Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri. SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÖNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð i lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Fátæktargildran Halldór Ásgrímsson hefur aldeilis náö árangri eftir aö hann tók viö sem formaður Framsóknarflokksins. Flokkurinn stórbætir fylgi sitt og þó einkum á höfuöborg- arsvæðinu og er orðinn næststærsti flokkurinn bæði í Reykjavík og á Reykjanesi. Halldóri er sömuleiöis aö takast að semja flokk sinn inn í nýja ríkisstjórn. Þaö er vel af sér vikið. Það sem hefur áreiöanlega ráöiö miklu um gengi Framsóknarflokksins í kosningunum og sterkri stööu um þessar mundir er sú áhersla sem framsóknarmenn lögöu á skuldir heimilanna og úrlausn á þeim vanda. Enginn vafi er á því aö bara þaö eitt aö beina kastljósinu að því útbreidda vandamáli hafði sín áhrif. Þar var grip- ið á máh sem nánast hver einasta fjölskylda finnur fyrir en hefur ekki hátt um. Þegar á allt er htiö og öhum kosningaklisjunum sleppt þá eru þaö búkþarfimar og daglegu lífskjörin sem kjós- endur spyrja um. Flokkar sem höfða til stööu fjölskyld- unnar og skulda heimilanna fá samhljóm meðal almenn- ings. Þar brennur eldurinn heitast. Þessu til viðbótar og sennhega í beinum tengslum við skuldasúpuna var sýnt fram á það á lokaspretti kosninga- baráttunnar aö jaöarskattar eru óheyrilega háir. AUt aö áttatíu krónur af hverjum viðbótar hundraö krónum eru teknar af barnafjölskyldunni sem auk þess er aö koma sér upp húsnæði og borga sín námslán. Þettapr fátæktar- gildran sem menn uppgötvuðu seint og um síðir. Jafnvel Alþýöusambandið, sem gefur sig út fyrir aö gæta hags- muna launþega, kom af fjöllum. Vinnúveitendasambandiö hefur síöar bent á aö hjón meö tvö börn á dagvistunaraldri þurfa aö hafa 240 þús- und krónur á mánuöi til aö hafa sömu ráðstöfunartekjur og atvinnulaus hjón meö tvö böm. Hvers vegna? Vegna þess aö mismunurinn er tekinn í opinber gjöld! Nú stefnir í þaö að Framsóknarflokkurinn taki sæti í ríkisstjóm og fái þar meö tækifæri til að hrinda kosninga- loforðum sínum í framkvæmd. Það á aö vera næsta létt verk enda þarf ekki framsóknarmenn eina til aö sjá og skhja aö þessi mál þola enga bið. Þau em hafin yfir aha flokkadrætti. Fátæktarghdran er viöfangsefni næstu rík- isstjómar hver sem hún verður enda var ekki annaö aö sjá og heyra en frambjóðendum flestra flokka blöskraöi jaðarskatturinn. Friðrik Sophusson flármálaráöherra kenndi tekju- tengingunni um og Alþýöusambandið hefur komist að sömu niöurstööu. Tekjutenging bóta getur veriö th ein- hvers brúks varðandi hátekjufólk en hún á engan rétt á sér fyrir fólk með meöaltekjur og þar fyrir neöan. Og hún má ekki bitna á ungum fjölskyldum meö böm á dagvistunaraldri, sem em aö koma sér upp þaki yfir höfuðið, greiða niöur námslán og þurfa að láta enda ná saman meö auknu sjálfsaflafé. í þessum vítahring, í þessari fátæktarghdm, verða skuldir heimhanna th og breytingar á skattkerfinu og bótakerfinu eiga að vera forgangsverkefni stjómvalda á næstu vikum. Almenningur, fjölmiðlar og hagsmuna- samtök launafólks veröa aö halda uppi þrýstingi gagn- vart stj ómmálamönnunum aö þeir láti hendur standa fram úr ermum. Það verður fylgst með því hvort og hvemig nýr stjómarsáttmáh tekur á þessu máh. Þaö má undir engum kringumstæöum fara eins og svo oft áður að góö mál og faheg kosningaloforð detti upp fyrir í samningamakki flokkanna um völd og ráðherrastóla. Jaðarskattana veröur aö leiðrétta og skuldir heimh- anna veröa aö fá viöeigandi meöferö. Ehert B. Schram Það eiga allir rétt á jafnrétti, ekki einungis sumir. Jöf nun á vægi at- kvæða og f leiru Á liðnu ári brá öðru hverju fyrir umræðu um að vegna mismunandi vægis atkvæða víðs vegar um land- ið í kosningum til Alþingis, þá væri það eitt af mikilvægustu mannrétt- indamálum íbúa höfuðborgarinnar og Reykjaness að fá úr þessu mis- rétti bætt. Meðal annars var hald- inn fundur í hátíðarsal Ráðhússins þar sem ungt fólk innan stjórn- málaflokkanna gat borið fram spurningar um þessi mál og stjórn- málaforingjar sátu fyrir svörum. Sjónvarpið hafði svo mikiö við að sjónvarpað var beint frá fundinum, eins og hér væri um stórviðburð að ræða. Ýmist vildu framsögu- menn gera landiö að einu kjör- dæmi, taka upp einmenningskjör- dæmi eöa fara leið sem væri núver- andi kerfi í endurbættri mynd. Þannig höfðu framsögumenn ekk- ert sameiginlegt nema