Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1995, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1995, Side 11
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ1995 11 Þorlinnur Guðnason kvikmyndagerðarmaður og einn aðalleikaranna í mynd hans um heimsins stærstu hagamús. DV-myndir GVA hola. Ég kom fyrir njósnatækjum í beðinu til að geta fylgst með sam- býlinu á skjá i eldhúsinu hjá mér. Svo sáum við á skjánum eitt kvöld- ið þegar skógarþrösturinn og hagamúsin, sem reyndar er kölluð skógarmús á erlendum tungum, fóru að kljást. Karlfuglinn kom til að aðstoða kvenfuglinn við að reka mýsnar burtu. En þegar fuglinn sneri baki við músarholunni laum- uðust mýsnar út til að ná sér í ána- maðk. Við komum fyrir myndavél á þrífæti og kvikmynduðum þetta með fjarstýringu.“ Það er sem sé ekki bara merkilegt samfélag músanna sem fjallað er um í kvikmyndinni heldur einnig samfélag þeirra og annarra dýra. Verstu óvinir hagamúsarinnar eru hrafn, kjói, ugla, refur og minkur. Líftími hagamúsarinnar er eitt til tvö ár. Viðkoman getur verið rosa- leg, að sögn Þorfinns. „Eins og ár- ferðið er núna gjóta þær þrisvar yfir sumarið. Ungar úr fyrsta og öðru goti geta gotið áður en haust- ar.“ Virða friðhelgi heimilisins Aðalfæða hagamúsanna er úr jurtaríkinu en þær éta einnig skor- dýr og leggjast á hræ. Þorfinnur segir fólk hafa ranghugmyndir um hagamúsina og telja að það sé óþrifnaður af henni. „Hagamúsin er mjög snyrtileg. Húsamúsin hagar sér allt öðruvlsi. Hún gengur í mat- væli og er að gjóta allt árið. Það er margt mjög svipað með hagamúsun- um og mönnunum. Þær eru félags- lyndar en vilja jafnframt vera út af fyrir sig og þær eru rosalegir bygg- ingameistarar. Erlendis hefur hagamúsin á sér þjóðsagnablæ fyrir viturleika og iðni og þess háttar." Að sögn Þorfinns er ekki par í hverri holu og kvenmúsin er ein í holu þegar hún gýtur. En mýsnar eru félagsdýr og koma í heimsókn hver til annarrar. Samtímis virða þær friðhelgi heimilisins. „Fjöl- skyldumynstrið breytist á haustin þegar kynhvötin dofnar. Þá eru stundum nokkrar mýs saman í holu. Stundum eru holurnar hlið við hlið. En það er einnig með mýsnar eins og mannfólkið, þær þola ekki aUar hver aðra. Það má líka sjá goggunarröð hjá þeim.“ Náttúran höfðar sterkt til Þor- finns sem var í sveit í mörg sumur á unga aldri, bæði í Biskupstungum og í Húsey. Hann lætur sér ekki nægja að horfa bara á fossinn og „Mýsnar eru félagslyndar en þær virða friðhelgi heimilisins." lækinn, eins og hann segir of al- gengt, heldur kíkir hann einnig á bak við steininn. Þorfinnur verður í félagsskap hagamúsarinnar fram á mitt næsta ár en þá gerir hann ráð fyrir að kvikmyndin verði tilbúin. „Ætli ég gangi þá ekki þúfnagang niður Laugaveginn með hendur fyr- ir aftan bak eins og ég gerði eftir tvö ár í Húsey,“ segir hann. Hljómskálagarðurínn (Rvk) liggur sunnan við Tjömina aiil að Hringbraut. 1909 sam- þykkti bæjarstjóm að gerður yrði almenn- ingsgarður í yatnsmýrinni við suðurenda Tjamarinnar. Árið 1913 var hafist handa um ræktun, þá voru gróðursett tré í vesturhluta garðsins meðfram Bjarkargötu. 1922 var veitt leyft fyrir byggingu Hljómskálans. Þar fékk Ldðrasveit Reykjavíkur bækistöð fyrir starfsemi sína og hefur enn. Upphaflega var garðurinn nefndur Tjamar- garður, en eftir að Hljómskálinn reis var tekið að kenna garðinn við hann þó svo að hinu formlega nafni haft ekki verið breytt. Jarðvegurinn í garðinum þótti heldur óftjór og þreifst gróður þar misjafnlega, auk þess er þar næðingssamt. Á síðari árum hefur verið lögð meiri alúð við að auka gróðurmagn moldar og hefur sú elja borið skjótan og sýnilegan árangur. (...) ORN CXI (g) ORLYGUR" Dvergshöfða 27, Reykjavík • Sími 568 4866 Vinninga skal vjtjað hjá Erni og Örlygi hf ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Allir vita að það er leikur einn að grilla lambakjöt. Og nú færist enn meira flör í leikinn því nú getur þú unnið þér inn glæsilegt gasgrill í skemmtilegum safnleik. Safnaðu 3 rauðum miðum sem finna má á öllum grillkjötspökkum með lambakjöti og sendu í pósthólf 7300, 127 Reykjavík ásamt þátttökuseðli sem fæst i næstu matvöruverslun. Sunbeahi- gasgrill Þar með ertu með í potti og átt möguleika á að vinna glæsilegt Sunbeam gasgrill. Dregið er tvisvar sinnum, 10 gasgrill í hvort sinn. í fyrra skiptið þann 7. júlí og í seinna skiptið þann 11. ágúst. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Vatnsleysu-Askur styttir Þorfinni stundirnar í sveitinni. ÚR ÍSLANDSHANDBÓKINNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.