Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1995, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1995, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 23 Skák Ellefu ára enskt undrabarn Skáksagan á það sammerkt með sögu tónlistar og stærðfræði að greina frá undrabömum. Svo virðist sem fæddir skáksnillingar kunni list- ina að láta reiknigetuna og hljómfall áttundanna sameinast á skákborð- inu. Capablanca var sagður hafa lært mannganginn 5 ára gamall með því einu að fylgjast með föður sínum að tafli. Reshevsky tefldi fjöltefli víða um Evrópu 8 ára gamall og raunar var Jón Hálfdánarson á sama aldri er hann tefldi fjöltefli hér á landi, við 20 manns eða fleiri. Garrí Kasparov var aðeins tólf ára er hann varð skákmeistari Sovétríkj- anna yngri en 18 ára og Bobby Fisc- her var einnig tólf ára er hann varð unglingameistari Bandaríkjanna og þremur árum síðar var hann orðinn stórmeistari. Mörgum þykir heillandi við skák- listina hvernig óþroskaður ungling- urinn getur leikið sér að eldri og vitr- ari mönnum eins og köttur að mús - stundum er eins og bestu leikimir hreinlega komi „að handan“. Svo eiga öldungarnir einnig sína spretti, eins og Vassily Smyslov (74 ára), sem enn er að hækka að stigum. Síðustu ár hafa nokkur undraböm skotið upp kollinum sem óðara hefur verið líkt við Fischer eða Kasparov. Kvikmyndin „Leitin að Bobby Fisc- her“, sem sýnd var í Háskólabíói, greindi t.a.m. frá ungum Bandaríkja- manni sem sagður var heimsmeist- araefni. Síðan myndin var gerð hefur hins vegar lítið til hans spurst, utan hvað hann tapaði fallega fyrir Karli Þorsteins á Saint Martin í hittifyrra. Trúlega hefur kvikmyndin ekki ver- ið skákferh hans til framdráttar þó að enn sé of snemmt að gefa upp alla von. Við íslendingar þurfum ekki að kvarta yfir efnisskorti í góða skák- menn eins og ólympíugull í Las Palmas tók af öll tvímæh um. Hins vegar eru skrefln mörg og leiðin grýtt í átt að stórmeistaratith og þar getur bmgðið til beggja vona. Umsjón Jón L. Árnason Etienne Bacrot heitir tólf ára gam- ah Frakki sem landar hans binda miklar vonir við. Bacrot hefur þegar krækt sér í tvo áfanga af þremur að alþjóðlegum meistaratith og þrátt fyrir ungan aldur hefur hann 2300 Elo-stig. Bacrot á heima í kvik- myndaborginni Cannes í Suður- Frakklandi og hefur notið þjálfunar stórmeistarans kunna, Jóseps Dorf- mans, sem er fyrrverandi aðstoðar- maður Kasparovs. Bacrot sigraði nýlega á alþjóðlegu móti í Genf í Sviss. Verði hann alþjóðlegur meist- ari á næstu mánuðum jafnar hann aldursmet Juditar Polgar sem tólf ára gömul náði tithnum. Englendingar hafa einnig blásið í herlúðra. Á alþjóðlegu móti í há- skólabænum Cambridge í síðasta mánuði vakti ellefu ára Lundúnabúi, Luke McShane, verðskuldaða at- hygh. Piltur vann fjórar fyrstu skák- irnar á mótinu og meðal fórnarlamba hans voru enskur stórmeistari og þekktur rússneskur alþjóðlegur meistari. McShane tókst þó ekki að fylgja eftir góðri byijun og hafnaði aö lokum í þriðja sæti ásamt stór- meisturunum Arkell (sem hann vann) og Conquest. Auðvitað sjá Englendingar nýjan heimsmeistara