Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1995, Page 4
4
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ1995
Fréttir
íslenska fyrirtækið ísbú hf. gerir það gott í Rússlandi:
Þarna geisar kapítalism-
inn í sinni villtustu mynd
- segja forsvarsmenn ísbús hf. sem stundar ráðgjafarstarfsemi og útgerð á Kamtsjatka
Fiskvinnslukonur að störfum á Kamtsjatka. íslendingar leggja nú til þekkingu á sviði sjávarútvegs á þessum slóðum.
„Við sjáum fullt af smákrimmum í
jogginggöllum en við verðum ekki
varir við neina mafíu. Þama geisar
aftur á móti kapítalisminn í sinni
villtustu mynd,“ segja þeir félagar
Bjöm Ágúst Jónsson og Jens Valdi-
marsson sem eiga og reka fyrirtækið
ísbú hf.
Fyrirtækið sérhæfir sig í viðskipt-
um við Rússa, nánar tiltekið á Kamt-
sjatka, Sakhalineyju og Kurileyjum.
Þar eru þeir með rekstur í sjávarút-
vegi, matvælaframleiðslu og iðnaði
auk þess að reka útgerð og ráðgjafar-
þjónustu þar sem þeir flytja út ís-
lenska þekkingu. Fyrirtæki þeirra
er með skrifstofur í þremur löndum.
Auk skrifstofu á íslandi eru skrifstof-
ur á Kamtsjatka og í Víetnam. Veltan
hjá ísbúi er rúmar 500 milljónir á ári
en alls velta fyrirtæki sem þeir félag-
ar eiga aðild að rúmum miUjarði ís-
lenskra króna.
Samstarf þeirra Jens og Bjöms
Ágústs hófst á Patreksfirði fyrir
rúmum áratug þegar þeir störfuðu
saman að rekstri Hraðfrystihúss Pat-
reksfjarðar þar sem Jens var fram-
kvæmdastjóri tU margra ára. Upp úr
því samstarfi stofnuöu þeir ísbú hf.
Þeir segja mikla möguleika liggja í
sjávarútvegi á þessum slóðum.
„Við gerum þama út einn Unubát.
Fyrir utan útgerðina höfum við átt
þátt í að byggja sundlaug, fiskeldis-
stöö og endurbyggja hótel. Við kaup-
um og seljum fisk og höfum staðiö í
timbursölu. Þama eru mikUr mögu-
leikar eins og sjá má af því að ársafl-
inn þama var yfir 3 miUjónir tonna
árið 1992. Þarna er floti nýtísku veiði-
skipa og línubátarnir þeirra jafnast
á við bestu skipin okkar,“ segir Bjöm
Ágúst.
Veðurfar á svæðinu er líkt því sem
gerist á íslandi og þeir eru sammála
um að viðskiptin gerist með svipuð-
um hætti. Þau byggi á kunningsskap
og trausti á mUli manna.
„Þetta gengur ekki út á mútur.
Þetta byggir á því sama og hér uppi
á íslandi, persónulegum tengslum,
þar sem maður þekkir mann. Það
verður að þekkja spottana sem á að
kippa í ef menn ætla að ná árangri.
Ef hægt er að tala um einhverja
maííu á þessum slóðum þá er það
gamla flokksapparatið," segir Jens.
Allt til sölu
Björn Ágúst segir varla tU þann
hlut í þessu fyrrum kommúnistaríki
sem ekki sé til sölu.
„Maður fær það á tfifinninguna að
þarna sé hreinlega allt til sölu. Ég
kom inn á risastórt listasafn í
Moskvu á dögunum sem var búið að
breyta í sjoppu, svona eins og Kola-
portið okkar, og allt var til sölu. Þetta
væri sambærilegt viö að íslendingar
settu upp Kolaport í Þjóðminjasafn-
inu,“ segir Björn Ágúst.
Þeir stofnuðu ísbú hf. árið 1974 en
hófu rekstur á Kamtsjatka árið 1993.
Þeir eru sammála um að halda áfram
rekstri sínum í Rússlandi.
