Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1995, Síða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1995, Síða 43
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 51 Afrnæli Sveinn G. Ásgeirsson Sveinn G. Ásgeirsson hagfræðingur, Hraunbæ 114, Reykjavík, veröur sjötugur á mánudaginn. Starfsferill Sveinn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Rauðarárholtinu. Hann lauk stúdentsprófl frá MR1944, lauk fyrri hluta prófi í lögfræði við HÍ vorið 1945 og lauk fil.cand.-prófl í þjóðhagfræði, bókmenntasögu, heimspeki og listasögu frá Stokk- hólmsháskóla 1950. Sveinn var fréttaritari íslenskra blaða ytra öll námsárin en hann hóf blaðamannaferil sinn með því að vera fyrir dagblaðið Vísi viðstaddur réttarhöldin yfir Vidkun Quishng í Osló haustið 1945. Þá var hann framkvæmdastjóri Fegrunarfélags Reykjavíkur sumarið 1948 sem stofnað var 17.6. það ár. Sveinn var fulltrúi borgarstjórans í Reykjavík 1950-63, gekkst fyrir stofnun Neytendasamtakanna 1952-53, var formaður þeirra fyrstu fimmtán árin og jafnframt ritstjóri Neytendablaðsins, annaðist fasta skemmtiþætti, einkum spurninga- þætti, hálfsmánaðarlega, nær alla vetur á árunum 1952-60 auk þess sem hann var höfundur að og flutti margvíslegt annað útvarpsefni í meira en aldarfjórðung. Síðustu ár- in hefur Sveinn starfað sjálfstætt, einkum við ritstörf. Meðal rita eftir Svein má nefna Neytendasamtökin, útg. 1952; Inn- rásin í Neytendasamtökin, útg. 1968; Svikahrappar og hrekkjalómar, útg. 1972; Apakettir og annað fólk, útg. 1973, auk þess sem hann hefur þýtt fjöldaerlendrarita. Sveinn sat í stjóm Félags ís- lenskra stúdenta í Stokkhólmi 1945-50 og var formaöur þess frá 1948, var ritari Listaverkanefndar Reykjavíkur 1954-63, ritari stjórnar Norræna félagsins 1954-69 og fram- kvæmdastjóri þess um skeið, var formaður Lionsklúbbsins Njarðar 1979-80 og árum saman formaður hlindranefndar klúbbsins. Hann átti sæti í ýmsum opinberum nefndum um verslunar-, verðlags- og neyt- endamál. Sveinn hlaut gulllamp- ann, æösta heiðursmerki Bhndrafé- lagsins 1985 og er eini heiðursfélagi Neytendasamtakanna frá 1986. Fjölskylda Sveinn kvæntist 28.4.1951, Sigur- björgu Snorradóttur, f. 20.2.1929, húsmóður. Þau skildu 1968. Sambýhskona Sveins er Hrafn- hildur Hreiðarsdóttir, f. 23.4.1938, fulltrúi hjá Pósti og síma. Sonur Sveins og Guðrúnar Gunn- arsson er Bjarni Gunnar, f. 19.5. 1946, viðskiptafræðingur, kvæntur Unni Helgadóttur og eiga þau tvo syni. Börn Sveins og Sigurbjargar eru Karólína, f. 13.6.1949, búsett í Kaup- mannahöfn; Snorri, f. 3.2.1952, bú- settur í Káupmannahöfn og á hann þrjúbörn; Asgeir, f. 25.6.1954, verk- fræðingur í Reykjavík og á hann einadóttur. Systkini Sveins: Ásgeir Þór Ás- geirsson, f. 31.5.1924, verkfræðing- ur; Guðmundur AgnarÁsgeirsson, f. 29.8.1927, forstjóri; Birgir Ásgeirs- son, f. 2.5.1929, d. 14.8.1984, lögfræð- ingur; Hrefna Ásgeirsdóttir, f. 9.9. 1932, húsmöðir; Bragi Ásgeirsson, f. 28.5.1931, myndhstarmaður. Foreldrar Sveins voru Ásgeir Ás- geirsson frá Fróðá, f. 9.8.1897, d. 21.7.1978, skrifstofustjóri í Reykja- vík, og k.h., Karólína Sveinsdóttir, f. 14.12.1895, d. 4.4.1991, húsmóðir. Ætt Ásgeir var bróðir Kristínar, ömmu Sverris Stormskers. Ásgeir var son- ur Ásgeirs, b. á Fróðá, Þórðarsonar, alþm. á Rauðkollsstöðum, Þórðar- sonar. Móðir Þórðar var Kristín Þorleifsdóttir, systir Þorleifs, lækn- isíBjarnarhöfn. Móðir Ásgeirs skrifstofustjóra var Ólína Guðmundsdóttir, b. á Ytri- Hóli á Skagaströnd, Ólafssonar. Móðir Guömundar var Þorkatla