Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1995, Side 21
Eggert Arnar Kaaber fer með hlutverk Jóseps í söngleiknum. Ásamt honum á myndinni ern bræður hans. Söngleikurinn er
sýndur í Tjarnarbíói.
ísland (plötur/diskar)
| 1. (1 ) Reif í runnann
Ýmsir
I 2. ( 2 ) Post
Björk
$ 3. ( 3 ) Sól um nótt
Sálin hans Jóns míns
t 4. ( 5 ) Bitilæði
Sixties
i 5. ( 4 ) Smash
Offspring
t 6. ( - ) Heyrðu 7
Ýmsir
| 7. ( 6 ) Stjómarlögin 1989_1995
Stjómin
i 8. ( 7 ) Pulp Fiction
Úr kvikmynd
Í 9. ( 8 ) Mirror Ball
Neil Young
* 10. (15) History - Past, Present and Future...
MichaelJackson
Í 11. (10) Twisturinn
Vinir vors&blóma
i 12. ( - ) Root Down
Beastie Boys
Í 13. ( 9 ) Teika
Bubbi & Rúnar
i 14. (12) Pulse
Pink Floyd
Í 15. (11) ForrestGump
Úr kvikmynd
i 16. (14) Batman forever
Úr kvikmynd
4 17. (Al) Dummy
Portishead
118. ( - ) Weezer
Weeze
i 19. (13) Dookie
Green Day
i 20. (16) Maxinquaye
Tricky
Listinn er reiknaöur út frá sölu í öllum
helstu hljómplötuverslunum í Reykjavík,
auk verslana víða um landið.
London (lög)
) 1-( 1 ) Boom Bom Boom
Outhere Brothers
* 2. ( - ) Allright/Time
Supergrass
t 3. ( 4 ) Shy Guy
Diana King
i 4. ( 2 ) Unchained Melody/White Cliffs...
Robson Green & Jerome Flynn
i 5. (3) l'maBeliever
EMF/Reeves and Mortimer
i 6. ( 5 ) Whoomph! (There It Is)
Clock
t 7. (10) In the Summertime
Shaggy Featuring Rayvon
t 8. ( - ) Happy
MN8
| 9(9)1 Girl Like You
Edwyn Collins
i 10. ( 6 ) Hold Me, Thrill Me, Kiss Me...
U2
New York (lög)
Söngleikurinn um Jósep og undra-
verðu skrautkápuna hans eftir þá
Andrew Lloyd Webber og Tim Rice
verður frumsýndur í Tjarnarbíói á
morgun, þann 16. júlí. Um frumsýn-
ingu í Reykjavík er að ræða en söng-
leikurinn hefur áður verið settur upp
í Keflavík og á Akureyri. Þetta er
fyrsti söngleikurinn sem þeir frægu
félagar Webber og Rice sömdu en
hann var frumsýndur í Lundúnum
árið 1968. Ferðaleikhúsið hefur veg
og vanda af uppsetningu verksins hér
á landi að þessu sinni en leikstjóri er
Kristín G. Magnús. Hún hefur langa
reynslu að baki sem slíkur en þetta
er í fýrsta skipti sem hún leikstýrir
söngleik. Sjálf sá hún fyrstu upp-
færslu verksins í Lundúnum á sín-
um tíma og hefur að sögn lengi haft
hug á að setja það upp en ekki haft
tækifæri til fyrr en nú. Og hún bæt-
ir þvi við að væri hún að byrja leik-
listarferilinn myndi hún vilja ein-
beita sér að söngleikjum.
Byggir á sögu úr
Mósebók
Söngleikurinn byggir á sögu úr
Mósebók en skiljanlega er farið nokk-
uð frjálslega með efnið enda Biblían
ekki skrifuð með söngleikjahald í
huga. Tónlistin í verkinu er mikið
samkrull þar sem blandast saman
rokk í anda sjötta áratugarins, popp
í anda þess sjöunda, frönsk kaffihúsa-
tónlist, kántrí, calypso, kórtónlist og
ýmislegt annað. Tveir af aðalleikur-
um sýningarinnar, þeir Eggert
Kaaber sem leikur Jósep og Guðjón
Bergmann sem leikur Faraó, segja
tónlistina síður en svo gamaldags og
úrelta; þetta sé að mörgu leyti sígild
dægurtónlist; ákaflega fjölbreytt og
lifandi. Sama sé reyndar að segja um
alla sýninguna enda telji margir að
þetta sé litríkasta verk þeirra
Webbers og Rice.
