Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1995, Page 29
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995
37
Trimm
Bryndís Svavarsdóttir:
11 sinnum í hálfmara-
þon - vil láta alla hlaupa
„Ég hef komið á fót almennings-
hlaupi í þeim félögum sem ég hef
starfað nema Ættfræðifélaginu. Það
hefur ekki komist í verk enn,“ sagði
Bryndís Svavarsdóttir í samtali við
Trimmsíðuna.
Bryndís hefur viðomefnið „ofur-
skokkari" meðal trimmara og þykir
bera nafnið með rentu. Hún lætur
sér ekki nægja að hlaupa sjálf heldur
kom hún á fót Vímuvarnarhlaupi
Lions sem fer fram árlega í Hafnar-
firði og Fræ-hlaupinu sem fer fram
í annað sinn í Reykjavík í sumar og
er einnig beint gegn vímu. Fræ-
hlaupið fer einmitt fram í dag.
Bryndís er harðduglegur skokkari
sjáif fyrir utan þetta og hefur síðan
1991 hlaupið hálft maraþon 11 sinn-
um og heilt maraþon einu sinni en
það gerði hún í Stokkhólmi fyrr í
sumar. Bryndís segist leggja mest
upp úr því að hlaupa langt og kærir
sig kollótta um hraðann. í hennar
augum er aðalatriðið að taka þátt og
ljúka hlaupinu.
„Þetta var svona sumarfrí. Við
hjónin vorum með börnin í Dan-
mörku og brugðum okkur yfir til
Stokkhólms þar sem ég tók þátt í
heilu maraþoni en.börnin fóru svo í
mini-maraþon daginn eftir. Ég var
svolitið lerkuð í Stokkhólmi og hljóp
lúshægt og lauk hlaupinu á 4:49. Það
voru um 15 þúsund manns sem tóku
þátt í hlaupinu en eftir 5:30 er mark-
inu lokað og það voru 3 eða 4 þúsund
manns sem luku ekki hlaupinu.
Mannfjöldinn var shkur að það hðu
rúmar 4 mínútur frá því að það var
ræst þangað til ég fór yfir marklín-
una en allir voru ræstir í einu og
skipt niður í hópa eftir getu og þeir
spretthörðustu fengu að vera fremst-
ir. Það voru drykkjarstöðvar á 3 kíló-
metra fresti en þar á mihi voru stöðv-
ar þar sem var boðið upp á svampa,
sælgæti, banana og alls konar hress-
Bryndís Svavarsdóttir hefur ekki enn komið á almenningshlaupi í Ættfræði-
félaginu.
ingu. Sérstakir turnar voru á nokkr-
um stöðum og þar voru keppendur
hvattir gegnum gjaharhom. Þrjár
eða fjórar hljómsveitir voru með
jöfnu mihibih meðfram leiöinni og
svo fjöldi áhorfenda.
Leiðinni var ahri lokað fyrir bíla-
umferð a.m.k. hálfri götunni og
hlaupið hófst og endaði á ólympíu-
leikvanginum í Stokkhólmi þar sem
leikamir fóru fram 1912. Þetta var
dásamleg upplifun og ég talaði við
aðra keppendur alla leiðina. Þátt-
tökugjaldið var um 2.600 krónur ís-
lenskar og fyrir það fékk maður bol,
þátttökupening og stórkostlega
pastaveislu kvöldið áður. Mér fannst
þetta aht vera frábær skipulagning
Þeir sem hlaupa mikið ættu aö
borða kolvetnisríka fæðu. Kartöflur,
hrísgijón, pasta, ávextir, grænmeti,
kommeti og brauð era aht fæðuteg-
undir sem eru æskilegar fyrir fólk
sem hreyfir sig mikið. Kolvetni er
8. vika 16/7-22/7
brennsluefni líkamans og með því
að neyta kolvetnisríkrar fæðu byggir
líkaminn upp glýkogenforða og hefur
þá nóg af fljótfenginni orku. Þaö er
þó ágæt regla að neyta ekki matar
2-3 tímum fyrir æfingu eöa keppni.
10km 21 km 42 km
Sunnudagur 8 km ról. 22 km ról. 14 km ról.
Mánudagur Hvíld Hvíld Hvíld
Þriðjudagur 6km (hraðaleikur). 10km (hraðaleikur). 10km (hraðaleikur).
Fýrst2kmról.og Fyrst 2 km ról. og síðan Fyrst 2 km ról. og síðan
síðan 2 km hratt og 1 km hratt og siðan 1 km 1 km hratt síðan 1 km
loks 2 km ról. hægt 3 sinnum og síðan 2 hægt 3sinnum og síðan 2
km km
ról. í lokin ról. i lokin
Miðvikudagur 7 km ról. 12km ról. 18 km ról.
Fimmtudagur Hvíld 8 km ról. 14 km ról.
Föstudagur 4 km ról. 8km ról. 12km ról.
Laugardagur 4km 10km 10km
jafnt ogfrísklega jafnt og frísklega jafnt og frísklega
Samt.: 29 km 70 km 78 km
og gæti vel hugsað mér að fara á
hverju ári th Stokkhólms að hlaupa.
Það vora 10 þúsund böm í minimara-
þoninu."
Bryndís tekur mjög virkan þátt í
almenningshlaupum hér heima en
hefur einu sinni áður farið til útlanda
th að hlaupa. Það var í hálfu mara-
þoni í Amsterdam sumarið 1994.
„Mér finnst alveg stórkostlegt að
fara svona til útlanda til að hlaupa.
