Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1995, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1995, Side 14
28 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995 Ferðir Við Flókalund í Vatnsflrði: Kajakmót Flóka Vilgerðarsonar byijendur sem lengra komna í Flókalaug í Flókalundi og farið yfir nokkur öryggisatriði og björgun á sjó. Óttar Kjartansson, kajakleið- beinandi hjá Ferðamönnum, leið- beinir. Verð fyrir þetta námskeið er 500 krónur. Setning mótsins verður kl. 23 á fostudagskvöld og klukkan níu á laugardagsmorgun veröur farið í dagsferð um eyjar og sker Breiða- fjarðar. Þátttökugjald er 1000 krón- ur. Þetta er stórskemmtilegt tæki- færi til ljósmyndunar enda mikið dýralíf, selir og fuglar, og mikil náttúrufegurð. Um kvöldið verður varðeldur í fjörunni við Flókalund. Þar syngja hetjur saman og segja sögur af stórhvelum og öðrum við- burðum dagsins. Á sunnudaginn verður keppt í ýmsum greinum á sjókajak með gott grín og keppnisskapið að leið- arljósi. Það kostar 1000 krónur. Hægt verður að leigja báta. Um kvöldið flytur Baldvin Kristjáns- son hjá Ferðamönnum erindi um sjókajakferðir og skemmtileg svæði til ferðalaga og sýnir mynd- ir. Eiginleg mótslok verða á sunnu- dagskvöld og þá verða verðlaun veitt. Á mánudaginn geta gestir leigt sér báta og farið í stuttar ferð- ir. Þetta er í fýrsta sinn sem sjókajak- mót er haldið á íslandi og er markmiðið að kynnast nýjum ferðamáta betur og hafa gaman af. Dagskráin, sem verður létt og skemmtileg, er opin öllu áhugafólki um sjókajakferðalög við strendur landsins. Mótið verður haldið í Vatnsfiröi viö Breiðafjörð. Þar er stórkostleg náttúrufegurð og strandlengjan hentar einstaklega vel til ferðalaga á sjókajak. Þeim sem ekki geta komið með eigin sjókafak gefst kostur á að leigja eins og tveggja manna báta og er þá allur aukabúnaður innifal- inn. Leigugjald er 500 krónur fyrir eina klukkustund og 1500 krónur fyrir dagsferð. Hótel Flókalundur fyrir botni Vatnsfjarðar býður mótsgestum 20 prósenta afslátt af gistingu í 3 næt- ur og verður einnig boðið upp á sérstakan kajakmatseðil í tilefni helgarinnar. Tjaldsvæðið í Vatns- firði er að sjálfsögðu öllum opið meðan á mótinu stendur. Sjókajakmót verður haldið við Flókalund í Vatnsfirði um verslunarmannahelgina. Auðvelt er að komast vestur í Vatnsfjörð, annaöhvort akandi eða með Breiðafjarðarferjunni Baldri sem fer frá Stykkishólmi aö Brjáns- læk, sem er rétt hjá Flókalundi, með viðkomu í Flatey. Fjölbreytt dagskrá Mótið stendur dagana 4.-7. ágúst. Byijað verður á föstudaginn áður en eiginlegt mótshald hefst á stutt- námskeiði í félagabjörgun fyrir Þar kom að því Var einhver að segja.aö geimverur væru ímyndun? Ef myndirnar prentast vel sést að geimverurnar eru um það bil að lenda á Snæfellsjökli í geim- fari sínu eins og beðiö hefur verið eftir undanfarið. Trúlega ætla þær að mæta á Snæfellsássmótið um verslunarmannahelgina. Myndirnar eru tekn- ar frá Hellissandi nýlega. Myndir Gunnar Jóhannesson Áð í Lakagígum að lokinni göngu á Laka og um Skaftáreldahraun. Mynd Þorleifur Guðmundsson Gönguferð utan hefðbund- inna ferðamannastaða Ferðafélagið Útivist stendur fyrir ferð um verslunarmannahelgina á slóðir sem liggja að miklu leytí. utan hinna hefðbundnu ferðamanna- staða. Ekið verður í Skaftártungu á fóstudagskvöldið og gist þar. Snemma næsta morgun verður hald- ið inn á öræfin um Eldgjá að Sveins- tindi. Gengið verður á fialhö en af því er einstakt útsýni yfir eitthvert mikilvirkasta gossvæði landsins, Lakagíga og Kambsgíga. Ef skyggni er gott sést eftir nærri því endilöng- um Langasjó, sem er um 22 km langt stöðuvatn, og Fögrufiöllum samsíða honum. Frá HeUisfialh verður gengið niður í Skæhnga meðfram Uxatindum. í Skæhngum við Skaftá er mjög óvenjulegt landslag með móbergs- hryggjum, hraunstrípum og gróður- torfum sem saman skapa margar kynjamyndir. Á þriðja degi verður farið að Lakagígum og gengið á Laka og um eldborgaröðina að ógleymdri hinni undurfógru hrauntröð. Heim verður haldið um Öldufehs- leið og Syðra-Fjallabak til byggða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.