Mannmörg
sýning
Mikill fjöldi leikara og söngvara
kemur fram í sýningunni, samtals
rúmlega 20 manns, en alls voru um
100 prófaðir þegar verið var að velja
í hlutverkin. Flestir hafa einhverja
reynslu af ýmist söng- eða leiklist en
engu að síður segir Kristín það mik-
il viðbrigði fyrir sig að leikstýra svo
stórum hópi af áhugaleikurum. Það
sé að mörgu leyti erfiðara en
skemmtilegt á sinn hátt og hún líti á
þetta sem sitt tækifæri til að koma
nýju, upprennandi listafólki á fram-
færi. Aðalhlutverkin í söngleiknum
eru sem fyrr segir í höndum þeirra
Guðjóns Bergmanns og Eggerts
Kaabers sem báðir hafa áður komið
fram í söngleikjum. Eggert lék í söng-
leiknum Kiss Me Kate sem settur var
upp á Akureyri fyrir nokkrum miss-
erum en Guðjón söng eitt aðalhlut-
verkið f söngleiknum Grease sem
sýndur var á Hótel íslandi í fyrra. í
öðrum aðalhlutverkum í Jósep eru
þau Hrafnhildur Bjömsdóttir söng-
kona sem er í hlutverki sögmnanns
og Nuno Miguel Carrilla sem leikur
Judah. Tónlistarstjóri sýningarinn-
ar er Michael Jón Clarke og danshöf-
undur er David Greenall frá íslenska
dansflokknum. Ljósahönnuður er
Lárus Bjömsson en leikmynd og bún-
inga hannaði Kristín G. Magnús. Um
skreytingu leikmyndar sá Eyþór Stef-
ánsson og Helga Rún Karlsdóttir
hannaði höfuðskraut leikara.
Fall er fararheill
Kristín G. Magnús er með fleiri
jám í eldinum en Jósep, því samhliða
æfmgum á söngleiknum hefur hún
verið að æfa verk fyrir Light Nights
leikhúsið. Það var frumsýnt síðast-
liðinn mánudag og er líka sýnt í
Tjamarbíói. Þess vegna er leikmynd-
in hönnuð með þeim hætti að ekki
þarf annað en að snúa henni við, og
þá breytist Egyptaland í einu vet-
fangi í skála frá víkingaöld og ís-
lenska baðstofu. Reyndar hefur leik-
myndin verið að stríða Kristínu því
á dögunum vildi það óhapp til þar
sem hún var stödd uppi á hluta henn-
ar, að hún féll niður á leiksviðið og
rifbeinsbrotnaði. Hún kippir sér þó
ekki upp við þetta og lítur á þetta fall
sem fararheill samanber það að leik-
húsfólki er yfirleitt óskað ófamaðar
fyrir sýningar.
Sigurður Þór Salvarsson
^Bretland (piötuiýdiskarP^)
| 1. (1 ) These Days
Bon Jovi
| 2. ( 2 ) History - Past Present and Future
Michael Jackson
t 3. ( 6 ) Singles
Alison Moyet
t 4. ( 5 ) The Color of My Love
Celine Dion
t 5. ( 8 ) Picture This
WetWetWet
( 6. ( 3 ) Foo Fighters
Foo Fighters
t 7. (13) IShouldCoco
Supergrass
• 8. (10) Pulse
Pink Floyd
( 9. ( 7 ) Post
Björk
( 10. ( 4 ) Mirror Ball
Neil Young
Bandaríkin (piötur/diskar)
( 1. ( - ) History-Past Present and Future...
Michael Jackson
| 2. ( 2 ) Pocahantas Poverty's
Úr kvikmynd
( 3. (1 ) Cracked Rear View
Hootie and the Blowfish
t 4. ( 4 ) Crazysexycool
TLC
t 5. ( 6 ) Batman forever
Úr kvikmynd
( 6. ( 5 ) Throwing Copper
Live
( 7. ( 3 ) Pulse
Pink Floyd
( 8. ( 7 ) John Michael Montgomery
John Michael Montgomery
t 9. ( 9 ) II
Boyz II Men
(10. ( - ) The Woman in Me
Shania Twain