Það er miklu skemmthegra en þessar
verslunarferðir. Ég ætla að fara út
aftur í haust og er ekki enn búin að
ákveða hvort ég fer th Berlínar eða
Dublin í maraþon. Svo ætla ég ekki
að missa af Fjöruhlaupi Þórs í Þor-
lákshöfn sem er frábært.“
- En hvemig hófst þátttaka Bryndís-
ar í hlaupum yfirleitt?
„Ég hef alltaf verið heimavinnandi
húsmóðir. Ég hætti að reykja 1983.
Mér fannst það ekki erfitt enda bjó
Umsjón
Reykjavíkumiaraþon 20. ágúst:
Kolvetnisrík fæða mikilvæg
-10 km, hálfmaraþon og maraþon
Páll Ásgeir Ásgeirsson
ég mig vel undir það. Eg hætti fyrst
fyrir hádegi og síðan alveg. Ég reykti
einn og hálfan pakka á dag þegar ég
reykti sem mest. Við að hætta að
reykja bætti ég hægt og rólega á mig
10 khóum sem mér var lengi vel al-
veg sama um. Svo kom að því að ég
dreif mig í leikfimi 1991 og sá
skömmu seinna htla frétt um hlaupa-
hóp sem átti eins árs afmæh. Ég sá
að þau hlupu frá Suðurbæjarlaug-
inni í Hafnarfirði og næst mætti ég
galvösk og sagði: Nú ætla ég að
hlaupa með ykkur. Þetta fyrsta sum-
ar var ég að rembast við að fara 23
khómetra og var nokkuð roggin og
fór síöan 10 khómetra á Selfossi um
haustið og fannst það alveg ótrúlegt
afrek.“ Síðan hefur Bryndís hlaupið
með Bláu könnunni en það heitir
hópurinn sem nú fagnar sínu fimmta ■
hlaupaári frá Suðurbæjarlaug í
Hafnarfirði.
- En hvað skokkar Bryndís mikið í
viku?
„Ég fer svona um 30 khómetra í
viku. Þegar ég var að keyra upp fyr-
ir þátttökuna í heha maraþoninu í
Stokkhólmi fór ég mest 80 kílómetra
á viku. Þá fór ég eftir 16 vikna
hlaupaáætlun sem ég sá í Hlauparan-
um en mér fannst hún heldur stíf svo
ég fór aldrei nákvæmlega eftir
henni.“
- Hvað rak Bryndísi th þess að skipu-
leggja Fræ-hlaupið og Vímuvarnar-
hlaupið?
„Ég er félagi í Lions og samtökun-
um Vímulaus æska og vhdi láta gott .
af mér leiöa. Þegar ég byijaði með
Vímuvarnarhlaupið var ég sjálf ný-
byijuð að skokka og fannst þetta
kjörin aðferð th þess að kynna þessa
dásamlegu íþrótt fyrir fleirum. Við
höfum fengið 250-300 manns í Vímu-
varnarhlaupið á ári. Ég sé alveg um
undirbúninginn en á hlaupadaginn
aðstoða skátarnir í Hafnarfirði við
skráningu og þess háttar og þeir fá
ahan ágóða af hlaupinu. Fræ-hlaupið
var í fyrsta sinn í fyrra og þá komu
rúmlega 200 manns og Vímulaus
æska fær allan hagnað af því eða
réttara sagt Fræðslumiðstöð samtak-
anna.“
- Hvað ætlar Bryndis að gera í
Reykjavíkurmaraþoninu í ár?
„Ég býst við að fara hálfmaraþon,
þó getur verið að ég skipti um skoðun
og fari heilt. Mér finnst langbest að
hlaupa hálft hérna í Reykjavík og
hvet þá sem era að fara hálft í fyrsta
sinn að byrja hér, Ég er farin að
hlakka th á næsta ári þegar ég færist
upp í flokk 40-49 ára en mér finnst
ómögulegt hvað aldursflokkurinn
18-39 ára er stór.“
- Þú munt þá sennilega halda þessu
áfram meðan fæturnir bera þig?
„Þú getur verið viss um það. Ég er
bogmaður og verð að hafa nóg fyrir y
stafni og mér finnst þetta stórkost-
legur lífsmáti sem hentar vel allri
íjölskyldunni."
Þó ber að hafa það í huga að ef þú
ert tiltölulega meðvituð(aður) um
það sem þú lætur ofan í þig og ert
sátt(ur) við það þá skaltu halda þér
við þitt fæði.
Jakob Bragi Hannesson
Næsti sunnudagur, 23 júlí, er
ágætur. Þann sunnudag fer fram
hið árlega Akureyrarmaraþon.
Eins og glögga lesendur kann að
gruna fer þaö fram á Akureyri. í
boði eru 4 km skemmtiskokk, 10
km og hálfmaraþon en þetta hlaup
er jafnframt Meistaramót íslands í
hálfmaraþoni. Skipt verður í flokka
samkvæmt venju og hægt er að
skrá sveitir til leiks. Allir sem Ijúka
hlaupi fá verðlaunapening en að
auki era verðlaun fýrir sigurveg-
ara í hveijum flokki og ríkuleg út-
di'áttarverðlaun 26 talsins. Imúfal-
in í skráningargjaldi er pastaveisla
fyrir þá sem láta skrá sig fyrir 18
júlí. Að auki verður frítt í Sundlaug
Akureyrar að loknu hlaupi. Allar
nánari upplýsingar veita Sigurður
Magnússon í sírna 462-7791 og Jón
Ámason í síma 462-5279.
er styrktaraðili
Reykjavíkurmaraþonsins
FLUGLEIBIR
clSÍCS*^
Jf