Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1995, Qupperneq 6
6
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995
Stuttar fréttir
Utlönd
Sonur lego-kóngs deyr
Godtfried Kirk Christiansen,
sonur mannsins sem fann upp
Legokubbana, er látinn, 75 ára
aö aldri.
Norski heim-
skautafarinn
Mónika Krist-
ensen hefur
farið fram á að
heimskauta-
stofnunin, sem
hefur skipulagt
ferðir hennar,
verði tekin tii gjaldþrotaskipta
þar sem ekki eru til peningar fyr-
ir skuldunum.
Ein kýr og þrjár kvígur í Brasil-
íu drápust eftir aö hafa étiö 40
kiló af marijúana.
Forefdrarmeðallátinna
Ungur breskur blaðamaður,
sem var sendur tii að skrifa um
banaslys, komst að því að foreldr-
ar hans voru meðal hinna látnu.
Mngmennleiðír
Þingmenn á Taívan eru ákaf-
Iega leiðir margir hverjir yflr
slagsmálum sem brutust út á
þingfundi á fimmtudag.
Björndrepurkindur
Bóndi nokkur í Noregi hefur
misst að minnsta kosti þrjátíu
kindur í kiærnar á bjarndýri
nokkru sem leggst á búfénað á
Suður-Varangri.
Tveir menn, Rússi og Letti,
voru úrskurðaðir í gæsluvarö-
hald í Danmörku eftir að 42 kíló
af gullhálskeðjum fundust í fór-
um þeirra.
Hitabylgjavestra
Níu manns og þúsundir naut-
gripa hafa dáið i gífurlegrí hita-
bylgju sem gengur yfir mikinn
hiuta Bandaríkjanna þar sem
hitastigiö komst t.d. í 41 stig í
Chicago.
Aflýsir öliu
Boris Jeltsín
Rússlandsfor-
seti hefur aflýst
öllum opinber-
um embættis-
verkum sínum
fram til 24. júlí
og aðstoðar-
maður hans
segir að hann verði væntanlega
eina viku enn á sjúkrahúsi vegna
hjartakrankleika.
Viðræðumfrestað
Ekkert varð úr friðarviðr;eðum
milli Rússa og aðskilnaðarsinna
í Tsjetsjeníu í gær.
Reuter, NTB, Rítzau
Bosníu-Serbar ráðast gegn griðasvæði SÞ í Zepa:
Óttast um afdrif
íbúa Srebrenica
Hersveitir Bosniu-Serba hófu sókn
að múslímabænum Zepa, einu af
griöasvæðum SÞ í Bosníu, í gær.
„Þetta er stórárás. Her Bosníu-Serba
nálgast úr suðri,“ sagði heimildar-
maður úr röðum starfsmanna Sam-
einuðu þjóðanna. Heldur dró svo úr
sprengjuhríðinni síðar.
Árásinni á Zepa haföi almennt ver-
ið spáð eftir að Bosníu-Serbar niður-
lægðu SÞ með þvi að leggja undir sig
griðasvæðið í Srebrenica fyrr í vik-
unni.
Aðeins tveimur klukkustundum
áður en fregnir bárust af árásinni
hafði Chris Gunnes, talsmaður SÞ,
lýst því yfir að herflugvélar NATO
væru á svæðinu.
Heimildarmaðurinn, sem ekki vildi
láta nafns síns getið, sagði enn frem-
ur að fregnir hefðu borist um að þorp
stæðu í ljósum logum.
Starfsmenn hjálparstofnana SÞ
sögðu í gær að þúsundir manna
kynnu að hafa horfið í Srebrenica
eftir fall bæjarins og að frásagnir af
voðaverkum Serba yrði að taka al-
varlega.
