Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1995, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 15. JÚLl 1995
Erlend boksja
Metsölukiljur
Ciraves og
gyðjurnar
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. Michael Crichton:
Congo.
2. Celeb Carr:
The Alienist.
3. John Grisham:
The Chamber.
4. Tom Clancy:
Debt of Honor.
5. Mary Higgins Clark:
Remember Me.
6. Steve Martini:
Undue Influence.
7. Sandra Brown:
Charade.
8. Carol Shields:
The Stone Diaries.
9. Roger MacBride:
Assault at Selonia.
10. V.C. Andrews:
All That Glitters.
11. Meave Binchy:
Circle of Friends.
12. Sara Paretsky:
Tunnel Vision.
13. Dean Koontz:
The Key to Midnight.
14. Elizabeth Lowell:
Only Love.
16. Jackie Collins:
Holtywood Kids.
Rit almenns eðlis:
1. B.J. Eadie 8i C. Taylor:
Embraced by the Light.
2. Mary Pipher:
Reviving Ophelia.
3. Thomas Moore:
Care of the Soul.
4. Hope Edelman:
Motherless Daughters.
5. M. Scott Peck:
The Road Less Travelled.
6. Delany, Delany & Hearth:
Having Our Say.
7. Dolly Parton:
Dolly.
8. Christopher Ogden:
Life of the Party.
9. Maya Angelou:
I Know why the Caged Bird
Sings.
10. Thomas Moore:
Soul Mates.
11. Nathan McCall:
Makes Me Wanna Holler.
12. Robert Fulghum:
Maybe (Maybe Not).
13. Karen Armstrong:
A History of God.
14. Laurence Leamer:
The Kennedy Women.
15. Bailey White:
Mama Makes up Her Mind.
(Byggt á New York Times Book Review)
Eftir rúma viku veröa liöin eitt
hundraö ár frá því aö enska ljóö-
skáldið og rithöfundurinn Robert
Graves faeddist (1895-1985). Af því til-
efni hafa margar bækur um ævi hans
og rit séð dagsins ljós að undanfomu.
Graves orti mikiö af Ijóðum, ekki
síst um ástina, samdi þekktar skáld-
sögur (I, Claudius) og skrifaði rit-
gerðir og fyrirlestra um skáldskap
sem vöktu mikla athygli á sínum
tíma og höföu veruleg áhrif. Það á
ekki síst viö um þá frægu bók The
White Goddess sem fjallar um kon-
una sem skáldgyðju og mikilvægi
þess fyrir sérhvern höfund að eiga
sér slíka kvenlega uppsprettu skáld-
legrar andagiftar.
Leitin að gyðjunni
Graves átti um margt óvenjulega
ævi sem einkenndist af leit hans að
konum sem gætu gegnt þessu gyðju-
hlutverki í lííi hans. Sambúð hans
og bandarísku skáldkonunnar Laura
Riding var sérstaklega erfið, enda
var hún talin geðbiluð. Hennar
vegna yfirgaf Graves eiginkonu sína
og flutti frá Bretlandi tif Mallorca.
Og þegar Laura var horfin á braut
komu aðrar og yngri konur í hennar
stað allt fram til hins síðasta.
Þetta er allt saman rakiö ítarlega í
sumum þeim ævisögum sem nú hafa
birst, en þessar eru helstar:
Robert Graves and the White
Goddess er þriðja bindi ítarlegrar
úttektar á ferli skáldsins eftir frænda
hans, Richard Perceval Graves. (Hin-
Robert Graves á efri árum.
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
ar fyrri heita: The Assault Heroic:
1895-1926 og The Years with Laura:
1926-40, og eru til í pappírskiljum).
I Robert Graves: Life on the Edge
lítur Miranda Seymour meðal ann-
ars á verk og kenningar skáldsins frá
sjónarhomi kvenna.
Loks hefur Martin Seymour-Smith
sent frá sér endurskoðaða útgáfu af
eldri bók sinni um höfundinn. Ro-
bert Graves: His Life and Work
nefnist hún og er að sögn saga
skáldsins eins og hann vildi sjálfur
að hún væri sögð.
Þá er einnig auðvelt að nálgast
sjálfsævisögu sem Robert Graves
sendi frá sér tiltölulega ungur að
árum, það er árið 1929. Þar rekur
hann fyrri hluta ævi sinnar, m.a. hin
erfiðu ár sín sem hermaður á vígvöll-
um fyrri heimsstyrjaldarinnar.