aldurinn og það að vilja einhverjar breytingar á núverandi ástandi. Er jafnt vægi atkvæða sjálf- sagt? Ýmsir hafa látiö sem svo að mis- jafnt vægi atkvæöa í alþingiskosn- ingum sé meiri háttar mannrétt- indabrot sem verði úr að bæta. Að mínu mati er það í hæsta máta eðlilegt að atkvæði greidd í dreifð- um byggðum landsins hafi meira vægi til kosninga til Alþingis en í þéttbýhnu á suðvesturhorninu. Hvar á aö setja mörkin getur síðan helgast af ýmsu. Eftirfarandi rök má setja fram fyrir því aö þing- menn séu hlutfallslega fleiri af landsbyggðinni en höfuðborgar- svæðinu: í fyrsta lagi er landið stórt og byggð um landiö dreifð. Því er yfir- ferð yfir einstök kjördæmi geysi- lega mikil og tírtiafrek. Til að hægt sé að ætlast til að einstakir þing- menn geti haft það samband við kjósendur sína, sem eðhlegt verður að teljast, þá verður að vera lág- KjaUarinn Gunnlaugur Júlíusson sveitarstjóri Raufarhöfn marksfjöldi þingmanna í einstök- um kjördæmum. í öðru lagi er því sem næst allt stjórnkerfi landsins og helstu stofnanir þjóðarinnar staösett í Reykjavík. Þannig hafa íbúar höf- uðborgarsvæðisins allt annað, auð- veldara og ódýrara aðgengi að stjórnkerfinu en íbúar landsbyggð- arinnar. Þarf að jafna fleira en at- kvæðin? Sagt er að þegar fólk tekur ákvörðun um að búa úti á landi, þá velji það að fara á mis við ýmis- legt sem höfuðborgarsvæðið býður upp á. Á sama hátt má segja við þá sem kvarta mest undan því að vega minna í kosningum til Alþing- is en íbúar landsbyggðarinnar, að þá geti þeir flutt út á land til að atkvæði þeirra ööhst eftirsóknar- verða þyngd. í þessari umræöu gleymist oft að taka annan aðstöðumun í reikning- inn, kannske vegna þess að þar hallar á íbúa landsbyggðarinnar. Telja má upp eftirfarandi atriði: Kostnaður við húsahitun á lands- byggðinni er víða margfaldur við höfuðborgarsvæðið. Framfærslukostnaður er víðast mun hærri en á höfuðborgarsvæð- inu. Kostnaður við að fylgja erindum eftir innan stjómkerfisins er mun meiri utan af landi en á höfuðborg- arsvæðinu. Kostnaður fólks við að senda böm heiman að frá sér í skyldunám og framhaldsskóla nemur ca 250 þús. á barn á ári. Víða er erfitt að losna við eignir ef fólk viU flytja sig um set. LangUnusamtöl eru dýrari en símtöl innan höfuðborgarsvæðis- ias. Ég hef reynt að færa rök fyrir því að það hangir fleira á spýtunni og máhð er ekki eins einfalt og látið er í veðri vaka. Það eiga allir rétt á jafnrétti, ekki einungis sumir. Gunnlaugur Júlíusson „Aö mínu mati er það í hæsta máta eðlilegt að atkvæði greidd 1 dreifðum byggðum landsins hafi meira vægi til kosninga til Alþingis en 1 þéttbýlinu á suðvesturhorninu. Hvar á að setja mörkin getur síðan helgast af ýmsu.“ Skoðanir annarra Mistök Ólaffs Ragnars „Eftir fjögurra ára harða stjórnarandstöðu átti Alþýðubandalagið mikla möguleika á fylgisaukn- ingu. Kosningabarátta flokksins lofaði enda góðu í upphafi. Ólafur Ragnar Grímsson gerði hins vegar þau reginmistök, að róa til vinstri, samtímis því að gefa sterklega í skyn að hann stefndi á ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum." Leiðari Alþýðublaðsins 12. april Hjákátlegt hugtak „Hætta er á að í stað kristins samhjálparsamfé- lags, þar sem menn bera annars vegar ábyrgð á eig- in gerðum og koma hins vegar eins fram við aðra og þeir vildu að komið væri fram við þá, komi samfé- lag, þar sem gerðar eru kröfur um frelsi og réttindi á sem flestum sviðum en enginn hefur skyldur nema ríkisvaldiö. í ópersónulegum samskiptum þiggjand- ans, þegnsins, og veitandans, ríkisins, verður jafnvel þakklæti hjákátlegt hugtak. Og ef ábyrgðartilfmning er ekki fyrir hendi er hætta á að athafnafrelsi snúist upp í frelsi manna til að gera á hlut annarra án þess að taka ábyrgð á geröum sínum.“ Leiðari Mbl. 13. apríl. Stjórnmálamenn viðurkenna „Það hefur löngum veriö talið að aukin menntun sé forsenda fjárhagslegra og félagslegra framfara, að íslendingar séu mikil menntaþjóð, menntamálin eigi að hafa forgang, það verði að auka gæöi mennt- unar, kennarar verði að fá hærri laun, þeir hafl dreg- ist svo langt aftur úr, o.s.frv. Allt eru þetta fögur orð en verða orðin tóm ef framkvæmdin fylgir ekki í kjölfarið. Þetta viðurkenna alhr stjórnmálamenn, allavega í kosningaslagnum. Það er þörf á skipulags- breytingum í skólakerfmu samhhða breytingum í þjóðfélaginu." Björk Jónsd. aðstskólastj. í Mbl. 13. april.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.