„Við verðum þama meðan stætt
er. Við teljum okkur hafa lært inn á
þetta samfélag og meðan árangurs
er að vænta af starfi okkar höldum
við áfram að harka þarna," segja
Björn Ágúst og Jens Valdimarsson
semgeraútárússnesktsamfélag. -rt
Forsvarsmenn ísbús hf., Björn Ágúst Jónsson og Jens Valdimarsson, eru
með umfangsmikil viðskipti i Rússlandi. Þeir segja mikil tækifæri þar og
telja sig hafa lært inn á samfélagið. í Rússlandi nútímans segja þeir nán-
ast allt vera til sölu. DV-mynd JAK
Alþjóðlegar sumarbúðir bama:
Við lærum um aðrar þjóðir
- og að halda friðinn
Fremst á myndinni eru Elton, fararstjóri frá Brasilíu, og Þórný sumarbúðastjóri. Fyrir aftan þau eru, frá
vinstri: Adam, Jonna, Vitor og Hilda. DV-mynd S
Krakkamir í Alþjóðlegum sumar-
búðum barna, CISV, fara heim nú
um helgina. Alþjóðlegar sumarbúðir
bama em starfræktar í fjölda landa
um allan heim þar sem saman koma
11 ára börn frá hinum ýmsu löndum.
Hér vom þær starfræktar í Álftanes-
skóla undir stjóm Þómýjar Bjarkar
Jakobsdóttur. 32 böm komu frá átta
löndum, tveir strákar og tvær stelpur
frá hveiju. Blaöamaður DV spjallaði
við fjögur þeirra í gær. Þau vom
Hilde frá Noregi, Jonna frá Þýska-
landi, Adam frá Bandaríkjunum og
Vitor frá Brasilíu.
%
Þjóöirnar eru líkar
„Við krakkarnir erum ekkert
ólikir," sagði Hilde, „húðliturinn
er kannski öðmvísi en sálimar era
líkar." í sumarbúðunum læra
börnin einmitt að íbúar annarra
landa séu eins og þau sjálf. Þær
voru stofnaðar af bandarískum sál-
fræðingi sem vildi að fólk gerði sér
grein fyrir þessu svo að því þætti
ekki fýsilegt að fara í stríð við aðr-
ar þjóðir.
Langur dagur á íslandi
Um dvölina héma segir Hilde:
„Við höfum farið að sjá Gullfoss
og Geysi, farið í sund og málað
grímur. Það hefur verið gaman.“
„Við höfum kynnst hvert öðru
og plantað trjám," segir Jonna og
Adam tekur í sama streng: „Við
höfum eignast nýja vini og haft
gaman af.“
Vitor býr í Brasilíu og er því
óvanur kringumstæðum eins og
eru hér: „Heima eru ekki eins mörg
eldfiöll, þar er dimmt tólf klukku-
stundir á sólarhring. Veturinn hjá
okkur er eins og sumarið hjá ykk-
ur.“
Lærdómurinn
Um það sem krakkarnir hafa lært
segir Hilde: „í sumarbúðunum höf-
um við lært að stríð borgi sig ekki
og að aðrar þjóðir séu eins og okk-
ar.“ Jonna bætir við: „Við höfum
lært um vináttuna og önnur lönd.“
„Það er auðvelt að eyðileggja en
erfitt að byggja upp,“ segir Vitor.
Börnin virðast einnig hafa lært
ýmislegt um mannleg samskipti.
„Viö lærum að semja frið við vini
okkar,“ segir Adam.
Krökkunum finnst leiðinlegt að
skiljast. Hilde virðist hafa nokkra
leikhæfileika til að bera og setur
upp smáleikþátt þegar hún er
spurð um heimfórina, snöktir og
segir: „Ég vil ekki fara heim, ég vil
ekki fara heim til foreldra rninna."
En þaö er bara sagt í gríni og
krakkarnir hlæja.
Alþjóðlegu sumarbúðimar bjóða
upp á margs konar starfsemi fyrir
börn og unghnga á aldrinum ellefu
til nítján ára auk þess sem farar-
stjórar eru eldri. Hægt er að hafa
samband ef menn vilja taka þátt.
-GJ