Breytti ljóðunum
Fyrir þá sem vilja kynna sér ljóð
Graves og ritgerðir hans um skáld-
skap er úr ýmsu að velja.
í tilefni afmælisins hefur komið út
sýnishorn ljóða hans: The Centen-
ary Selected Poems sem hefur að
geyma 151 ljóð. Og boðað er seinna á
árinu fyrsta bindi nýrrar heildarút-
gáfu af ljóðum skáldsins.
Þess ber aö geta að Graves hafði
fyrir sið að breyta verulega ljóðum
sínum eftir að þau birtust fyrst á
prenti, og ekki alltaf til hins betra.
Síðasta heildarsafn ljóða hans,
Collected Poems frá árinu 1975, ber
þess nokkur merki.
Ýmsar ritgerðir skáldsins um
ljóðagerð eru birtar í nýrri bók sem
heitir einfaldlega Collected Writ-
ings on Poetry. Þar á meðal eru fyr-
irlestrar sem hann flutti við háskól-
ana í Oxford og Cambridge.
Bretland
Skáldsögur:
1. Maeve Binchy:
The Glass Lake.
2. James Herbert:
The Ghosts of Sleath.
3. John Grisham:
The Chamber.
4. Terry Pratchett:
Soui Music.
5. Minette Walters:
The Scold's Bridle.
6. Jeffrey Archer:
Twelve Red Herrings.
7. Allan Folsom:
The Day after Tomorrow.
8. Joseph Heller:
Closíng Time.
9. Madeleine Wickham:
The Tennis Party.
10. lan M. Banks:
Feersum Endjinn.
Rit almenns eðlis:
1. Bill Bryson:
Made in America.
2. John Berendt:
Midnight in the Garden of
Good and Evil.
3. Ffyona Campbell:
On Foot through Africa.
4. Stephen Hawking:
A Brief History of Time.
5. Eric Newby:
A Small Place in Italy.
6. Jung Chang;
Wild Swans.
7. Julian Barnes:
Letters from London.
8. Andy McNab:
Bravo Two Zero.
9. Tim Jackson:
Virgin King.
10. Margaret Thatcher:
The Downing Street Years.
(Byggt á The Sunday Times)
Danmörk
1. Juiíane Preisler:
Kysse Marie.
2. Jung Chang:
Vilde svaner.
3. Jostein Gaarder:
Sofies verden.
4. Jorn Riel:
En underlig duel.
5. Hanne-Vibeke Holst:
Til sommer.
6. Kirsten Hammann:
Vera Winkelwir.
7. A. de Saint-Exupéry:
Den lille prins.
(Byggt á Politíken Sondag)
Vísindi
Helíum varð til viö
miklahvell í árdaga
Úti i ómælisvíddum geimsins hafa vísindamenn fundið helíum.
Þunglyndi
módur hefur
áhrif á syni
Breski geðlæknirinn Deborah
Sharp hefur komist aö því aö
þunglyndi mæðra eftir fæðingu
hefur meiri áhrif á greind pilta
en stúlkna. Hún rannsakaöi 250
konur í suðurhluta Lundúna og
kom í ljós aö þriðjungur þeirra
þjáðist af andlegum kvilla, aðal-
léga þunglyndi, fyrsta áríð eftir
fæðinguna.
Þegar bömin voru fjögurra ára
gömul voru þau látin taka próf
sem sýndu fram á að greindar-
vísitala drengja sem áttu þung-
lyndar mæður var talsvert lægri
en hjá dætrum þunglyndra
mæðra.
„Drengir eru hugsanlega bara
viðkvæmari iyrir streitu snemma
á lífsleiðinni. Karlar eru kannski
bara veika kynið," segir Sharp.
Stress og
krankleiki
Til þessa hefur það verið lækn-
um hulin ráögáta hvers vegna of
mikil streita veldur þreytu og
sjúkdómum. Bandarískir læknar
hafa nú sett fram tílgátu sem
kann aö skýra það aö hluta.
í grein í breska læknablaðinu
Lancet halda læknarnir þvi fram
að hormón sem myndast við
streitu hengi sig á ónæmisfrumur
og örvi þar með vöxt prótíns sem
auðveldi veírum að margfaldast.
Umsjón
Guðlaugur Bergmundsson
Stjarnvísindamenn hafa fundið
frumefnið helíum í meira en níu
milijarða ljósára fjarlægð frá jörð-
inni og að sögn þeirra myndaðist það
hugsanlega við miklahvell, spreng-
inguna sem talin er hafa orðið við
upphaf alheimsins.
