagliari -X- 4. Fiorentina - Napoli 1 - - 5. Cremonese - Bari -X- 6. Padova - Lazio 1 - - 7. Reggiana - Juventus - -2 8. Roma - Brescia 1 -- 9. Cesena - Piacenza -X- 10. Ancona - Vicenza 1 - - 11. Cosenza - Salernitan -X- 12. Venezia - Palermo 1 -- 13. Pescara - Chievo 1 -- Heildarvinningsupphæð: 8 mllljónlr Hin áiiega kaffisala skátanna veröur í félagsheimili Kópavogs frákL3-5. HlaÖborö meö gimilegum kökum. Styikiö ofebur í staifi! KVENNADEILDIN URTUR & SKÁTAFÉLAGIÐ KÓPAR CAFEBOHEM Vitaslíg 3 - Sími 626290 Fyrsta sumarstripp sumarsins! Dansmeyjar blómstra. Opið síðasta vetrardag 22-3 Fimmtud. 22.00-3.00 Föstud. 22.00-3.00 Laugard. 22.00-3.00 Sunnud. 22.00-1.00 Aðgangseyrir kr. 1.000 Drykkur innifalinn. , i „i Nýjustu íþróttaúrslitin! SIMfllDRG 9 9 • 1 7 • 0 0 hagnýtar upplýsingar þegar þér hentar Verð aðeins 39,90 mínútan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.