„Ef við byggjum á því sem hefur
gerst áður í þessu stríði og nokkrum
ógnvænlegum viötölum, er ærin
ástæða til að hafa áhyggjur af örlög-
um þeirra þúsunda sem urðu eftir,"
sagði Kris Janowski, talsmaður
flóttamannastofnunar SÞ. Reuter
Tveir gæsluliðar SÞ gefa gamalli konu frá Srebrenica hressingu í sumarhitanum. Konan er ein þúsunda flótta-
manna frá griðasvæði SÞ sem Serbar lögðu undir sig. Símamynd Reuter
Viktoría Svíaprinsessa varð lögráða í gær:
Lof ar að vera kónginum trú
Þúsundir manna söfnuðust saman
fyrir utan konungshöllina í Stokk-
hólmi í gær til aö hylla Viktoríu
prinsessu á átján ára afmælisdegi
hennar. Prinsessan er nú oröin
myndug sem þýðir að hún er vara-
skeifa konungsins, fóður síns.
Viktoría lofaði í fyrstu opinberu
ræðu sinni að vera alltaf trú konungi
sínum og þingi landsins og að virða
stjórnarskrá Svíþjóðar. „Lögræðis-
dagurinn hefur í fór með sér miklar
breytingar þegar kemur að ábyrgð-
inni,“ sagði Viktoría hátt og snjallt
frammi fyrir tvö hundruð gestum í
höllinni og sjónvarpsvélunum sem
sendu beint út í tilefni dagsins.
Faðir hennar, konungurinn, sem
—
Viktoría Svíaprinsessa er nú vara-
skeifa kóngsins. Simamynd Reuter
var íklæddur aðmírálseinkennis-
búningi sínum, minnti prinsessuna á
að henni bæri að aðstoða sig í því
mikilvæga starfi sem það er að vera
þjóðhöfðingi Svíþjóðar. „Ég ber mik-
ið traust til starfa þinna í framtíðinni
og fjölskyldan mun öll styðja þig og
aðstoöa á allan hátt,“ sagði Karl
Gústaf Svíakóngur.
Viktoría fékk serafímoröuna í til-
efni dagsins. „Hún er tákn um þá
ábyrgð sem nú hvílir á herðum þér.
Móðir þín og ég óskum þér alls hins
besta. Megi guð vemda þig,“ sagði
kóngur og kyssti dóttur sína á
kinnina.
„Kæri pabbi,“ svaraði Viktoría.
„Takk fyrir serafimorðuna. Hún
mun minna mig á aö ég á að standa
konunginum og landinu okkar
reikningsskil." TT
Uppgangur í Wall Street:
DowJones
nálgast 5000
Dow Jones hlutabréfavísitalan í
kauphöllinni í Wall Street heldur
áfram uppskriöi sínu og nálgast 5
þúsund stiga múrinn. Þegar viðskipt-
um lauk á fimmtudag stóð Dow Jon-
es í 4727 stigum sem er enn eitt sögu-
lega metið.
Frá því bandaríski seðlabankinn
lækkaði vexti hefur mikið fjör ríkt á
verðbréfamarkaði um leið og gengi
dollars hefur lækkað gagnvart helstu
gjaldmiðlum eins og pundi, marki og
jeni. Upgangur hefur sömuleiðis ver-
ið í kauphöllunum í London, Frank-
furt og Tokyo.
Verð á olíu og bensíni á heims-
markaði hefur verið stöðugt en þó
örlítið lækkað síðustu daga. Verð á
kaffi ’ældur áfram að lækka. -Reuter
hallir og vöruverð erlendis
14800 Ddláf Iwm
.4700
fll
koo Í4400 úonn
ÍAor\r\ .
