Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1995, Page 39
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ1995
47
Jón Hjálmar Sveinsson
Jón Hjálmar Sveinsson kaup-
sýslumaður, til heimilis að Miðhús-
um í Reykhólasveit í Austur-Barða-
strandarsýslu, er fertugur í dag.
Starfsferill
Jón fæddist að Miðhúsum og ólst
þar upp við hefðbundin landbúnað-
arstörf, dúntekju og selveiði. Hann
lauk stúdentsprófi frá MÍ1976,
stundaði nám og síðan herskyldu
við konunglega norska sjóherinn
1977-85 eftir að hafa orðið annar
hæstur á samkeppnisprófum í sjó-
hersskólanum í Bergen, lauk þaðan
prófum 1981 á raungreinalínu með
áherslu á vopnatækni og gegndi
þjónustu á norskum herskipum til
samningsloka 1985, þar af tvö ár
stórskotaliðsforingi og tundur-
dufla-/ tundurskeytaforingi auk
þess sem hann sá um gagnkafbáta-
hemað og fjarskiptaöryggi. Þá var
hann næstráðandi og afleysinga-
skipherra á 380 tonna tundurdufla-
slæðara með heimahöfn í Bergen og
gegndi jafnframt stöðu stórskota-
hðsforingja yfir deild fimm tundur-
duflaslæðara. í lok þjónustunnar
var Jón kapteinlautinant. Þá stund-
aði hann nám í frnnsku við HÍ
1986-87 og á námskeiði við háskól-
ann í Tampere, og stundaði nám í
markaðsfræði við Parsons School
of Design í New York 1987-88 þar
sem hann komst á Deans List fyrir
framúrskarandi námsárangur.
Eftir að Jón sneri heim frá Noregi
stundaði hann verslunarstörf,
barnakennslu, vann í sláturhúsi
Kaupfélags Króksfjarðar og sinnti
sauðfjárbúskap að Miðhúsum.
Hann hefur stundaði markaðsrann-
sóknir og vöruþróun á æðardúni
með hliðsjón af mörkuðum í Japan,
Taívan og Þýskalandi en hann hefur
unnið að því að opna markaði fyrir
æðardúní Asíu.
Þá hefur Jón unnið að endurbót-
um á dúnhreinsitækni og hefur,
ásamt rússneskum verkfræðingi,
hannað og byggt nýjan dúnþurrk-
ara. Auk þess hefur hann unnið
brautryðjendastörf í dúnþvotti og
lúxussængurgerð hérlendis og hef-
ur kennt fjölda dúnframleiðenda
útflutning, dúnþvott og sængur-
gerð.
Hann hefur skrifað fjölda blaða-
greina um hin ýmsu málefni.
Fjölskylda
Systkini Jóns eru Guðmundur, f.
1957, d. 1974; IngibjörgErna, f. 19.5.
1960, hjúkrunarfræðingur við geð-
deild Landspítalans; Þrymur Guð-
berg, f. 31.5.1966, búfræðingur og
starfsmaður við Þörungavinnsluna;
Guðmundur, f. 13.4.1976, starfsmað-
ur við Þörungavinnsluna.
Foreldrar Jóns eru Sveinn Guð-
mundsson, f. 2.7.1923, búfræði-
kandidat, kennari og b. að Miðhús-
um í Reykhólasveit, og k.h., Ólína
Kristín Jónsdóttir, f. 15.7.1931, hús-
freyja og kirkjuorganisti.
Ætt
Meðal systkina Sveins er Þórar-
inn, íþróttakennari á Eiðum, faðir
Sveins verkfræðings. Sveinn er son-
ur Guömundar, b. á Kirkjubóli í
Norðfirði, Sveinssonar, Guðmunds-
sonar.
Móðir Sveins var Stefanía, systir
Erlendínu, móður Vilborgar Dag-
bjartsdóttur skáldkonu. Bróðir Stef-
aníu er Þorleifur, fyrrv. sveitar-
stjóri í Kópavogi, faðir séra Sigfinns
og Sigríðar, móður Björgvins Hall-
dórssonar söngvara. Stefanía er
dóttir Jóns, b. á Efra-Skálateigi í
Norðfirði, Þorleifssonar.
Ólína er dóttir Jóns, b. að Miðhús-
um, Daðasonar, af Skógarströnd,
bróður Kristjáns, afa Sigfúsar Daða-
sonar skálds. Daði var sonur Daní-
els, b. í Litla-Langadal, Sigurðsson-
ar. Móðir Jóns var María Andrés-
dóttir sem varð elst íslendinga, syst-
ir skáldkvennanna Herdísar og Ól-
ínu.
Móðir ÓUnu var Ingibjörg, systir
Finnboga, móður Þóru Benedikts-
dóttur skáldkonu, móður Svölu
Arnardóttur sjónvarpsþulu. Ingi-
björg var dóttir Árna, b. í Kollabúð-
um í Þorskafirði, Gunnlaugssonar.
Afmæli
Jón Hjálmar Sveinsson.
COmpAÍr Holman
Loftpressur
og fylgihlutir
9 0 4 - 1 7 0 0
kr. 39.90 min.
Don't lose contact with the world.
Call 904-1700 and hear the latest in
world news in English or Danish.
♦
NE$Slb«f
904*1700
Smáauglýsingar
Hjónaband
Vörubílar
Til sölu Scania 113H, árg. ‘90, Sörling
pallur, 12 tonnmetra krani. Selst
einnig pall- og kranalaus. Til greina
kemur að taka eldri bíl upp í. Uppl. í
síma 853 6170 og 554 0605.
til sölu Man, 16-240, árg. ‘83, álpallur og
skjólborð. í góðu lagi, skoðaður “96.
Uppl. í síma 482 2682.
Leikhús
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
Stóra svið kl. 20.30.
Rokkóperan
Jesús Kristur
SUPERSTAR
eftir Tim Rice og Andrew
Loyd Webber
í kvöld uppselt, biölistl, sunnud. 16/7, örfá
sæti laus, miðvikud. 19/7, föstud. 21/7,
laugard. 22/7.
Forsala aðgöngumiöa hafin.
Miðasalan verður opin frá ki. 15-20
alla daga og einnig tekið á móti
miðapöntunum i sima 568-8000 frá
kl. 10-12 alla virka daga.
Greiðslukortaþjónusta.
Gjafakort - frábær tækifærisgjöf.
Leikfélag Reykjavíkur-
Borgarleikhús
Faxnúmer 568-0383.
band í Háteigskirkju af séra Vigfúsi Þór
Árnasyni Signý Gyða Pétursdóttir og
Valdimar Snorrason. Þau eru til heim-
ilis að Ugluhólum 12, Reykjavík.
Mynd, Hafnarfirði
í Kópavogskirkju af séra Pálma Matthías-
syni Þóra Möller og Halldór Jónsson.
Þau eru til heinilis að Álfatúni 29, Kópa-
vogi.
Mynd, Hafnarfírði
Ný og betri 38" radial
Dick Cepek dekk
dekkin eru komin.
Dekkin eru með polyester þráðum í stað nælons áður.
Þar sem allt fœst í jeppann
Vagnhöfða 23 - S: 587-0-587
Dick Cepek á íslandi í 10 ár
Sjóstangaveiði
Fjölskylduferð með SS. Árnesi
Sunnudag kl. 15.00 frá Ægisgarði
Allar veitingar um borð.
3 tíma ferð kr. 1.500
Bókanir í síma 893 6030
í tilefni af Hveragerðisdögum
bjóðum við afslátt af ýmsum vörum.
HVERA
Breiðumörk 21 - Sími 483-4655