Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1995, Page 40
48
LAUGARDAGUR 8. JÚLl 1995
Sviðsljós
Kynbomban Raquel Welch:
Vill bara mann
um helgar
„Ég hef aldrei hitt nokkurn karl
sem hefur gert mig ánægða,“ segir
kynbomban Raquel Welch í nýlegu
blaöaviötali. En Raquel hefur engu
að síður verið ástfangin mörgum
sinnum og þrisvar sinnum svo alvar-
lega að hún fór til prestsins. Það seg-
ir hún hins vegar hafa verið mistök
sem hún ætli ekki að endurtaka.
Raquel hefur ekkert á móti því að
verða ástfangin aftur en er ekki viss
um aö hún vilji deila heimili sínu
með einhverjum. „Mér litist betur á
að eiga sunnudagsmann, mann sem
hægt væri að eyða rómantískri helgi
með og svo færum við hvort í sína
áttina."
Raquel þykir enn ákaflega glæsileg
þó hún sé orðin 54 ára og sumir
gruna hana um að hafa farið í fegrun-
araðgerðir. Því neitar hún. Hún
kveðst ekki hafa látið sprauta silí-
koni í brjóstin og ekki látið lyfta and-
htinu. Það eina sem hún hafi gert er
að láta rétta nefiö fyrir mörgum
árum.
Hún segir að útlit hennar sé í raun
ekkert merkilegt og að hún myndi
sjálfsagt líta út eins og heimavinn-
andi húsmóðir ef hún stillti sér upp
við hliöina á Sophiu Loren.
Raquel hefur reyndar ekki slegið
slöku við í að halda sér við. Hún ger-
ir líkamsæfingar í margar klukku-
stundir á dag og stundar jóga. Henni
myndi aldrei detta í hug að troða í
sig vínarbrauöi eða öðrum óhollum
sætindum.
Hún ólst upp í Kaliforníu og 18 ára
gömul var hún kjörin fegursta stúlka
fylkisins. Hana dreymdi um að kom-
ast til Hollywood en í millitíðinni
varð hún ástfangin af sjómanninum
Jim Welch og ól honum dóttur. Ári
seinna fæddist þeim sonur.
Fjölskyldulífið var ekki eins og
Raquel hafði hugsað sér og Holly-
Whitney Houston.
Erfítt að
starfa með
Whitney
Houston
Söngkonan Whitney Houston
er áiitin dekruð sfjarna sem erfitt
er að starfa meö.
Hún er núna viö tökur á nýrri
kvikmynd, Waiting to Exhale.
Pyrir eitt atriðið þurfti að byggja
leiktjöld í Arizona sem kostuðu
um 400 þúsund dollara. Whitney
neitaöi hins vegar aö taka þátt í
prufutökum þar sem henni þótti
of kalt. Við lá aö aöstandendur
kvikmyndarinnar fengju hjarta-
slag af reiði þvi leiktjöldin máttu
bara standa yfir nótt þar sem
þeim hafði verið komið fyrir.
Núna býr Raquel Welch ein. Hún vill helst eiga mann bara um helgar.
Raquel Welch er orðin 54 ára. Hún
gerir líkamsæfingar i margar
klukkustundir á dag til að halda sér
í formi.
wooddraumarinr gerðu aftur vart
við sig. Raquel fékk vinnu á sjón-
varpsstöð við að segja veðurfréttir
og lét tengdamömmu passa börnin.
Hjónabandið fór í vaskinn.
Henni tókst að komast tO Holly-
wood þar sem hún varð ástfangin á
ný. Sá heppni hét Patrick Curtis og
dýrkaði Raquel sem gekk með hon-
um upp að altarinu. Patrick geröi sér
ljóst að hægt væri að græða peninga
á fegurð eiginkonunnar og sendi
myndir af henni út um allan heim. Á
sumum var hún mjög léttklædd.
Þegar andlit Raquel var orðið þekkt
gekk henni vel að komast í kvik-
myndabransann en árangurinn lét á
sér standa í upphafi. Lélegum hand-
ritum var kennt úm, auk ýmislegs
annars. Hjónabandið var orðiö stirt
og fór út um þúfur.
Þriðja eiginmanninn, kvikmynda-
leikstjórann André Weinfeld, hitti
Raquel í veislu í París. Þau settust
að í New York því André gat ekki
hugsað sér að búa í Los Angeles.
Þegar Raquel var 41 árs varö hún
barnshafandi en missti fóstrið. Hún
lýsti því þá yfir að hún ætlaði að biða
eftir barnabömunum í stað þess að
reyna aftur. André og Raquel ákváðu
að slíta hjónabandinu og hún sneri
sér meira að leiklistinni.
Bjöm Borg:
Kaupir villu í
skerjagarðinum
Bjöm Borg og bandarísk unnusta
hans, Kari Bernhardt, hafa keypt sér
villu á eyju í skerjagarðinum við
Stokkhólm í Svíþjóð. Villunni fylgir
einkabryggja og tennisvöllur sem
kemur sér vel fyrir fyrrverandi
tenniskappa.
Bjöm á enn íbúð í Monte Carlo og
saman eiga Björn og Kari búgarð í
Texas. Nú eru þau sem sé einnig
búin að koma sér upp húsi í Svíþjóð
og eiga því auðveldara með aö taka
á móti syni Bjöms, Robin, í heim-
sókn. Kari hefur að sögn reynst Rob-
in hin ágætasta stjúpmóðir.
Kari Bernhardt og Björn Borg.
Glæsivilla Björns í skerjagarðinum meö einkabryggju
og tennisvelli.
Ólyeinn
i o
• •
.. .að Iman, eiginkonu söngvar-
ans Davids Bowie, væri gætt all-
an sólarhrínginn eftir að henni
bárust morðhótanir frá stríðs-
herrum i föðurlandi hennar, Só-
maliu. Sagt er að Iman og David
hafi látið styrkja útidyrnar að
bústað sínum i New York með
stáli.
... að fótbottahetjan Maradona
hefði reyndar fleiri áhugamál en
fótboitann. Eitt af þeim er eigin-
konan Claudia og annað er bila-
sport. Maradona og Claudia voru
meðal áhorfenda á Formula
Monaco Grand Prix keppninni á
dögunum.
... að Mark Phillips, fyrrverandi
eiginmaður Önnu Bretaprins-
essu, nyti þess að vera ekki leng-
ur meðiimur bresku konungsfjöl-
skyldunnar. Eftir skilnaðinn við
Önnu sást Mark oft með Carolyn
nokkurrí Sanders en nú hefur
hún yfirgefið hann þar sem hann
vildi ekki kvænast.
Campbell og poppstjarnan Ad-
am Clayton ættu erfitt með að
slíta sig hvort frá öðru, þó svo
að þau hefðu ákveðið að hætta
að vera saman. Ástæða þess að
þau skildu var áfengismisnotkun
Adams en hann kveðst nú hafa
gert sér Ijóst að hann verði að
hætta að drekka.
. að Fergie og dætur hennar,
Beatrice og Eugenie, hefðu
skemmi sér konunglega í tivolii
í Thorpe nýlega. Skemmtilegast
þótti mæðgunum í klessubílun-
um og stóru hringekjunum.