Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1995, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1995, Page 10
1Q LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 Heimsins stærsta hagamús - Þorfinnur Guðnason gerir kvikmynd um íslensku hagamúsina Þó svo að einhverjum af aðalleik- urunum þrjátíu í nýrri kvikmynd Þorfinns Guðnasonar leiðist þófið og stingi af er alltaf hægt að fá stað- gengla. Aðalleikararnir eru nefni- lega hagamýs og kvikmyndatakan fer að hluta til fram í þéttustu músa- byggð landsins, Vík í Mýrdal, þar sem eru 170 mýs á hektara. Þorfinnur Guðnason kvikmynda- gerðarmaður, sem þekktur er fyrir náttúrulífsmynd sína, Húsey, er núna að gera kvikmynd um ís- lensku hagamúsina sem er heimsins stærsta hagamús. „Islenska hagamúsin er þriðjungi stærri en kynsystur hennar erlend- is. Þeirri kenningu hefur verið fleygt að í öndvegi hafi Keltar og (víkingar komið með mýs hingað sem hafi kynblandast og þess vegna sé íslenska hagamúsin svona stór. Rannsóknir sýna að það eru sams konar eggjahvítusambönd í músun- um og í Keltum og Skandinövum. Svo er líka til sú kenning að um- hverfið eigi sinn þátt í stærð mús- anna, það skipti máli hversu norð- arlega við erum, auk þess sem dýr á eyjum hafi tilhneigingu til að stækka,“ útskýrir Þorfinnur. Mýsnar fara ekki allt- af eftir handritinu Það var í febrúar siðastliðnum sem hann hóf náið sambýli við mýsnar, bæði í Biskupstungum og í Vík í Mýrdal. „Við tökum myndir á tveimur stöðum til að sýna mun á lifnaðarháttum túndrumúsarinnar og hvannarmúsarinnar. Myndin íjallar um lífsbaráttuna í gegnum árstíðirnar. Þetta er leikstýrð heim- ildarmynd. Hver árstíð hefur ákveð- inn söguþráð og um leið er borið saman líf músanna í birkiskógi inni í landi og músanna í Mýrdalnum. En auðvitað fara mýsnar ekki alltaf eftir handritinu og stundum gerist eitthvað í miðjum tökum sem þýðir að við þurfum að endurspinna sögu- þráðinn.“ Kapphlaup við snjótittlinga um brauðmola Á Vatnsleysu í Biskupstungum var mynduð atburðarásin þegar mýsnar leita heim á bæ í vetrar- harðindum. Það sem kom Þorfinni mest á óvart var útsjónarsemi mús- anna. „Það var snjór yfir öllu. Undir tröppunum í garðinum við bæinn hélt músafjölskylda til. Snjótittling- unum hafði verið gefið brauð úti í garðinum og mýsnar ætluðu að stela sér brauöbita. Snjótittlingarn- ar réðust á eina músina með látum. Hún hljóp að skafli, gróf sig þar nið- ur rétt hjá brauðinu og gerði svo skyndiáhlaup. Hún náði brauðmola og fuglarnir fóru á eftir henni en hún stakk sér inn í skaflinn og safn- aði þar birgðum sem hún fór svo með í holuna sína. Mýsnar láta fenna yfir sig á veturna og gera síð- an göng undir snjónum sem þær flétta með stráum.“ ■Þorfinnur segir að svo virðist sem mýs í Mýrdalnum safni sér ekki vetrarforða á sama hátt heldur gangi þær í fræ hvannarinnar sem liggi á jörðu. Snjó tekur fljótt af í Mýrdalnum þannig að lífsbarátta músanna þar er ekki jafnhörð á vet- urna. Á meðan þrastamamma bregður sér frá laumast mýsnar út úr holunni sinni til kanna hvort ekki leynist einhvers staðar ánamaðkur. „Svo sáum við skógarþröstinn og hagamúsina fara að kljást." Þorgeir Guðmundsson, Þorfinnur Guðnason og Þorvaldur Björnsson við tökur við þrastarhreiðrið og músarholuna í rabarbarabeðinu. Hagamýs leggjast á hræ. Yrkja níðvísur um keppinautana Munurinn á hátterni kvenmúsa og karlmúsa kom kvikmyndagerðar- mönnum einnig á óvart. „Kven- mýsnar eru miklu rólegri en karl- mýsnar sem eru stressaðar. Skemmtilegast er atferlið um fengi- tímann. Þá yrkja karlarnir niðvísur um keppinautana en syngja ástar- ljóð fyrir unnusturnar. Það er svo hetjutenórinn sem stendur með pálmann í höndunum. Þetta er víst mjög falleg tónlist. Ég vonast til að hægt verði að taka þetta hátíðni- hljóð upp og með því að hægja á því verður hægt að hlusta á það. Mýsn- ar spjaila mikið saman og ungarnir skæla eftir mæðrum sínum,“ grein- ir Þorfinnur frá. Geðveikisleg bjartsýni Oftast er hann einn í sveitinni að fylgjast með músunum en með hon- um hefur einnig starfað Þorvaldur Björnsson frá Náttúrufræðistofnun íslands. Náttúrufræðistofnunin er meðframleiðandi að myndinni og er það mikill fengur, að mati Þorfinns. Kvikmyndatökumennirnir eru Þor- geir Guðmundsson, Sigurður Sverr- ir Pálsson og Helgi Sverrisson. Þeir sem fjármagna kvikmyndina auk Þorfinns sjálfs eru Kvikmyndasjóð- ur, Náttúrufræðistofnun íslands, Námsgagnastofnun og Sjónvarpið. Viðræður standa einnig yfir við Landvernd um styrk til kvikmynd- arinnar sem gert er ráð fyrir að kosti um 15 milljónir króna. Enn er ekki búið að fjármagna nema um 60 prósent af áætluðum heildarkostn- aði. „Það er geðveikisleg bjartsýni að leggja af stað án þess að vera bú- inn að fjármagna myndina að fuflu,“ segir Þorfinnur en vonast til að með sölu á kvikmyndinni Húsey til út- landa fáist eitthvert fé. Verið er að selja myndina til Hollands og við- ræður standa yfir við dreifingarfyr- irtæki í Bandaríkjunum. Stundum einmana í sveitinni Þorfinnur stundaði nám í kvik- myndagerð í Kaliforníu og starfaði síðan hjá Sjónvarpinu um fimm ára skeið. Um leið og gerð kvikmyndar- innar Húseyjar, sem Þorfinnur hlaut menningarverðlaun DV fyrir í fyrra, var lokið hófst hann handa við að skrifa handrit að heimildar- myndinni um hagamúsina. Að fylgj- ast með músunum er mikið þolin- mæðisverk. Þorfinnur viðurkennir að hann verði stundum einmana í sveitinni þó gott sé að leita til fólks- ins þar. En hann skreppur stundum heim til höfuðborgarinnar því hann þarf meðal annars að sinna banka- erindum og svo fær hann fjölskyld- una í heimsókn um helgar. Músarholan við þrastarhreiðrið Það var einmitt eina helgina sem Þorfinnur var í útreiðartúr með konu sinni sem hann fann góðan efnivið' í músasöguna. „Við sáum þröst fljúga upp undan rabarbara. Við nánari athugun sáum við hreið- ur með ungum. En þarna var ekki bara hreiður heldur einnig músar-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.