í Luke McShane, eða í það minnsta arftaka Shorts og Ad- ams, stigahæstu ensku stórmeistar- anna. Enskir eru svo sem ekki óvan- ir því að fást við undraböm. Stór- meistarinn John Nunn sló þar tvær flugur í einu höggi. Nunn varð hvort tveggja í senn, stórmeistari og doktor í stærðfræði frá Oxford-háskóla, að- eins 23 ára gamall. McShane hefur ekki náð sambæri- legum árangri og Bacrot hinn franski en ef ungur aldur hans er haföur í huga tefhr hann býsna vel. í skákum ' hans er skemmtileg hrynjandi, svo minnir á... sjálfan Fischer? Lítum á bestu skák McShane frá Cambridge. Hvitt: Luke McShane Svart: Alexander Baburin Aljekins-vörn. 1. e4 RPB 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. Rf3 Bg4 5. Be2 e6 6. 0-0 Be7 7. h3 Bh5 8. c4 Rb6 9. Rc3 0-010. Be3 d511. c5 Bxf312. gxfí Þessi leikur hefur tekið við af 12. Bxf3 Rc4 eins og tefdlist m.a. í 19. einvigisskák Spasskíjs og Fischers í Reykjavík. Hvítur varnar riddaran- um útgönguleið til c4 og hyggst nýta sér hálfopna g-línuna til sóknar. 12. - Rc8 13. b4 Rc6 14. Da4 Þama stendur drottningin ekki sérlega vel. Möguiegt er 14. f4 því að ef 14. - Rxb4 ógnar hvftur riddaran- um og tekur svo á b7. Einnig kemur 14. b5 Ra516. Da4 b617. c6 til greina. 14. - Bh415. Bd3 f616. f4 R6e717. Re2 Rf5 Betra er 17. - fxe5, sem fyrr eða síðar er nauðsynlegt til að koma biskupnum til byggða. 18. Bxf5 exf5 19. Dc2 Re7 20. Kh2 Dd7 21. Hgl Kh8 22. Hg2 a5? 23. Rgl! fxe5 24. dxe5 Rc6 Ef nú 25. b5 Rb4 26. De2 d4 27. Hdl d3 og svartur nær að rétta úr kútn- um. 25. Rf3! Rxb4 Eftir 25. - Bd8 26. b5 er svartur ekki öfundsverður af stöðunni en þetta var þó skárri kostur. 26. Db2 De7 Svarið við 26. - Bd8 yrði 27. e6 De7 (ef 27. - Bf6 28. Dxf6!) 28. Hagl Hg8 29. Bd4 og nú er engin leið til að valda g?- 27. Hagl Hg8 28. Rxh4 Dxh4 29. e6 d4 30. Bxd4 Dxf4+ 31. Khl h6 32. Bxg7+ Kh7 33. Df6 - Og svartur gafst upp. Sigurður Daði vann alla Sigurður Daði Sigfússon fékk 7 vinninga úr jafnmörgum skákum á boðsmóti Taflfélags Reykjavíkur sem lauk sl. mánudag. Hann varð tveim- ur vinningum fyrir ofan næstu menn, þá Torfa Leósson, Sigurbjöm Björnsson, Kristján Eðvarðsson, Bjarna Magnússon og Pál Agnar Þór- arinsson. Þátttakendur á boðsmótinu vom fjörutíu. Einn auðugasti maður Evrópu til íslands: Smyglaði fólki yfir j ámtj aldið Sigurður og Hasso á góðri stundu í kastala Hassos á Mallorca. Hákarl er i uppáhaldi hjá Hasso og færir Sigurður honum alltaf nokkur kíló þegar hann fer í heimsókn til Mallorca. Við sumarhöll Hassos, Villa George Sands, á Mallorca. Vel kæstur hákarl er einn af eftir- lætisréttum eins auðugasta manns Evrópu, Hassos von Schutzendorfs, sem væntanlegur er í heimsókn til Sigurðar S. Bjamasonar í Hafnar- firði á næstunni. „Ég má aldrei koma í heimsókn til hans á Mallorca án þess að koma með nokkur kíló af vel kæstum hákarh. Hann drekkur frosið viskí með hákarlinum," segir Sigurður sem var starfsmaður Hassos á bíla- leigu sem hann stofnaði á Mallorca 1962. Síðan hafa þeir verið góðir vinir. Hasso þótti Sigurður efnileg- ur starfsmaður og vildi að hann gerðist meðeigandi. „Maður ætti þá