Vísindamennimir uppgötvuðu hel-
íumið meö aðstoð sérstaks útfjólu-
blás sjónauka sem bandarísk geim-
skutla flutti fyrir þá út í himingeim-
inn. Til að koma auga á helíum þetta
verður aö fara með stjömusjónauk-
ann út fyrir andrúmsloft jarðarinn-
ar.
Arthur Davidsen, stjarneölisfræð-
ingur viö Johns Hopkins háskólann
í Bandaríkjunum, segir að tílvist hel-
íums svo langt í burtu styðji kenn-
ingar manna um miklahvell.
„Hlutí kenningarinnar gengur út
frá því að eftir miklahvell hafl um-
heimurinn að níu tíundu hlutum
verið fylltur með vetni og að einum
tíunda með helíumi," segir Davidsen.
„Gasið fyllti allan himingeiminn og
var ipjög heitt."
Gasið kólnaði svo með tíð og tíma
þar tíl hitastigið var aðeins nokkrar
milljónir gráða. Á sama tíma þéttist
það svo stjörnur og stjörnukerfi gátu
myndast. Öll önnur frumefni, þar á
meðal þau sem áttu þátt í myndun
lífs, eru talin hafa orðið til í tengslum
við líf og dauða stjamanna.
„Helíum er ekki neitt framandi
efni,“ segir Davidsen. Heldur er það
hlutí af uppruna alls efnis, segir
hann. „Það varð til við miklahvell
og við urðum til út frá því.“
Því hefur lengi verið haldið fram
að vetnið og helíumið, sem urðu til
við miklahvell, sé enn að finna úti í
himingeimnum. Stjarnvísindamenn
hafa í meira en þrjátíu ár reynt að
finna sannanir fyrir því. Sú leit hefur
þó ekki borið árangur en við hana
notuðu þeir venjuleg mæhtæki á
jörðu niðri.
Talið er aö gasatómin séu ósýnileg
mæhtækjum á jörðinni af því að þau
hafi jónast, þ.e. að rafeindir þeirra
era á bak og burt. Jafnvel Hubble-
geimsjáin er ekki útbúin til að greina
helíumið.
Arthur Davidsen og félagar hans
gengu út frá því að hægt væri aö
koma auga á hluta gassins þar sem
tvær rafeindir væru á helíuminu og
þvi væri erfiðara fyrir það að jónast.
Þess vegna ætti að vera auðveldara
að sjá það. Þeir smíðuðu því sér-
stakan stjörnusjónauka til að rann-
saka máhö og fundu helíumið svo
sem áður greinir.
Saur leyndar-
dómurinn
Vísindamenn við Indiana-
háskóla í Bandaríkjunum hafa
komist að leyndardómnum á bak
viö líf í mestu hafdjúpunum:
Saur.
Rannsóknir þeirra leiddu í ljós
að i árdaga var nánast ekkert
súrefni í höfunum, ólíkt því sem
er í dag þar sem súrefhi er alls
staðar nema ef til vill í dýpstu
setlögum. Mestallt súreíhið sem
var framleitt af þörungum eða við
ljóstillífun komst ekki niður á
hafsbotninn.
Fyrir 540 til 590 miUjónum ára
komu fram dýr sem þróuöu melt-
ingarkerfi og saur þeirra féll
hratt til botns þar sem önnur dýr
átu hann. Það varð svo til þess
að aukiö loft fór um djúpsæviö
og dýr settust aö á hafsbotninum.
Halastjömur
í jaðrinum
Stj arn vísindamenn viö ríkishá-
skólann í Texas hafa, með aöstoð
Hubble stjörnusjónaukans, fund-
íð halastjörnur við útjaðar sól-
kerfisins.
Það ku vera jafn merkilegt og
aö finna nál í heystakki aö koma
auga á halastjörnur þessar. Að
sögn Anitu Cochran, sem stjóm-
aöi rannsóknarhópnum, eykur
uppgötvunin líkuraar á að hægt
sé aö sanna tílvist eins konar
halastjörnuforöabúrs rétt hand-
an Neptúnusar.
Það var stjömufræðingurinn
Gerard Kuiper sem fyrst kom
með þá tilgátu fyrir rúmum 40
árum að haiastjörnubelti væri
umhverfis sólkerfi okkar.