Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1995, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1995, Page 2
16 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995 Ferðir DV Vík'95: Vík alltaf vinsæl Eitthvaö verður fyrir alla á hátíð- inni Vík ’95 um verslunarmanna- helgina. Hátíðin hefst á fóstudegin- um og verður varðeldur og brekku- söngur það kvöld. Aðaldagskráin verður síðan á laugardag og sunnu- dag. Meðal dagskrárliða má nefna ljós- myndamaraþon í 4 klukkustundir. Það er keppni þar sem lögð verða fjögur verkefni fyrir keppendur og þurfa þeir að ljúka þeim á tilsettum tíma. Skráningargjald er 500 kr. og fá þátttakendur eina 12 mynda filmu í upphafi. Vegleg verðlaun eru í boði. Verðlaunafhending fer fram á sunnudagskvöld við útigrillið á tjald- svæðinu og myndirnar, sem þykja bestar í hverjum flokki fyrir sig, verða sýndar í þjónustumiðstöðinni. Fjársjóðsleitog víðavangshlaup Allir geta tekið þátt í gönguferð sem verður farin með leiðsögu- manni. Gestum gefst kostur á að taka þátt í fjársjóösleit eða nokkurs konar ratleik þar sem þátttakendur fá eina vísbendingu í upphafi og eiga síöan aö fmna þá næstu og svo koll af kolli. Skipt verður í yngri og eldri hópa. Glæsileg verðlaun verða í boði fyrir sigurvegara. íþróttir og leikir hafa alltaf skipað fastan sess á Víkurhátíðum og var - allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi á hátíðinni stærsta fiskinn. Söngelsk börn geta tekið þátt í söngvarakeppni og hefur þetta verið mjög vinsæll dagskrárliður á und- anfornum árum í Vík. Þar hafa margir efnilegir söngvarar stigið sín fyrstu spor á framabrautinni. Margar ferðir í boöi Hægt verður að fara í bátsferðir að Reynisdröngum og Dyrhólaey og í vélsleðaferðir á Mýrdalsjökul frá Vík. Einnig verður sértilboð á ferð- um upp á Reynisfjall um verslunar- mannahelgina. Ferð kringum Haf- ursey og að Kötlujökli, Hjörleifs- höfða og inn á Höfðabrekkuheiði verður einnig í boði. Dansleikir fyrir fullorðna verða síðan á laugardags- og sunnudags- kvöld í félagsheimilinu Leikskálum og mun hljómsveitin Órar leika fyrir dansi fram eftir nóttu. Þess má geta að þeir sem gista í tjaldi á hátiðar- svæðinu fá 500 kr. afslátt af miða- verði á dansleikina en miðinn kostar 2000 kr. Gisting á tjaldstæöunum alla helg- ina kostar 1500 krónur fyrir 12 ára og eldri og frá kl. 22 á laugardag 1000 kr. Frítt verður fyrir böm yngri en 12 ára í fylgd með foreldrum. Þeir sem ekki gista á tjaldstæðunum geta keypt sér aðgang að skemmtidag- skránni á 500 krónur alla helgina, sama aldursskipting. ákveðið að efna til víðavangshlaups, nokkurs konar þolraunar þar sem hlaupið er viö erfiðar aðstæður. Vegalengdin er um 6 km og ræst verður við útfall Dyrhólaóss, austan við Dyrhólaey og hlaupið austur Reynisfjöru að Reynisfjalh. Hlaupið er upp á Reynisfjall og niður austan megin og komið í mark við félags- heimilið Leikskála í Vík. Skráning- argjald í hlaupið er 500 krónur fyrir keppanda og hlaupið í karla- og kvennaflokki. í verðlaun eru meðal annars Nike hlaupaskór frá Frísporti og sokkar frá Víkurpijóni. Þátttak- endur