kannski að minnsta kosti hlut í kastala hefði maður slegið til,“ seg- ir Sigurður. Hasso von Schútzendorf er Þjóð- veiji sem gerðist liðhlaupi í her Hitlers í seinni heimsstyijöldinni. Hann var handtekinn af Rússum og sat í fangelsi í Póllandi þar til bandamenn leystu hann úr haldi í stríðslok. Að sögn Sigurðar var Hasso lítið annað en skinn og bein, eftir meðferðina í fangabúðunum. Fjölskylda hans var efnuð en auður hennar lenti í höndum kommúnista. Schútzendorf tókst hins vegar að safna auði á nýjan leik með því að smygla varningi og fólki yfir jámtjaldið. Hann var með sérbyggða bíla og hjálpaði Qölda fólks. Þegar starfsemin komst upp var Hasso yfirlýstur versti óvinur Austur-Þýskalands og dæmdur til dauða, að því er Sig- urður greinir frá. Til að lenda ekki í klóm útsendara Austur-Þjóðveija flúði Hasso til Spánar og hefur haft aðalaðsetur sitt þar síðan. Hasso á gríðarstóran kastala skammt fyrir norðan Palma á Mall- orca. „Kastalinn er með mörgum íbúðum, útbyggingum, bílageymsl- um, starfsmannahúsum og fleiru, eins og var í gamla daga. Hasso á einnig sumarhöll sem er byggð í þverhníptum klettum rétt við Valdemosa á Mallorca. Svo á hann hús í Dusseldorf þar sem hann dvelur talsvert," greinir Sigurður frá. Hann segir Hasso eiga mikið landsvæði umhverfls kastalann. „Hann er með einkatennisvöll og einkadýragarð. Það eru tólf ljón í dýragarðinum, tvö tígrisdýr, gór- illuapar og fleiri apategundir, slöngur og ýmis önnur dýr. Hasso gengur oft með fjögurra og hálfs metra langa kyrkislöngu um háls- inn. Hann segir að eftir að hann hætti smygjinu þurfi hann að hafa ákveðna spennu í lífinu. Annað- hvort éti dýrin hann eða ekki.“ í Þýskalandi er Hasso kallaður bílakóngurinn í tímaritum. Hann á stærstu bílaleigu Spánar og margs konar fyrirtæki um allan heim. Hasso, sem er nýorðinn sjötugur, á fjölmörg hjónabönd aö baki og er nýjasta konan, Astrid, 27 ára. Brúðkaup þeirra var haldið fyrir tæpum tveimur árum í Las Vegas og var Sigurði og eiginkonu hans, Margréti Geirsdóttur, boðið í veisl- una. „Hann bauð 300 vinum sínum alls staðar að úr heiminum. Hann smalaði okkur öllum saman í flugi til Frankfurt og setti okkur inn á dýrasta hótehð í borginni. Síðan var leigð breiðþota fyrir okkur til Bandaríkjanna í brúðkaupið. í Las Vegas fengu allir gestirnir svítu á einu dýrasta hótelinu þar. Það voru leigðir sérsalir undir alls konar veislur allan tímann," segir Sigurð- ur. Margt frægt fólk var meðal brúð- kaupsgesta, þar á meðal leikkonan Zsa Zsa Gabor sem er fyrrum kær- asta brúðgumans. Hasso komst í fréttir á íslandi í fyrra þegar ein af fyrrverandi eig- inkonum hans rændi syni þeirra og grunur lék á að hún heföi farið með hann th íslands. Konan kom fram með barnið á Spáni og sættir tókust á milli hennar og Hassos. W Grindavík - ÍBV sunnudag 16. júlí í Grindavík kl. 20. Vestmannaeyingar stuðningsmenn Hittumst kl. 18 á Glaumbar. Fríar rútuferðir á leikinn og til baka. Lagt verður af stað kl. 18.45. Miðasala á staðnum. Mætum öll og styðjum okkar menn til sigurs. stuðningshópur íbv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.