Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1995, Síða 8
8
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995
Vísnaþáttur
Öm
Amarson
Örn Amarson hét réttu nafni
Magnús Stefánsson en tók sér
skáldanafnið Öm Arnarson og
gengur jafan undir því nafni í bók-
menntasögunni. Örn ólst upp á
Þorvaldsstöðum í Miðfirði eystra.
Nam hann í unglingaskóla að
Grund í Eyjafirði veturinn 1907.
Örn tók gagnfræðapróf frá Flens-
borgarskóla 1908 og kennarapróf
árið eftir. Fyrst eftir það kenndi
hann í átthögum sínum á Norður-
landi 1909-10 og gerðist síðan skrif-
stofumaður og sýsluskrifari í Vest-
mannaeyjum 1911-1918. Eftir það
var hann lengst af skrifstofumaður
í Hafnarfirði og bókavörður þar
ráðinn 1938 en gegndi því starfi
skamman tíma sökum heilsuleysis.
Örn varð landskunnur af nokkram
kvæðum er birtust í Eimreiðinni
1920. Ljóöabók hans, Illgresi, kom
fyrst út árið 1924 og sex sinnum
síðan.
Ekki hefur ganga Arnar verið nota-
leg er hann kveður svo:
Ei mun hraun og eggjagrjót
iljum sárum vægja.
Legg ég upp á Leggjabrjót.
Langt er nú til bæja.
Víst er að það sem Örn greinir frá
í næstu vísu er gömul saga en ekki
ný:
Hávært tal er heimskra rök.
Hæst í tómu bylur.
Oft er viss í sinni sök
sá er ekkert skilur.
Ekki er þessi frásögn fýsileg:
Mér var allt að ís og snjó.
Oft var svalt í föram.
Ekki skaltu undrast, þó
andi kalt úr svörum.
Hér er herhvöt hins hrausta sjó-
manns:
Þó að Ægir ýfi brá
auki blæinn kalda,
ei skal vægja undan slá
eða lægja falda.
Þessar tvær stökur Amar er
Mýsuð nefnast í ljóðabók hans
gætu allt eins verið trúatjátning
Qósamanna:
Mikið er um hjá mýi á skán
með mælgi og látum skrýtnum.
Það lofar þá mildi og miklar það lán
að mega lifa í skítnum.
Hver kúadilla er kostaland.
Þá kenning er skylt að boða,
að jörðin sé skýtur hafið hland
og himinninn keytufroða.
Einhver hefur kyngi þeirrar
ræðu verið er Öm kveður svo um:
Predikaði presturinn
píslir vítisglóða.
Amen, sagði andskotinn.
Aðra setti hljóða.
Var von þó meistara Erni blöskr-
aði er hann kvað svo:
Dýrt er landið, drottinn minn,
dugi ekki minna
en vera allan aldur sinn
fyrir einni gröf að vinna.
Öll eigum við okkar vitjunartíma:
Herðir frost og byljabök.
Ber mig vetur ráðum.
Æfi mín er vörn í vök.
Vökina leggur bráðum.
Vísnaþáttur
Valdimar Tómasson
Enn er raun og mæða nærri Erni
og í kvæðinu Skipbrot segir hann
svo:
Lífið bætir þraut við þraut.
Þyngri er seinni vandinn:
Aldan sú er bátinn braut
bar mig upp á sandinn.
Hjá tegund vorri mannkindinni
togast vissulega á ást vor á dýran
láðs og nýting þeirra. Svo kveður
Öm í kvæði sínu um refinn er lengi
hefur verið keppinautur okkar um
bráöina:
Viö elskum allt, sem lifir
ef okkur skilist gat,
að ef til vill gæti það orðið
á einhvern hátt að mat.
Hér er að lokum eitt stykki
heimsádeila.
Hræsni vex af hjálp og náð.
Hrælund þrífst við auðinn.
Örbirg stétt er auðvalds bráð.
Úlfurinn étur sauðinn.
Vanefndauppboð
Vegna vanefnda fyrri uppboðskaupanda verður hluti kjallara fasteignarinnar
Skipholt 37, þinglýst eign Efnaco hf. seld vanefndauppboði, sem haldið
verður á eigninni sjálfri miðvikudaginn 19. júlí 1995 kl. 14.00. Uppboðs-
beiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Mosfellsbær, islandsbanki hf. og
Djúpárhreppur.
Sýslumaðurínn í Reykjavik, 10. júlí 1995.
Pústþjónusta
Traustur og ábyrgur aðili með full réttindi óskast til að
taka að sér rekstur pústverkstæðis fyrir Bílavörubúðina
Fjöðrina hf.
Ýmis rekstrarform koma til greina.
Umsóknareyðublöð fást afhent á skrifstofu fyrirtækisins.
Skilafrestur er . .
tii 25. júií. DÍIavörubúoin
JFJðORIN,
Skeifan 2 - sími 588-2550
Matgædingur vikunnar
Buffalovængir
og ostabrauð
Þórhalla Sigmundsdóttir, matvælafræðingur og
starfsstúlka í eldhúsinu á Hótel Eddu á Hallormsstað,
er matgæðingur vikunnar aö þessu sinni. Þórhalla
kveðst hafa mjög gaman af því að baka og þá sérstak-
lega brauð. Hún starfaði í íslensku bakaríi í Boston
síöastliðinn vetur og þar í borg smakkaði hún á Buff-
alovængjunum sem hún býður lesendum DV upp á.
„Þessi réttur, sem er bragömikill, er frá New York,“
segir Þórhalla.