þurfa að skrá sig í síma 487-1332 fyrir 5. ágúst. Veiðimönnum þarf ekki að leiðast því þeir fá einnig sinn skammt. Veiði- keppni fer fram og veröur veitt í Höfðabrekkutjörnum. Keppt verður í tveimur flokkum, 15 ára og yngri og 16 ára og eldri. Vegleg verðlaun verða í boði í báðum flokkum fyrir Séð yfir tjaldstæðin á hátíðinni Vík ’95 sem haldin verður um verslunarmannahelgina. s DV-mynd Páll Pétursson ífj/l NORÐURLEIÐ H LANDLEfÐIR Norðurrútan Ferðir um Sprengisand og Kjalveg með leiðsögn Farið er á einum degi hvora leið og tekur ferðin 13 klst. í rólegheitum. Farið er frá Reykjavík norður Sprengisand til Akureyrar á mánudögum og fimmtudögum kl. 8.00 og frá Akureyri suður Kjalveg á miðvikudög- um og laugardögum kl. 8.30. Ferðin kostar kr. 7.200 aðra leiðina eða kr. 13.400 báðar leiðir og er miðdegismatur innifalinn ásamt leiðsögn. Dagsferðir í Þjórsárdal með leiðsögn Frá Reykjavík sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 9.00 og kom- ið til baka kl. 16.00-17.00. Farið er um Nesjavelli og Skálholt á austurleið en um Selfoss og Hellisheiði til baka. Ferðin kostar kr. 3.400.00. Daglegar ferðir um Kjalveg án leiðsagnar með viðkomu í Kerlingarfjöllum, farið er kl. 9.00, bæði frá Reykjavík og Akureyri. 2 ferðir á dag um byggð milli Reykjavíkur og Akureyrar. Frá Reykjavík kl. 8.00 og 17.00. Frá Akureyri kl. 9.30 og 17.00. Upplýsingar í síma 551 1145. Fjölskylduhátíð Flug- málafélagsins í Múlakoti í Fljótshlíð Eins og undanfarnar verslunar- mannahelgar koma allir flugáhuga- menn sem vettlingi geta valdið og fjölskyldur þeirra saman til hátíðar- halda í Múlakoti í Fljótshlíð að þessu sinni. Dagskrá mótsins verður íjölbreytt. Meðal dagskráratriða verður list- flug, fallhlifarstökk, módelflug, vél- flug og svifdrekaflug. Á mótinu gefst fólki kostur á að sjá margar þekktar flugvélar og aðrar sem telja má óvénjulegar. Flugmenn og vinir þeirra fara í útsýnisflug um nágrenni Múlakots. Eins og flestir vita eru dalir og skriðjöklar Eyjafjallajökuls og Mýr- dalsjökuls skammt undan. Flug yfir þá og Þórsmörk er ógleymanlegt þeim sem það reyna. SvifElugmenn verða með tvær kennslusvifílugur og svifdrekamenn verða með mótor- dreka þannig að þeir sem áhuga hafa á að prófa fá tækifæri til þess. Barnadagskrá, happ- drætti og grillveisla Á sérstakri dagskrá fyrir börn verður m.a. keppni í svifflugi auk margra óvenjulegra leikja sem flug- menn luma á. Sérstök flugíþrótta- dagskrá verður. Meðal íþróttagreina verður lendingarkeppni og hvéiti- pokakast. Á laugardagskvöldinu verður kvöldvaka og sameiginlegur kvöld- verður grillmeistaranna. Allir sem gista í Múlakoti um helgina eiga kost á aö hreppa veglega happdrættis- vinninga. Þeir sem koma fljúgandi á hátíðina geta haft samband við mótssljórn á tíðninni 118,1 sem hér segir: Föstudagur 4. ágúst kl. 17.-21 Laugardagur 5. ágúst kl. 10-20 Sunnudagur 6. ágúst kl. 10-20 Mánudagur 7. ágúst 11-15 Rétt er að taka fram að á staðnum verður selt bensín á flugvélarnar. I Verðlaunahafar úr hópi ungra mótsgesta í Múlakoti i fyrra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.