Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1995, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ1995
19
Einn helsti sérfræðingur hérlendis í bakteríusýkingum er Karl Kristinsson,
dósent og sérfræðingur i sýklafræði. DV-mynd GVA
verka á fjölónæma stofna, kemst úr
enterococcum í þessar bakteríur og
þær mynda ónæmi þá erum við í
vondum málum. Þetta er ákveðin
tímasprengja sem menn eru hræddir
við,“sagðiKarl. -ÍS
Sýklalyfjaónæmi er vaxandi vandamál:
Mannskæðar bakt-
eríusýkingar geta
orðið útbreiddar
16“ Pizza með:
Nautahakki
Skinku
Bacon
og Parmesan osti
+
1,5 I. Coke (eða 2 giös í sal)
„Bakteríuónæmi fyrir öllum sýkla-
lyfjum geisar í Evrópu, hundruð þús-
unda sýkjast og tugir þúsunda verða
að lúta í lægra haldi í baráttunni við
dauðann. Jafnframt geisa berklar af
völdum berklabakteríuónæmis í As-
íulöndum fjær. Meðferð er árangurs-
laus og flestir látast."
Ætla mætti, þegar þessar línur eru
lesnar, aö verið sé að glugga í heim-
ildir frá árinu 1896. Ætli einhverjir
myndu ekki vera vantrúaðir ef þeim
væri sagt að þetta gæti gerst áriö
1996, strax á næsta ári! Ástæðan er
sú að bakteríur eru í síauknum
mæli að mynda sýklalyfjaónæmi og
það veldur miklum vandræðum í
meðferð. Fjölmargir virtir læknar úti
um allan heim halda því fram að það
sé vel mögulegt að mannskæðar
bakteríusýkingar, líkar þeim sem
geisuðu í heiminum fyrr á öldum,
geti vel geisað af þessum sökum á
næstu árum.
Fæstir hafa áhyggjur
Nútímamaður í iðnvæddu þjóðfé-
lagi hefur sáralitlar áhyggjur af
venjulegum bakeríusýkingum. Þær
koma oft fram nú á dögum en það
hefur verið einfalt mál að fara til
læknis, fá uppáskrifaðan lyfseðil fyr-
ir fúkkalyfi, oftast nær penisillíni,
og vandamálið heyrir sögunni til að
nokkrum dögum hðnum.
En málið er ekki svo einfalt. Vax-
andi ónæmi sýkla gegn hefðbundn-
um sýklalyfjum og nýrri afbrigðum
þeirra er vandi sem menn ræða um
heim allan. Sýklalyfin eru orðin
gagnslítil gegn mörgum hinna alvar-
legri sýkinga og ekki er hægt að úti-
loka að senn kunni læknavísindin
að standa í svipuðum sporum og fyr-
ir hálfri öld í baráttunni gegn áður-
greindum meinsemdum.
Sérfræðingar segja að þetta sé
mesta ógnunin við mannskepnuna
síðan alnæmi kom fram. Á síðasta
ári dóu um 25.000 manns á aldrinum
3-49 ára í Bandaríkjunum úr óút-
skýranlegum sjúkdómum. Þeir voru
allir með einkenni bakteríusýkingar
sem ekki tókst að ráða við með hefð-
bundnum lyfjum.
Þessi sjúkdómstilfelli voru öll
dreifð víða um fylki Bandaríkjanna
og af þeim sökum hefur ekki verið
Utið á þetta sem alvarlegt vandamál.
Vandamálið á þó ekki, enn sem kom-
ið er, við um allar bakteríur. Flestum
þeirra er enn hægt að eyöa með
sýklalyflum.
Andvaraleysi ráðamanna
Þeim fjölgar stöðugt bakteríunum
sem hafa náð að mynda ónæmi gegn
lyfjum mannskepnunnar. Þeir sem
gerst til þessara mála þekkja úr heil-
brigðisstéttum hafa miklar áhyggjur
af andvaraleysi ráðamanna. *
Miklu minna fé er eytt í rannsókn-
ir á nýjum lyfjum eða nýjum ráðum
sem beita má gegn þessum vanda en
því sém eytt er í rannsóknir á al-
næmi. Ástæðan er sú að vandinn við
alnæmi liggur skýrt og ljóst fyrir og
tiltölulega auðvelt er að greina fyrir-
bærið.
Vandinn við sýklalyijaónæmi er sá
að oft tekur langan tima að greina
hvers vegna hefðbundin lyf duga
ekki og í sumum tilfeUum greinist
það alls ekki. Langan tíma tekur að
þróa ný lyf, þau þarf að prófa í nokk-
ur ár áður en þau komast á markað.
í mUlitíðinrii gætu vel komið upp
stórkostlega mannskæð tilvik eins
og þau sem greint hefur verið frá hér
að framan. Einn helsti sérfræðingur
hérlendis í þessum málum er Karl
Kristinsson, dósent og sérfræðingur
í sýklafræði.
