Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1995, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1995, Qupperneq 17
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 17 ísraelskur piltur heillaður af íslandi: Margt sam- eiginlegt með þjóðunum - segir Tal Ben-Shlömo um íslendinga og ísraela túrista eins og tíðkast hjá flestum siðvæddum þjóðum og eru jafnvel oft dónalegir við þá. Maður er til dæmis vanur því að ef menn ganga um dyr sé þeim haldið opnum fyrir þann sem á eftir kemur. En sá kurt- eisissiður er ekki algengur á íslandi. Annars kann ég að flestu leyti vel við íslendinga og þeirra þjóðarsál. ísraelar eru ekkert ósvipaðir íslend- ingum í hátt. Ég held að það sé vegna þess að bæði löndin eru einangruð þó að það sé sitt á hvorn mátann. Einangrun ykkar felst í því að búa á eyju, en við erum einangraðir vegna þess að þjóðirnar í kringum okkur eru arabar og við tilheyrum þeim ekki,“ sagði Tal Ben-Shlömo. -ÍS „Það var fyrir tveimur árum að ég fékk brennandi áhuga á íslandi, en ég get ómögulega munað hvað það var sem fékk mig til þess. Mig minnir þó að það hafi verið fræðsluþáttur um ykkar fallega land sem kom mér á sporið. Eftir að áhuginn kviknaði hef ég lesið nánast allt um ísland sem ég hef komist yfir á hebresku og ensku," sagði Tal Ben-Shlömo, 18 ára ísra- elskur piltur sem lét draum sinn rætast og kom til íslands í hálfsmán- aðar heimsókn að loknu mennta- skólanámi í heimalandi sínu. Taf á eina fimm pennavini á íslandi sem hann heldur reglulegu sambandi við. Herþjónusta fram undan og ég á góða vinkonu á Akureyri sem ég kynntist á ferð minni þangað. Hún ætlar að heimsækja mig til ísrael í haust. Annars vekur það athygh mína hve blandaðir íslendingar eru. Þrátt fyrir að hér sé fullt af fólki með ljósan htarhátt og dæmigert norrænt útlit sjást einnig alíslenskir þegnar með litarhátt sem algengur er í suð- urhluta Evrópu." Lítil virðing fyrir ferðamönnum „Það kom mér nokkuð á óvart, af því að ísland er ferðamannaland, að Islendingar bera enga sérstaka virð- ingu fyrir túristum. íslendingar leggja sig ekkert fram um að aðstoða Eftir að áhuginn á íslandi kviknaði hefur israelinn Tal Ben-Shlömo lesið nánast allt um ísland sem hann hefur komist yfir, á hebresku og ensku. DV-mynd GVA „Ég hef aldrei áöur komið til ís- lands en er aðeins byrjaður að læra íslensku. Ég lauk nýlega námi í menntaskóla en eyði nú kærkomnu fríi í ferðalög. Að þeim loknum fer ég heim til að gegna herþjónustu. Herþjónustan í ísrael er í 32 mánuði en síðan hggur leiöin í háskóla. Dvöl mín hér á íslandi varir ekki nema 15 daga en héðan fer ég til Finnlands þar sem ég verð í einn og hálfan mánuö og undir lok ferðar- innar eina viku í Eistlandi. Þó að ég sé ekki nema 15 daga hér- lendis hef ég náð að ferðast töluvert um ykkar fahega land. Ég er búinn að fara norður til Akureyrar, Mý- vatns, hef séö Gullfoss, Geysi og fleiri markverða staði. Ég fékk aö bregða mér í dorgveiði í Eyjafirðinum frá Hjalteyri og það var mjög gaman. Ég fékk prjónaða á mig mjög góða ís- lenska lopapeysu," sagði Tal og var að sjálfsögðu íklæddur henni er við- tahð var tekið. Hann taldi að peysan ætti eftir að koma í góðar þarfir í vetur í ísrael, því að hans sögn getur hitinn vel farið undir frostmark köldustu mánuðina þar. „Ég var svo óheppinn að lenda í slæmu veöri á ferð minni um Mý- vatnssvæðið en annars hefur veður verið nokkuð gott.“ Hitti Vigdísi tvisvar Tal Ben-Shlömo þótti einna eftir- minnilegast við dvöl sína hér á landi að hafa hitt forseta íslands. „Ég sendi fyrir nokkru síðan forseta ykkar, Vigdísi Finnbogadóttur, mynd sem ég teiknaöi af henni. Myndin hefur greinilega borist henni í hendur, því um síðustu jól sendi hún mér jóla- kort þar sem hún þakkaði mér fyrir sendinguna. Á þessari stuttu heimsókn minni til íslands var ég svo lánsamur að hitta Vigdísi forseta tvisvar sinnum. Annað skiptið var í Reykjavík og í hitt skiptið í kirkju á Akureyri. í bæði skiptin var það fyrir hreina til- viljun,“ sagði Tal, sem þótti það greinilega undarlegt að geta hitt þjóðhöfðingja landsins á þennan hátt. Það kom ekki á óvart að Tal var hrifmn af fegurð íslenskra kvenna. „Konur á íslandi eru mjög fallegar .b& náj ^altalæW^ ^ lfaCdinn'95 r.ff Gleði, skemmtun, útivera, Qölskyldan og góðir félagar á vímuefnalausri útihátíð um næstu helgi Gleöi Sameiginlegt grill Körfubolti - Hestaleiga Veiði - Leikir íþróttakeppni - Hugvekja Aðgangur Aðgangseyrir 2.500 kr. og ókeypis fyrir börn 15 ára og yngri í fylgd með foreldrum. Aðgangur greiddur við innganginn. EURO og VISA þjónusta Nánari upplýsingar hjá SÁÁ í síma 581-2399 Skemmtun Dansleikur með STJÓRNINNI á föstudagskvöld og með ÁLFUNUM laugardagskvöld. Kvöldvaka - Gleðitríóið KÓZÝ Grín og glens með SPAUGSTOFUNNI Börnin íþróttir barna Sérstök barnadagskrá á palli Hæfileikakeppni - Utileikir Barnadansleikur Hestar fyrir börnin Allir , velkomnirj Staður og stund 21. til 23. júlí 1995

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.