Torfadóttir, b. í Kolviöarnesi, bróð- ur Ólafs, föður Eiríks, langafa Þor- steins frá Hamri en bróðir Eiríks var Ólafur, langafi Bjarna Bene- diktssonar forsætisráðherra, föður Björns menntamálaráðherra. Torfi var sonur Þorbjarnar, gullsmiðs á Sveinn G. Ásgeirsson. Lundi, Ólafssonar. Karólína var dóttir Sveins, smiðs í Reykjavík, Ólafssonar, og Sigríðar Rögnvaldsdóttur, útvegsb. á Skála- tanga, Jónssonar. Sveinn og Hrafnhildur verða á Hótel Búðum á Snæfellsnesi á af- mælisdaginn. Bjami Guðmundsson Bjarni Guðmundsson, fulltrúi, bú- settur að Svelgsá í Helgafellssveit, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Bjarni fæddist á ísafirði en ólst upp á Borg í Ögursveit til sextán ára aldurs. Hann lauk barnaskólanámi í Reykjanesi við Djúp, stundaði nám viö Bændaskólann á Hvanneyri og lauk búfræðiprófi 1964. Bjarni starfaði um skeið hjá Eim- skipafélagi íslands við Reykjavíkur- höfn, var síðan háseti á togurum frá Reykjavík í tvo vetur, starfaði hjá Veiðimálastofnun sem næturvörður við Laxeldisstöðina í Kollafirði í nokkur ár jafnframt því sem hann var húsvörður í Saltvík á Kjalarnesi fyrir Reykjavíkurborg og var síðan í almennri dagvinnu við laxeldis- stöðina. Bjarni og kona hans festu kaup á jörðinni Svelgsá vorið 1972 og hófu þar sauðfjárbúskap jafnframt því sem þau hafa verið vistforeldrar á vegum félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar frá 1974 en á Svelgsá hafa verið þijú til fjögur börn á ári, einkum á sumrin. Þá hefur Bjarni verið fulltrúi Sauðfjár- veikivarna í nokkur ár. Bjarni var varamaður í hrepps- nefnd um árabil og sat í henni um skeið, var forðagæslumaður í fjölda ára og hefur unnið margvísleg önn- ur trúnaðarstörf fyrir sína sveit. Fjölskylda Bjami kvæntist 26.7.1969 Ólöfu Brynju Sveinsdóttur frá Hafnar- firði, f. 8.11.1949, húsfreyju og bónda. Hún er dóttir Sveins Sveins- sonar, húsasmíðameistara í Hafnar- firði, og k.h., Rebekku Helgu Aðal- steinsdóttur, húsmóður og starfs- stúlku á Hrafnistu í Hafnarfirði. Börn Bjarna og Brynju eru Bjarni Þór Bjarnason, f. 15.10.1968, sjómað- ur frá Stykkishólmi; andavana dótt- ir, f. 12.9.1973; Sveinn Aðalsteinn Bjamason, f. 20.7.1977, námsmaður; Berghnd Kristín Bjamadóttir, f. 4.10.1983, nemi. Fóstursonur Bjarna og Brynju er Jón Halldór Sigur- björnsson, f. 24.8.1965, stýrimaður í Reykjavík. Systkini Bjarna: Magnús Kristinn Guðmundsson, f. 24.8.1934, b. að Gríshóh í Helgafellssveit, en kona hans er Guðrún Reynisdóttir, b. og oddviti; Bjarni Ragnar Guðmunds- son, f. 14.9.1936, d. 7.9.1943; Gyða Ó. Guðmundsdóttir, f. 7.11.1940, b. á Haukabrekku á Skógarströnd en maður hennar er Kolbeinn Kristins- son b.; Hjördís K. Guðmundsdóttir, f. 11.12.1943, nuddfræðingur í Mos- fellsbæ en maður hennar er Þórður Árelíusson, starfsmaður hjá Fiski- stofu; Ragnheiður Guðmundsdóttir, f. 22.11.1946, garðyrkjufræðingur í Hveragerði en maður hennar er Lars Nielsen garðyrkjub.; Sveinn H. Guðmundsson, f. 5.9.1948, bif- Bjarni Guðmundsson. vélavirki í Hveragerði en kona hans er Erna Þórðardóttir húsmóðir og kaupkona; Hildur Guðmundsdóttir, f. 23.10.1952, starfsmaður viö Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði. Hálf- systir Bjarna, samfeðra, er Guð- munda Kristbjörg Guðmundsdóttir, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Bjarna: Guðmundur Magnússon, f. 27.6.1897, d. 23.11. 1969, bóndi á Borg í Ögursveit, og k.h., Magnea Bjarnadóttir, f. 31.7. 