Misnotkun sýklalyfja
„Við getum ekki haldið áfram eins
og við höfum gert því að við þurfum
á sýklalyfjum að halda í framtíðinni
og megum ekki misnota þau eins og
við gerum í dag. Við verðum að
hægja á þessari óheUlaþróun með því
að halda notkun á sýklalyfjum niðri
til að tími vinnist fyrir lyfjafyrirtæk-
in að finna ný sýklalyf," sagði Karl
í samtali við DV.
„ísland er aö einu leyti verr statt
en mörg nágrannalanda okkar, Það
er vegna þeirrar bakteríu sem helst
veldur eyrnabólgu, lungnabólgu og
heUahimnubólgu, svokallaöra pne-
umococca. Þær bakteríur eru orðnar
hlutfallslega ónæmari hérlendis en í
nágrannalöndunum. Vandamálið er
líka að stærsti hluti ónæmu bakter-
íanna er einnig orðinn fjölónæmur.
Þessu hafa fylgt meðferðarvanda-
mál því við höfum ekki haft sýklalyf
til inntöku og ef við höfum þurft að
grípa til stungulyfja hefur þurft að
leggja fólk inn á spítala. En því mið-
ur er einnig farið að myndast ónæmi
fyrir stungulyfjum og er það vanda-
mál, sérstaklega í Bandaríkjunum, á
Spáni og í Suður-Afríku.
Þegar ónæmi gegn stungulyfjum
bætist við hafa læknavísindin ekki
mörg önnur ráð og segja má að þá
séu menn aftur komnir á byrjunar-
reitinn. Sem betur fer er það enn sem
komið er sjaldgæft. Vandamálið er
mikið í þriðja heiminum þar sem
enginn skilningur er á þessum mál-
um en heilbrigðisyfirvöld hérlendis
eru sér mjög meðvitandi um vanda-
málið og veita stuöning.“
Árið 1993 voru um 20% pne-
umococca á íslandi komnir með
ónæmi en 1994 hækkaði þessi tala
ekki eins og hún hefur gert í öðrum
löndum sem staðið hafa í sömu spor-
um og við.
„Nær alls staðar hefur þróunin
verið upp á við, sífellt fleiri bakteríu-
stofnar mynda ónæmi en talan virð-
ist í bih hafa staðnæmst við um og
undir 20% á íslandi. Við höfum verið
að bera okkur saman við Norður-
löndin og við notum meira af sýkla-
lyfjum en þar tíðkast. En þar sem
ástandið er hvað verst, á Spáni og í
Ungverjalandi, er sýklalyfjanotkun
margfalt meiri en á Norðurlöndum.
Okkur hefur aðeins tekist að lækka
sýklalyfj anotkunina síðustu ár en
það hefur engri annarri þjóð tekist
svo vitað sé. Því virðist sem hugsan-
lega sé hægt að halda þessu í skefjum
með því að takmarka sýklalyfjanotk-
un eins og hægt er. Það eru hins
vegar engin fordæmi fyrir því í sög-
unni að tekist hafi að minnka hlut-
fall ónæmra baktería með slíkum
aðferðum í heilu þjóðfélagi.
Því miður virðist engin heildar-
lausn vera í sjónmáli. Læknavísindin
reyna sífellt að finna nýja sýklalyfja-
flokka til að ráða við sýkingar en það
verða alltaf tímabundnar lausnir.
Aldrei hafa fundist sýklalyf sem
sýklarnir hafa ekki fundiö ónæmi
gegn - og fræðilega séð er það ekki
til miðað við þá þekkingu sem nú
liggur fyrir.
Sú staða gæti komið upp í framtíð-
inni að engir sýklalyfjaflokkar finn-
ist lengur. Bakteríur verði meira og
minna búnar að mynda ónæmi og
þá sé komin upp svipuð staöa innan
þessarar greinar læknisfræðinnar og
var á árum fyrri heimsstyijaldar
þegar bakteríusýkingar voru meiri
háttar vandamál. Þá munu væntan-
lega komandi kynslóðir hugsa illa til
okkar kynslóðar sem misnotaði
sýklalyfin.“
Stórthlutverk íslands
„Vísindalega séð gætu íslendingar
gegnt mjög stóru hlutverki. Við erum
í góðri aðstöðu vegna legu okkar og
smæðar að halda vel utan um áhrif
aðgerða á faraldsfræði sýklalyfja-
ónæmis. Ef okkur tekst að sýna fram
á að hægt sé að minnka ónæmið með
því að minnka sýklalyfjanotkunina
þá væru þaö meiri háttar upplýs-
ingar fyrir læknavísindin. •
Því miöur er það svo að bakteríur
eru ekki einungis þess megnugar að
stökkbreyta sér til að mynda ónæmi
heldur geta þær einnig flutt hæfúeik-
ann á milli sín.
Nú eru menn að hafa hvað mestar
áhyggjur af bakteríum sem kallaðar
eru staphylococcar sem valda mjög
algengum sýkingum eins og graftar-
bólum og algengustu ígerðum. Stap-
hylococcar hefa verið miklar spítala-
bakteríur. Ef erfðaefni, sem segir til
um ónæmi gegn einu lyfjunum sem
*»■
'