Buffalovængir
2 kg kjúklingavængir og læri
1/2 bolli smjör
3 til 4 tsk. cayennepiparsósa
1 tsk. edik
olía
Hitið smjörið varlega og setjið cayennepiparsósuna
út í. Þijár teskeiðar era hæfilegar ef bragðið á að vera
milt, fjórar eru hæfilegar fyrir meðalsterkt bragð og
fleiri ef bragðið á að vera „hot“. Setjið edikið út í og
takið af hitanum.
Djúpsteikið kjúklingabitana þar til þeir verða stökk-
ir eða í 10 til 15 mínútur. Þerrið fituna af kjúklingabit-
unum og setjið þá samstundis á pönnu með smjörsós-
unni og veltið smástund saman. Buffalovængir eru
framreiddir með gráðostasósu og sellerístönglum.
Gráðostasósa
1 lauf gráðostur
1/2 bolli majónes
3/4 bolli sýrður rjómi
Blandað saman í matvinnsluvél stutta stund.
Ostabrauð
2 bollar volgt vatn
2 pakkar þurrger
3 bollar hveiti
2 tsk. sykur
2 tsk. lint smjör
2 bollar cheddar ostur
2/3 bollar þurrmjólkurduft
3 til 3 1/2 bolli hveiti
2 tsk. salt
Þórhalla Sigmundsdóttir.
DV-mynd Sigrún Björgvinsdóttii
2 tsk. parmesanostur
olía eða smjör
Setjið vatnið, gerið og hveitið saman í skál og sláið
þessu saman. Hyljið og látið standa á volgum staö í
30 til 45 mínútur.
Setjið sykurinn, smjörið, ostinn, þurrmjólkina,
hveitið og saltið út í og hnoöið þar til deigið hættir
að klístrast við borðflötinn. Hnoðið í 8 til 10 mínútur.
Látið deigið hvílast í 15 til 20 mínútur.
Mótið í þrjá brauðhleifa eða lítil rúnnstykki. Hyljið
með diskaþurrku og látiö bíða í 45 til 60 mínútur eða
þar til brauðið hefur um það bil tvöfaldað stærð sína.
Pensliö þá með olíu eða smjöri og stráið parmesanosti
yfir. Bakið í 175 til 225 gráða heitum ofni, allt eftir
stærð brauðanna.
Þórhalla skorar á Kristbjörgu Kristmundsdóttur í
Vallanesi á Héraði, sem er sérfræðingur í grænmetis-
fæði, að vera næsti matgæðingur.
Eftir helgina má fá uppskriftina í Símatorgi DV.
Símanúmerið er 904-1700.
Hinhliðin____________________
Kókómjólk er uppá-
haldsdrykkurinn
- segir Gísli Gunnar Jónsson torfærukappi
„Það væri örugglega mjög gaman
að bjóöa Vigdísi Finnbogadóttur,
forseta vorum, í ökuferð á Kókó-
mjólkinni rninni," sagði Gísli
Gunnar Jónsson torfærukappi sem
hefur um árabO verið meðal
fremstu ökumanna í flokki sérút-
búinna bíla. Hann yann sigur í tor-
færukeppni við Egilsstaði um síð-
ustu helgi og sannaði þar að hann
ætlar ekkert að gefa eftir í þessari
íþrótt.
Fullt nafn: Gísli Gunnar Jónsson.
Fæðingardagur og ár: 5. september
1965.
Maki: Vigdís Helgadóttir.
Börn: Tvö, Þóra Birna, 8 ára, og
Dagný, 5 ára.
Bifreið: Citroén CX, 1984.
Starf: Rekur bifreiðaverkstæði.
Laun: Upp og niður.
Áhugamál: Böasport og fjallaferð-
ir.
Hefur þú unnið í happdrætti eða
lottói? Nei, hef þó fengið eitt sinn
smávinning fyrir 3 rétta í lottói.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Keyra bílinn í torfæranni.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Að klikka á þrautum í torfær-
unni sem kosta mann verðlauna-
sæti.
Uppáhaldsmatur: Mér finnst allur
matur góður, svínakjöt er í uppá-
haldi.
Gísli Gunnar Jónsson.
Uppáhaldsdrykkur: Kókómjólkin.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag? Geir Sveinsson.
Uppáhaldstímarit: Ég les alltaf 3T
þegar það kemur út.
Hver er fallegasta kona sem þú
hefur séð fyrir utan maka? Hófi.
Ertu hlynntur eða andvígur ríkis-
stjórninni? Hlutlaus.
Hvaða persónu Iangar þig mest til
að hitta? Það væri gaman að bjóða
Vigdísi Finnbogadóttur í rúnt á
Kókómjólkinni.
Uppáhaldsleikari: Örn Árnason er
einn af mörgum.
Uppáhaldsleikkona: Engin sérstök.
Uppáhaldssöngvari: Bubbi Mort-
hens.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Dav-
íð Oddsson er góður ræðumaöur.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Högni hrekkvísi.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Mótor-
sport.
Uppáhaldsmatsölustaður/veitinga-
hús: Duggan í Þorlákshöfn.
Hvaða bók langar þig mest til að
lesa? Ég er lítill lestrarhestur.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Ég hlusta mikið á Bylgjuna.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Enginn
sérstakur.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Því er nokkuð jafnt
dreift.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Birgir
Þór Bragason.
Uppáhaldsskemmtistaður/krá:
Duggan í Þorlákshöfn.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: Þór í
Þorlákshöfn.
Stefnir þú að einhverju sérstöku i
framtíðinni? Að lifa lífinu með fjöl-
skyldunni.
Hvað ætlar þú að gera i sumarfri-
inu? Mitt sumarfrí fer alveg í tor-
færana.