1913, húsfreyja, nú búsett í Hvera- gerði. Bjarni og Brynja verða heimavið á afmælisdaginn og taka þar á móti ættingjum og vinum. Sigrún Guðnadóttir 85 ára Júlíus Geirsson, Laugarásvegi 66, Reykjavík. Sigurður Þ. Tómasson, Bólstaðarhlíð45, Reykjavik. Ásta S. Hannesdóttir, Skálagerði 13, Reykjavík verður75áraá morgun, simnudag. Eigitnnaður hennarer ÓskarM.B, Jónsson. Þau taka á móti gestum að Engja- seli 52, Reykjavík á afmælisdaginn frákl. I5till8. Ragnar S. Guðmundsson, Spítalastig2, Reykjavík. Margrét J. Hallsdóttir, Lýsuhóli, Ólafsvík. HafUði Magnússon, Dalbraut 30, Bíldudal. Guðlaug Ásta Magnúsdóttir, Seilugranda 4, Reykjavík, Jakobína Guðmundsóttir, Lindargötu44, Reykjavík, verður sexíiu áraámorgun. Maðurhennar er Örn Sche- ving. Þau taka ámóti ættingj- um og vinum i Víkingasal Hótels Loftleiða írá kl. 16 til 18 á amælisdaginn, 16. júh. 50ára Hilmar Gunnarsson, Dæli, Svarfaðai'dalshreppi. Ásthildur Inga Hermannsdóttir. Kjarrholti 1, Isafirði. Ragnheiður Sigrún Sörladóttir, Stararima 23, Reykjavík. Ólafur Sæmundsson, Helgubraut 4, Kópavogi. Kristján Pálsson, Uppsaiavegi 21, Húsavík. Hrefna Einarsdóttir, Vesturvangi 12, Hafnarfirði. 40ára________________________ Ásgeir S van Vagnsson, Seljavogi l.Höfnum. Flosi Sigurðsson, Laxakvísl 6, Reykjavík. Þorbjörg Guðjónsdóttir, Laugarásvegi 15, Reykjavík. Mayumi Maja Ásgeirsson, Vífilsst., stai-fsmhúsi 1, Garðabæ. Sigrún Guðnadóttir, Kaupvangi 1, Egilsstöðum, er sextug í dag. Fjölskyida Sigrún fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún giftist 7.4.1957 Vigfúsi Ólafssyni, f. 11.6.1938, bankastarfs- manni. Hann er sonur Ólafs Sigur- jónssonar og Valgerðar Vigfúsdótt- ur sem bæði eru látin. Börn Sigrúnar og Vigfúsar eru Ólafur Vigfússon, f. 24.8.1959, skrif- stofustjóri í Reykjavík, kvæntur Maríu Önnu Clausen og eru börn þeirra Egill Daði, f. 1.10.1984 og Andri, f. 7.2.1987; Guðni, f. 29.9.1961, d. 21.3.1962; Vigfús Már, f. 8.12.1964, sölumaður í Reykjavík, kvæntur Ingunni Jónu Sigurðardóttur og eru dætur þeirra Hugrún Arna, f. 5.11. 1990 og Margrét Dögg, f. 12.1.1995; Þórhallur, f. 11.3.1966, sölumaður í Reykjavík, kvæntur Þuríði Guð- jónsdóttur og eru böm þeirra Daní- el, f. 30.9.1991 og Elísabet, f. 12.2. 1995; Valgerður, f. 22.1.1968, sölu- maður í Reykjavík, gift Gunnari Marel Einarssyni og er dóttir þeirra Sigrún Mist, f. 29.4.1995. Foreldrar Sigrúnar voru Cuðni Sigurðsson, f. 1914, d. 1937, sjómaður í Reykjavík, og Þórunn Meyvants- dóttir, f. 1914, d. 1981, húsmóðir. Stjúpfaðir Sigrúnar var Halldór Þórhallsson, f. 1919, d. 1978. Sigrún tekur á móti gestum í safn- aðarheimili Áskirkju í Reykjavík í dagfrákl. 15.00-18.00. Kristín Haraldsdóttir Sigrún Guðnadóttir. Kristín Haraldsdóttir, vistkona að Sundabúð II, Vopnafirði, verður sjö- tíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Kristín fæddist í Steintúni í Bakkafiröi. Hún stundaði barna- skólanám í farskóla. Kristín var um árabil vinnukona á ýmsum heimil- um meðan hún haföi heilsu til. Eftir að heilsan bilaði dvaldi Kristín um hríð á Kristneshæli en þar var hún vistmaður þar til hún flutti til Vopnaíjarðar 1990. Fjölskylda Maður Kristínar: Eiríkur Þor- valdsson, sjómaður og verkamaöur. Dætur Kristínar eru Hulda Krist- jánsdóttir, bankaritari í Reykjavík, og Hrefna Þórey Eiríksdóttir, starfs- stúlka á Hrafnistu í Reykjavík. Kristín á tvö ömmuböm og eitt langömmubarn. Kristín átti fjórtán hálfsystkini, samfeöra. Foreldrar Kristínar voru Harald- ur Guömundsson, f. 9.10.1888, d. 10.6.1959, b. á Þorvaldsstöðum, og Arnfríður Lárusdóttir, f. 20.11.1898, d. 18.11.1981.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.