4727,4«
illll loitimiM
nr-SE íoo
13400 ir
3300 (r
1 ^ 3447,2
A M J J
12250 0AX-40
2200
2100 SSr J
| 12050
2000 ~ 'SSSS*
1__§ wmá
A M J J
11118000;;
Nlkkef
„ """ |
I - ' I
10000 HaneSeng
...' ' ’ ' -
9500
«S0S,«7
M J J
8500,
8000
7500
9742,44
M J J
380
370
360
;
350
; 340
; 330
I 320
Á M J......J
3500 '--Ai' o--" : ;;.: . ; m
g o o
2500
'' :,
1500 I ** í T kmÉMÍÍM, ', /
A M 224« J J
200
150
100;
250
200<
150;
J J
170,M
M j J
mmmI - MMMNHMMMMHMMMMHMMMHHHMHMMM
f§§li
16,10
^stunna Á M J J
■
101::;:;::;:
/ ■>
DV
Viðurkennaveru
kjarnavopna
áGrænlandi
Lars Emil Jo-
hansen, for-
maður heima-
stjórnarinnar á
Grænlandi, er
reiöur og skúff-
aður út í fyrri
ríkisstjórnir
Danmerkur eft-
ir að honum var skýrt frá því á
fimmtudag aö Bandaríkjamenn
heföu viðurkennt aö hafa geymt
kjamorkuvopn í herstööinni í
Thule á árunum 1958 til 1965.
Kjarnorkuvopnin voru til að
verja herstöðina fyrir hugsanleg-
um árásum Sovétmanna.
Það var Niels Helveg Petersen,
utanríkisráðherra Daimierkur,
sem skýrði Johansen frá játning-
um Bandaríkjamanna.
Nakinn maður
ræðsf á Mistjér a
meðbaunadós
Víkingasveit lögreglunnar í
Miami á Flórída brást skjótt við
þegar henni barst tilkynning um
að nakinn ræjfingi raeð baunadós
að vopni neitaði að yfirgefa sendi-
bíl fullan af nýlenduvöru.
Ræninginn réðst upphaflega
fullklæddur til inngöngu í sendi-
bílinn og reyndi að hrifsa með sér
dós af svörtum baunum.
Þegar löggan kom á vettvang
neitaði þjófsi að gefast upp. Þess
í stað fór hann úr öllum fötum
og faldi sig milli baunadósanna.
Eftir nokkurt þjark tókst löggu
þó að fá manninn til að klæöa sig
og gefast upp. Hann reyndist þá
einnig vera meö hníf á sér.
Kanili getur
veriðskaðlegur
munninum
Þá er kanillinn kominn í hóp
þeirrar matvöru sem getur verið
skaðleg. Að minnsta kostief hans
er neytt í of miklum mæli. Á þingi
tannlækna í Handaiikjunum i
vikunni kom fram að of mikill
kanill getur valdiö sárindum í
munni ogbólgum í bragölaukum.
„Kanill er notaður sem bragð-
efni í sífellt fleiri vörutegundir,
svo sem tyggigúmmí, kökur, sæl-
gæti og brauð,“ sagði Michael
Siegel, aðstoðarprófessor í tann-
læknaskólanum í Maryland.
„Þeir sem venja sig á að tyggja
hvern pakkann af kamltyggjói á
fætur öðrum eða drekka eða
borða mikinn kanil þurfa að hafa
áhyggjur,“ sagði Siegel.
LivUllmannvill
skilaChirac
heiðursorðunni
Norska leik-
konan Liv Ull-
mann vill skila
Jacques Chirac
Frakklandsfor-
seta aftur heið-
ursorðu, sem
Frakkar veittu
henni, í mót-
mælaskyni við þá ákvörðun
Chiracs að hefjaaðnýjutilraunir
meö kjarnorkuvopn í Suður-
Kyrrahafinu.
Að sögn sænska blaðsins Afton-
bladet sendi Ullmann, sem er við
kvikmyndaupptökur í Stokk-
hólmi, handskrifaö símbréf til
Frakklandsforseta þar sem hún
mótmælti tilraununum og sagðist
mundu skila orðunni fljótlega.;
„Yrðir þú ekki fyrstur til aö
mótmæla ef fiarlægt land tæki
upp á því aö gera tilraunir meö
kjarnorkumátt sinn í þínum
heimshluta?" sagöi Ullmann,
Kitz.au, Reuter